Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 42
34 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Íslenski landsliðsmaðurinn og varnartröllið Sverre Jakobsson er óðum að ná sér eftir að hafa meiðst illa á vinstra auga á æfingu með þýska liðinu Gross- wallstadt. „Þetta gerðist fyrir viku síðan þegar við vorum að gera vissar æfingar og spila ákveðið kerfi. Ég var að spila sem línumaður og var að hlaupa frá hægri til vinstri og stóð bara rólegur á sex metrunum þegar ein skytta hjá okkur fær boltann og stekkur upp og á að skjóta á markið en það gekk ekki betur en svo hjá honum að hann dúndraði boltanum bara í smettið á mér. Boltinn fór eiginlega beint í vinstra augað á mér og þetta á náttúrulega ekki að vera hægt þegar maður stendur bara á sex metrunum og ég var í þokkabót ekki einu sinni að horfa á hann þannig að ég sá þetta ekki koma. Það næsta sem ég sá voru bara ljósin uppi í loftinu á höllinni og ég vissi ekki hvort ég væri kominn til himnaríkis eða hvað væri eiginlega í gangi,“ segir Sverre og hlær. Nú, viku eftir að atvikið átti sér stað, sér Sverre fram á að geta byrjað fljótt aftur að æfa og vonast til þess að ná að spila þarnæsta leik með liði sínu. „Það sem gerði þetta verra var að linsan sem var í auganu á mér fór náttúrulega í mask og augnlækninum sem skoðaði mig fyrst leist ekkert alltof vel á þetta því það blæddi mikið inn á augað. Ég reikna með því að þetta taki viku í viðbót ef allt fer að óskum og þá verð ég vonandi klár í slaginn eftir næsta leik. Ég fór í skoðun í dag [í gær] og þetta er allt á réttri leið held ég og ég hef í sjálfu sér enga ástæðu til annars en að halda að ég nái mér bara fullkomlega aftur. Hættan er náttúrulega að það blæði aftur inn á augað og ef það gerist þá er væntanlega einhver rifa á hornhimnunni í auganu sem þyrfti að laga með einhvers konar aðgerð og það myndi þýða að ég yrði lengur frá en útlit er fyrir núna. Ég þarf bara að taka því rólega áfram og vona það besta,“ segir Sverre vongóður. SVERRE JAKOBSSON: ER Á BATAVEGI EFTIR AÐ HAFA MEIÐST ILLA Á AUGA Á ÆFINGU MEÐ GROSSWALLSTADT Vissi ekki hvort ég væri kominn til himnaríkis FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son ætlar sér að auka breiddina í íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2010 og fyrsta skrefið þar er að taka fimm ungar og stórefnilegar knatt- spyrnukonur með á Algarve-bikar- inn sem hefst með leik við Banda- ríkin 24. febrúar. „Það er töluvert um meiðsli og forföll en svo hafa líka þessir ungir leikmenn staðið sig mjög vel. Þær voru góðar á æfingunum okkar í janúar og febrúar og hafa farið vel af stað á þessu ári,“ segir Sigurður Ragnar um ástæður þess að hann tekur svo marga nýliða inn. „Það á enginn að vera í áskrift í landsliðinu og við áttum að mínu mati slakan leik úti á móti Norð- ur-Írum. Það var tækifæri núna til að skoða ný andlit því það er mjög gott að skoða það núna hverjir eru næstu leikmenn inn í hópinn og hvernig þær standa sig á móti sterk- um andstæðingum,“ segir Sigurður Ragnar. Hann valdi þær Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur úr Breiða- bliki, Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur úr Val, Elínborgu Ingvarsdóttur og Mist Edvarsdóttir úr KR í hópinn sinn. „Mér finnst Berglind vera mjög efnilegur markaskorari. Dagný getur bæði spilað frammi en hent- ar jafnvel ennþá betur í svæðinu á milli miðju og sóknar,“ segir Sig- urður Ragnar og hann sér miklar framfarir hjá Dagnýju. „Dagný hefur mikla yfirferð og er í mjög góðu formi. Hún kom best út í þrekprófi af öllum leikmönnum landsliða kvenna. Hún hljóp lengst af öllum í Cooper-prófi í janúar. Maður hefur séð miklar framfarir hjá henni núna frá því í fyrra. Hún er á mikilli uppleið,“ segir Sigurð- ur Ragnar, „Elínborg hefur staðið sig mjög vel með yngri landsliðunum. Hún er varnartengiliður, dugleg, vinnu- söm og agressív,“ segir Sigurður en tveir aðalvarnartengiliðir liðs- ins, Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir, eru báðir meiddir. „Mig langar svolítið að skoða Mist sem hafsent. Hún hefur verið að spila hafsent eða sem varnar- tengiliður hjá KR. Hún er líkam- lega sterk og góður skallamaður. Hana vantar aðeins upp á hrað- ann en hefur margt til að bera til þess að verða framtíðar-hafsent í íslenska landsliðinu,“ segir Sig- urður. „Telma Björk átti frábært tíma- bil með Val sem vinstri bakvörð- ur. Hún var í flestum liðum árs- ins og var mjög sterk með 19 ára liðinu í fyrra. Hún er mjög spenn- andi kostur fram á við sem bak- vörður þó að ég vildi sjá hana bæta sig ennþá meira sem varnarmaður einn á móti einum,“ segir Sigurð- ur Ragnar. Edda Garðarsdóttir gat ekki verið með á mótinu vegna meiðsla og er þetta fyrsti landsliðshópur- inn síðan í ársbyrjun 2004 þar sem Edda er ekki með. „Edda er með beinmar í hné en þetta eru meiðsli sem hún fékk á landsliðsæfingu í byrjun janúar. Hún er ekki búin að ná sér og við verðum bara að vona að hún verði orðin góð fyrir móta- leikina í byrjun mars,“ segir Sig- urður. „Okkur fannst við ekki hafa nógu mikla breidd og eitt af okkar verk- efnum verður að búa hana til. Ég lít á þetta sem kærkomið verkefni til þess að búa til góða breidd og gera fleiri klárar í þá hugmynda- fræði sem við viljum nota í lands- liðinu.“ ooj@frettabladid.is Fimm nýliðar fá tækifæri Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir tækifæri til að skoða ný andlit í Algarve-bik- arnum í Portúgal seinna í þessum mánuði en hann tilkynnti 20 manna hóp sinn í gær. Edda Garðarsdóttir missir af sínu fyrsta landsliðsverkefni í sex ár. ÆTLAR AÐ AUKA BREIDDINA Sigurður Ragnar Eyjólfsson. FRÉTTABLÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Sextán liða úrslit Meistaradeildar Evr- ópu hefjast í kvöld með tveimur sannkölluðum stórleikjum þar sem annars vegar AC Milan mætir Manchester United og hins vegar Lyon tekur á móti Real Madrid. David Beckham mun mæta Manchester United í kvöld í fyrsta skipti síðan hann yfirgaf félagið fyrir sjö árum en ekki liggur þó ljóst fyrir hvort hann verður í byrjunarliði AC Milan á San Siro-leikvanginum. Þegar Beckham fór frá United var mikið rætt um að það hefði verið vegna ósættis á milli hans og knattspyrnu- stjórans Sir Alex Ferguson en leikmaðurinn gefur lítið út á það. „Fyrir utan að vera goðsögn í knattspyrnuheiminum var Ferguson mér alltaf eins og faðir og það hefur ekk- ert breyst sama á hverju hefur geng- ið. Ég á ekki harma að hefna gegn honum eða United. Það verður hins vegar óneitanlega skrítið að mæta félaginu sem ég hef stutt í svo mörg ár því þetta verður í fyrsta skipti sem ég mun vona að United tapi,“ sagði Beckham á blaðamannafundi í gær. AC Milan hefur haft gott tak á United í Meistaradeildinni og síðast þegar félögin áttust við í undanúrslitum tímabilið 2006-2007 vann ítalska félagið samanlagt 6- 2. United verður án Nemanja Vidic og Ryans Giggs sem eru meiddir en AC Milan verður hins vegar án Marco Boriello. Leikmenn og aðstandendur Real Madr- id hafa ekki farið leynt með stefnu sína að landa Meistaradeildartitlinum á þessu tíma- bili en úrslitaleikurinn fer einmitt á heima- velli spænska félagsins, Santiago Bernabeu. Fyrri leikur Real og Lyon í kvöld fer aftur á móti fram á Gerland-leikvanginum og þar hefur franska félaginu gengið vel gegn Real Madrid og unnið síðustu tvo leiki félaganna, 3-0 tímabilið 2005-2006 og 2-0 tímabilið 2006- 2007. - óþ Flestra augu verða á David Beckham þegar AC Milan tekur á móti Manchester United í kvöld: Kveðst ekki eiga harma að hefna BECKHAM Ber ekki kala í garð Manchest- er United eða knattspyrnustjórans Sir Alex Ferguson. NORDIC PHOTOS/AFP Iceland Express karla Grindavík-Breiðablik 94-68 (43-39) Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 21, Ólafur Ólafsson 18, Darrell Flake 18, Ómar Sævarsson 14, Brenton Birmingham 12, Ármann Vilbergsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 4, Björn Steinar Brynj- ólfsson 1. Stig Breiðabliks: Jeremy Caldwell 21 (21 frákast), Aðalsteinn Pálsson 11, Águst Angantynsson 10, Jonathan Schmidt 10, Daníel G. Guðmundsson 9, Jónas Ólafsson 5, Þorsteinn Gunnlaugsson 2. FSu-Snæfells 116-133 (60-75) Stig FSu: Richard Williams 40 (10 fráköst), Aleks- as Zimnickas 24, Kjartan Kárason 16, Sæmundur Valdimarsson 12, Cristopher Caird 12, Jake Wyatt 6, Orri Jónsson 5. Stig Snæfells: Sean Burton 25 (8 stoðs.), Sigurður Þorvaldsson 24, Hlynur Bæringsson 22 (8 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 22, Sveinn Arnar Davíðsson 15, Martins Berkis 15, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Fannar Helgason 2, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2. Tindastóll-Stjarnan kl. 19.15 í kvöld STAÐAN Í DEILDINNI: 1. KR 17 14 3 1575-1370 28 2. Keflavík 17 13 4 1602-1364 26 3. Grindavík 17 12 5 1613-1376 24 4. Snæfell 17 12 5 1613-1399 24 5. Stjarnan 16 12 4 1396-1305 24 6. Njarðvík 17 12 5 1509-1328 24 7. Hamar 17 6 11 1438-1500 12 8. ÍR 17 5 12 1399-1546 10 9. Tindastóll 16 5 11 1315-1449 10 10. Fjölnir 17 5 12 1333-1502 10 11. Breiðablik 17 4 13 1332-1527 8 12. FSu 17 1 16 1269-1728 2 Hópurinn á Algarve: Markmenn: Þóra Björg Helgadóttir (Ldb Malmö) og Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurg- ården). Varnarmenn: Katrín Jónsdóttir (Valur), Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (Örebro), Erna Björk Sigurðardóttir (Breiðablik), Sif Atladóttir (Saarbrücken), Mist Edvarsdóttir (KR), Thelma Björk Einarsdóttir (Valur). Miðjumenn: Dóra María Lárusdóttir (Valur), Hólmfríður Magnúsdóttir (Philadelphia), Katr- ín Ómarsdóttir (KR), Sara Björk Gunnarsdóttir (Breiðablik), Guðný Björk Óðinsdóttir (Kristi- anstad), Rakel Logadóttir (Valur), Dagný Brynjarsdóttir (Valur), Elínborg Ingvarsdóttir (Grindavík). Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir (Kristi- anstad), Rakel Hönnudóttir (Þór), Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), og Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik). ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Jakob Örn Sigurðar- son hefur skrifað undir nýjan samning við sænska liðið Sunds- vall Dragons en Jakob hefur spil- að frábærlega með liðinu í vetur. „Þetta er mikil breyting hjá mér því ég hef alltaf verið langt fram á sumar að finna lið og skrifa undir einhvers stað- ar,“ segir Jakob. „Það var mik- ill áhugi hjá þeim og mér líka. Mér hefur liðið vel hérna. Liðinu gengur vel og mér persónulega gengur mjög vel. Þetta er örugg- lega mitt besta tímabil í Evrópu,“ segir Jakob sem er sjötti stiga- hæsti leikmaður deildarinnar með 18,1 stig í leik. „Þetta er ekki alveg tveggja ára samningur. Þetta er eitt ár og svo eftir næsta ár þá hef ég ákveðinn tíma til að skoða mig um. Ef ekkert annað betra til- boð kemur þá er ég með samn- ing annað ár til viðbótar,“ segir Jakob. - óój Jakob Örn Sigurðarson: Verður áfram hjá Sundsvall FLOTTUR Jakob Örn Sigurðarson hefur slegið í gegn með drekunum frá Sunds- vall. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Ekkert ákveðið enn með Egilshöllina Handknattleikssambandið er ekki búið að ákveða það hvar landsleikirnir tveir við heims-, ólympíu- og Evrópumeistara Frakka fara fram 16. og 17. apríl en það kemur enn til greina að spila leikina í Egilshöll. Einar Þorvaðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ, sagði í gær að það væri verið að bíða eftir fleiri tilboðum í leigu á sætum fyrir 7.000 áhorfend- ur og sambandið ætlar að nota þessa viku til þess að ákveða hvar leikirnir verða spilaðir. Þetta verða fyrstu landsleikir strákanna okkar síðan þeir unnu bronsið á Evrópumótinu í Austurríki á dögunum en undanfarin ár hafa færri komist að en vildu á landsleiki strákanna í Laugardalshöllinni. FÓTBOLTI Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus og mikill áhrifamaður innan ítalska fótboltans í mörg ár, hefur ekki mikla trú á ítölsku liðunum AC Milan, Inter og Fiorentina í sex- tán liða úrslitum Meistaradeild- arinnar. Moggi segir að gæði ítalska boltans séu á niðurleið í saman- burði við þann enska og spænska. AC Milan mætir Manchester United á morgun, Fiorentina spil- ar við Bayern München á mið- vikudaginn og Inter mætir Chel- sea í næstu viku. „Meistaradeildin hefst á nýjan leik í þessari viku og ég get ekki séð að ítalski fótboltinn sé lengur samkeppnishæfur meðal bestu fótboltaliða heims,“ sagði Luciano Moggi við Gold Sport. „Við getum talist heppin ef eitt okkar liða kemst áfram,“ sagði Moggi. - óój Luciano Moggi: Ítölsk lið ekki samkeppnishæf MOGGI Hefur ekki mikla trú á ítölsku liðunum. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.