Fréttablaðið - 18.02.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 18.02.2010, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Næring og heilsa SÉRBLAÐ • FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 TÍSKUSÝNING MARC JACOBS í New York vakti mikla eftirtekt þar sem hönnuðurinn bannaði öllum stjörnum að sitja á fremsta bekk. Hann lét hafa eftir sér að stjörnukúltúrinn væri leiðinlegur og þar við sat. Annars þóttu föt Jacobs mun dempaðri en menn eiga að venjast og ljóst að hann leitaði til fortíðar í hönnun sinni. Sópransöngkonunni Elínu Ósk Ósk-arsdóttur var gefinn minkapels í Búlgaríu fyrir nokkrum árum. „Ég hafði verið að syngja á stórum tónleikum með Fílharmóníu iSófíu Ó því komin að gefast upp sá hún sér-staklega fallegan pels á slá. „Hann var síður og hlýlegur eins og égvildi hafa ha ferð síðla vors en síðan hefur húnnotað hann óspartÍ Fékk pels frá góðri frænku Fyrir góða frammistöðu á tónleikum í Búlgaríu fékk Elín Ósk Óskarsdóttir pels frá frænku sinni. Pelsinn notar hún óspart, ekki síst þegar hún leggur leið sína í Íslensku óperuna þar sem hún syngur á morgun. Elín segir pelsinn koma sér sérstaklega vel á köldum vetrardögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sérverslun með F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvali www.gabor.is FIMMTUDAGUR 18. febrúar 2010 — 41. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG www.bt.is BT bæklingurinn Opið til 21 ...er að eiga alltaf lýsi VERTU MEÐ Á FACEBOOK ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR Fékk minkapels fyrir góða frammistöðu • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS NÆRING OG HEILSA Fæðubótarefni, vítam- ín og vaxtarræktarmót Sérblað um næringu og heilsu FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Stjórnmálin kennd Ekki verður predikuð ákveðin stefna í nýstofnuðum stjórnmálaskóla. TÍMAMÓT 26 Stórstjarna í heimsókn Viggo Mortensen lék við hvurn sinn fingur á Patreks- firði. FÓLK 46 FREMUR HÆGUR VINDUR Í dag verða víðast norðaustan 5-10 m/s en 8-13 A-lands og NV-til í kvöld. Bjart S- og SV-lands en annars víða él. Frost 0-8 stig. VEÐUR 4 -4 -6 -2 -4 -3 SKRÚBBAÐ OG BÓNAÐ Þótt biksvörtum glæsikerrum hafi fækkað nokkuð á íslenskum vegum frá bankahruni þarf að hlúa vel að þeim sem eftir eru. Þessir jeppaeigendur tóku til hendinni á bílaþvottastöð í gær og skrúbbuðu skítinn af fallegum Nissan Infiniti og BMW X3 í blíðviðrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANKAR Mikil uppstokkun stend- ur nú yfir á Byr sparisjóði, útibú verða sameinuð, deildir lagðar niður og starfsfólk flutt til. Að hag- ræðingaraðgerðum loknum mun ríkið væntanlega leggja honum til nýtt eigið fé upp á tæpa ellefu milljarða króna. Stjórnendur Byrs stýra upp- stokkun sparisjóðsins í samvinnu við stjórnvöld, Seðlabanka og Fjár- málaeftirlit. Til stendur að skera burt alla fitu af sjóðnum áður en ríkið réttir honum hjálparhönd, eins og einn viðmælenda Frétta- blaðsins tók til orða. Byr óskaði eftir eiginfjárframlagi ríkisins í mars í fyrra. Hagræðing er komin skemur á veg hjá Byr en stóru bönkunum. Ekki kom kippur í málið fyrr en stjórnendur sparisjóðsins stigu til hliðar undir lok síðasta árs. Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri, hætti um miðjan síð- asta mánuð. Þeir sem rætt var við segja starfslok stjórnenda tíma- bæra til að endurvekja traust. Stefnt er á að hagræðingarferl- ið standi í um þrjá mánuði. Að því loknu muni Byr verða sparisjóður samkvæmt ströngustu skilgrein- ingu; taka við innlánum og veita lán. Verðbréfasvið og eignastýring verður lögð niður eða útvistuð. Fyrstu sjáanlegu skref þess sem koma skal eru sögð sjást í samein- ingu útibús Byrs í Garðabæ við úti- búið í Kópavogi sem lýkur í dag. Það síðarnefnda mun vera arðbær- asta útibú sparisjóðsins. Líkur eru á að önnur útibú verði sameinuð. Hjá Byr í Garðabæ voru sex starfsmenn. Þeir fara í önnur störf hjá Byr. Einar Birkir Einars- son, útibússtjóri í Garðabæ, fer í önnur verkefni í höfuðstöðvum Byrs, samkvæmt upplýsingum frá sparisjóðnum. Í fyrrahaust strandaði endur- skipulagning Byrs á stofnfjáreig- endum enda ljóst að þeir bæru skarðan hlut frá borði með ríkis- framlaginu. Nokkuð hefur þokast í samkomulagsátt. Þýskir kröfu- hafar létu af ströngustu kröfum sínum í nóvember í fyrra og ósk- uðu innlendir kröfuhafar nýver- ið eftir ítarlegum upplýsingum um fjárhagsstöðu sjóðsins. Næstu skref eru í höndum þeirra og fjár- málaráðuneytis. Hjördís Dröfn Vil- hjálmsdóttir, ráðgjafi fjármálaráð- herra, segir mál Byrs ganga vel. Hún er bundin trúnaði og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. - jab Byr bútaður niður Kraftur er kominn í endurskipulagningu Byrs. Líkur eru á að eiginfjárframlag ríkisins skili sér fyrir sumarið. Líf sparisjóðsins er nú í höndum kröfuhafa. Liðið eða leikurinn? „Árangur Íslendinga stendur yfirleitt í öfugu hlutfalli við ítök stjórnmálaflokkanna“, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 20 ATVINNUMÁL Bandaríska lyfjafyrirtækið Alvogen, sem er í þriðjungseigu Róberts Wessman, íhugar nú að reisa nýja lyfjaverksmiðju hér á landi. Að sögn Róberts, sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, stendur valið helst á milli Íslands og Austur-Evrópu. Ef Ísland yrði fyrir valinu segir Róbert líklegt að henni yrði fundinn staður á Suðurnesjum. Þar hyggst Róbert einnig opna einkasjúkrahús og eru fram- kvæmdir við það komnar í gang. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Reykja- nesbæ,“ segir Róbert. Hann vilji stuðla að atvinnu- uppbyggingu á svæðinu, ekki síst í ljósi þess að þar mælist nú landsins mesta atvinnuleysi. Alvogen er með yfir 100 ára rekstrarsögu, en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu flókinna sam- heitalyfja. Á sjúkrastofnuninni Iceland Healthcare að Ásbrú í Reykjanesbæ stendur til að lækna eingöngu erlenda sjúklinga. Stofnunin mun sérhæfa sig í liðskipta- og offituaðgerðum. Gangi áætlanir eftir getur starfsemi þar hafist eftir liðlega ár. Róbert hyggst ekki koma að rekstrinum sjálfur. - óká / sjá síður 4 og 14 Lyfjafyrirtæki, að hluta í eigu Róberts Wessman, horfir til Íslands og A-Evrópu: Íhugar að reisa lyfjaverksmiðju Hasar í Meistara- deildinni Mistök markvarð- arins Lukasz Fabianski reyndust Ars- enal dýrkeypt gegn Porto. ÍÞRÓTTIR 42 ICESAVE Þokast hefur í átt til nýrra samnninga um Icesave. Bresk stjórnvöld munu, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins, vera reiðubúin til að semja upp á nýtt um ýmsa þætti sam- komulagsins. Þar mun helst horft til vaxta- stigs annars vegar og hins vegar möguleikans á því að samið verði um vaxtalaust tímabil. Líkt og Fréttablað- ið hefur greint frá hefur verið rætt um að fyrri hluta lánstím- ans verði vextir breytilegir, en fastir síðari hlutann. Fremur dökkar verðbólguspár í Bret- landi nú um mundir munu hafa áhrif á afstöðu íslenskra stjórnvalda hvað þá leið varð- ar. - kóp Icesave þokast áfram: Bretar opnir fyrir nýjum samningum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.