Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 2
2 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, vill að forsætis- ráðherra víki Anne Sibert úr peningastefnunefnd Seðlabank- ans. Sibert lýsir í nýrri grein í erlendu vefriti að Íslending- ar geti staðið undir greiðslu- kröfum Breta og Hollendinga vegna Icesave. Sigmundur telur skrifin ganga gegn hagsmunum Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra tók undir að mik- ilvægt væri að fara varlega í allar yfirlýsingar en kvað pen- ingastefnunefndina sjálfstæða. Ætlar hún ekki að aðhafast. - bþs Formaður Framsóknar: Ráðherra víki Sibert úr nefnd LÖGREGLUMÁL Tvær stúlkur hafa kært nauðgun til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir helg- ina. Málin eru í rannsókn hjá kynferðisbrotadeild. Að því er Fréttablaðið kemst næst er önnur stúlkan sautj- án ára gömul en hin um tví- tugt. Athæfi karlmanns gagn- vart þeirri yngri átti sér stað á skemmtistað í borginni, en hinni var nauðgað í bíl á höfuðborg- arsvæðinu. Báðar nauðganirn- ar áttu sér stað um nýliðna helgi en kærurnar bárust til lögreglu í gær. Stúlkurnar leituðu á neyðar- móttöku Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi fyrir þol- endur kynferðisofbeldis eftir árásirnar. Þær voru báðar með áverka eftir ofbeldið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þekktu stúlkurn- ar ekki ofbeldismennina, en gátu í báðum tilvikum gefið greinar- góða lýsingu á þeim. - jss Ofbeldi um nýliðna helgi: Tvær konur kæra nauðgun Palli, mátt þú versla í Ríkinu? „Já, enda er mér fátt heilagt. En ég hélt að trúin ætti að flytja fjöll en ekki öl.“ ÁTVR vill ekki selja páskabjórinn Heil- agan papa vegna trúarlegra vísana á merkimiða flöskunnar. Páll Eyjólfsson er í hljómsveitinni Papar og stundum kallaður Palli papi. STJÓRNMÁL Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í næstu viku mæla með því við ráðherra- ráð sambandsins að hefja aðild- arviðræður við Ísland. Reuters-fréttastofan greindi frá þessu í gær. Fékk Frétta- blaðið það staðfest úr íslensku stjórnsýslunni að búist væri við ákvörðun framkvæmdastjórn- arinnar þess efnis á fundi 24. febrúar. Leiðtogafundur ESB verður í lok mars. Það er hans að taka formlega ákvörðun um að hefja aðildarviðræðurnar. - bþs Umsóknin um aðild að ESB: Mælt með að viðræður hefjist BJÖRGUN Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síð- asta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjór- ir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönn- um í gær. „Jer- emy brast strax í grát og ég fyllt- ist örvæntingu.“ Hú n rey nd i síðan að aka til baka og ná hinum en snjó- sleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig lang- aði mest að gráta. En svo skyndi- lega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jer- emy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðan- um sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr hönd- unum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleð- anum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orða- leikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, átt- aði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólk- ið var ekki varað við því að veðr- ið kynni að verða vont. Hann seg- ist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrir- tækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveit- armannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að bragg- ast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífs- reynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir. stigur@frettabladid.is Voru úrkula vonar Mæðginin Beata og Jeremy Scott voru búin að gefa upp alla von um að finnast á lífi þegar björgunarsveitarmenn römbuðu fram á þau á Langjökli. Þau áfellast ferðaþjónustufyrirtækið en geta vart orðað þakklætið í garð björgunarmanna. ENN Í UPPNÁMI Beata átti erfitt með sig á fundi með fréttamönnum í gær og brast ítrekað í grát þegar hún rifjaði upp atburðarásina. Hún taldi hins vegar mikilbægt að segja söguna í forvarnarskyni. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM ÍRAN, AP Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti skýrði frá því í gær að nýjar skilvindur yrðu brátt teknar í notkun til að hraða auðg- un úrans, sem hann sagði ein- göngu ætlað til friðsamlegra nota. Rússnesk stjórnvöld tóku þó í gær undir gagnrýni Bandaríkja- manna og Frakka og hvöttu Írana til að hætta að auðga úran. Rússar virðast líta svo á að nýju skilvind- urnar styrki grun um að Íranar ætli sér að nota úranið til fram- leiðslu kjarnorkuvopna, en ekki eingöngu til friðsamlegra nota eins og þeir sjálfir halda fram. - gb Íranar hraða auðgun úrans: Rússar taka nú undir gagnrýni MAHMOUD AHMADINEJAD Forseti Írans segir nýjar skilvindur brátt teknar í notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ég sagði: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. BEATA SCOTT SKOSKUR FERÐALANGUR MIKE SCOTT STÓRIÐJA. Undirbúningur að byggingu kísilmálm- verksmiðju við Þorlákshöfn virðist skammt á veg kominn, miðað við upplýsingar á vef kanadíska fyr- irtækisins Timminco, eins aðila verkefnisins. Fram kemur í uppgjöri fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórð- ung 2009 að það eigi í miklum erfiðleikum og fram- tíð þess sé óviss. Aðstæður á markaði séu óhagstæðar fyrir þær sólarkísilvörur sem fyrirtækið framleiðir. Sölutekj- ur Timminco námu 19 milljónum dala á fjórðungn- um, borið saman við 69 milljónir sama fjórðung 2008. Óvissa um eftirspurn eftir framleiðslunni hafi áhrif á rekstrarhæfni og framtíð fyrirtækisins og getu þess til að halda áfram rekstri. Á heimasíðunni kemur fram að unnið hefur verið að því að breyta ýmsum skuldum Timminco í hlutafé. Hvað varðar kísilmálmverksmiðjuna í Þorláks- höfn kemur fram að fyrir miðjan apríl verði ráð- ist í undirbúningsvinnu fyrir eina milljón Banda- ríkjadala. Sú vinna verði grundvöllur ákvörðunar um hvort ráðist verður í gerð fýsileikakönnunar á rekstri kísilmálmverksmiðju á seinni hluta þessa árs. Áætlaður kostnaður við undirbúninginn er ein milljón Bandaríkjadala. Strokkur ehf., íslenskur samstarfsaðili Timminco, sem hafði frumkvæði að byggingu álþynnuverksmiðjunnar við Eyjafjörð, greiðir þann kostnað en fær í staðinn skuldabréf í Bandaríkjadölum, sem ber 12% vexti og er á gjald- daga 1. maí næstkomandi. Útgefandi skuldabréfs- ins er Thorsil ehf. Það fyrirtæki er í eigu Strokks og Timminco og er viðsemjandi Orkuveitu Reykjavíkur í rammasamningi frá í fyrradag um kaup á 85 MW af orku frá væntanlegri Hverahlíðarvirkjun. - pg Undirbúningur kísilverksmiðju í Þorlákshöfn skammt á veg kominn: Tafir vegna fjárhagserfiðleika KÍSILVERKSMIÐJA Í fyrradag var skrifað undir rammasamning við Orkuveitu Reykjavíkur um kísilverksmiðju við Þorlákshöfn. ALÞINGI Gylfi Magnússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, segir mikilvægt að reglur réttarríkisins séu hafðar í heiðri við endurreisn fyrirtækja. Það sé dómskerfisins að refsa mönnum hafi þeir brotið lög en ekki bankakerfisins. Hann sagði bankana hafa unnið úr málum manna sem ekki hefði sannast að hefðu brotið lög en það breytti því ekki að þeir hefðu kannski gengið freklega fram af þjóðinni. Súrt væri ef menn sem svo er ástatt um gætu endurreist viðskiptaveldi sín. Gylfi sagði líka eðlilegt að almenningur neiti að eiga í við- skiptum við menn sem gengið hefðu fram af þjóðinni. „Við- skiptaveldi er lítils virði ef enginn vill við það skipta,“ sagði hann. Magnús Orri Schram, Sam- fylkingunni, spurði ráðherr- ann út í málið á þingfundi í gær. Sagði Magnús Orri erfitt að horfa upp á fyrrverandi aðalleikend- ur útrásarinnar verða ráðandi í nýju íslensku viðskiptalífi. Skoð- un hans væri sú að setja ætti lög um að hægt verði að ganga að öllum eignum lögbrjóta, þar með talið eignarhlutum þeirra í fyrir- tækjum. Magnús Orri situr í viðskipta- nefnd þingsins sem hefur fjall- að um verklagsreglur bankanna. Hafa nefndarmenn lýst þeim ógagnsæjum og ófullnægjandi. - bþs Eðlilegt að fólk vilji ekki skipta við menn sem gengið hafa fram af þjóðinni: Ekki bankakerfisins að refsa MAGNÚS ORRI SCHRAM GYLFI MAGNÚSSON DÓMSMÁL Nítján ára piltur hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á annan pilt og lemja hann með glerglasi. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Café Cósý á Reyðarfirði aðfaranótt sunnu- dagsins 22. nóvember 2009. Pilt- urinn játaði brot sitt skýlaust. Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverð brot. Dómurinn leit á brot piltsins sem alvarlegt í eðli sínu. Á hinn bóginn urðu afleiðingar þess litl- ar, en samkvæmt læknisvottorði voru ummerki um áverkann horf- in stuttu eftir árásina. - jss Héraðsdómur Austurlands: Dæmdur fyrir árás með glasi SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.