Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 36
28 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur flytur erindið „Ég var ekki falur neinu valdi“ um Gunnar Gunnarsson og dóm sögunnar í dag kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminja- safns Íslands. Í erindinu fjallar Jón Yngvi meðal annars um samskipti Gunnars við Þriðja ríkið og afstöðu Gunnars sjálfs á efri árum til hlutverks hans í sögunni. Borgarbókasafn Reykjavíkur hélt keppni í ljóðaslammi þriðja árið í röð á Safnanótt á föstudaginn. Þema kvöldsins var væmni. Sautján ung- menni á aldrinum 15 til 22 ára tóku þátt að þessu sinni með átta atriði, sumir komu einir fram en aðrir í hópum. Sigurvegari kvöldsins var tríóið Greitt til hliðar plús tveir, en með- limir þess eru þrír menntskælingar. Í öðru sæti var kvartettinn Íslenska hljómsveitin með „Íslenska lagið“. og í þriðja sæti var Atli Rúnar Bend- er, en hann flutti ljóðabálk með myndasýningu. Upptökur af efstu atriðunum þremur verða fljótlega settar á Bók- menntavefinn, bokmenntir.is, og á vef ljóðaslammsins, ljodaslamm.is, ásamt ljósmyndum Hildar Ernu Sig- urjónsdóttur frá keppninni. - drg HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 16. febrúar 2010 ➜ Afþreying Rauðakrosshúsið að Borgartúni 25 býður upp á fjölbreytta dagskrá með fræðslu, ráðgjöf og frístundanámskeið- um. Nánari upplýsingar og dagskrá www.raudakrosshusid.is. ➜ Tónleikar 20.00 Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari og Þórunn Ósk Mar- inósdóttir víólu- leikari verða með tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Á efnis- skránni verða verk eftir Árna Egilsson, Georges Enesco, Benjamin Britten og Johannes Brahms. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, Ryð (1990). Sýningin er í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari upplýs- ingar á www.kvikmyndasafn.is. ➜ Söngleikir 20.00 Nemendamótsnefnd Verzlun- arskólans sýnir söngleikinn Thriller í Loftkastalanum við Seljaveg. Nánari upplýsingar á www.midi.is. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Stefán Már Stefánsson flytur erindi um stjórnarskrár, fullveldishug- takið og Evrópusambandið á fyrirlestri sem hann flytur hjá Háskóla Akureyrar í Sólborg við Norðurslóð (L201). 12.05 Jón Yngvi Jóhannsson bók- menntafræðingur flytur erindið „Ég var ekki falur neinu valdi - Gunnar Gunn- arsson og dómur sögunnar“. Fyrirlest- urinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins við Suðurgötu. ➜ Sýningar Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu (6. hæð) hefur verið opnuð sýning á verkum Jónu Þorvaldsdóttur. Opið mán.-fös. kl. 13-17, lau.-sun. kl. 13-17. Sara Vilbergsdóttir hefur opnað sýning- una „Andlit“ í Galleríi Fold við Rauðar- árstíg. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 14-16. Í sýningarrými Bóka- safnsins í Þorláks- höfn við Hafnar- berg, hefur verið opnuð sýning um feril torfærukapp- ans Gísla Gunnars Jónssonar. Opið mán.-mið. kl. 11-18, fim. kl. 14-20 og fös. kl. 11-17. Björg Atla hefur opnað málverkasýning- una „Tilbrigði við stef“ í Listasal Garða- bæjar. Opin alla kl. 13-18. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Rocky Horror frestað Leikfélag Akureyrar hefur ákveðið að fresta sýningum á söngleiknum Rocky Horror, sem átti að frumsýna í vor, og frumsýna það 3. september í menningarhúsinu Hofi, sem nú rís í hjarta Akureyrar. Annars vegar er ástæðan velgengni 39 þrepa, sem gengur fyrir fullu húsi helgi eftir helgi, og hins vegar of mikill kostn- aður við að búa Rocky Horror viðeig- andi umgjörð í gamla húsnæðinu. Á morgun, öskudag, hefst föstu- tónleikaröðin Leyndardómur trú- arinnar í Grindavíkurkirkju. Sex tónleikar verða haldnir næstu sex miðvikudagskvöld. Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrar- kirkju, ríður á vaðið annað kvöld og leikur verk eftir „Bé-in þrjú“, Buxtehude, Böhm og Bach, ásamt því að spinna á orgelið. Eyþór, líkt og aðrir flytjendur í þessari tón- leikaröð, mun rabba við áhorfend- ur um verkin og höfunda þeirra á milli laga. Þeir sem koma fram á eftir Eyþóri eru Guðný Einarsdótt- ir, Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfsdóttir, Guðný Einarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson og fleiri. Áhersla er lögð á að tengja tónlistina við trú- arlegt inntak föstutímans auk þess sem einn passíusálmur Hallgríms Péturssonar verður tekinn fyrir á hverjum tónleikum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og aðgangseyrir er 1.000 kr. Föstuorgel í Grindavík LEIKUR BÉ-IN ÞRJÚ Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju. LISTIN KEMUR FRAM ÚR ERMINNI Alþýðulistakonan Jenný sýnir í Gerðubergi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIGURVEGARAR LJÓÐASLAMMS 2010 Með þeim eru Bóas í Reykjavík!, sem var kynn- ir, og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, formaður dómnefndar. MYND/HILDUR ERNA JÓNSDÓTTIR Síðasta föstudag hófst sýning lista- konunnar Jónu Heiðu Sigurlásdóttur, Umbreytingur. Sýningin er í Gallerý KvikkFix, sem er til húsa í betri stofu KvikkFix að Vesturvör 30c í Kópa- vogi. KvikkFix er alhliða bílaþjón- ustumiðstöð þar sem mikið er lagt upp úr þægilegu umhverfi fyrir kúnnann að bíða í á meðan bíllinn er tekinn í gegn. Sýning Jónu Heiðu samanstendur af 18 myndverkum, innsetningu og „Kím- era creations“, skartgripum hönnuðum og framleiddum af listakonunni sjálfri. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýn- ingum um land allt en þetta er fyrsta einkasýning hennar á höfuðborgar- svæðinu. Sýningin er opin á opnunar- tíma KvikkFix alla virka daga frá kl. 8 til 17 og stendur yfir til 9. apríl. Jóna í KvikkFix Ljóðaslammi lokið Jónína Katrín Jónsdóttir, Jenný, er sjálfmenntuð alþýðulistakona. Hún sýnir verk sín í Gerðubergi um þessar mundir. „Það eru engar fyrirmyndir,“ segir alþýðulistakonan Jenný (Jónína Katrín Jónsdóttir), sem nú sýnir í Gerðubergi. „Ég byrjaði bara á þessu allt í einu því ég hafði ekkert að gera. Var búin að prjóna peysur og sauma en var orðin leið á því. Ég átti tauliti og fékk mér léreft inn í skáp og byrjaði að mála. Þetta bara kom einhvern veginn. Svo fór ég að leika mér með akrýl á striga og svo hef ég límt myndir á striga og málað með akrýl á milli og stundum með krít. Þetta er bara skemmtilegt.“ Jenný segist hafa verið þung- lynd þegar henni var boðið að sýna í Gerðubergi og því kallar hún sýninguna „Það kviknaði líf“. „Ég málaði mikið. Það eru milli tuttugu og þrjátíu myndir á sýn- ingunni og það hefur gengið vel að selja. Það eru ellefu seldar, enda eru þær á góðu verði. Þetta er fyrsta einkasýningin mín og það er bara mjög gaman að standa í þessu.“ Jenný er sjálfmenntuð í listinni. „Ég hef satt best að segja engan áhuga á að mennta mig því þetta kemur bara fram úr erminni. Ég byrja og svo kemur þetta bara. Ég held ég yrði bara ómöguleg ef ég færi að læra eitthvað. Ég verð að leika mér með litina sjálf. Ég fór reyndar á eitt námskeið en það kom ekkert flott út úr því. Þá urðu myndirnar bara líkar einhverju öðru. Ég vil það ekki.“ Jenný er fædd á Sauðárkróki árið 1955. Hún er snyrtifræðing- ur að mennt og lærði í því námi litafræði. Sýningin í Boganum í Gerðubergi stendur yfir til 21. mars. drgunni@frettabladid.is Ég yrði ómöguleg ef ég færi að læra eitthvað um listina JÓNA HEIÐA SIGURLÁSDÓTTIR Sumarvinna á Norðurlöndum. www.nordjobb.net EES vinnumiðlun www.eures.is Upplýsingaþjónusta www.hallonorden.org Stutt síðdegisnámskeið þar sem starfstækifæri erlendis verða kynnt. Farið verður yfi r hvernig gera má ferilskrá svo að hún skili sem bestum árangri og hvernig á að skrifa og fylgja eftir umsókn. Auk þess verður bent á það sem þarf að hafa í huga þegar fl utt er til nýs lands. Þátttaka er ókeypis. Staður: Norræna félagið, Óðinsgötu 7 Stund: Miðvikudaginn 17. febrúar, kl. 16.30-18.00. Skráning: hallo@norden.is. Takmarkað húsrúm.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.