Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 5brúðkaup ● fréttablaðið ● ● MORGUNGJAFIR Hefð er fyrir því að brúðhjón færi hvort öðru morgungjafir eftir brúðkaupið. Áður fyrr tíðkaðist reyndar að aðeins brúðgum- ar færðu sinni heittelskuðu gjafir. Á öldum áður var svo siður að gefa allt frá hringj- um upp í höfðingjaból, eða eftir því hversu efnaðir menn voru. Aðrar vinsælar gjafir voru skart, búfénaður eða stell. Enn er vinsælt að gefa hringa í morgungjöf, en eins getur verið tilvalið að gefa gjöf sem felur í sér ávísun á notalegar stundir eða tengist áhugamáli viðkomandi. Mörgum þykir líka nægja að fá góðan morg- unverð í rúmið, til dæmis ljúf- fengt smjördeigshorn og rjúk- andi kaffibolla. Sjá www.bru- durin.is. ● NÝLEGIR BRÚÐ- KAUPSSIÐIR Þótt brúð- kaupsveislur væru furðu íburð- armiklar hér á Íslandi fyrr á öldum og stæðu jafnvel marga daga þá dró úr öllu slíku til- standi þegar kom fram á 20. öldina. Það var ekki fyrr en eftir 1980 sem ýmsir erlendir brúðkaupssiðir námu hér land svo sem að aka um í skreytt- um bíl, kasta brúðarvendin- um og fagna brúðhjónunum með hrísgrjónaregni. Gæsa- og steggjastúss eru líka seinni tíma fyrirbæri og eiga sér að- eins fárra áratuga sögu á Ís- landi. ● SÍSTREYMANDI SÚKKULAÐI Fátt er nautnalegra en að stinga jarðarberjum með bráðnu súkku- laði upp í sig og því er súkk- ulaðigosbrunn- ur og exótísk- ir ávextir í kring einkar viðeig- andi í brúðkaupum. Sí streymi súkkulaðsins hefur skírskotun í hina eilífu ást, auk þess sem ávextirnir minna á að halda sambandinu ávallt fersku. Þar fyrir utan er þetta fæði hollt bæði fyrir líkama og sál. Vefsíðan brudurin.is er sérstak- lega hjálpsöm þeim sem ætla sér að ganga í hið heilaga. Á síð- unni má meðal annars finna ýmis góð ráð sem brúðhjónin geta nýtt sér auk gátlista sem hægt er að styðjast við meðan á undirbúningi stendur. Gátlistinn góðir minnir brúð- hjónin tilvonandi á allt sem að brúðkaupinu snýr líkt og kirkju- pantanir, pantanir í ljósmyndatök- ur, hárgreiðslu og förðun, mátun á fötum, prentun boðskorta, brúð- arbílinn og val á veisluþjónustu og brúðkaupsferð svo nokkur dæmi séu tekin. Á síðunni er einnig að finna ýmis fegrunarráð og uppskrift að gæsa- og steggjaveislu. Þar má einnig lesa ýmsan fróðleik um allt sem viðkemur þessum stóra og merkilega degi. - sm Vefsíðan brudurin.is geymir ýmis góð ráð sem verðandi hjón geta nýtt sér við undir- búning stóra dagsins. Alltaf gott að hafa gátlista við höndina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.