Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 26
 17. FEBRÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● brúðkaup Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Sigríður Beinteins- dóttir söngkona eiga bæði langan feril að baki í söng við brúðkaupsathafnir og -veislur. Þau segja alltaf jafn gaman að syngja á slíkum stundum og sum lög séu oftar valin en önnur. „Það sem er vinsælt eru léttklass- ísk lög og má þar nefna lög eins og Caruso, Nella Fantasia og Con te partiro. Svo er einnig mikið beðið um lög eins og Ástin af plötu Ragnheiðar Gröndal, Loksins ég fann þig og Þú ert yndið mitt yngsta og besta. Þetta er svona rjóminn,“ segir Jó- hann Friðgeir og bætir við að eitt og eitt nýtt popplag dúkki einnig upp sem vin- sælustu lögin. Okkar nótt með Stefáni Hilmars- syni er eitt af þeim lögum. Brúð- kaupin ganga í bylgjum að sögn Jóhanns og einn laugardaginn söng hann í sjö athöfnum um dag- inn og sjö veislum um kvöldið. „Það er yndislegt að syngja við brúðkaup, það eru allir svo glaðir og móttækilegir fyrir öllu.“ Sigríður Beinteinsdóttir segir val á lögum í brúðkaup ekki síður vera háð tískusveiflum en annað en þó séu viss lög allt- af valin aftur og aftur og nefnir hún þar til sög- unnar sálminn Amaz- ing Grace. Hún og Grét- ar Örvarsson spila oft saman í veislum og brúð- kaupum. „Fyrir tíu árum var mikið beðið um lagið Ó, þú eftir Magga Ei- ríks sem og lagið Kannski er ástin sem Bergþór Páls- son er þekkt- astur fyrir að f ly tja . Annars er allur gang- ur á þessu og ég hef jafnvel verið beðin um að syngja diskólög í kirkjunni; sumir vilja bara hafa stuð.“ Af lögum úr þeirra eigin fórum segir Sigga að Við eigum samleið eigi alltaf mikið upp á pallborðið hjá brúðhjónum. Lagið Ég vil snerta hjarta þitt af sóló- plötu hennar hafi einnig verið vinsælt. - jma Diskólög flutt í kirkjunni Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór segir léttklassísk lög, svo sem Nella Fantasia, vera vinsæl. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við eigum samleið er það lag sem brúðhjón biðja Sigríði Beinteinsdóttur og Grétar Örvarsson hvað oftast um að flytja. ● TRAFAKEFLI TRYGGÐAPANTAR Algengt var á 18. og 19. öld að ungir menn gæfu unnust- um sínum útskorin trafakefli sem vott um ævarandi tryggð. Auðvitað vönduðu þeir handverkið sem þeim var framast unnt og því eru trafakeflin mörg hver hinir fegurstu gripir með fangamarki hinnar heittelskuðu, vísum og flúri. Trafakefli voru nokkurs konar strauboltar þess tíma. Þau voru notuð til að slétta tröf, klúta sem hafðir voru í höfuðbúnaði kvenna. Keflin voru tvö saman, annað þeirra slétt og upp á það voru tröfin undin. Svo var yfirkeflinu rúllað yfir, það var slétt að neðan en útskorið að ofan. Fram úr efra keflinu var handfang sem í sumum tilfellum leit út eins og útskorin hönd en á öðrum voru raufar sem stúlkan lagði fingurna í þegar hún beitti keflinu. Okkar nótt sem Stefán Hilmarsson eru þekktur fyrir að flytja er vinsælt lag í brúðkaupum. FRÉTTA BLA Ð IÐ /G VA www.tskoli.is Brúðarkjóll, eldhúskollur eða kassabíll • Breytingastjórnun og niðurskurður • Brúðarkjóllinn – hönnun og saumaskapur • Eldhúskollur afa og ömmu frá 1940 • GPS staðsetningartæki og rötun • Grjóthleðsla – torf og grjót • Húsgagnaviðgerðir • Litafræði fyrir bútasaum • Langar þig að prjóna lopapeysu? • Leikhúslýsing • Mannauðsstjórnun • PIC stýriörgjörvar • Skírnarkjólasaumur • Skemmti- og smáskipanámskeið • Smíðað úr innlendum við • Starfsmannasamtöl og launaviðtöl • Stjórnun og stefnumótun • Þekkingarstjórnun og fræðslustarf fyrirtækja Nánari upplýsingar í Endurmenntunarskólanum, s. 514 9603 eða á sigurjon@tskoli.is Alltaf eitthvað nýtt - fylgstu með á www.tskoli.is auk fjölda annarra námskeiða... „Ég hef ekki undan við að svara símtölum og vísa fólki frá. Ég man bara ekki eftir öðru eins á öllum mínum ferli,“ segir séra Þórhall- ur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, sem hefur þurft að fjölga hjónanámskeiðum á vegum kirkjunnar vegna mikill- ar aðsóknar. Þórhallur hefur haldið hjóna- námskeiðin óslitið frá árinu 1996 og hafa yfir 12.000 manns tekið þátt í þeim frá upphafi. Nám- skeiðin fara fram á þremur kvöld- um og eru ætluð þeim sem vilja styrkja sambandið við sína heitt- elskuðu. Þau byggja á fyrirlestr- um og verklegum æfingum, sem eru sniðnar að pörum og einstakl- ingum. Að meðaltali taka um 40 til 50 manns þátt í hverju námskeiði en Þórhallur segist aldrei hafa upplifað eins mikinn áhuga og nú og rekur það til breyttra að- stæðna í þjóðfélaginu. „Síminn er búinn að vera rauðglóandi, 50 pör hringdu í mig síðasta sólarhring- inn. Helst er ég á þeirri skoðun að í kreppunni séu margir farnir að leita inn á við til að endurmeta líf sitt og geta tekist á við breyttar aðstæður.“ - rve Aðsókn aldrei meiri en nú „Eiginlega má segja að það fyllist á námskeiðin um leið og þau eru auglýst,“ segir séra Þórhallur Heimisson, um hjónanámskeið á vegum Hafnarfjarðarkirkju sem njóta nú mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● HVEITIBRAUÐSDAG- ARNIR Dagarnir eftir giftingu hafa verið kallaðir hveitibrauðs- dagar hér á landi frá síðari hluta 19. aldar. Á vísindavef Háskóla Ís- lands segir að sennilega sé það tökuorð úr dönsku, hvedebrøds- dage, sem Danir gætu hafa tekið úr lágþýsku, wittebroodsweken. Hvítt hveitibrauð þótti fínna en rúgbrauð og annað gróft brauð og var aðeins borðað á tyllidög- um sem skýrir kannski af hverju þessir gleðidagar fengu þetta nafn. Dagarnir eftir giftingu eru ekki kenndir við hveitibrauð ann- ars staðar í heiminum en þó eru þeir aðgreindir frá hversdeginum á ein- hvern hátt. Til dæmis tala Svíar um smekmånad eða gælumánuð og Þjóðverjar um Flitterwochen, vikur þar sem látið er vel að einhverjum. Honeymoon er notað í ensku máli sem gæti útlagst sem hunangstungl. Á Wikipedia má lesa þá kenningu að hunangið vísi til þess að fyrstu dagar eftir giftinguna séu sætastir og moon til þess að tunglið er ekki fyrr fullt en það fer að dvína aftur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.