Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 8
8 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 1. Hvað heitir íslenski bjór- inn sem ÁTVR neitar að selja vegna þess að hann brjóti gegn velsæmi? 2. Hvað heita rappararnir tveir sem tókust á í húsakynnum 365 á mánudaginn? 3. Hvaða verkefni hlaut verð- launin Eyrarrósina 2010? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 SAMFÉLAGSMÁL Aldrei hafa jafn margir flutt af landi brott á einu ári og í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Brottfluttir voru 4.835 umfram aðflutta, um 1,5 prósent landsmanna. Alls fluttu 10.612 manns frá land- inu en 5.777 fluttu til landsins. Brott- fluttir íslenskir ríkisborgarar voru 4.851 talsins, en hingað fluttu 2.385 íslenskir ríkisborgarar. Brottflutt- ir umfram aðflutta voru því 2.466. Áður var hlutfallið óhagstæðast árið 1995 þegar rúmlega 1.600 fleiri Íslendingar fluttust frá landinu en til þess. Alls fluttu 2.369 fleiri erlend- ir ríkisborgarar frá landinu en til landsins á síðasta ári. Leita þarf aftur til ársins 1992 til að finna ár þar sem fleiri erlendir ríkisborgarar fluttust frá landinu en til landsins. Flestir brottfluttra voru á aldrinum 25 til 29 ára. Flestir aðfluttra voru yngri, á aldrinum 20 til 24 ára. Í morgunkorni Greiningar Íslandsbanka kemur fram að ekki eigi að koma á óvart sá mikli við- snúningur sem orðið hafi á búferla- flutningum til og frá landinu. Í raun komi frekar á óvart að brottflutn- ingurinn sé ekki meiri en raun beri vitni. Það eigi sérstaklega við þá erlendu ríkisborgara sem flutt hafi til landsins á undanförnum árum í atvinnuleit. Búast hefði mátt við því að enn fleiri íslenskir ríkisborgarar flyttu frá landinu, að mati Greining- ar Íslandsbanka. Hugsanlega hafi slæmt atvinnuástand í nágranna- löndunum nokkuð að segja, en einn- ig að þrátt fyrir kreppuna sé ástand- ið hér á landi betra en víðast hvar í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir að aldrei hafi fleiri einstaklingar flutt frá landinu á einu ári en í fyrra var mannfækk- un vegna búferlaflutninga hlutfalls- lega meiri árið 1887, þegar hápunkti svokallaðra vesturferða var náð. Þá flutti um 3,1 prósent landsmanna af landi brott, samanborið við 1,5 pró- Aldrei fleiri flutt úr landi Alls fluttu rúmlega 4.800 fleiri frá landinu en til þess í fyrra. Flestir sem flutt hafa frá Íslandi eru á aldursbilinu 25 til 29 ára. Erfitt efnahagsástand í nágrannalöndunum dregur úr brottflutningi. Það er áhyggjuefni að flestir þeirra sem flytja frá landinu eru á aldrin- um 25 til 29 ára, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Hann segir stjórnvöld verða að bregð- ast við auknum brottflutningi frá landinu. „Spurningin er sú hvaða áhrif þetta hefur til lengri tíma, og hvort þessi brottflutningur mun halda áfram,“ segir Ólafur Darri. Haldi þessi þróun áfram verði erfiðara að ná efna- hagslífinu hér á landi upp úr þeim öldudal það sé í, og endur- vekja þau lífskjör sem við viljum hafa hér á landi. Þetta er eitthvað sem stjórnvöld hljóta að líta alvarlegum augum, segir Ólafur Darri. Þau verði að bregðast við með því að efla atvinnuuppbyggingu á öllum svið- um, til dæmis með því að laða að erlendar fjárfestingar. Aðeins með því að skapa spennandi tækifæri hér á landi verði hægt að halda í hæft ungt fólk. SLÆMT EF ÞRÓUN HELDUR ÁFRAM ÓLAFUR DARRI ANDRASON FLYTJA Algengasti áfangastaður þeirra sem fluttust frá Íslandi í fyrra er eitthvað af Norðurlöndunum, en það land sem flestir fluttu til er Pólland. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM sent í fyrra. Níu af hverjum tíu sem fluttu frá landinu í fyrra fluttu til annars ríkis innan Evrópu. Flest- ir fóru til einhvers af hinum Norð- urlöndunum, samtals 4.033. Þar af fóru 1.576 til Noregs, 1.560 til Dan- merkur og 733 til Svíþjóðar. Alls fluttu 69 til Finnlands, jafn margir til Færeyja og 26 til Grænlands. Af einstökum löndum fluttu flestir til Póllands, 2.818 manns. brjann@frettabladid.is Helga Björnsdóttir, Námufélagi í háskóla La us n: N em an di Styrkir fyrir námsmenn E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 19 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 STJÓRNMÁL Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, hefur skilað Ríkisendurskoðun yfirlýsingu um að kostnaður hans vegna prófkjörs fyrir síð- ustu kosningar hafi verið undir 300.000 krónum. Árni átti að skila þessum upplýsingum fyrir 25. október 2009 og var lengi vel eini þingmaður- inn sem var ekki á yfirliti Ríkisendurskoðunar um þá sem höfðu skilað. Árni sjálfur sagðist hafa skilað upp- lýsingunum, en gögnin hefðu misfar- ist einhvers staðar. Skil Árna eru dagsett 18. janúar á heimasíðu Rík- isendurskoðunar. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka eiga fram- bjóðendur að skila þessum upp- lýsingum innan sex mánaða frá því að kosningar fara fram. Brot geta varðað sex ára fangelsi. Nú teljast allir fram- bjóðendur Framsóknar, Frjálslynda flokksins og Samfylkingar hafa skilað upplýsingunum. Þrír frambjóðendur VG, þeir Paul Nicolov og Þorvaldur Þorvaldsson í Reykjavík, ásamt Sigurði Inga Björnssyni á Hvammstanga, hafa engu skilað. Einn frambjóðandi Sjálfstæðisflokks hefur ekki skilað, Bergþór Ólason á Akranesi. Borgarahreyfing stillti upp á lista og þarf því engu að skila. - kóþ Fjórir frambjóðendur hafa ekki skilað upplýsingum til Ríkisendurskoðunar: Árni Johnsen búinn að skila ÁRNI JOHNSEN Þingmaðurinn hefur nú skilað upplýsingum um kostnað vegna prófkjörs fyrir síðustu kosningar. Eftir standa þrír frambjóð- endur VG og einn úr Sjálfstæðisflokki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Fjórir karlmenn eru nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, ákærðir fyrir hrottalega líkams- árás. Mennirnir sem allir eru á þrí- tugsaldri eru ákærðir fyrir hús- brot, líkamsárás og hótanir. Þeim er gefið að sök að hafa, sunnudag- inn 4. október á síðasta ári ruðst, í félagi við óþekktan karlmann, inn í íbúðarhúsnæði í kjallara hússins að Spítalastíg 6 í Reykjavík. Inn- rásin var gerð að undirlagi eins fjórmenninganna. Þar veittust þeir að karlmanni, slógu hann í líkama og höfuð með golfkylfu og járnkeðju. Jafnframt ógnuðu þeir honum með hnífi, sem borinn var upp að andliti hans. Þá ógnuðu þeir konu í íbúðinni með hnífi, sem þeir báru að maga hennar. Þeir kýldu hana einnig í höfuðið og líkamann. Afleiðingar árásarinnar urðu þær að karlmaðurinn sem fjór- menningarnir gengu í skrokk á hlaut mikið mar á höfði og tvo skurði á hnakka. Hann var einnig mikið marinn og bólginn víða um líkamann. Þá hlaut hann skurð á tungu, mar í andliti og heilahristing. Sá sem ráðist var á gerir kröfu um skaða- og miskabætur frá fjór- menningunum að upphæð ríflega 1,5 milljónir króna. - jss Fjórir ofbeldismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur: Beittu kylfu og járnkeðju SJÁVARÚTVEGUR Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vest- mannaeyjum, vinna nú að stofn- un félags til höfuðs stefnu rík- isstjórnarinnar um fyrningu aflaheimilda. Er félagsskapurinn hugsaður sem framhald af þeim hópi sem kom saman á ráðstefnu í Eyjum fyrir stuttu undir nafninu Fyrnum fyrningarleiðina. Vinnuheiti hópsins er Allra hagur og er hann hugsaður sem þverpólitískur og sjálfstætt starf- andi. Er ætlunin að halda úti heimasíðu þar sem skrif um fyrn- ingarleiðina eru tekin saman og sjávarútvegsmál almennt. - shá Vestmannaeyjar: Félag gegn fyrningarleið UTANRÍKISMÁL Þrír nýir sendiherr- ar afhentu Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, trúnaðar- bréf sín í gær. Forsetinn fundaði með hverj- um sendiherra fyrir sig, fyrst nýjum sendiherra Makedón- íu, Marija Efremova. Þá fund- aði hann með Jose de Jesus Sojo Reyes, nýjum sendiherra Venesú- ela, og svo með nýjum sendiherra Bangladess, Imtiaz Ahmed. Forsetinn ræddi ýmis mál við sendiherrana, svo sem er varða Nató og Evrópusamband- ið, samstarf á sviði orkuiðnaðar, umhverfismál, menningu og list- ir og fleiri mál. - óká Ólafur Ragnar Grímsson: Fundaði með sendiherrum VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.