Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. febrúar 2010 „Þær eru búnar að gera nokkrar prufur en þetta er fyrsta flíkin,“ segir Erla Elín Hansdóttir, kenn- ari í Kvennó, og horfir stolt yfir stúlknahópinn í hannyrðastofunni sem er með metnaðarfull verkefni á prjónunum. „Eftir vettlingana fara þær út í frjálsan útsaum og þá læra þær meðal annars blómasaum og að búa til snyrtibuddu. Svo fara þær út í harðangur og klaustur,“ lýsir hún. „Ég sé ekki um kennslu á stórum stykkjum en leiðbeini nemendum með þau ef þeir vilja.“ Hannyrðir eru valfag hjá um fimmtíu nemendum Kvennaskólans á yfirstandandi önn. Þeir sem sitja við prjónana þennan daginn eru á sínu síðasta ári í skólanum en eru flestir byrjendur í mynsturprjóni. Þeir eru almennt áhugasamir og telja miklar líkur á að hannyrða- námið nýtist þeim í framtíðinni. gun@frettabladid.is Vettlingur fyrsta flíkin Nokkrir nemendur Kvennaskólans í Reykjavík eru niðursokknir í prjónaskap þegar blaðamaður og ljós- myndari banka á dyr. Rósavettlingar eru fyrstu meistarastykkin og mynstrin hafa þeir teiknað sjálfir. Gaman hjá Hrefnu Guðmundsdóttur, Ásdísi S. Ásgeirsdóttur og Sigrúnu Viðarsdóttur. Ástrós Ásmundsdóttir hefur teiknað hjartamynstur og prjónað í vettlinginn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Hér er hyrna sem er gerð með sömu prjónaaðferð og þið notuðuð í gatamynsturprufunum,“ segir Erla Elín kennari. Það er vandasamt að setja niður mynstur eins og Linda Jason- ardóttir er meðvituð um. Guðrún Ósk Sæmundsdóttir notar bæði tölvu og rúðustrikað blað við hönnunina. Upplýsingar um viðburði, uppskriftir og fróð- leik sem tengist prjóni eru á meðal þess sem finna má á vefsíðunni prjóna.is sem nýtur nú mikilla vinsælda. www.prjona.net

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.