Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 22
 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 „Það er ekki nóg að flík sé fallega prjónuð, góður frágangur hefur líka mikið að segja fyrir útlit henn- ar,“ segir Guðrún Hannele, eigandi Storksins og annar tveggja kenn- ara á námskeiði í frágangi prjóns sem haldið verður þar í kvöld frá klukkan 18 til 21. Þar verður kennt að sauma saman prjón og ganga frá endum, lykkja saman undir hönd- um og líka að opna peysur og ganga frá rennilásum eða tölum. Guðrún segir svona námskeið haldin í Storkinum af og til en þau séu ekki tímasett með löng- um fyrirvara. „Konur skrá sig hjá okkur og þegar komin eru að minnsta kosti sex nöfn á blað þá skellum við inn námskeiði þar sem gat er í stundaskránni, en hún er ansi þétt um þessar mund- ir.“ Nemendur taka gjarnan ófrá- gengna flík með sér á námskeið- ið en það er ekki skilyrði að sögn Guðrúnar. Mismunandi uppfitjan- ir og affellingar verða kenndar ef tími vinnist til en Guðrún segir þær greinar þó ekki meðal aðal- atriða. „Oft koma fram ákveðn- ar óskir á þessum námskeiðum og við reynum að uppfylla þær,“ segir hún. Verðið á námskeiðinu er 3.500 krónur, þar er allt efni innifalið. gun@frettabladid.is Rétt handtök við fráganginn Helstu grundvallaratriði í sambandi við frágang á prjónaflíkum verða kennd á þriggja tíma örnámskeiði í Storkinum á Laugavegi 59 í kvöld. Kennarar eru Guðrún Hannele Henttinen og Helga Melsteð. „Mörgum finnst gott að sjá hvernig á að gera hlutina í stað þess að þurfa að prófa sig áfram sjálfir,“ segir Guðrún Hannele. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ebenezer Bárðarson býr til fallegar prjónahettur sem settar eru á prjóna til að halda þeim saman. Hann segir prjónahetturnar vera gamla hugmynd sem hann hafi breytt og endurbætt. „Þetta er ekki ný hugmynd, ég var ekki að finna upp hjólið. Konan mín vinnur á Hrafnistu og kom einn daginn heim með litla málmhettu líkt og konur notuðu á prjónana í gamla daga og þegar hún dinglaði þessu framan í mig þá sá ég strax hvað ég ætlaði að búa til næst. Fáir virðast muna eftir þessum málmhettum í dag, en ég man mjög vel eftir þeim því systur mínar notuðu svona málm- hettur á sína prjóna í gamla daga,“ útskýrir Eben- ezer. Prjónahetturnar passa fyrir fimm prjóna en einnig er hægt að nota þær við prjónaskapinn sjálf- an til að koma í veg fyrir að lykkjur falli af prjón- unum. Prjónahetturnar smíðar Ebenezer úr viði og skreytir með perlum sem hann þræðir í gegnum þær. Hann segir konu sína setja hetturnar á annan endann á prjóninum þegar hún prjónar mjög gróft og þannig heldur hún lykkjunum á prjónunum. Prjónahetturnar hafa hlotið góðar viðtökur hjá prjónaáhugamönnum, en hægt er að nálgast þær hjá Ebenezer sjálfum í síma 897 0453. - sm Prjónahettur að gamalli fyrirmynd Ebenezer Bárðarson býr til fallegar prjónahettur sem halda prjónum saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.