Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 24
KÍNVERSKAR KONUR búa til andlitsmaska úr hunangi, mjólk og eggjahvítu en hann reynist vel gegn bólum og hrukkum. Þær nota auk þess hrísgrjónaedik sem andlitsvatn eða út í baðið. Dr. Jóhanna Einarsdóttir, lektor í talmeinum, máltöku barna og aðferðafræði, heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni Hvað köllum við stam hjá leikskólabörnum í stofu 423 í Árnagarði á morgun. Þar segir hún frá niðurstöðum rannsókna sinna á stami sem hún setti fram í doktorsritgerð sem hún varði við læknadeild Háskóla Íslands fyrir ári. „Það er oft talað um að fjöldi barna á leikskólaaldri stami en sú er þó ekki raunin. Þau eiga það hins vegar mörg til að hökta og endurtaka sama orðið en í lang- flestum tilfellum vex það af þeim,“ segir Jóhanna. Hún segir að þegar verið sé að leggja mat á stam byggist það á skynjun en það hefur komið í ljós bæði í hennar og erlendum rannsóknum að það er mjög misjafnt hvað það er sem fólk skynjar sem óeðli- legt tal. „Það er þekkt vandamál í talmeinafræðikennslu og kemur niður á áreiðanleikanum.“ Í doktorsverkefni sínu notaði Jóhanna tímaþrepsmælingar til að bera saman mat tíu íslenskra og tíu bandarískra talmeinafræð- inga á stami níu íslenskra barna sem sýndu mismunandi einkenni og alvarleika stams. Talmeina- fræðingar mátu hvert fimm sek- úndna myndbandsbrot í tvígang annaðhvort sem stamað eða sem ekki stamað. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mat á stami ungra barna sé almennt ekki bundið tungumál- inu og gátu erlendu talmeina- fræðingarnir metið stamið þó að þeir skildu ekki hvað börn- in voru að segja. Hins vegar var mikill munur á því hvað talmeina- fræðingarnir skynjuðu sem óeðli- legt tal óháð því hvort þeir voru íslenskir eða bandarískir og því ljóst að mikil þörf er á stöðluðu kerfi. Jóhanna hefur í kjölfarið þróað þjálfunar- og matskerfið SMAAT sem á að tryggja aukið sam- ræmi. Um er að ræða tölvuforrit sem byggir á niðurstöðum rann- sóknanna en einnig á bandarísku kerfi sem er notað fyrir fullorðna en hingað til hefur ekki verið til sams konar kerfi fyrir börn. Jóhanna notar það í meðferðar- vinnu en það gæti einnig nýst til að þjálfa foreldra, leikskólakenn- ara og talmeinafræðinga í að greina stam. Jóhanna hefur kynnt niðurstöð- ur rannsókna sinna erlendis og hefur sú staðreynd að mat á stami sé ekki bundið tungumálinu víða vakið athygli. Í fyrirlestrinum, sem hefst klukkan 16.15 á morg- un, sýnir hún dæmi um tímaþrep sem talmeinafræðingarnir voru sammála um að meta sem stömuð og ekki stömuð og eins dæmi þar sem þeir voru ósammála. Jóhanna segir um fjögur pró- sent íslenskra leikskólabarna stama en einungis eitt prósent fullorðinna sem þýðir að í lang- flestum tilfellum vaxi það af fólki. Hún segir flest benda til þess að stam eigi sér líffræðilegar skýr- ingar og tengist taugaboðum en að það komi fram við ákveðnar aðstæður í umhverfinu. vera@frettabladid.is Samræmir mat á stami Niðurstöður dr. Jóhönnu Einarsdóttur á stami gefa til kynna að mat á stami ungra barna sé almennt ekki bundið tungumálinu en hins vegar sé mikill munur á því hvað talmeinafræðingar skynja sem óeðlilegt tal. Jóhanna hefur þróað þjálfunar- og matskerfið SMAAT sem á að tryggja aukið sam- ræmi í mati á stami. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leiðbeinandi: Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari Verð: 3.500 kr. Upplýsingar og skráning: síma 694-6386 og á netfanginu ebbagudny@internet.is ,,Lengi býr að fyrstu gerð” Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Miðvikudagur 17. febrúar kl. 20.00–22.00 Maður lifandi Borgartúni 24 Skeifunni 3j · Sími 553 8282 · www.heilsudrekinn.is Jafnvægi fyrir líkama og sál heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi Gleðilegt nýtt ár Ár Tígursins Aðalfundur Aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20 í Hamraborg 11, 2. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Fundarseta er öllum heimil. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin www.redcross.is/kopavogur Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.