Fréttablaðið - 16.02.2010, Síða 30

Fréttablaðið - 16.02.2010, Síða 30
22 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Þórólfur Matthíasson skrifar um Eva Joly hefur tekið að sér að vera íslenskum stjórnvöldum til ráðgjaf- ar um rannsókn á efna- hagsbrotum í aðdraganda bankahrunsins í októb- er 2008. Aðkoma henn- ar hefur orðið til þess að efla hjá íslenskum almenningi trú á að verið sé að vinna af heilindum að rannsókn hugsanlegra efnahags- glæpa enda á hún glæstan feril að baki á þessu sviði. Joly var nýver- ið kosin á Evrópuþingið þar sem verkefni hennar verður m.a. að endurmóta umgjörð efnahags- og fjármálalífs álfunnar. Í málflutningi sínum fyrir breyttum reglum á fjármálamörk- uðum Evrópu hefur Eva Joly notað Ísland og IceSave málið sem dæmi. Svo óheppilega vill til að hún bygg- ir atvikalýsingar á einhæfum mál- flutningi InDefense. Að þessu vék ég í einni lítilli aukasetningu í grein sem ég skrifaði í Aftenpos- ten fyrir skemmstu. Eva Joly kýs að gera þessa aukasetningu að inn- taki greina sem birtast samtímis á Íslandi og í Noregi. Þar er það pólitíkusinn Eva Joly sem stýrir penna. Í greininni eru fullyrðingar og röksemdir sem ekki eru réttar og mega ekki standa óleiðréttar. Málflutningur er snert- ir framtíð Íslands verður að byggja á traustum staðreyndum. Kjósendur bera ábyrgð Eva Joly heldur því fram í grein- um sínum að ég hafi stutt kröfur Breta og Hollendinga í IceSave málinu. Þetta er ekki rétt. En ég hef gert mig sekan um að spyrja hver ábyrgð íslenskra stjórn- valda, íslenskra stjórnmálamanna og íslenskra kjósenda á IceSave málinu sé, bæði með hliðsjón af lögum og reglum og með hliðsjón af almennu siðferði. Niðurstaða mín er að kjósendur beri ábyrgð á stjórnmálamönnum og að stjórn- málamenn beri ábyrgð á þeim embættismönnum sem þeir setja til verka. Hátti svo til að kjósendur í lýð- ræðisríki kjósi, kosningar eftir kosningar, stjórnmálamenn sem setja venslamenn, vini og spilafé- laga í eftirlits- og umboðsstöður án þess að huga að getu þessara einstaklinga til að sinna störfum sínum, þá er ábyrgðin á slökum verkum embættis- og eftirlitskerf- isins ekkert síður kjósend- anna en þeirra sem afglöp- in frömdu. Þessi ábyrgð getur birst hinum vanhæfa embættis- manni í formi saksóknar og dóms. Ábyrgðin birtist almenningi gjarnan með öðrum hætti, yfirleitt í formi lakari afkomu en ella væri. Það er mín skoðun að það standi upp á Íslend- inga að svara þeirri spurningu hvort íslensk stjórnvöld og íslensk- ir eftirlitsaðilar hafi uppfyllt allar sínar eftirlits- og aðhaldsskyldur í tengslum við stofnun og rekstur IceSave reikninganna. Sé niðurstaðan sú að það hafi ekki verið gert þarf að taka á þeim málum gagnvart þeim einstakling- um og þeim stofnunum sem brugð- ust. Jafnframt verða stjórnmála- menn að sýna þann siðferðisstyrk að segja kjósendum sínum satt og rétt um hvar reikningurinn vegna klúðursins lendir í stað þess að fara í sífelld ferðalög um lendur fantasí- unnar í þessum efnum. Persónulega þykir mér sárt að sitja undir ásök- unum um að ganga erinda erlendra þjóða þegar tilefnið er ekki annað en þessi einfalda spurning: bera íslenskir kjósendur ekki ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum embættismönnum? 700 milljarðar? Í grein sinni heldur Eva Joly því fram að IceSave samningurinn gangi útá að hver Íslendingur frá vöggubarni til elsta ellilífeyris- þega skuli greiða 12.000 evrur til Breta og Hollendinga. Samanlagt gerir þetta tæpa 700 milljarða króna. Þetta er sú tala sem InD- efense hefur haldið hvað hæst á lofti. Hvað eftir annað hefur verið sýnt fram á að þessi fullyrðing er röng, nú síðast af Ann Sibert, próf- essor við Birkbeck College í Lond- on og meðlimi í peningastefnu- nefnd Seðlabanka Íslands. Með því að gera þessa tölu að megininntaki greinar sinnar undirstrikar Eva Joly að hún hefur látið glepjast af áróðri InDefense og látið undir höfuð leggjast að kynna sér stað- reyndir málsins. Hið rétta er að þrotabú Lands- bankans mun greiða yfir 90% af forgangskröfum. Þetta kemur skýrt fram í opinberum gögnum skilanefndarinnar eins og ég vík að hér á eftir. Verðmæti Landsbankaeigna Í grein sinni fullyrðir Eva Joly að þrotabú Landsbankans muni aðeins greiða 30% af IceSave kröfunni. Þessi fullyrðing er röng enda sá efnahags- og viðskiptaráðherra sig til þess knúinn að mótmæla henni kröftuglega þegar grein Evu Joly birtist. IceSave krafan er forgangskrafa í þrotabúið og eignir búsins munu duga fyrir mestum hluta þessara krafna eins og rökstutt verður hér að neðan. Vera kann að Eva Joly sé að rugla saman heildarkröfum í bú Landsbankans og forgangs- kröfum. Mat skilastjórnarinnar er að eignir þrotabúsins dugi til að greiða um 32% af öllum kröf- um, en forgangskröfur koma fram- ar almennum kröfum og greiðast fyrst. Til samanburðar má nefna að bú Kaupthing Singer and Fri- edlander mun greiða yfir 75% af heildarkröfum. Heyrst hefur að þrotabú Lehman bankans muni greiða um 40% af heildarkröfum. Áætlað endurheimtuhlutfall Lands- bankans er því lágt samanborið við endurheimtuhlutfall KSF og tals- vert lægra en endurheimtuhlutfall Lehman. En er mat skilastjórnarinn- ar ábyggilegt? Í fyrsta lagi hefur skilanefndin þegar yfir 500 millj- arða í hendi. Þetta er skuldabréf frá Nýja Landsbankanum að verðmæti ríflega 300 milljarðar, sem er mis- munur eigna og skulda sem fluttust úr gamla bankanum í þann nýja í október 2008, auk 200 milljarða í lausafé. Eignir búsins sem metn- ar voru á ríflega tvö þúsund millj- arða króna fyrir hrun metur skila- nefndin nú á ríflega 800 milljarða króna. Niðurfærslan nú nemur því um 65%, því er áætlað að einungis um 35% af skuldum útistandandi í október 2008 endurheimtist. Áætlað endurgreiðsluhlut- fall hefur hækkað mikið frá því snemma árs 2009 þegar áætlað var að aðeins fengjust 50% upp í for- gangskröfur til dagsins í dag þegar áætlað er að endurheimtur dugi til að greiða um 90% forgangskrafa. Verðmæti eignasafns þrotabús- ins í Bretlandi virðist enn fara hækkandi því Baldvin Valtýsson sem starfar fyrir skilastjórnina í London sagði í blaðaviðtali í febrú- ar 2010 að eignir búsins í London næmu 430 milljörðum króna. Þetta er um 100 milljörðum hærri tala en nefnd er í gögnum skilanefnd- ar frá lokum september 2009. Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbankans hafi verið vanmetið í upphafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst. Hvar eru peningarnir? Eva Joly telur í grein sinni að megnið af IceSave fjármununum sé í umferð í Bretlandi og Hollandi. Vonandi er það rétt, hluti af henn- ar sérgrein er að elta þessa fjár- muni uppi. En ég leyfi mér samt að benda á að það virðist hafa verið lífsspursmál fyrir gamla Lands- bankann að eiga þess kost að flytja fé frá Bretlandi til Íslands á árinu 2008. Ella hefðu þeir skipu- lagt IceSave innan vébanda Herit- able bankans á ábyrgð breska inni- stæðutryggingarsjóðsins. En það vildu þeir ekki vegna þeirrar kröfu að innistæðufé í Her- itable yrði fest í Bretlandi. Minn grunur er að hluti af IceSave fjár- mununum sé fastur í tónlistarhöll á hafnarbakkanum í Reykjavík og í holræsum og götum vítt og breitt í byggðum Íslands þó töluvert hafi án efa flotið aftur út í misvitrar fjárfestingar vildarviðskiptavina Landsbankans. En það er hárrétt hjá Evu Joly að slitastjórnin á um 300 milljarða króna í kröfum á einkaaðila í Bretlandi og Hol- landi og álíka stóra kröfu á hend- ur einkaaðila á Íslandi. Þessir fjár- munir eru að endurheimtast. Framtíðarvirði eða núvirði? Í allri umræðu um upphæðir hafa fulltrúar InDefense fremur vilj- að skoða framtíðarvirði frekar en núvirði IceSave skuldbindingar- innar. Með því að bæta við áætl- aðri verðbólgu má vissulega fá fram háar tölur. Þetta er öllum frjálst að gera. En það breytir ekki því að núvirði skuldbindingarinn- ar er á bilinu 120 til 180 milljarð- ar króna. Vaxtamálin Eva Joly gerir vaxtamál að umtals- efni og telur að 5,55% nafnvextir og um 3% raunvextir séu okur- vextir. Það eru nýjar fréttir fyrir Íslendinga sem hafa löngum stund- um búið við 4-6% raunvexti og yfir 20% nafnvexti. Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt að reyna að fá vaxtakjörin löguð. Á það hef ég lagt áherslu þegar ég hef talað við breska og hollenska blaðamenn eins og sjá má í viðtali við Het Fin- ancieele Dagblad 13.2.2010. Neyðarlögin og mismunun Í grein minni í Aftenposten benti ég á að með neyðarlögunum svo- kölluðu mismunuðu íslensk stjórn- völd innistæðueigendum í Reykja- vík annars vegar og Rotterdam hins vegar. Þetta stríðir gegn fyr- irmælum í samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Margir telja að vegna þess atriðis sé ekki á það hættandi fyrir Íslendinga að fara með mál tengd IceSave skuld- inni fyrir evrópska dómstóla. Erfitt kann að vera að reikna út niðurstöðu dómstóla eins og stað- fest er með misvísandi niðurstöð- ur nýlegra dóma frá Héraðsdómi Reykjavíkur um lögmæti svokall- aðra myntkörfulána. Annar dóm- urinn taldi slík lán lögmæt, hinn dómurinn ólögmæt. Varðandi lagalegu stöðu Íslands má einnig benda á álit Pers Christi- ansen, lagaprófessors í Tromsö, sem heldur því fram í viðtali við Pressuna 13.2.2010 að enginn vafi leiki á ábyrgð íslendinga á inni- stæðutryggingarkerfinu. Sama hafa talsmenn íslenskra stjórn- valda og sumir talsmenn stjórnar- andstöðunnar á Íslandi undirstrik- að og ummæli í þessa veruna voru komin fram löngu fyrir hrun. Lokaorð Eva Joly er kappsöm kona sem vill vinna Íslendingum vel og jafn- framt koma betri skikk á fjármála- kerfi Evrópu. Ég á ekki aðra ósk heitari en að ráðleggingar henn- ar til íslenskra stjórnvalda megi verða til þess að hinir sönnu skúrk- ar hrunsins fái makleg málagjöld. Sú var tíð að Íslendingar höfðu orð á sér fyrir orðheldni, heiðar- leika og dugnað meðal erlendra manna. Efast má um að þetta orð- spor fari af Íslendingum nú eftir framgöngu hrunvíkinganna í þenslu og aðdraganda hruns auk úrvinnslu stjórnmálamannanna á flækjum sem hrunið skapaði. Sann- ast nú hið fornkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Róum nú að því öllum árum að endurreisa tiltrú á Íslendingum erlendis. Höfundur er prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands. Styttri útgáfa greinarinnar birtist í Aftenposten. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON Öll rök hníga því í þá átt að eignasafn gamla Landsbank- ans hafi verið vanmetið í upp- hafi hruns enda tíðkast iðulega að meta varlega í upphafi meðan margt er óljóst. UMRÆÐAN Valgerður Sveinsdóttir skrifar um Landsmót hestamanna Mikið hefur verið rætt um kosti og galla þess að halda Landsmót hesta- mannafélaga í Reykjavík árið 2012. Líklega hefur meira verið rætt um gallana enda virðist fólk viljugra með penn- ann ef því líkar eitthvað illa en vel. Mig langar því að benda hér á jákvæðu þættina við Landsmót í Reykjavík. En um hvað er verið að bítast? Landsmót hestamannafélaga á Íslandi eru haldin á 2ja ára fresti. Þau eru stærstu og viðhafnar- mestu viðburðir sem haldnir eru í hestaíþróttum á Íslandi og draga að sér fjölda innlendra sem erlendra gesta. Á síðasta Lands- móti sem haldið var á Hellu 2008 voru um fjórtán þúsund manns saman komin og 1100 hross skráð til leiks. Landsmót hefur einu sinni verið haldið í Reykjavík, það var árið 2000 og eru deildar meining- ar um það mót. Framkvæmdin á sjálfri keppninni þótti takast vel en margir söknuðu sveitarómantíkur- innar og þess að hitta á gamla vini á ferli á tjaldsvæðinu. En veðrið var frábært og mótið glæsilegt. Öll Landsmót má gagnrýna á einhvern hátt, við þurfum einfaldlega að gera betur og læra af mistökum fyrri móta. Víðidalurinn, félags- svæði hestamannafé- lagsins Fáks, er frábært keppnissvæði. Í Víðidaln- um er allt til alls. Hvorki þarf að fara í uppbygg- ingu mannvirkja né nýrra valla. Hesthús eru á staðnum fyrir alla keppendur sem vilja. Þar er Reiðhöll með veitingastað og góðri hreinlætisaðstöðu. Víðidalurinn er að auki landmikill, á bökkum Ell- iðaár neðan við Breiðholtsbraut- ina er rúmlega 9 hektara land- svæði sem nýta má undir bílastæði og sem tjaldsvæði. Fólk getur því valið um afgirtar tjaldbúðir, ódýra gistingu í nærliggjandi skólum eða lúxushótel niðri í bæ. Það sem þarf að framkvæma er andlitslyfting á svæðinu, við- hald, græða svæðið upp og snyrta. Leigja eina eða tvær stúkur. Fegr- un svæðisins er ekki glatað fé fyrir Reykvíkinga heldur fegrar borgina og kemur það ekki eingöngu hesta- mönnum til góða. Víðidalurinn er hluti af borginni og tengist afar fjölförnu útivistarsvæði, Elliða- árdalnum, órjúfanlegum böndum. Fjöldinn allur af börnum er þar í reiðskóla á hverju sumri og Reið- höllin nýtt undir margs konar sýn- ingar og viðburði árið um kring. Það eru einmitt ótal möguleik- ar fólgnir í því að halda mótið í Reykjavík. Landsmót eru að hluta til kynning á íslenska hestinum og gullið tækifæri að laða almenning og hinn almenna ferðamann til að kynna sér hann. Með því að selja eingöngu inn á keppnis- og tjald- svæðið er hægt að bjóða almenn- ingi að koma og kynna sér hest- inn með sýningum í Reiðhöllinni, markaðsstemmingu í göngugötu með veitinga- og sölutjöldum þar sem verslanir, hönnuðir og hesta- menn geta komið vörum sínum og hugmyndum á framfæri. Fákur leggur metnað í glæsilegt og fjölbreytt Landsmót sem höfðar til fjöldans og eykur áhuga almenn- ings og erlendra gesta á íslenska hestinum. Það er von mín að allir geti notið Landsmóts í Reykjavík 2012 verði sá kostur valinn. Höfundur er í stjórn hestamanna- félagsins Fáks og varaformað- ur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Reykjavík eða Hella? VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR Öll Landsmót má gagnrýna á einhvern hátt, við þurfum ein- faldlega að gera betur og læra af mistökum fyrri móta. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.