Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 46
38 16. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN „Ég fæ mér kaffisopa og sneið af randalínu eða nokkrar skeiðar af hrærðu skyri. Ávextir þykja mér líka lostæti og það er alltaf hátíð í bæ þegar þeir eru á boðstólum.“ Örvar Smárason Þóreyjarson í múm LÁRÉTT 2. verð, 6. frá, 8. eyrir, 9. frjó, 11. gelt, 12. ríki í Suður-Ásíu, 14. kölski, 16. tveir eins, 17. hyggja, 18. umfram, 20. 49, 21. sæla. LÓÐRÉTT 1. sléttur, 3. samtök, 4. bullari, 5. af, 7. dráttur, 10. orga, 13. sigað, 15. ekkert, 16. efni, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. þarf, 6. af, 8. aur, 9. fræ, 11. gá, 12. nepal, 14. satan, 16. tt, 17. trú, 18. auk, 20. il, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. jafn, 3. aa, 4. ruglari, 5. frá, 7. frestun, 10. æpa, 13. att, 15. núll, 16. tau, 19. ku. „Það skortir einfaldlega fag- mennsku í þetta og á það var ég að benda,“ segir Linda Björg Árna- dóttir, fagstjóri fatahönnunar- brautar Listaháskóla Íslands. Hún sendi íslensku sjónvarpskonunni Evu Maríu Jónsdóttur bréf eftir úrslitakvöld Söngvakeppni sjón- varpsins, laugardaginn 6. febrú- ar, en í bréfinu fullyrti Linda að kjólar Evu Maríu og Ragnhildar Steinunnar væru þeir ljótustu sem hún hefði séð í sjónvarpinu. „Þau hjá RÚV bera ekkert skyn- bragð á hvað er gott þegar kemur að sjónlistum. RÚV hefur ákveðna ábyrgð og því ber að sýna fag- mennsku og kynna það besta sem er í gangi hverju sinni en þarna var einfaldlega hið gagnstæða gert,“ segir Linda og bætir því við að þetta sé ekki hennar per- sónulega álit heldur væri bréf- ið byggt á faglegum forsendum. „Þetta snýst ekki bara um fata- hönnunina heldur eru bæði leik- myndirnar sem RÚV notast við og förðunin ljót og hallærisleg,“ segir Linda. Umræddir kjólar sem þær Ragnhildur og Eva Maríu klædd- ust voru hannaðir af Birtu Björns- dóttur sem á og rekur verslun- ina Júníform. Í yfirlýsingu sem Birta sendi Fréttablaðinu kemur fram að kjólarnir hafi fengið mjög jákvæða umfjöllun, meðal annars í færeysku dagblaði: „… þar sem fjallað var um hve miklu betur íslensku kynnarnir litu út held- ur en þeir dönsku,“ segir í yfir- lýsingu Birtu. „Ef til vill hefðum við betur fylgt danska fordæm- inu og verið í „nýjustu tísku“. Það kemur mér spánskt fyrir sjónir að aðjúnkt og fagstjóri við Lista- háskóla Íslands komi fram í fjöl- miðlum, með sterka sleggjudóma sem þessa á íslenskan fatahönn- uð, faglærðan eða ekki. Hönnuð sem rekið hefur merki á Íslandi í þetta langan tíma við sívaxandi vinsældir. Það væri nú eflaust áfall fyrir hana Lindu að vita hve margir kaupa hönnun Júníform og kannski áttar hún sig þá á eigin hroka, í garð fatasmekks íslensku þjóðarinnar. Ég vísa nú þessari gagnrýni hennar aftur til föður- húsanna, gagnrýni sem greinilega ber sterkan keim af biturð henn- ar, sökum þess að hennar nemend- ur fengu ekki verkið.“ freyrgigja@frettabladid.is Í HÁR SAMAN Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunarbrautar Listaháskóla Íslands, skammaði Evu Maríu Jónsdóttur og Ragnhildi Steinunni fyrir klæðnað þeirra á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hönnuður kjólanna, Birta Björnsdóttir hjá Júníformi, segir þetta vera sleggjudóma og hroka hjá fagstjóranum. „Þið stöllur voruð í einhverjum ljót- ustu kjólum sem ég hef séð í kvöld í sjónvarpinu. Þið hjá RÚV berið þá ábyrgð að sýna ávallt það sem er best í menningu, hönnun og listum. Ykkur tókst í kvöld að upphefja eitthvað það versta sem er að gerast í fatahönnun á Íslandi og sýna stórkostlegan skort á fagmennsku og það ekki í fyrsta skipti. Þetta myndi ekki gerast hjá BBC.“ LJÓTUSTU KJÓLARNIR „Ég var að eignast mitt annað barn og þetta var komið gott bara,“ segir bassaleikarinn Hallur Halls- son, sem er hættur í hljómsveitinni Leaves. „Ég er líka að byrja að skrifa MA-ritgerðina mína í sagn- fræði sem tekur drjúgan tíma.“ Í stað hans er kominn Elís Pétursson, eða Elli úr Jeff Who?, og spilaði hann með sveitinni á tónleikum í London fyrir skömmu. Hallur stofnaði Leaves ásamt söngvaranum Arnari Guðjónssyni, sem er sá eini sem er eftir af uppruna- legum meðlimum. Hann viðurkennir að það sé svolít- ið skrítið að vera hættur eftir níu ár í sömu hljómsveit en segir að ákvörðunin opni alveg jafnmargar dyr og hún hafi lokað á. Engin leiðindi voru í kringum brott- hvarf hans. „Við erum náttúrulega góðir félagar og það var allt í góðu þar. Ég var bara orðinn þreyttur á að gera músík og vera alltaf háður því hvort einhver fílaði þetta eða ekki.“ Hallur sér ekki eftir tímanum í Leaves og segir hann einfaldlega hafa verið æðislegan. „Maður er búinn að upplifa flest sem er hægt að upplifa í rokk- inu, held ég. Þetta er búið að vera alveg ógeðslega skemmtilegt.“ Söngvarinn Arnar sér eftir Halli en telur að Elli sé rétti maðurinn til að fylla skarð hans. „Hann er frábær bassaleikari og skemmtileg- ur strákur. Hann passar rosa vel inn í þetta.“ Ekki er langt síðan Kjartan úr hljómsveitinni Ampop gekk líka til liðs við Leaves. Spurður hvort hljóm- ur sveitarinnar breytist ekki með nýjum mönnum segir Arnar að það ger- ist sjálfkrafa. „Við erum voða spenntir fyrir þessu nýja efni sem við erum að vinna. Þetta verður örugglega nýr hljómur. Stefnan er að klára plötu á þessu ári,“ segir hann. - fb Elís tekur við af Halli í Leaves BIRTA BJÖRNSDÓTTIR: GAGNRÝNI LINDU BER KEIM AF BITURÐ OG HROKA Fagstjóri úthúðar kjólum Evu Maríu og Ragnhildar LEAVES Hallur Hallsson, annar frá vinstri, er hættur í Leaves. Hann er annar af stofnmeðlimum sveitarinar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N ELÍS Elli verður bæði í Leaves og Jeff Who? Myndband tónlistar- mannsins Daníels Ólivers við lagið Dr. Love hefur notið mikilla vinsælda á Youtube undanfarna daga. Yfir fimm þúsund manns hafa horft á myndbandið og er óhætt að segja að skiptar skoðanir eru um ágæti þess eins og sjá má í athugasemd- um á Youtube. Athyglisvert er að Daníel Óliver hefur sett inn fjöldann allan af leitarorðum (e. „tags“) til að auka áhorf á myndbandið. Meðal leitarorðanna er „Páll Óskar“ en ekki er vitað til þess að sú skæra poppstjarna hafi komið nálægt lagi Daníels. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var fjölmiðlamótið í knatt- spyrnu haldið í Fífunni í Kópavogi á laugar- daginn. Ein hressilegasta rimma keppninnar átti sér stað milli hins íturvaxna Ívars Guðmundssonar af Bylgjunni og Ágústs Bogasonar, útvarpsmanns hjá RÚV. Ágúst lenti í klónum á tröllinu Ívari með þeim afleiðingum að sauma þurfti sex spor í höku hans. Ágúst verður því með ör á svipuðum stað og Harrison Ford. Tónlistarkonan Lay Low heldur tvenna tónleika í New York í kvöld og annað kvöld. Þar ætlar hún að kynna nýjustu plötu sína, Farewell Good Night´s Sleep, sem kemur út í Bandaríkjunum 9. mars. Stutt er síðan Lay Low hitaði upp fyrir Emilí- önu Torrini á tónleikum í Ástralíu og Japan en núna fær hún loksins að vera ein í sviðsljósinu. Eftir tónleik- ana í New York spilar hún í Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi 14. og 15. mars þar sem hún bregður sér reyndar aftur í upphitunargírinn, þá fyrir hina þekktu bandarísku sveit, Dave Matthews Band. - hdm, fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Þeir eru að nota karakter sem þeir hafa ekkert leyfi til að nota,“ segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Saga Film, um auglýsingar smálánafyrirtækisins Kredia. Saga Film, framleiðandi Nætur-, Dag- og Fangavaktarinnar, fékk í gær lögbann á nýlegar auglýsingar Kredia. Forsvarsmenn framleiðslu- fyrirtækisins telja að karakterinn í auglýsing- unum sé hinn seinheppni Hannes, pabbi Ólafs Ragnars úr Vaktaseríunum þremur. Kjartan segir að honum hafi brugðið þegar hann sá auglýsingar Kredia, enda sé karakter- inn í auglýsingunni alveg eins og Hannes. „Það verður höfðað skaðabótamál. Auglýsingastofan á að vita að svona er ekki eðlilegt að vinna hlut- ina,“ segir Kjartan, Spurður hversu háa upphæð farið verður fram á segir hann að það sé óvíst. Júlíus Brjánsson túlkar karakterinn, sem kall- ast Búbbi Guggi, í auglýsingunni. Hann segist hafa verið beðinn um að leika svarthærðan, lág- vaxinn mann. „Ég gerði það og þeir voru ákaf- lega ánægðir með þennan lágvaxna, svarthærða mann. Að öðru leyti veit ég ekki um hvað er verið að rífast.“ Líturðu ekki svo á að þú hafir verið að túlka Hannes? „Ef Hannes er líka lágvaxinn og svarthærður. Ég get ekki borið ábyrgð á því hvaða hugrenn- ingar vakna við það.“ Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar Pipar/TBWA, sem framleiddi auglýsinguna vísar því á bug að ætlunin hafi verið að herma eftir Hannesi. „Karakterinn heitir Búbbi Guggu,“ segir hann. „Júlíus hefur oft leikið svona karaktera. Hann lék karakter í þáttaröð sem hét Fastir liðir eins og venjulega sem hét Indriði. Hann hafði þessi karakterein- kenni. Hann hafði líka sömu einkenni þegar hann lék manninn hennar Bibbu á Brávallagöt- unni.“ - afb Lögbann á auglýsingar Kredia BÚBBI GUGGU EINS OG HANNES? Saga Film hefur fengið lögbann á auglýsingar Kredia sem sýna þennan karakter, Búbba Guggu, slá lán. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Karl Júlíusson. 2 Á Langjökli. 3 Lee Bucheit. LAGERSALA Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík Allar upplýsingar í síma 517-2040 Mikið úrval af dömu- og herraskóm frá Gabor. Götuskór Öryggisskór Herra-sandalar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.