Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 16
16 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Sverrir Hermannsson skrifar um bókina Um- sátrið Í „Umsátri“ Styrmis Gunnarssonar, fyrrv. ritstjóra Morgunblaðsins, segir svo á bls. 208: „Síðla vetrar 1998 urðu miklar sviptingar í Landsbanka Íslands. Bankastjórarnir voru reknir.“ Að vísu sögðu þeir upp störfum sínum. Sá sem hér heldur á penna var „rekinn“ aðallega vegna þess, að hann hafði neitað Davíð Odds- syni um þann greiða að hafa æru og atvinnu af Styrmi Gunnars- syni. Þá ósk Davíðs flutti Kjartan Gunnarsson, varaformaður banka- ráðs Landsbankans, Sverri bankastjóra að morgni dags, blá þústaður mjög. Kvaðst Kjartan ekki fram bera þá ósk við bankastjór- ann heldur fyrrverandi framámann og trúnaðar- mann Sjálfstæðisflokks- ins. Foringi sinn, Davíð, væri búinn að fá sig full- saddan af þjónustu Styrm- is við Jón Baldvin Hanni- balsson og hefði komizt á snoðir um að skuldastaða Styrmis við Landsbankann væri slík, að hægur vandi væri að segja skuldunum upp og ganga að Styrmi og gera hann gjaldþrota. Hvar Davíð hefir kom- izt að því trúnaðarmáli er hægur vandi að geta sér til um. Hvaðan brottrekstrareinkunn- in er fengin er einnig auðvelt að sjá enda sat Styrmir ritstjóri viku- lega slímusetu á fundum árum saman með Finni útherja og Helga horska. Það hefði verið fróðlegt að vera þar fluga á vegg og heyra lýsingar framsóknarmannanna á viðskiptum sínum við bankamála- ráðherrann Valgerði frá Lóma- tjörn. T.d. kaup þeirra á helmings hlut Landsbankans í Vátrygging- arfélagi Íslands fyrir kr. 6,8 millj- arða, sem þeir síðan seldu tæpum þrem árum síðar fyrir kr. 31,5 milljarða. Þá hefir það verið einkar upp- lýsandi fyrir hinn fréttaþyrsta ritstjóra að hlusta á frásögn fjár- aflamannanna af því þegar þeir tóku að sér, óbeðið og umboðslaust, ásamt Þórólfi Sauðkrækingi, að annast fjárreiður Samvinnutrygg- inga að upphæð kr. 30 milljarðar. Þá hefir Helgi horski vafalaust verið til frásagnar um sölu Hall- dórs Ásgrímssonar á Ísl. aðalverk- tökum til formanns einkavæðing- arnefndar, Jóns Sveinssonar, fyrir 3,6 milljarða. Helgi sat fund til- bjóðenda og átti Jón Sveinsson og co. ekki hæsta tilboðið, en Helgi tilkynnti þá skyndilega, að málið þarfnaðist ekki umræðu, því „Hall- dór er búinn að ákveða að hvaða tilboði verður gengið“. Með í þeim kaupum var m.a. fjöldi byggingalóða í Blikastaða- landi. Morgunblaðið greindi síðar frá sölu á hluta af þeim lóðum, en vissi ekki nákvæmlega um sölu- verð. Taldi verið hafa kr. 16-18 milljarðar. En hver skyldi hafa logið því upp, að Alfreð Þorsteinsson í Orkuveitu hafi selt Finni útherja alla hita- og rafmagnsmæla í Reykjavíkurborg fyrir kr. 600 milljónir, sem flug- rekstrarfólinn leigir oss íbúum fyrir kr. 300 milljónir á ári? Annars hélt undirritaður að Styrmir Gunnarsson tryði betur Davíð Oddssyni en þeim horska og útherjanum. Eða hann er búinn að gleyma heimsókn Davíðs til þeirra ritstjóra Matthíasar og Styrmis, þegar Landsbankamálið var um götur gengið og Jón Steinar Gunn- laugsson gert rækilega úttekt á málinu m.a. Þá kom Davíð á fund ritstjóranna og tilkynnti: „Lands- bankamálið var bara fum og fát. Sverrir hafði ekkert gert af sér.“ Höfundur er fyrrverandi banka- stjóri Landsbanka Íslands. Örlítil athugasemd SVERRIR HERMANNSSON UMRÆÐAN Björgvin Guðmunds- son skrifar um ríkis- stjórnina Margir félagshyggju-menn urðu glað- ir, þegar Samfylkingin og Vinstri græn fengu hreinan meirihluta þing- sæta í kosningunum í apríl sl. Þetta var í fyrsta sinn á lýðveldistímanum, að flokkar jafnaðarmanna fengu hreinan meirihluta. Mönnum var að vísu ljóst, að aðstæður í þjóðfélag- inu voru mjög erfiðar eftir hrun bankanna og kreppu í efnahags- og atvinnulífi. Nýja stjórnin lof- aði því samt að koma hér á nor- rænu velferðarsamfélagi. Hún hét því að verja íslenska vel- ferðarkerfið. Stærsta kosninga- loforðið var þó það, að fyrna kvótakerfið á 20 árum og koma á réttlátu fiskveiðistjórnunar- kerfi. Þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann. Almannatryggingar skornar niður Það er ekki nóg, að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn. Þessir flokkar verða að framkvæma einhver stefnu- mál félagshyggju og jafnaðar til þess að standa undir nafni. Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkis- stjórnin hefur ráðist á kjör aldr- aðra og öryrkja, þ. e. kjör þeirra, sem minnst mega sín. Það geng- ur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar. Enda þótt ríkis- stjórnin lofaði að verja velferð- arkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli. Einn- ig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfis- ins. Engin þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar. Það komu í leitirnar 24 milljarð- ar, sem ekki hafði verið reikn- að með þegar þessi niðurskurð- ur var ákveðinn. Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óþarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna „vel- ferðarstjórn“ sker niður lífeyri lífeyrisþega. Ekki má mismuna atvinnulausum Félagsmálaráðherra hefur einn- ig lagt fram tillögur um að skera niður að hluta til atvinnuleysis- bætur til ungmenna undir 24 ára aldri. Er það gert á þeim grund- velli að þessi ungmenni leiti ekki nægilega eftir atvinnu eða námi. Enda þótt gagnrýna megi það að umrædd ungmenni leiti ekki nægilega mikið eftir vinnu eða námi er það gagnrýnisvert að skera niður atvinnu- leysisbætur til þeirra og spurning hvort það er ekki brot á jafnræð- isreglu. Ekki má í þessu efni mismuna eftir aldri. Alla vega er það óeðlilegt að „félags- hyggju“-stjórn skeri niður atvinnuleysisbætur þeirra sem yngstir eru. Aukinn jöfnuður í skattamálum Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum eru í anda félags- hyggju. Skattar eru hækkaðir mest á þeim hæst launuðu en minna á þeim sem minni hafa tekjurnar og raunar lækka skatt- ar hjá þeim lægst launuðu. Þetta er í anda félagshyggju og jafn- aðar og ég er ánægður með það. Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar höfðu gengið þveröfuga braut í skattamálum, lækkað skatta á hálaunamönnum en hækkað þá á láglaunafólki. Síðan hækkar núverandi ríkis- stjórn fjármagnstekjuskatt og er það vel en jafnframt er ákveð- ið að ákveðin upphæð sparifjár sé undanþegin skatti. Það er vel og mætti ganga lengra á þeirri braut. Fyrning kvótans úrslitamál stjórnarinnar Ekkert bólar enn á framkvæmd stærsta umbótamáls núverandi ríkisstjórnar, þ. e. fyrningar kvótans. Jón Bjarnason sjávarút- vegsráðherra, dregur lappirnar í því máli. Fólkið í Samfylking- unni sættir sig ekki við það, að þetta mál verði svikið. Það krefst þess að staðið verði við þetta stefnumál ríkisstjórnarinnar. Það er nógu lengi búið að braska með kvótana. Tími er kominn til þess að þjóðin taki kvótana í eigin hendur og úthluti þeim á ný réttlátlega gegn auðlindagjaldi. Nýir aðilar verða að fá tækifæri til þess að komast inn í greinina. Það fer mikið eftir framkvæmd þessa máls hvort ríkisstjórnin telst jafnaðar-og félagshyggju- stjórn. En jafnframt verður hún að afturkalla kjaraskerðingu líf- eyrisþega og veita þeim réttlátar kjarabætur, sambærilegar þeim sem verkafólk fær. Höfundur er viðskiptafræðingur. Ekki félagshyggju- stjórn enn BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Aust urhr aun Reyk janes braut Miðhraun Ka up tú n Mi ðh rau n IKEA MAREL Rey kja nes bra ut Auglýsingasími Allt sem þú þarft… UMRÆÐAN Jóhann Tómasson skrifar um trygginga- mál lækna Læknafélag Íslands er sennilega eitt sterkasta hagsmunafélag Íslands. Þegar ég var ungur gegndu formennsku í Læknafélagi Íslands menn sem nutu almennrar virðingar. Mér virtist læknar hafa takmarkaðan félagslegan áhuga og skrifaði greinar í Morgunblað- ið. Árið 1995 sótti ég um aðild að hóptryggingu lækna, 45 ára gam- all. Mér var synjað. Ég var of léleg- ur. Ég yrði fjárhagsbyrði á atgerv- ismönnum. Fjórum árum seinna gat ég þessa máls í einni af grein- um mínum gegn gagnagrunninum, mestu skömm læknastéttarinnar. Þar las aldraður tengdafaðir minn um málið. Honum þótti þetta slæm tíðindi og spurði hvort mér væri sama um þótt hann fjallaði um málið í Læknablaðinu. Hann skrifaði grein í Læknablað- ið, 7/8 tbl. 1999, með fyrirspurnum til stjórnar Læknafélags Íslands. Þegar hann fékk ekkert svar frá félaginu skrifaði hann aðra grein í 11. tbl. 1999, eins- konar eintal við sjálfan sig eins og hann orðaði það. Þá loks kom svar frá fram- kvæmdastjóra félagsins í 1. tbl. 2000. Framkvæmda- stjórinn benti á, „að LÍ hafi í fjölda ára greitt félags- mönnum leið að góðum tryggingum á hagstæðari kjörum en almennt bjóð- ast á almennum markaði“. Fram- kvæmdastjórinn upplýsti einnig að „samkvæmt upplýsingum trygg- ingafélagsins hafa mjög fáir læknar fengið neitun um aðild að hóptrygg- ingu lækna, - þeir verða taldir á fingrum annarrar handar“. Í þriðju grein sinni um málið, „Codex og tryggingarnar“ í 3. tbl. 2000, skrif- aði Guðmundur Helgi Þórðarson læknir: „Það gildir sem sagt ekki um alla lækna. Sumir njóta ekki þessarar umhyggju samtakanna, og á það fyrst og fremst við um þá sem þurfa mest á henni að halda, það er þeir sem eru í mestri áhættu heilsu- farslega og koma að lokuðum dyrum á tryggingamarkaðnum nema þeir séu í hópi með öðrum.“ „Það sem skín út úr svarinu er að þeir, sem verða þarna útundan, séu svo fáir að það borgi sig ekki að æsa sig upp út af þeim. Með þessu er verið að segja, að hóptrygging- in komi siðareglum lækna ekkert við, þessi mál eigi að afgreiða sem hrein og köld fjármál meirihlutans. Hér þarf að gera greinarmun á því, hvort um er að ræða heildarsam- tök lækna eða hóp einstakra lækna. Ef einstakir læknar hefðu tekið sig saman og samið við tryggingafélag sem hópur, án þess að læknasam- tökin hefðu komið þar við sögu, þá gegnir það öðru máli en ef samið er í nafni heildarsamtakanna. Eins og fram hefur komið er mikil þörf á að íhuga tryggingamál lækna meðal annars með hliðsjón af Codex Ethicus. Veður eru válynd um þess- ar mundir og engin vanþörf á að dusta rykið af sígildum siðfræði- legum verðmætum.“ Ég var annar tveggja sem lenti í brottkasti hóptryggingar lækna. Einhver hefði sagt sig úr Læknafé- lagi Íslands af minna tilefni. Þetta reyndist þó aðeins lítill forsmekk- ur þess sem ég fékk að reyna áður en ég gat sagt mig úr Læknafélagi Íslands í maí 2009. Frá því verður sagt í annarri grein. Höfundur er læknir. Læknafélag atgervismanna JÓHANN TÓMASSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.