Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 6
6 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR N1 Deildin KONUR Miðvikudagur Fylkishöll Ásvellir Fylkir - Valur Haukar - Stjarnan 18:15 18:30 2009 - 2010 KARLAR Ásvellir Haukar - HK 20:15 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SJÁVARÚTVEGUR Gera verður samn- ing á milli handhafa veiðiheimilda og stjórnvalda til næstu tveggja til þriggja áratuga um afnotaréttinn yfir fiskveiðiauðlindinni. Öðruvísi verður ekki þeirri skaðlegu óvissu eytt sem umlykur íslenskan sjáv- arútveg. Þetta sjónarmið setti Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood, fram á fundi Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) um fyrningarleið í sjávarút- vegi í vikunni. Jón Eðvald telur að samninginn verði að endurnýja á fimm ára fresti, þannig að fyrir- tækin viti alltaf í hvaða umhverfi þau munu starfa til lengri tíma. Fyrirtækið FISK-Seafood er eitt af fimm stærstu sjávarútvegsfyr- irtækjum landsins. En hvernig sættir þessi hug- mynd sjónarmið útgerðarinnar annars vegar og fylgjenda fyrn- ingarleiðarinnar hins vegar? Jón Eðvald segir málið snúast um vinnufrið. „Greinin verður að geta fjárfest og viðhaldið sér. Þess vegna verður að ná einhverri lend- ingu sem snýr að því að menn geti horft fram í tímann. Með svona samningi yrði eignarrétturinn, sem staðið hefur í mönnum, ótví- ræður í hendi ríkisins. Því væri það skilgreindur afnotaréttur sem við hefðum.“ Jón Eðvald segir að nú ríki lam- andi óvissa um framtíðina og fyr- irtæki gætu ekki gefið starfsfólki sínu neina tryggingu til framtíðar. Hann vísar þar til staðhæfingar annarra útgerðarmanna, og er vel kynnt, að fyrningarleið í sjávarút- vegi leiði til þess að útgerð eins og við þekkjum hana í dag muni líða undir lok. Þessu er stillt upp gegn sjónarmiði fyrningarsinna um að útgerðarmenn selji sig út úr grein- inni fyrir milljarða og um allt land séu byggðir í sárum vegna þessa. Fyrningarsinnar hafna því alfarið að endurskoðun fiskveiðistjórnun- ar feli í sér þá ógn sem útgerðar- menn boða. Jón Eðvald segist helst sjá fyrir sér að óánægju vegna þeirra sem selja sig út úr greininni verði svar- að með sértækum skattaaðgerð- um. Samningur í þessa veru telur Jón Eðvald að styrki eignarrétt ríkis- ins yfir auðlindinni og skapi ríkinu möguleika við samningsgerðina á að tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni. Fyrirtækin fengju með slíkum samningi for- sendur til að ráðast í fjárfesting- ar í veiðum, vinnslu, nýsköpun og sölu- og markaðsmálum. svavar@frettabladid.is Stjórnvöld og útgerð semji um afnotarétt Óvissu í íslenskum sjávarútvegi verður að uppræta eigi greinin að geta skipu- lagt sig til framtíðar. Samningur á milli handhafa veiðiheimilda og stjórnvalda undirstrikar eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindinni. FRÁ MORGUNFUNDI LÍÚ Framsögur fluttu Jón Eðvald, Þorvarður Gunnarsson fram- kvæmdastjóri og Ragnar Árnason hagfræðiprófessor. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, sá um fundarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NORÐUR-KÓREA, AP Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, þótti dálítið veiklulegur þegar hald- ið var upp á 68 ára afmæli hans með pomp og prakt í gær, eins og venja er til þar í landi. Leyniþjónustumenn frá Suður- Kóreu segja hann þunglyndan og haldinn ólæknandi sjúkdómi. Hann er sagður sækjast eftir fágætum, fokdýrum og að nokkru ólöglegum lækningameðulum á borð við duft úr nashyrnings- hornum og gall úr gallblöðrum bjarndýra. Útsendarar hans eru sagðir hafa farið til Kína tvisvar sinnum til að kaupa slíkt dýru verði. - gb Vangaveltur um Kim Jong Il: Þykir veikluleg- ur á afmælinu AFMÆLISHÁTÍÐ Kim Jong Il fagnaði 68 ára afmæli sínu í gær. NORDICPHOTOS/AFP Greinin verður að geta fjárfest og viðhaldið sér. Þess vegna verður að ná einhverri lendingu sem snýr að því að menn geti horft fram í tímann. JÓN EÐVALD FRIÐRIKSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI FISK-SEAFOOD ALÞINGI Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi til breyt- inga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Felur það í sér að framlög ríkissjóðs til kirkjunnar lækka um 160 millj- ónir frá því sem kveðið er á um í lögunum. Framlag til kristnisjóðs skerð- ist um leið um níu milljónir. Niðurskurðurinn er í samræmi við fjárlög og samkomulag ríkis- ins og þjóðkirkjunnar þar um en fjalla þarf um hann sérstaklega í lögum um kirkjuna. - bþs Framlög til kirkjunnar lækkuð: Lægri framlög færð í kirkjulög VIÐSKIPTI Verðmerkingar voru að mestu í lagi í 80 prósentum tilvika í þeim matvöruverslunum sem starfsmenn Neytendastofu hafa heimsótt síðustu vikur. Á vef Neytendastofu kemur fram að 74 verslanir hafi verið heimsótt- ar og kannaðar verðmerkingar og samræmi hillu- og kassaverðs á 50 vörum. „Kom fram að 59 af 74 verslunum voru með verðmerking- ar að mestu í lagi,“ segir á vefn- um. Tíu verslanir voru með allar verðmerkingar réttar, verslanir 10-11 við Barónsstíg, Eggertsgötu, Seljaveg og í Lágmúla, verslanir 11-11 við Skúlagötu og Kirkjustétt, Bónus Hjallahrauni, Hagkaup Eið- istorgi, Samkaup-Strax Hófgerði og Samkaup-Úrval Miðvangi. „Eru þetta miklar framfarir frá síðustu könnun sem gerð var í nóvember 2009. Í þeirri könnun kom fram að yfir helmingur matvöruversl- ana var með vörur óverðmerktar og/eða rangt verðmerktar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. „Í þess- ari könnun var Krónan Hvaleyr- arbraut með 22 prósent af vörum óverðmerkt og/eða rangt verðmerkt og Hagkaup Litlatúni 20 prósent.“ Í fyrri könnun voru 11 verslanir með yfir fimmtung rangt merktan. Ábendingum um rangar merk- ingar má koma á framfæri á vefn- um www.neytendastofa.is. - óká Neytendastofa segir breytingu til batnaðar í matvöruverslunum: Verðmerkingar eru víðast í lagi Í KRÓNUNNI Neytendastofa segir að matvöruverslanir hafi tekið sig verulega á í verðmerkingum frá því staða þeirra mála var síðast könnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lyf af markaði Lyfin Hýdramíl og Hýdramíl míte verða afskráð 1. mars samkvæmt ósk mark- aðsleyfishafa, að því er fram kemur í tilkynningu Lyfjastofnunar. Framleiðslu lyfjanna hefur verið hætt. „Eftir á mark- aði verða Miloride og Miloride mite.“ HEILBRIGÐISMÁL Fékkstu þér bollu á bolludag- inn? Já 79,9% Nei 20,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú hætt við utanlands- ferð vegna hrunsins? Segðu skoðun þína á visir.is HAÍTÍ Rene Preval, forseti Haítí, segir að það muni taka þrjú ár að fjarlægja húsarústir úr höfuð- borginni Port-au-Prince og fyrr verði ekki hægt að hefja endur- reisn af fullum krafti. Forsetinn segir jafnframt að fram að því yrðu íbúar höfuð- borgarinnar færri en áður. Þrjár milljónir manna bjuggu í borg- inni fyrir jarðskjálftann. Að minnsta kosti 54 eftirskjálftar hafa riðið yfir Haítí síðan skjálft- inn mikli varð um 200 þúsund manns að bana. Mörg hús sem voru skemmd fyrir hafa hrunið í þessum eftirskjálftum. Síðast í gær fórust þrjú börn þegar skóla- hús hrundi. - ót Jarðskjálftasvæðin á Haítí: Tekur þrjú ár að hreinsa til SKOTLAND Skoska brugghús- ið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41 prósent að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. BrewDog vakti athygli í fyrra þegar það setti á markaðinn bjór sem var 32 prósent að styrkleika. Þýska brugghúsið Schorchbrau svaraði með því að setja á mark- aðinn bjór sem var 40 pró- sent að styrkleika og heitir sá Schorschbock. Flaska af sterkasta bjór heims mun kosta um 8 þúsund krónur. Alkóhólmagnið er 41 prósent: Skotar slá met í styrkleika bjórs AÐDRÆTTIR Lífið í Port-au-Prince er erfitt og margir íbúar munu ekki snúa aftur fyrr en eftir mörg ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN VIÐSKIPTI Skipulagsnefnd Akur- eyrar frestaði á fundi sínum 10. þessa mánaðar afgreiðslu á erindi Helga Vilhjálmssonar, fyrir hönd skyndibitastaðarins KFC, um lóð í bænum fyrir matsölustaðinn. Helgi segist sækja um núna vegna fjölda erinda sem KFC hafi borist úr bæjarfélaginu um að slíkan stað vanti þangað. KFC sótti fyrst um þrjú til fjögur þús- und fermetra lóð haustið 2005 en fékk ekki. Núna er óskað eftir tvö til þrjú þúsund fermetra lóð sem er sjá- anleg og miðsvæðis í bænum. „Við erum búin að vera að leita þarna af og til,“ segir Helgi en kveður umleitanina ef til vill hafa orðið útundan í uppsveiflu efnahagslífsins, þegar hún stóð yfir. „En núna er niðursveifla og Akureyringar vilja fá þetta norð- ur, senda okkur bréf í þá veru, en við urðum að láta þá vita að þeir vildu ekki láta okkur fá lóð fyrir norðan. Um þetta snýst málið.“ Helgi segist hafa fengið þau svör hjá bænum, þegar hann fór að grafast fyrir um lóð á ný, að best væri að sækja um aftur. „En bæjarfé- lög mega nú líka alveg vera vakandi ef þau vilja fá til sín fyrirtæki og stíga aðeins út fyrir dyrnar,“ segir hann og veltir fyrir sér af hverju Akur- eyrarbær hafi ekki boðið fyrir- tækinu lóð. KFC rekur staði á átta stöð- um á landinu. „Og væru ekki á móti því að byggja á Akureyri, en hvort bæjarfélögum þyki eitt- hvað spennandi að leysa vanda- mál, kannski vilja þeir bara eymdina.“ - óká KFC svarar kalli norðanmanna og sækir aftur um lóð á Akureyri: Kannski vilja menn bara eymdina KFC Í FAXAFENI Athafnamaðurinn Helgi Vilhjálmsson, eigandi KFC, oft kenndur við sælgætisgerðina Góu, hefur um árabil haft hug á að opna KFC-skyndi- bitastað á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HELGI VILHJÁLMSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.