Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 4
4 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR GAM Management (GAMMA) var ranglega nefnt greiningarfyrirtæki í blaðinu í gær. Hið rétta er að fyrirtæk- ið er fjármálafyrirtæki, rekstrarfélag verðbréfasjóða. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 4° 0° -1° 2° 1° 3° -1° -1° 21° 4° 15° 5° 15° -5° 4° 16° -1° Á MORGUN 5-10 m/s. FÖSTUDAGUR 8-13 m/s, hvassast SA-til. -3 -1 -5 -2 -6 -4 -4 -4 -3 2 -10 7 6 7 6 6 4 7 7 12 5 7 -6-4 -4 -3 -4 -2 -2 -2 0 0 FROST Á FRÓNI Það kólnar í veðri um allt land og hitinn í dag verður víðast frá frost- marki og niður í sex gráðu frost. Um norðan- og austan- vert landið verður éljagangur næstu daga en sunnan- og suðvestanlands verður víðast bjart með köfl um. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EGYPTALAND, AP Egypski faraó- inn Tútankamón, sem komst til valda tíu ára gamall árið 1333 fyrir Krist, var með klumbufót og holgóm. Líklega þurfti hann að ganga við staf. Dánarmein hans má rekja til fótbrots og malaríu sem hann fékk í framhaldi þess. Allt þetta kom í ljós við ítarleg- ar rannsóknir á múmíu faraósins og fimmtán öðrum múmíum, sem sumar eru af nánum ættingjum hans. Erfðaefni þeirra var skoð- að og teknar tölvusneiðmyndir af þeim. Einnig kom í ljós að faðir Tút- ankamóns var líklega Akenaten faraó, en móðir hans líklega syst- ir Akenatens. - gb Rannsókn á Tútankamón: Var holgóma og með klumbufót TÚTANKAMÓN Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á múmíu hans. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Heldur meiri bjart- sýni gætir hjá íslenskum stjórn- völdum eftir Icesave-fund gær- dagsins heldur en eftir fundinn á mánudag. „Þetta gekk í sjálfu sér ágæt- lega,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra í sam- tali við Fréttablaðið í gærkvöldi og bætti við að fundurinn í gær hafi „fært þetta áfram“. Steingrímur sagði eftir fundinn á mánudag að Bretar og Hollend- ingar hefðu ekki verið hrifnir af því sem íslenska samninganefnd- in bar á borð. Ekki fæst uppgefið hvað fram kom í gær sem breytir tóninum í ráðamönnum. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði á Alþingi í gær að nýjustu fréttir af samn- ingaviðræðunum veki vonir um árangur. Frekari fundir hafa ekki verið ákveðnir en í dag stendur til að vinna úr því sem fram hefur komið og skiptast á frekari upp- lýsingum. Steingrímur segist vera vongóður en varar engu síður við of mikilli bjartsýni. Fundir samninganefnda Íslands annars vegar og Bretlands og Hol- lands hins vegar hafa farið fram í íslenska sendiráðinu í Lundún- um. Fimm manna samninganefnd hefur setið þá fyrir Íslands hönd en henni til aðstoðar eru Kanada- maðurinn Don Johnston, fyrrver- andi framkvæmdastjóri OECD, og sérfræðingar ráðgjafarfyrirtæk- isins Hawkpoint og lögmannsstof- unnar Ashurst. Að sögn Steingríms hefur nefndin ekki sérstakt erindisbréf upp á vasann en veganesti henn- ar er skýrt. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa Bretar og Hollendingar ekki lagt fram sérstakan samn- ingsramma af sinni hálfu. Heim- ildir Fréttablaðsins herma þó að þeir setji það skilyrði að ákvæði EES-samningsins um lágmarks- innstæðutryggingu verði viður- kennt. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra fór í gær ítarlega yfir stöðuna í Icesave-málinu með sænskum starfsbróður sínum, Carl Bildt. Gerði hann Bildt grein fyrir nýrri nálgun Íslendinga í málinu. Áður hefur Össur farið yfir málið með utanríkisráðherr- um Litháens og Spánar en sá síð- arnefndi gegnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambands- ins. Össur hefur líka rætt málið við Stefan Fule, nýjan stækkun- arstjóra ESB. bjorn@frettabladid.is Þokast í rétta átt á Lundúnafundunum Nokkur árangur náðist á fundi samninganefnda um Icesave í Lundúnum í gær. Fjármálaráðherra segir málið hafa færst áfram. Forsætisráðherra segist vongóð um árangur. Utanríkisráðherra ræddi málið við sænskan starfsbróður sinn. SENDIRÁÐ ÍSLANDS Í LUNDÚNUM Fundir Icesave-samninganefndanna fara fram í íslenska sendiráðinu. MYND/ÚR SAFNI ÍTALÍA, AP Benedikt sextándi páfi hvatti tuttugu og fjóra írska biskupa, sem ræddu við hann í Páfagarði í gær og í fyrradag, til þess að sýna hugrekki og koma heiðarlega fram varðandi framferði barnaníðinga í röðum presta kaþólsku kirkjunnar á Írlandi. Sjálfur sagðist páfi vera æfur vegna málsins, sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Í yfirlýsingu frá Páfagarði er það kallað „viðurstyggilegur glæp- ur“ og „alvarleg synd sem hneykslar guð“ að níðast kynferðislega á börnum. Páfagarður segir þó að brottrekstur biskupanna hafi ekki komið til umræðu á fundinum, þrátt fyrir að fulltrúar fórnarlamba barnaníðinganna hafi hvatt páfa til að reka þá biskupa sem hafa hylmað yfir með hinum seku prestum. Á Írlandi ríkir veruleg reiði í garð fulltrúa páfa á Írlandi, Giuseppe Leanza, sem hafi ekki viljað mæta hjá utanríkismálanefnd írska þingsins til að svara spurningum nefndarinnar um málið. Páfi varði þessa afstöðu Leanzas og sagði það ekki venju að fulltrú- ar páfa sitji fyrir svörum hjá þingnefndum. Leanza hefur engu svarað bréfum frá nefndinni, sem boðaði hann á fund. - gb Írskir biskupar skömmustulegir á fundi með páfa í Vatikaninu: Hvattir til að segja rétt frá FUNDUR Í RÓM Páfi á fundi með írskum biskupum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Gæsluvarðhald yfir brasilíska lýtalækninum Hosmany Ramos var framlengt um tvær vikur í héraðsdómi í gær. Dómstólar hafa framsalsmál hans enn til umfjöllunar. Hæsti- réttur felldi úr gildi úrskurð þess efnis að hann skyldi framseld- ur til Brasilíu og því þarf hér- aðsdómur að taka málið fyrir að nýju. Það verður gert á föstudag. Ramos var handtekinn hér í fyrrasumar þegar hann reyndi að komast til Kanada um Ísland á fölsuðu vegabréfi. Hann hefur hlotið þunga dóma í heimalandi sínu, meðal annars fyrir morð og mannrán. - sh Lýtalæknir ílengist á Íslandi: Ramos áfram í gæsluvarðhaldi LÖGREGLUMÁL Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjórar þeirra áttu sér stað í mið- borginni aðfaranætur laugardags og sunnudags. Tvítugur piltur kom við sögu í tveimur þeirra en hann var mjög ósáttur þegar honum var meinaður aðgangur á skemmtistað og lét þá hendur skipta. Á öðrum stað á höfuðborgar- svæðinu handtók lögreglan karl- mann um fimmtugt. Hann var vopnaður hnífi og lét dólgslega. Maðurinn var ölvaður og mundi lítt eða ekkert eftir atburðum þegar af honum var runnið. - jss Höfuðborgarsvæðið: Sjö líkamsárás- ir um helgina ÖRYGGISMÁL Landsvirkjun færði í gær Slysavarnafélaginu Lands- björg 500 þúsund krónur til minningar um Halldóru Bene- diktsdóttur er lést þegar hún féll í sprungu á Langjökli 30. janúar síðastliðinn. Syni Hall- dóru var bjargað úr sprungunni. Halldóra starfaði á árum áður hjá Landsvirkjun og eiginmað- ur hennar er starfsmaður þar. Hörður Arnarsson, forstjóri fyr- irtækisins, og Sigþrúður Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, afhentu framkvæmdastjóra og formanni SL gjöfina. - shá Landsbjörg fær peningagjöf: Styrkur veittur til minningar Skal afplána 540 daga Hæstiréttur hefur dæmt síbrotamann til að afplána 540 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar. Hann rauf skilorð þar sem hann er grunaður um fjársvik og nokkur þjófnaðarbrot. DÓMSTÓLAR GENGIÐ 16.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,258 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,49 128,09 200,14 201,12 174,04 175,02 23,38 23,516 21,599 21,727 17,611 17,715 1,4165 1,4247 195,99 197,15 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is VM krefst ... Nánari upplýsingar á www.asi.is E N N E M M / S ÍA / N M 40 92 4 ... lagasetningar strax gegn okri og harðræði rukkara.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.