Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Mín lífsregla er sú að huga vel að heilsunni og kunna mér hóf í öllu sem ég tek mér fyrir hend- ur,“ segir Jónína Björg Yngvadótt- ir, starfsmaður hjá Heilsuhúsinu í Kringlunni, sem ákvað að breyta um lífsstíl fyrir fjórum árum eftir að hafa glímt við heilsubrest á borð við síþreytu og þrálát veikindi ásamt því að vera komin yfir kjör- þyngd. Jónína segist hafa lifað nokk- uð heilbrigðu lífi en þrátt fyrir það hafi heilsunni tekið að hraka og því hafi hún ekki séð sér annað fært en að gera allsherjar breyt- ingu á sínu lífi. „Ég endurskoð- aði mitt lífsmynstur, hreyfingu og mataræði,“ útskýrir hún. „Ég fór til dæmis að neyta fitusýra í aukn- um mæli og drekk vatn og jurtate, sérstaklega netlute sem er uppfullt af steinefnum og gott gegn bjúg.“ Hún bætir við að daglegir göngu- túrar séu orðnir ómissandi hluti af tilverunni. „Líkamsræktarstöðv- ar henta mér ekki þessa stundina. Í staðinn fer ég reglulega í kraft- göngu með yngsta fjölskyldumeð- liminn sem er enn í vagni en það munar alveg um að ýta þessum kíló- um á undan sér. Ég tala nú ekki um ef farið er upp og niður brekkur.“ Eftir að lífsstíllinn var tekinn til gagngerrar endurskoðunar lét árangurinn ekki á sér standa að sögn Jónínu. „Munurinn er hreint út sagt alveg ótrúlegur; mér líður bara svo miklu betur í alla staði. Það sem meira er er að þegar maður fer að lifa heilbrigðara lífi tekur maður líka smám saman betur eftir skila- boðum sem líkaminn sendir. Ég er til dæmis farin að forðast þann mat sem ég veit að gerir mér ekki gott og mér líður ekki vel af að borða.“ Jónína tekur þó fram að kapp sé best með forsjá. „Allsherjar lífs- stílsbreytingu er gott að gera skref fyrir skref þar sem of skörp breyt- ing getur orðið til þess að menn gefast upp. Að sama skapi er ekk- ert að því að leyfa sér endrum og eins hluti sem maður veit að gera manni ekki endilega gott svo fram- arlega sem maður lifir heilbrigðu lífi á heildina litið. Loks er mikilvægt að setja sjálf- an sig í fyrsta sæti ætli maður að geta gert það við fólkið í kringum sig og muna að brosa í spegilinn sem er erfiðara en að segja það.“ roald@frettabladid.is. Drekkur netlute og fer reglulega í kraftgöngu Jónína Björg Yngvadóttir ákvað að breyta um lífsstíl fyrir nokkrum árum. Þá var bágborið heilsufar farið að setja mark sitt á líf hennar og hún sá ekki annað í stöðunni en að auka hreyfingu og bæta mataræðið. „Mér líður bara svo miklu betur í alla staði,“ segir Jónína, sem ákvað að breyta um lífsstíl vegna síþreytu og þrálátra veikinda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TILVALIÐ ER AÐ HAFA prjónapoka eða körfu undir prjónadótið, svo auðveldara sé að halda öllu til haga. Merkihringir og annað smádót á það til að fara á flakk og því sniðugt að geyma allt á sama stað. Taupokar, stórar töskur eða bast- körfur henta vel undir prjónadót. – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 92 84 0 2/ 10 Otrivin tveir í einum - fjölskyldupakki 8% ódýrari 1.234 kr. Nicotinell Mint 2 mg, 300 stk. 19% ódýrara en 204 stk. pakkning með myntubragði miðað við hvert tyggjó. 8.127 kr. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur www.heyrn.is * Tal fólks í margmenni * Hjal smábarns * Marr í snjónum Ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? GRÍPTU TIL ÞINNA RÁÐA Láttu sérmenntaðan heyrnarfræðing mæla heyrnina og fáðu faglega ráðgjöf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.