Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 32
24 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR CHRISTOPHER ECCLESTON FÆDD- IST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1964. „Ef ég gæti þá myndi ég snúa mér alfarið að leik- húsi. En í mínu landi er ekki ábatasamt að vinna eingöngu í leikhúsi og þess vegna leika leikarar líka í sjónvarpi og kvikmyndum, ef þeim gefst þess kostur.“ Christopher Eccleston er breskur sviðs-, sjónvarps- og kvikmyndaleikari. Hann hefur leikið í myndum eins og Eliz- abeth, 28 Days Later og The Others. Knattspyrnufélag Reykjavík- ur, skammstafað KR, er íþrótta- félag í vesturbæ Reykjavíkur sem var stofnað á þessum degi árið 1899. Upphaflega var það stofnað sem knattspyrnufélag, en síðar var farið að bjóða upp á æfingar í öðrum íþróttagrein- um á vegum þess. Báran, húsnæði við Tjörn- ina þar sem ráðhús Reykjavíkur stendur nú, var í rúman áratug, eða frá árinu 1929, félagssvæði KR. Síðan var stofnaður sjóð- ur til að safna fyrir nýju félags- svæði og grasvelli fyrir KR árið 1932. Í mars árið 1939 var ráð- ist í kaup á svæði í Kaplaskjóli og færðu knattspyrnumenn fé- laginu það að gjöf á 40 ára af- mæli þess. Ýmsar endurbæt- ur voru gerðar á svæðinu næstu árin og var farið að byggja KR- heimilið ásamt íþróttahúsi árið 1950. Byggingu á því lauk 1951. Grasvöllur KR í Kaplaskjóli var vígður 18. júlí sama ár. ÞETTA GERÐIST: 16. FEBRÚAR 1899 KR var stofnað Landlæknisembættið var stofnað á Íslandi 18. mars 1760 með úrskurði Danakonungs. Það fagnar því 250 ára afmæli sínu á þessu ári og mun þar af leiðandi vera með elstu embætt- um landsins af veraldlegum toga. Með skipun Bjarna Pálssonar læknis í emb- ættið hélt heilbrigðisþjónusta í nútíma- skilningi innreið sína í landið að sögn Geirs Gunnlaugssonar landlæknis, þar sem þá hafi verið ákveðið með lögum að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að heilbrigði landsmanna. „Síðan þá hefur margt áunnist í þeirri baráttu,“ segir Geir. „Ungbarnadauði var til dæmis hár hérlendis samanbor- ið við nágrannalöndin og smitsjúkdóm- ar algengir og skæðir. Fátækt, vannær- ing og ytri aðstæður, svo sem vosbúð, raki og kuldi, settu strik í reikninginn, en nú er allt annað uppi á teningnum. Við erum til dæmis með lægsta ung- barnadauða í heimi í dag og meðalald- ur íslenskra kvenna er hár og meðal- aldur karla sá hæsti í heiminum.“ Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum 250 árum segir Geir hlutverk embættisins vera í grundvallaratriðum það sama og í upphafi, það er að annast ráðgjöf, eftirlit og upplýsingasöfnun er snýr að heilbrigðismálum, auk kennslu heilbrigðisstarfsfólks. „Ég hef sjálfur velt fyrir mér hvort hlutverk embætt- isins hafi breyst, en er frekar á því að sjúkdómsmynstrið hafi gert það. Auð- vitað hefur ýmislegt breyst, til dæmis tækniframfarir sem auðvelda okkur að afla upplýsinga, en embættið stendur á gömlum merg og stendur föstum fótum í upphafshlutverkinu.“ Aðsetur fyrsta landlæknisins, fyrr- nefnds Bjarna Pálssonar, var í Nes- stofu við Seltjörn á Seltjarnarnesi frá árinu 1763 til 1834. Eftir það var emb- ættið flutt til Reykjavíkur og hélst þannig í nær tvær aldir. Embættið var síðan flutt aftur á Seltjarnarnes, nánar tiltekið í húsnæði að Austurströnd 5, í ársbyrjun 2003. Því er ekki úr vegi að spyrja hvernig fari um landlækni og starfsfólks hans í núverandi húsakynn- um. „Hér er víða þröngt setinn bekkur- inn en að öðru leyti er aðstaðan ágæt,“ segir Geir og hefur ekki fleiri orð um það. Ekki er lengra síðan en 1. janúar sem Geir var skipaður landlæknir til fimm ára. Hann varð þar með sá þrettándi til að gegna formlega þessu hlutverki, en margir fleiri hafa tímabundið verið settir í embættið. Hann segir starfið leggjast vel í sig; af nógu sé að taka þar sem verkefnin séu fjölbreytt, krefj- andi og spennandi. „Sem dæmi um þau ólíku verkefni sem hafa nýlega verið á mínu borði get ég nefnt þjónustu Heilsugæslunnar á Suðurnesjum. Einn- ig hef ég skoðað þjónustu við heimil- islausa fíkla á vegum Rauða kross Ís- lands og svo eru menn að velta fyrir sér hver gætu orðið hugsanleg áhrif af spilavítum á heilsufar landsmanna. Þá er fyrirhugað að sameina Landlæknis- embættið og Lýðheilsustöð,“ telur Geir upp og bætir við að einnig standi til að stofna og opna urtagarð í Nesi við Sel- tjörn nú í sumar. „Urtagarðurinn er samvinnuverk- efni okkar og Garðyrkjufélags Íslands, Læknafélags Íslands, Lyfjafræðinga- félags Íslands, Lyfjafræðisafnsins, Lækningaminjasafns Íslands og Sel- tjarnarnesbæjar og verður hluti af Lækningaminjasafninu í Nesi. Hann er stofnaður til minningar um fyrsta íslenska lyfsalann, Björn Jónsson, og eins til að minnast 125 ára afmæl- is Garðyrkjufélags Íslands. Þá er til- gangurinn síðast en ekki síst að minn- ast þess að 250 ár eru liðin frá stofnun Landlæknisembættisins.“ Efnt verður til fleiri viðburða til að minnast afmælisins. „Hátíðardagskrá verður haldin í hátíðarsal Háskóla Ís- lands á afmælisdaginn, 18. mars. Þar munum við meðal annars líta til baka, skoða mismunandi áherslur landlækna í starfi, fara yfir sögu embættisins og setja hana í samhengi við þróun heil- brigðisþjónustu á landinu síðastliðin ár,“ segir Geir og bætir við að einn- ig standi til að gefa út röð greina eftir sérfræðinga hjá embættinu á vef Land- læknisembættisins, www.landlaeknir. is. Greinarnar verði svo gefnar út í bók að afmælisárinu liðnu. Tilkynn- ingar um fleiri viðburði verði birtar á vef embættisins. roald@frettabladid.is LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Á ÍSLANDI: FAGNAR 250 ÁRA AFMÆLI Síungt embætti á gömlum merg 20-50% afsláttur af völdum legsteinum með áletrun á meðan birgðir endast. 10% afsláttur af öðrum vörum Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Margrét Elíasdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Boðahlein 26, andaðist á heimili sínu föstudaginn 12. febrúar. Ragnar Stefán Magnússon Guðlaug P. Wíum Svanhvít Magnúsdóttir Elín Guðmunda Magnúsdóttir barnabörn og langömmubörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, Þórir Heiðmar Jóhannsson Urðarbraut 8, Blönduósi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Blönduósskirkju laugar- daginn 20. febrúar kl. 11.00. Blóm og kransar vinsam- lega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning nr. 0307-26-000095, kt. 440105-2540 í eigu Félags harmonikkuunnenda Húnv. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Jóhann Þröstur Þórisson, Bergþór Valur Þórisson, Björn Svanur Þórisson, Ingiríður Ásta Þórisdóttir, Sigrún Eva Þórisdóttir og fjölskyldur þeirra. Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir og mágur, Ingi Jón Jóhannesson er lést sunnudaginn 7. febrúar síðastliðinn. Verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju Hornafirði, laugardag- inn 20. febrúar klukkan 14. Minningarathöfn verður frá Hjallakirkju, Kópavogi, miðvikudaginn 17. febrúar klukkan 15.00. Birna Kristín Ómarsdóttir Haraldur Smári Björn Ómar Valgerður Jóhannesdóttir Valgeir Birgisson Íris G. Valberg Trausti Guðlaugsson Anna Bj. Samúelsdóttir Bjarni Danival Bjarnason Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Einar Ingi Sigurðsson fv. heilbrigðisfulltrúi, Sóleyjarima 15, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 7. febrúar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Katrín Sigurjónsdóttir Sigurjón Einarsson Kristín Einarsdóttir Örn Erlingsson Aron Arnarson Karen Arnardóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Margrét Guðmundsdóttir frá Hóli, Önundarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 11. febrúar. Minningarathöfn verður í Digraneskirkju, Kópavogi, fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður frá Holtskirkju í Önundarfirði mánudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, Kópavogi njóta þess. Aðstandendur. timamot@frettabladid.is BYGGIR Á GÖMLUM MERGI „Tímarnir hafa breyst en embættið stendur enn föstum fótum í upphafshlutverkinu,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Erfidrykkjur af alúð Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. S ími: 525 9930 hote lsaga@hote lsaga.is www.hote lsaga.is P IP A R • S ÍA • 9 1 0 1 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.