Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 12
12 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Þrjátíu börn á aldr- inum sex til átján ára frá efnalitl- um fjölskyldum hafa undanfarið fengið ókeypis tannviðgerðir hjá tíu tannlæknum, sem buðu börnun- um þessa þjónustu í gegnum Fjöl- skylduhjálp Íslands. Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- hjálpar Íslands, segist í tilkynn- ingu vera þakklát fyrir aðstoðina. „Þetta er mjög brýnt verkefni, enda tók aðeins um tvær klukku- stundir að fylla kvótann, sem tann- læknarnir buðu upp á. Þeir eiga þakkir skildar,“ segir Ásgerður Jóna í tilkynningunni. Fjölskylduhjálp Íslands: Sendi þrjátíu til tannlæknis REYKJAVÍK Niðurstaða forvals VG í Reykjavík, sem kynnt var á dögunum, hefur verið staðfest, eftir að utankjörfundaratkvæði voru endurtalin. Sóley Tómasdóttir er í efsta sæti fyrir borgar- stjórnarkosningar með 439 atkvæði, en Þorleifur Gunnlaugsson fékk 395. Sóley hlaut 46 bréflögð atkvæði í fyrsta sæti en Þorleifur tíu. Séu öll slík atkvæði dregin frá munar átta atkvæðum á efstu sætunum. Sóley er þá með 393 atkvæði en Þorleifur 385. Stjórn VG í Reykjavík vill í tilkynn- ingu í gær árétta að frambjóðendur og forvalsstjórn hafi farið að sam- þykktum reglum um framkvæmd forvalsins. Áður hafði stjórnin þó lýst því yfir að frambjóðendur hefðu feng- ið misvísandi upplýsingar og því unnið í góðri trú, en þeir fóru eftir mismunandi reglum. Samkvæmt reglunum áttu félagar í VG kost á að fá atkvæðaseðil sendan í tölvupósti og skila honum í löturpósti. Sumir frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra fóru hins vegar heim til félagsmanna og skiluðu atkvæðaseðli fyrir þá. Þorleifur Gunnlaugsson kærði kosning- una. Síðan mátti kjörstjórn víkja og nefnd var skipuð til að fara yfir aðferðafræði VG, þar á meðal forvalsreglur. - kóþ Átta atkvæðum munaði á efstu sætum, að bréflögðum atkvæðum frádregnum: Niðurstaða forvals VG staðfest SÓLEY TÓMASDÓTTIR OG ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Þau Sóley og Þor- leifur sóttust bæði eftir fyrsta sætinu, en Þorleifur hafnaði í öðru sæti. Í þriðja sæti lenti Líf Magneudóttir. Hafðu samband sími Verðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér sjóðina hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir Enginn kostnaður Stefnir - Samval. Meiri möguleikar á breytilegum markaði. Fjárfestir í þeim eignaflokkum sem ákjósanlegastir eru hverju sinni – eignastýring í einum sjóði Virk stýring í skuldabréfum og hlutabréfum. Áhersla á ríkistryggð skuldabréf undanfarin misseri Fjárfestir að mestu í öðrum sjóðum til að auka enn frekar áhættudreifingu Góður kostur í langtímasparnaði og hentar vel í reglubundnum sparnaði 16,0% meðalnafnávöxtun síðastliðin 5 ár* Lágmarkskaup 5.000 kr. Ávöxtunartölur vísa til fortíðar. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur þeirra. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Stefnir - Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. *Upplýsingar fengnar af www.sjodir.is fyrir tímabilið 31.01.2005–31.01.2010. DÓMSMÁL „Þótt maður vonaði að borgin myndi ekki halda áfram að níðast á fyrirtækjum og einstakl- ingum sýnist mér að það sé enn stefnan,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Egill vísar hér til orða Krist- bjargar Stephensen borgarlög- manns í Fréttablaðinu í gær um að borgin þyrfti ekki og myndi ekki fara eftir úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og taka aftur við og endurgreiða lóð sem Brimborg fékk á Esjumelum fyrir hrun fjármálakerfisins. „Ummæli borgarlögmanns stað- festa að borgin sé að nýta öll göt í kerfinu til að tefja málið jafn- vel þótt hún telji sig á endanum þurfa að borga. Það er náttúrlega óþolandi stjórnsýsla. Sérstaklega er áhugavert að það heyrist ekki múkk í kjörnum fulltrúum sem þurfa væntanlega að staðfesta þessar hugmyndir borgarlög- mannsins,“ segir Egill og bend- ir á að upphaflega hafi það verið Hanna Birna Kristjánsdóttir borg- arstjóri sem hafi ákveðið að breyta út af áratuga hefð hjá borginni og hætta að taka við óbyggðum lóðum og endurgreiða þær lóðarréttar- höfum sem þess óskuðu. „Í samtalinu við Fréttablaðið minnist borgarlögmaður aldrei á þá niðurstöðu ráðuneytisins að þarna var í gangi léleg stjórnsýsla með því að jafnræðisregla var brotin,“ segir Egill. „Í svari borg- arinnar til ráðuneytisins segir að borgarstjóri hafi ákveðið um mánaðamótin september og okt- óber 2008 „að hætta að taka við lóðum og endurgreiða lóðir vegna atvinnuhúsalóða“ sem staðfestir að um var að ræða viðtekna venju.“ Borgarráð staðfesti ákvörðun borgarstjóra 20. nóvember 2008. Þá bendir Egill á að í úrskurði sínum vitni ráðuneytið til álits umboðsmanns Alþingis í öðru máli um að stjórnvöld eigi að tilkynna fyrirfram um breytta stjórnsýslu- framkvæmd til að þeir sem málið snerti geti gætt hagsmuna sinna. „Stjórnsýslan getur ekki bara hagað sér eins og henni sýnist,“ segir Egill sem kveður Brimborg þegar hafa ítrekað kröfu sína um endurgreiðslu lóðarinnar á Esju- melum. Í dag standi krafan í um 205 milljónum króna. Fyrirtækið Vídd keypti lóð við Vesturlandsveg á árinu 2007 og hefur ekki fengið hana endur- greidda. Árni Yngvason hjá Vídd segir það áleitna spurningu hvort yfirlýsingar borgarlögmanns séu í nafni og þökk borgarstjórnar eða borgarráðs. „Eru yfirlýsingar borgarlögmannsins í samræmi við formlega ákvörðun kjörinna full- trúa eða ákvað hann sjálfur, upp á eigin spýtur, að virða úrskurði ráðuneytisins að vettugi?“ spyr Árni. Óskar Bergsson, formaður borg- arráðs, segir úrskurð ráðuneytis- ins væntanlega verða á dagskrá hjá borgarráði á morgun. Þangað til sé ótímabært að ræða málið. gar@frettabladid.is Segir Reykjavíkurborg aðeins vera að tefja lóðaskil Forstjóri Brimborgar segir borgarlögmann hunsa að sveitarstjórnarráðuneytið segi borgina hafa sýnt slæma stjórnsýslu í lóðaskilamáli. Borgin sé að fresta því sem lengst að endurgreiða lóðir, líkt og áður hafi tíðkast. EGILL JÓHANNSSON Forstjóri Brimborgar á lóðinni í Lækjamel 1 sem fyrirtækið vildi skila borginni eftir hrunið og fá hana endurgreidda en fær ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐ Í RÍÓ Einn þátttakenda kjötkveðjuhátíðarinnar í Rio de Janeiro mætti til leiks með fyrirferðarmikið höfuðskraut. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Rafmagnsverð hefur tvöfaldast í Danmörku frá því að verslun með rafmagn var gefin frjáls árið 1998. Þetta kemur fram í svari danska umhverfis- og orkumála- ráðuneytisins við spurningu þingmannsins Per Clausen, að því er skýrt er frá í dönskum fjölmiðlum í gær. Stórnotendur rafmagns hafa reyndar aðeins mátt þola 67 pró- senta hækkun, en smærri not- endur, einkum einstaklingar og fjölskyldur, þurfa að greiða 107 prósentum hærra fyrir raf- magnið nú en fyrir tólf árum. - gb Rafmagnsverð í Danmörku: Tvöfaldaðist frá einkavæðingu LÖGREGLUMÁL Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu um helgina. Þetta voru tólf karlar, sá yngsti sextán ára og ein kona. Pilturinn, sem var réttindalaus eðli málsins sam- kvæmt, reyndi hvað hann gat að komast undan lögreglu, fyrst í bíl, svo á fæti. Lögreglan hljóp hann uppi. Þá voru fjórir teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkni- efna en tveir þeirra voru jafnframt próflausir. Í öðrum bílnum fundust fíkniefni auk þess sem ökumaður laug til nafns. - jss Umferðin um helgina: Sautján öku- menn í vímu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.