Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 20
20 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Rannsóknir FME: Grein 4 af 4 UMRÆÐAN Jared Bibler skrifar um Ponzi-svikamyllur Eins og sagt var í fyrri hluta þessarar grein- ar vísa Ponzi-svik til hvers kyns svika eða blekkinga sem byggjast á því að sífellt þarf að fá inn nýja fjárfesta til þess að geta greitt þeim sem fyrir eru. Innstreymi nýrra pen- inga er eina leiðin til að halda kerf- inu gangandi. Í þessari grein ætla ég að lýsa mjög umfangsmiklum Ponzi-svikum sem upp komust á síðasta ári en hafa ekki mikið verið rædd hér heima. Þetta er fall Stanford International Bank, eða Stanford alþjóðabankans. Bankinn var með höfuðstöðvar á Antígva sem ásamt Barbúda mynda tveggja eyja eyríki á mörkum Kar- íbahafs og Atlantshafsins. Upphafs- menn hans voru tveir Bandaríkja- menn. Stanford banki reyndist vera átta milljarða dollara samsæri og risavaxin Ponzi-svik. Svikin stóðu í að minnsta kosti tíu ár og mögulega í allt að tuttugu ár. Þau fólust í því að taka við innlán- um frá einstaklingum í formi inn- stæðubréfa. Þessi innlán voru bund- in í ákveðinn tíma, sex mánuði, eitt ár eða lengur. Stanford-bankinn greiddi háa innlánsvexti, helm- ingi hærri en aðrir bankar og allt að 15 prósent (í Bandaríkjadölum). Tuttugu og átta þúsund fjárfest- ar í 130 löndum keyptu innstæðu- bréf af fyrirtækjum sem mark- aðssettu þennan fjárfestingarkost fyrir Stanford. Þar sem Stanford gat ekki mætt þessum háu endur- greiðslum með lögmætum fjárfest- ingum greip bankinn til þess ráðs að borga gömlum fjárfestum með fé frá nýjum fjárfestum og þannig gekk það í tuttugu ár. Sleginn til riddara Mögulegt er að viðskipti Stanford banka hafi verið lögmæt í upp- hafi en þróast í að verða Ponzi-svik þegar ekki reyndist unnt að standa við loforðin. Allar viðskiptaáætl- anir sem byggja á því að fá stöðugt nýtt fé eru í raun Ponzi-svik. Fjórir einstaklingar báru hitann og þungann af Ponzi-svikum Stan- ford alþjóðabankans en R. Allen Stanford, stofnandi bankans, var í aðalhlutverki. Rannsakandi hjá bandaríska verðbréfaeftirlitinu (SEC) orðaði það svo: „Hann kunni að eyða annarra manna peningum.“ Allen Stanford lifði í vellystingum á Antígva þar sem hann hafði sest að og byggði höfuðstöðvar bankans í samræmi við eigin lífsstíl. Þetta var fögur bygging með framhlið höfðingjaseturs. Að aðalinngang- inum lá ríkmannleg braut vörðuð pálmatrjám og hitabeltisblómum. Allen Stanford var sleginn til riddara á Antígva 2006 og kaus að vera ávarpaður „Sir Allen“. Eins og ég vék að í fyrri grein notfæra þeir sem stunda Ponzi-svik sér í mörg- um tilvikum stuðning við íþróttir og góðgerðamál til þess að byggja upp orðspor og trúverðugleika og Sir Allen var þar engin undantekn- ing. Hann var helsti velgjörðarmað- ur Antígva og bauð 20 milljón doll- ara verðlaun í alþjóðlegri krikket keppni sem var haldin á eyjunni. (Þegar lið Antígva vann hvatti hann liðsmenn til að setja verðlaunaféð í innstæðubréf hjá Stanford alþjóða- bankanum.) Sir Allen hafði mikið fyrir að byggja upp ímynd sína og uppskar ríkulega. Í febrúar árið 2009 lýsti dag- blaðið The Houston Chron- icle honum sem „leiðandi velgjörðarmanni, frum- kvöðli, vinnuveitanda og opinberri persónu Ant- ígva“. Hann lagði rækt við tengsl við volduga vini í Bandaríkjunum og annars staðar í heiminum og var 605. auðugasti maður heims á lista Forbes Mag- azine árið 2008. Hann var einnig útnefndur maður ársins 2008 í mik- illi lofgrein í World Magazine. James M. Davis, sem hafði verið herbergisfélagi Allens í háskóla, var næstráðandi í Stanford alþjóða- bankanum og gegndi starfi sem yfirmaður fjármála. Þeir tveir voru þeir einu sem höfðu yfirsýn yfir raunverulegar fjárfestingar Stan- ford alþjóðabankans og höfðu því mesta þekkingu og stjórn á svik- unum. Fasteignir keyptar með leppfyrir- tækjum Í Ponzi-svikum gegnir hver og einn sínu hlutverki í því að við- halda yfirbragði lögmætis. Menn- ina tvo vantaði trúverðugt andlit gagnvart almenningi fyrir bank- ann. Laura Pendergest-Holt var valin í það hlutverk. James Davis hafði hitt hana þegar hún var sex- tán ára. Hann var sunnudagaskóla- kennari Lauru við kirkju sem hann hafði stofnað í Mississippi. Þegar hún útskrifaðist úr háskóla hóf hún störf fyrir gamla kennarann sinn. Hún var gerð að yfirmanni fjár- festinga Stanford alþjóðabankans hálfþrítug að aldri án þess að búa yfir menntun eða reynslu á sviði fjármála. Hún og starfslið henn- ar voru með skrifstofu í Tenness- ee í Bandaríkjunum. Laura Pend- ergest-Holt réð yfir litlum hluta af fjárfestingum bankans en hélt því fram að hún sæi um allt verðbréfa- safn hans. Hún hafði frelsi til að gefa út opinberar tilkynningar um hversu áhættulausar eignir verð- bréfasafnsins væru. Gömlu her- bergisfélagarnir fóru hins vegar í raun og veru með meirihluta eigna Stanford alþjóðabankans. Samkvæmt upplýsingum frá rannsakendum hjá SEC var ekki til skrá yfir fjárfestingarsafn- ið sem myndaði eignarhluta efna- hagsreikningsins. Milljörðum hafði verið varið í kaup á illseljanlegum bréfum í óskráðum félögum. Um það fengu kaupendur innstæðu- bréfa í Stanford alþjóðabankanum ekki að vita. Þarna voru líka miklar fjárfestingar í fasteignum en Stan- ford hafði neitað því opinberlega að hafa fjárfest í þeim. Í sumum tilvikum voru söfn af fasteignum keypt og þau síðan seld fram og aftur milli fyrirtækja sem voru ekkert nema skelin. Þessum fyrir- tækjum var stjórnað af bankanum og notuð til að auka verðgildi fast- eignanna í bókum hans. Sir Allen tók 1,6 milljarða Bandaríkjadala út úr bankanum til eigin nota gegn skuldaviðurkenningum. Opinber- lega fullyrti hann að hafa aldrei tekið krónu til eigin nota og hafa notað hvern eyri til að endurfjár- festa í bankanum. Brestir koma í svikin Fjórði litríki einstaklingurinn í þessari raunasögu var Leroy King. Hann var kannski sá sem fyrst og fremst gerði Ponzi-svikin möguleg. King var yfirmaður bankaeftirlits á Antígva. Hann og Sir Allen voru í óvenju nánum tengslum. Allen greiddi mútur á bankareikning Kings í Sviss og það nægði til þess að beina augum eftirlitsaðilans frá bókum bankans. Sir Allen taldi svissneska bankareikninginn þó ekki nægja til að tryggja hollustu Kings. Hann fékk því eftirlitsaðila sinn til þess að sverja blóðeið sem fór þannig fram að skorið var á úln- liði þeirra og þeir blönduðu blóði. Eftir eiðinn vísaði Leroy King til Sir Allen sem „stóra bróður“ og yfir hann rigndi miðum á úrslitaleiki NFL-deildarinnar í amerískum fót- bolta og ferðum með kærustunni í einkaþotu Stanford-bankans. Leroy King reyndist peninganna virði. Þegar erlendir eftirlitsað- ilar komu til eyjarinnar fullyrti hann að Stanford alþjóðabankinn væri traustasti bankinn á Antígva. Þegar SEC fór að spyrja spurninga um fjárfestingar bankans árið 2006 neitaði hann að eiga samstarf við erlenda systurstofnun sína og bar við bankaleynd. Hann framsendi einnig trúnaðarbréfið frá SEC til lögmanna Sir Allens svo þeir gætu skrifað frambærilegt svarbréf sem hann gæti undirritað og sent. Brestir komu í Stanford-svik- in árið 2008 eins og mörg önnur Ponzi-svik eftir fall markaða víða um heim. Fjárfestar í innstæðu- bréfum Stanford vildu fá eitthvað af peningunum sínum til baka. Fréttir sem höfðu borist um Mad- off-svikin leiddu til þess að grun- semdir vöknuðu hjá sumum starfs- mönnum Stanford-bankans, sem hafði verið stíað í sundur með deild- arskiptingu, til að draga úr upplýs- ingaflæði, og höfðu haft efasemdir um viðskiptamódel eigin banka. Bíður réttarhalda Í febrúarmánuði árið 2009 kærði SEC Lauru Pendergest-Holt fyrir svik (fyrir að hafa logið að rann- sóknaraðilum um fjárfestingar bankans), fyrir að hindra rann- sókn og samsæri um að hindra framgang réttvísinnar og bíður hún nú dóms. James Davis viður- kenndi samsæri í júní á síðasta ári, gegn loforði um vægari dóm, um að fremja fjársvik, póstsvik og að hindra rannsókn SEC. Með því missti fyrrverandi herbergis- félagi hans sitt síðasta hálmstrá. Davis getur átt von á allt að 30 ára fangelsisvist. Samningur Davis leiddi til þess að Allen Stanford var handtekin fyrir „umfangsmikil svik“ í júní 2009. Hann var sviptur aðalstign sinni í Antígva seint á síðasta ári og bíður nú dóms í fangelsi í Texas. Í sama mánuði og Stanford var handtekinn missti Leroy King vinnuna og bíður nú réttarhalda þar sem farið verður fram á fram- sal hans. Bandarískir saksóknar- ar óska eftir að hann verði fluttur til Bandaríkjanna svo hann geti komið fyrir rétt þar sem þáttak- andi í hinum umfangsmiklu Ponzi- svikum Allens Stanford. Höfundur er rannsakandi á verð- bréfasviði Fjármálaeftirlitsins. Fyrirvari: Hluti af efni þessarar greinar er byggður á upplýsingum frá bandaríska verðbréfaeftirlit- inu eða bandarískum saksóknur- um og hefur ekki verið staðfestur fyrir dómstóli. Stórfelld Ponzi-svik sem upplýstust á síðasta ári JARED BIBLER UMRÆÐAN Friðrik Rafnsson skrifar um orðstír Íslands Enda þótt afmörkuð stétt manna hafi stundað þá fjárglæfra- starfsemi sem hér var látin við- gangast í nafni viðskiptafrelsis undanfarin ár, með afleiðingum sem allir þekkja, hefur sjálfsmynd hins venjulega Íslendings laskast verulega. Það er hins vegar hreinn óþarfi og gerir bara illt verra. Sjálfspíning Tónninn í fólki hefur undanfarna mánuði einkennst af undarlegri sektarkennd. Við afneituninni í upphafi hefur tekið ofurvirk sektarkennd sem stundum minn- ir á sjálfspíningu eins og þá sem stunduð er á Filippseyjum á pásk- um, eins og erlend vinkona mín benti á. Eða yfirgengileg fyrir- gefningarþörf sem m.a. hefur birst í því að leyfa einum helsta höfuðpaurnum að eiga eitt stykki íslenskt skipafélag. Það er eins og þjóðin hafi sveiflast úr oflæti í þunglyndi, áður hafi hún verið þjóða æðislegust en sé nú sú ömur- legasta. Getur ekki verið að raun- veruleikinn sé einhvers staðar þar á milli? Vörumst alhæfingar Því hefur verið haldið mjög að Íslendingum að litið sé á þá sem braskara erlendis. Það kann vel að vera að svo sé í Hollandi og Bret- landi, og ef til vill Danmörku, vegna einkasvikamyllunnar Icesa- ve sem nú virðist eiga að breyta í opinberar skuldir. Það litla sem ég þekki til þar meðal almennra borgara er hins vegar að almenn- ingur greini vel milli Íslendinga almennt og þeirra fjárglæfra- manna sem settu allt á annan end- ann hér. Rétt eins og þegar við hugsum til Ítala. Þótt mafíustarf- semi og spilling sé landlæg þar dettur engum heilvita manni í hug að stimpla alla Ítali, þetta yndis- lega fólk, sem mafíósa. Hér hefur verið talað um að „við“ höfum gert þetta og hitt, þegar það var þröng- ur hópur sem skaraði eld að eigin köku með ýmsum mislöglegum hætti eins og þær rannsóknir sem nú er unnið að eiga vonandi eftir að leiða í ljós. Íslendingar njóta trausts í Frakk- landi Undanfarna sjö mánuði hef ég verið með annan fótinn í Frakk- landi vegna viðskipta og ýmiskon- ar menningarsamstarfs. Í þessum ferðum hef ég hitt fjölda manns úr ýmsum starfsgreinum, bæði úr opinbera geiran- um og viðskipta- lífinu, hátt setta menn og lægra setta, víða í Frakklandi. Ég hef með öðrum orðum hitt og átt samskipti við það sem mætti ka l la einhvers konar þversnið frönsku þjóðarinnar. Alls staðar hefur mér og þeim Íslendingum sem með mér hafa verið í för verið tekið opnum örmum, menn hafa greitt götu okkar, opnað dyr og komið á samböndum, oft algerlega að eigin frumkvæði. Ekki hefur vott- að fyrir tortryggni eða efasemd- um í okkar garð sem Íslendinga. Þvert á móti hefur þjóðernið verið okkur til framdráttar og litið á okkur sem framsækna, tækni- vædda menningarþjóð sem býr í undralandi sem alla dreymir um að fara til. Einu spurningarnar varðandi efnahagshrunið hafa eðli málsins samkvæmt komið frá bankamönn- um, en það hefur þá frekar verið faglegur áhugi og forvitni sem í mesta lagi hefur birst í spurn- ingunni: „Hvers vegna var þetta látið viðgangast? Hvernig gengur ykkur að koma lögum yfir þessa menn?“ Síðan hafa þeir vikið talinu að öðru og stundum greinilega hálf skammast sín fyrir að tilheyra sömu stétt og hinir meintu íslensku fjármálasnillingar, svikamyllu- stjórarnir. Víkkum sjóndeildarhringinn Ástæða þess að við njótum þessa góða orðspors í Frakklandi þrátt fyrir allt er meðal annars sú að íslensku fjárglæframennirn- ir stunduðu ekki iðju sínar þar nema að litlu leyti (Landsbankinn var með lítilsháttar starfsemi) og náðu ekki að eitra jafn mikið út frá sér eins og í Bretlandi og Hol- landi. Því er mikilvægt nú þegar endurreisnarstarf er framundan að víkka sjóndeildarhringinn og horfa víðar en gert hefur verið. Frakkland og allur frönskumæl- andi heimurinn (Frakkland, hluti Belgíu, Sviss, Kanada, Norður- Afríka, o.s.frv.) er því sem næst óplægður akur fyrir íslensk fyr- irtæki. Við eigum fjöldann allan af ágætlega menntuðu fólki sem bæði talar og skrifar frönsku og fjölmarga hollvini í þessum lönd- um. Tækifærin eru því óteljandi. Grípum þau. Höfundur er verkefnisstjóri og þýðandi. Frakkar treysta Íslendingum FRIÐRIK RAFNSSON HEILAHRISTINGUR heimanámsaðstoð á bókasafninu :-) w w w.hei lahr ist ingur. is Sjálfboðaliðar óskast við heimanámsaðstoð í Breiðholti Skráning og nánari upplýsingar á www.heilahristingur.is Viltu leggja þitt af mörkum, auka við reynslu þína og kynnast um leið skemmtilegum krökkum? Ertu 18 ára eða eldri? Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.