Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.02.2010, Blaðsíða 34
18 17. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Hljómlistamaðurinn Ólafur Þórar- insson, betur þekktur sem Labbi í Mánum, er sextíu ára í dag. Aðspurð- ur segist hann ekki ætla að halda sér- taklega upp á daginn, en segir leik- fimishóp sem hann þjálfi á Selfossi ætla að halda smávegis knall handa honum í tilefni dagsins. „Mér skilst að það verði hnetusteik í matinn, þetta eru svo miklar grænmetisætur. Þess utan þá veit ég ekki hvort ég haldi sér- staka veislu fyrir aðra vini og spilafé- laga, það á eftir að koma betur í ljós. Öll helgin mun fara í spilamennsku á Siglufirði þannig það er lítill tími til veisluhalda,“ segir Ólafur. Ólafur er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum en hann stundar fim- leika, sjósund og snjóbretti, kennir leikfimi og spilar á böllum með hljóm- sveit sinni Karma flestar helgar ásamt því að starfrækja stúdíó og starfa við tónlistarkennslu á daginn. Ólafur æfði lítillega fimleika sem barn og segist hafa haldið sér við í gegnum árin með því að æfa heljar- stökk úti á túni og inni í hlöðu. Hann æfir nú fimleika með íþróttafélaginu Ármanni og segist enn geta farið í helj- arstökk þrátt fyrir háan aldur. Á fimmtugsafmæli sínu fékk Ólaf- ur snjóbretti í gjöf og segist hann hafa stundað brettamennskuna grimmt síðan þá. „Ég hef ekkert farið í ár vegna snjóleysis en hef gjarnan farið með börnum mínum og barnabörnum í fjallið, þau greyin láta sig hafa það að fara með gamla karlinum á snjóbretti. Ég fór út í fína brettaferð fyrir fimm- tugsafmælið og lærði þá undirstöðuat- riðin, en kom rifbeinsbrotinn heim úr þeirri ferð.“ Ólafur segir eftirminnilegustu af- mælisveisluna hafa verið þá sem hald- in var í tilefni fimmtugsafmælisins, en þá tóku spilafélagar Ólafs sig til og blésu til heljarinnar veislu þar sem um 300 manns fögnuðu þessum merka degi með Ólafi. „Fimmtugsafmælið er eft- irminnilegast. Ég var úti í fyrrnefndri brettaferð þegar verið var að skipu- leggja veisluna og kom svo rifbeins- brotinn heim og mátti ekki hlæja neitt án þess að engjast af kvölum og tárin streymdu niðu kinnarnar, en maður harkaði þetta nú af sér. Þeir gerðu þetta þó mjög vel og ég er þeim afar þakklátur fyrir stússið,“ segir Ólaf- ur sem hefur ekki óskað sér neins í af- mælisgjöf þetta árið. „Ég er svo hund- fúll yfir því að vera orðinn svona and- skoti gamall að ég hef ekki óskað mér eins eða neins. Þetta eru andstyggðar tölur sem hlaðast á mann ár eftir ár,“ segir hann og hlær. sara@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. PARIS HILTON FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1981. „Hver einasta kona ætti að eiga fjögur gæludýr. Mink í fata- skápnum, jagúar í bílskúrnum, tígur í rúminu og asna sem borg- ar fyrir allt.“ Paris Hilton er erfingi að Hilton- hótelkeðjunni, auk þess sem hún hefur starfað sem fyrirsæta, leik- kona og söngkona. Hilton varð þekkt fyrir hlutverk sitt í raunveru- leikaþættinum The Simple Life. MERKISATBURÐIR 1867 Fyrsta skipið siglir í gegn- um Súesskurðinn í Egyptalandi. 1904 Madame Butterfly er frumsýnd í fyrsta sinn í La Scala í Mílanó. 1925 Harald Ross og Jane Grant setja á stofn tíma- ritið The New Yorker. 1978 Sprengja springur fyrir utan veitingastaðinn La Mon í Belfast. Tólf láta lífið og þrjátíu særast. 1996 Garry Kasparov sigrar of- urtölvuna Deep Blue í skák. 2008 Kósóvó lýsir yfir sjálf- stæði. Mani pulite, sem þýðir hreinar hendur, kallaðist röð réttarhalda sem komu í kjölfar rannsókna á Ítalíu á spillingu í ítölskum stjórn- málum. Í ljós kom að stjórnmála- flokkar skiptu með sér embætt- um og stöðum hjá hinu opinbera eftir ákveðnu kerfi sem átti að tryggja þeim stöðuveitingar sem væru í samræmi við fylgi. Þetta leiddi til þess að ýmsir óhæf- ir einstaklingar voru fengnir til að gegna stöðum hjá ríkinu og í rík- isfyrirtækjum. Þessir einstaklingar gátu notfært aðstöðu sína til að hagnast persónulega með því að gera ákveðnum einstaklingum og fyrirtækjum greiða. Mani pulite hófst með handtöku Mario Chiesa fyrir mútuþægni 17. febrúar 1992. Chiesa var þá forstjóri elliheimil- is í Mílanó og meðlimur í ítalska sósíalistaflokknum. Aðrir meðlim- ir flokksins héldu því fram að mál Chiesa væri einangrað tilvik og að mútuþægni viðgengist ekki innan flokksins. Eftir að hafa dúsað nokkra mánuði í fangelsi hóf Chiesa að gefa út yfirlýsingar sem tengdu marga þekkta stjórnmálamenn við spillingu og gerði þetta dóm- urum kleift að víkka rannsóknina út enn frekar. Réttarhöldin leiddu til þess að Kristilegir demókratar og Ítalski sósíalistaflokkurinn liðu undir lok sem greiddi leið Silvio Berlusconi inn í stjórnmálin. ÞETTA GERÐIST: 17. FEBRÚAR 1992 Mani pulite hófst á Ítalíu SILVIO BERLUSCONI Réttar- höldin greiddu honum leið inn í stjórnmál á Ítalíu. Kær systir okkar, Árnína Guðmundsdóttir fv. yfirhjúkrunarkona, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 15. febrúar síðastliðinn. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Guðmundsdóttir Aðalbjörg Guðmundsdóttir. FYLLIR SEXTÍU ÁR Ólafur Þórarinsson, betur þekktur sem Labbi í Mánum, heldur upp á sex- tugsafmæli sitt í dag. MYND/ÚR EINKASAFNI ÓLAFUR ÞÓRARINSSON, LABBI Í MÁNUM: ER SEXTÍU ÁRA Í DAG Situr ekki auðum höndum Fyrsti taubleiumarkaður árs- ins verður haldinn í Manni lifandi við Borgartún laugar- daginn 20. febrúar næstkom- andi en þar munu samkeppn- isaðilar í sölu taubleia taka höndum saman til að kynna fyrir foreldrum umhverf- isvæna og hagkvæma leið í bleiuinnkaupum. Á einum stað verður hægt að kynna sér landsins mesta úrval af taubleium, kaupa þær og fá leiðbeiningar um notkun. Með notkun taubleia er hægt að spara heimilum töluverð útgjöld og því hafa taubleiur notið aukinna vin- sælda hér á landi undanfar- ið. Að auki er taubleiunotk- un jákvæð fyrir umhverfið, en hvert barn notar að með- altali um 6.000 bréfbleiur og talið er að hver bleia taki um 500 ár að eyðast í nátt- úrunni. Það eru netverslanirn- ar Barnavörur, ISbamb- us, Kindaknús, Mandarína, Montrassar, Snilldarbörn og Tamezonline, sem standa að taubleiumarkaðnum, en net- verslanirnar eru allar starf- ræktar af framtakssöm- um mæðrum. Markaðurinn verður opinn milli 12 og 16. - ve Bleiusalar taka höndum saman Á markaðnum verður hægt að kynna sér fjölbreytt úrval af tau- bleium og fá leiðbeiningar um notkun þeirra. Skátafélagið Hamar í Graf- arvogi stendur fyrir messu í Grafarvogskirkju klukk- an 11 næsta sunnudag, 21. febrúar. Þar verða ýmsar viðurkenningar veittar fyrir góða frammistöðu á síðasta ári því kjörinn verður skáti ársins, skátaflokkur ársins og foringi ársins. Að sjálfsögðu verður lagið tekið, bæði verða Dreka- skátar með söng og Skáta- kórinn. Eftir messu verð- ur svo kaffi í boði Hamars í safnaðarheimili kirkjunn- ar. Þetta er ein af fáum ár- legum skátamessum á höf- uðborgarsvæðinu og stjórn Hamars hvetur alla skáta, unga sem aldna, til að strauja nú klútinn og bún- inginn og láta sjá sig. - gun Árleg skátamessa Í GRAFARVOGSKIRKJU Skátamessan er jafnan hátíðleg. AFMÆLI RENE RUSSO leikkona er 56 ára. LOU DIAMOND PHILLIPS leikari er 48 ára. MICHAEL JORDAN körfubolta- maður er 48 ára. DENISE RICHARDS leikkona er 39 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.