Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 38
30 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Feðgarnir Bjarni Harðar- son og Egill eru að ferðast saman um Afríku í annað skipti. Þeir hafa gengið um skóglendi og hlustað á margfróðar gamlar konur segja sögur. „Við erum eiginlega í villta vestr- inu hérna í Eþíópíu og höfum verið í ríflega viku,“ segir bóksalinn og fyrrverandi þingmaðurinn Bjarni Harðarson. Bjarni hefur verið á ferðalagi um Afríku ásamt Agli syni sínum síðustu vikur. Feðgarnir hafa ekki farið alfaraleiðir og í Eþíópíu hittu þeir ekki einn einasta ferðamann af vestrænum uppruna í heila viku. „Við höfum farið með yfirfullum smárútum heimamanna um fjall- lendi og gist í litlum sveitaþorpum þar sem lítið fer fyrir þeim lúxus sem mörgum þykir tilheyra á ferðalögum,“ segir Bjarni. „Erfið- ast er að venjast því að komast ekki í sturtu og nota salernisaðstöðu þá sem heimamenn telja boðlega, en það er ekki út frá þeim mælikvarða sem við erum vanastir. En þetta hefur verið frábær tími og einmitt með því að fara svona út úr hefð- bundnum leiðum tekst okkur að nálgast mannlífið og alþýðumenn- ingu sveitanna.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Bjarna höfðu feðgarnir geng- ið um skóglendið sem umlykur bæinn Bonga, þar sem þeir dvöldu í nokkra daga. „Borg þessi er bæði í frumskógi og fjalllendi og hér gengur maður hvarvetna fram á litla sveitabæi þar sem, búa eins og í ævintýrunum, fátækir skógar- höggsmenn og sjálfsþurftarbænd- ur,“ segir Bjarni. „Uppi í trjánum sveifla sér apar og það kemur fyrir að maður rekst á stærri skepnur eins og flóðhesta. Skemmtilegast er þó að kynnast mannlífinu og vera boðið í fátækrakaffi í litlum strákofum þar sem margfróðar og gamlar konur tala við okkur á sinni eigin tungu og við vitum það eitt að þær hafa frá mörgu að segja.“ Bjarni og Egill hafa einu sinni farið saman í sambærilegt ferða- lag. Þá fóru þeir til Keníu og Úganda, ásamt Evu dóttur Bjarna. Þá var Egill aðeins 14 ára gamall, en hann varð 22 ára í nú febrúar. „Ætli megi ekki segja að forystan hafi þá verið í mínum höndum en það hefur snúist við enda er Egill orðinn mikill sérfræðingur í ferða- lögum sem þessum,“ segir Bjarni. „Það er vissulega nokkurt harð- ræði fyrir 48 ára gamlan mann að fylgja honum eftir en gríðarlega skemmtilegt.“ atlifannar@frettabladid.is Feðgarnir ferðast saman um villta vestrið í Eþíópíu FEÐGAR Á FERÐ Bjarni Harðarson og Egill sonur hans ásamt bæjarbúum í litlu þorpi nálægt bænum Bonga í Eþíópíu. MYND/ISMAEL ZANSU Leonardo DiCaprio segist ekki hafa verið með sjálfum sér eftir velgengni kvikmyndarinnar Tit- anic. Leikarinn varð stórstjarna á einni nóttu eftir að myndin kom út, og sópaði hún í framhaldinu til sín Óskarsverðlaunum. „Á þessum tíma voru þess- ir net-ljósmyndarar ekki ofan í manni eins og núna. En ég var ekki sami maður eftir þetta. Ég var orðinn að einhverju fyrir- bæri,“ sagði DiCaprio, sem næst sést í myndinni Shutter Island. Ekki samur eftir Titanic LEONARDO DICAPRIO DiCaprio var ekki með sjálfum sér eftir velgengni Titanic. Söngkonan Madonna ætlar að leikstýra og skrifa handritið að dramatískri mynd sem verður byggð á ævi Játvarðs VIII., kon- ungs yfir Bretlandi. Þetta verður önnur myndin sem Madonna leik- stýrir. Fyrir tveimur árum sendi hún frá sér Filth and Wisdom, sem fékk herfilega dóma hjá gagnrýnendum og litla aðsókn. Söguþráðurinn er áhugaverður því söguhetjan Játvarður afsal- aði sér krúnunni árið 1936 til að geta kvænst bandarísku konunni Wallis Simpson. Vera Farmiga úr Up in the Air hefur verið orðuð við hlutverk Simpson. Mynd um ævi Játvarðs MADONNA Söngkonan Madonna ætlar að leikstýra sinni annarri kvikmynd. > EKKERT Í GANGI Benito Perez-Barbadillo, talsmað- ur spænska tenniskappans Rafa- els Nadal, hefur vísað því á bug að skjólstæðingur hans og kól- umbíska poppstjarnan Shak- ira ætli að rugla saman reitum. Sá orð rómur hefur verið í gangi í þó nokkurn tíma en nú hefur verið skrúfað fyrir það. Cheryl Cole, söngkonan úr Girls Aloud og eiginkona knattspyrnu- mannsins Ashley Cole, segist ætla að berjast fyrir hjónabandi sínu. Breskir fjölmiðlar hafa birt fréttir af því að Ashley hafi sent tveimur stúlkum nektar- myndir af sjálfum sér og textaskilaboð með óskum um nánari kynni. „Ef það er þess virði að berjast fyrir, þá á maður að berjast. Og hvað mig og Ashley varðar þá er hjóna- bandið þess virði að berj- ast fyrir því.“ Í baráttuhug Robbie Williams lýsti því yfir í samtali við breska blaðið The Sun að hann væri smám saman að verða reiðubúinn fyrir föður- hlutverkið. Robbie, sem hefur átt í miklum vandræðum með eiturlyfja- og áfengisfíkn, hefur fundið ástina í örmum Ayda Field og hún ku víst vera ansi áhuga- söm um að stofna fjölskyldu. „Ég er smám saman að komast inn á þessa braut en þetta á eftir að taka langan tíma,“ sagði Robbie við The Sun. Robbie langar í börn BARNAKARL Robbie Williams er að verða tilbúinn fyrir föðurhlutverkið. CHERYL COLE Ætlar ekki að gefast upp. Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways hefur breytt nafninu sínu í Thin Jim. Ástæðan er sú að banda- rískur umboðsmaður sveit- arinnar taldi styttra nafn- ið henta útvarpsmönnum betur. „Richard, umboðsmaðurinn okkar í Bandaríkjunum, bað okkur að stytta nafnið ein- faldlega vegna þess að sumir útvarpsmenn eru svo latir að þeir taka fyrr við sér ef bönd hafa stutt og hnitmiðuð nöfn,“ segir Jökull Jörgensson úr Thin Jim. „Svo við breyttum þessu snarlega. Svona er nú bransinn.“ Sveitin er að reyna að koma sér á framfæri í Bandaríkj- unum með hjálp umboðs- mannsins, sem hefur sent fjögur lög hennar til fjölda útvarpsstöðva. „Ég sendi honum fjögurra laga plötu í 300 eintökum og hann kom þeim á 300 útvarpsstöðvar víðs vegar um Bandaríkin og Kanada,“ segir Jökull og bætir við að lög sveitarinn- ar séu spiluð reglulega á tólf útvarpsstöðvum, sem sé bara hið besta mál. Stefnan hefur síðan verið sett á plötuútgáfu og bíður Thin Jim eftir því að góður samningur detti á borð- ið. Spilamennska í Bandaríkj- unum er einnig í farvatninu. Næstu tónleikar sveitarinn- ar verða í bíósal Hótel Loft- leiða á föstudaginn klukkan 21. Bíósalurinn er vel varð- veitt leyndarmál í Reykjavík en þar varði Bobby Fischer löngum stundum meðan á einvígi hans við Boris Spasskí stóð. - fb Umboðsmaður vildi Thin Jim ÞRÍR SÖNGVARAR Margrét Eir, Kristófer Jensson og Erna Hrönn syngja með hljómsveitinni Thin Jim. 50% afsláttur af útsöluvörum v/Laugalæk • sími 553 3755

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.