Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. febrúar 2010 13 EFNAHAGSMÁL Ríflega fjórðungi færri eigenda- skipti urðu á ökutækjum fyrstu 45 daga ársins en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsing- um Umferðarstofu. Í ár urðu eigendaskipti á 6.861 ökutæki, samanborið við 9.247 í fyrra. Munurinn er 25,8 prósent. Þá kemur fram í tilkynningu Umferðarstofu að mikill samdráttur í nýskráningu ökutækja haldi áfram það sem af er þessu ári. Þegar töl- urnar eru skoðaðar kemur í ljós að í janúar 2008 voru nýskráð ökutæki 2.575 talsins, árið 2009 voru þau 325 og í janúar í ár voru þau 212. „Frá 1. janúar til 15. febrúar hafa 316 öku- tæki verið nýskráð en þau voru 444 eftir jafn langt tímabil á síðasta ári. Þetta eru rétt tæp- lega 29 prósentum færri ökutæki milli ára,“ segir Umferðarstofa, en áréttar um leið að um sé að ræða allar tegundir skráðra ökutækja. „Ef þessar tölur eru bornar saman við fyrstu 46 daga ársins 2005, en það ár var mesti fjöldi nýskráninga, kemur í ljós að þá voru skráð 2.937 ökutæki, um það bil níu sinnum fleiri en það sem af er árinu 2010.“ Bent er á að fjöldi nýskráninga ökutækja sé nú í byrjun árs aðeins tæp 11 prósent þess fjölda sem skráður var í upphafi árs 2005. - óká BÍLAR Sumir segja efnahagshorfur endurspeglast í bíla- viðskiptum. Fjórðungi færri bílar hafa skipt um eigendur það sem af er ári en í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýskráning ökutækja bara rúmur tíundi partur af því sem var þegar mest lét: Fjórðungi færri skipta um bíl EIGENDASKIPTI Í JANÚAR Tímabil Fjöldi eigendaskipta Janúar 2006 9.943 Janúar 2007 9.414 Janúar 2008 10.610 Janúar 2009 6.076 Janúar 2010 4.947 Heimild: Fréttabréf Umferðarstofu FERÐALÖG Golfiðkun ferðafólks skiptir golfklúbba miklu máli um allt land. Ný könnun Ferðamála- stofu bendir til að klúbbarnir hafi tugmilljónir í tekjur af þeim sem stunda golf á ferðalagi. Niðurstöður úr könnun Ferða- málastofu um ferðalög Íslend- inga um eigið land árið 2009 voru kynntar í vikunni. Samkvæmt niðurstöðunum ferðuðust um 90 prósent Íslendinga um landið á árinu. Sund er eins og fyrr vinsælasta afþreying ferðalanga en 12,4 pró- sent spila golf. Þetta þýðir að 35 þúsund manns keyptu golfhring á ferð um Ísland árið 2009 og meirihlutinn fleiri en einn. - shá Afþreying Íslendinga: Þúsundir fara í golf á ferðalagi FEÐGAR Í GOLFI Golf er fjölskylduíþrótt fyrst og síðast, eins og þessi mynd frá Neskaupstað sýnir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SLYS Báðir mennirnir sem misstu meðvitund um borð í fjölveiði- skipinu Hoffelli á Fáskrúðsfirði á sunnudagsmorgun eru á bata- vegi. Annar þeirra var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Hinn er þar enn, hann er kominn úr öndunarvél. Slysið varð þegar mennirnir voru að landa gulldeplu úr skip- inu og talið er líklegt að súrefnis- skortur í lest skipsins hafi orðið til þess að mennirnir misstu með- vitund. Þegar magainnihald fiska byrjar að rotna eyðist súrefni. Þetta ferli er sérstaklega hratt þegar um minni fiska er að ræða líkt og með gulldeplu og loðnu. - lvp Slysið um borð í Hoffelli: Báðir mennirn- ir á batavegi SLYS Fimm stúlkur voru fluttar til aðhlynningar á Heilbrigðisstofn- un Vestmannaeyja eftir að bifreið þeirra lenti út af veginum á Fella- vegi rétt fyrir ofan byggðina í Vestmannaeyjum um ellefuleytið í fyrrakvöld. Ein stúlknanna var undir eftir- liti hjá heilbrigðisstofnuninni yfir nótt, en hún fann til verkja í höfði og baki, að sögn lögreglumanna. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður missti stjórn á bílnum og fór hann út af veginum og valt. Bíllinn eyðilagðist. - jhh Umferðarslys á Fellavegi: Ein slasaðist í bílveltu í Eyjum FRÆÐI Tímaritið Icelandic Agri cultural Sciences, sem Veiði- málastofnun ásamt fleiri íslensk- um stofnunum stendur að, er komið á ISI- gagnagrunninn sem er sá viðurkenndasti í heimi vís- indanna. Þar með er ritið staðfest sem fyrsta flokks alþjóðlegt vís- indarit. Vísindaritið er sent á margar fræðastofnanir víða um heim- inn og hafa greinar þess verið skráðar í CAB Abstracts, BIOS- IS-gagnagrunninn og leitar- vélina Google-Scholar. Þannig hafa greinar ritsins náð athygli erlendra fræðimanna. - shá Icelandic Agricultural Sciences: Nú viðurkennt vísindatímarit 2010

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.