Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 2
2 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR KAREN Í 4 . SÆTI KÓPAVOGUR - GERUM ENN BETUR P R Ó F K J Ö R S J Á L F S T Æ Ð I S F L O K K S I N S 2 0 . F E B R Ú A R K A R EN E . H A LL D Ó R SD Ó T T IR B A í s ál fr æ ði • M S í m an na uð ss tjó rn un • K os ni ng as kr ifs to fa B æ ja rli nd 1 4- 16 . K om du í ka ffi SKIPULAGSMÁL Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur ógilt byggingarleyfi til handa sjálfseignarstofnuninni Hannes- arholti á Grundarstíg 10 og sömu- leiðis breytingu á notkun hússins úr íbúð í húsnæði undir blandaða atvinnustarfsemi. „Við erum mjög slegin yfir þess- ari niðurstöðu, sér í lagi þar sem tilgangurinn er að opna þetta sögufræga hús fyrir almenningi,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir, einn eigenda hússins, sem á sínum tíma var byggt af Hannesi Hafstein, skáldi og ráðherra. Borgarráð staðfesti bygging- arleyfi fyrir stækkun og breytta notkun hússins á Grundarstíg 10 í ágúst í fyrra. Meðal annars var leyft að hækka risið og rífa bílskúr til að geta komið fyrir viðbygg- ingu með litlum sal fyrir tónlist- arflutning og fleira. Nágrannarnir í húsinu and- spænis við götuna kærðu ákvörð- un borgarráðs. Sögðu þeir starf- semi Hannesarholts myndu valda ónæði inni í miðju íbúðahverfi. Úrskurðarnefndin segir að ætla megi að starfseminni fylgi aukin umferð og umgangur, hávaði og aukið álag á bílastæði fram eftir kvöldum. Breytingin á notkun hússins væri svo veruleg að ekki hafi verið skilyrði til að afgreiða byggingar- leyfi eftir undantekningarákvæði eins og borgaryfirvöld gerðu. Ekki væri gerð grein fyrir því hvernig mæta eigi aukinni þörf fyrir bíla- stæði. „Loks er engin grein gerð fyrir því hvernig hið umdeilda bygging- arleyfi samræmist stefnumark- andi ákvörðunum þróunaráætl- unar miðborgar um íbúðarsvæði, samþykktum í borgarráði 10. okt- óber 2000, þar sem fram kemur að á íbúðasvæðum miðborgarsvæð- is sé meginmarkmið borgaryfir- valda að vernda og bæta íbúða- byggð og umhverfi hennar,“ segir enn fremur í niðurstöðu úrskurð- arnefndarinnar. Markmið Hannesarholts er „að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skiln- ing á gildi sögunnar fyrir sam- tímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og sam- veru.“ Ragnheiður segir að slík starf- semi ætti að fá að blómstra og að viðtökur fram til þessa hafi almennt verið afar jákvæðar. „Þetta er mitt hjartans mál og ég er þakklát fyrir að geta gert þetta en manni finnst erfitt að geta tekið þátt í uppbyggingu og mega það ekki. Í þessu hverfi, sem hefur alla tíð verið blandað, sjáum við ekki þessa ógn eins og þessir einstakl- ingar sem kærðu leyfisveitingu Reykjavíkurborgar,“ segir Ragn- heiður Jónsdóttir. gar@frettabladid.is Menningarstofnun á Grundarstíg í óvissu Eigendur menningarstofnunarinnar Hannesarholts við Grundarstíg eru slegnir vegna óvissu í kjölfar ógildingar á byggingarleyfi. Reksturinn samrýmist ekki skipulagi segir úrskurðarnefnd. Vinna við stækkun hússins var komin í gang. GRUNDARSTÍGUR 10 Þótt sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti sé ætlað að efla jákvæða hugsun og uppbyggilega umræðu er ekki eining meðal íbúanna á Grundar- stíg um starfsemina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUMÁL Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall frá og með mánudeginum sem mun hafa áhrif á ferðir tuttugu þúsund farþega ef af verður. Samninga- viðræður standa yfir en flugfé- lagið treystir sér ekki til að verða við kröfu flugvirkja um 25 prósent launahækkun. Guðjón Arngrímsson segir Icelandair hafa boðið flugvirkj- um sambærilegar kjarabætur og öðrum, en útilokað sé að ganga að ítrustu launakröfum þeirra sem séu langt umfram hækkanir ann- arra hópa. „Það eru Icelandair mikil vonbrigði að forsvarsmenn flugvirkja hafi ekki sýnt þessu skilning,“ segir Guðjón. Kristján Kristinsson, formaður samninga- nefndar flugvirkja, segir launa- kröfu flugvirkja einfaldlega leið- réttingu á þeirri kjaraskerðingu sem þeir hafa orðið fyrir á stutt- um tíma. Hann segir að nokkuð hafi þokast í samningaviðræðum í gær en ljóst að launakrafan nái ekki fram að ganga eins og hún var sett fram. Kristján segir flug- virkja gera sér fulla grein fyrir því hvað verkfall þýði fyrir fjölda fólks. Hann bendir hins vegar á að lítið sem ekkert hafi hreyfst í samningaviðræðum við Icelandair fyrr en verkfall var boðað. Kristján bendir á að launakostn- aður Icelandair við tæknideildina, sem flugvirkjar starfa við, hafi farið hraðminnkandi vegna geng- isfellingar krónunnar. - shá Flugvirkjar krefja Icelandair um 25 prósent launahækkun og boða verkfall: Stál í stál vegna launakröfu BOEING 777 Í SKOÐUN Flugvirkjar á Íslandi eru fámenn stétt en með þeim standa og falla flugsamgöngur. BANKAHRUNIÐ Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einka- væðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð. Spurður hvort þetta hafi verið gert stað- festir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöll- unar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það,“ segir hann. Ögmundur Jónasson alþingis- maður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt“. Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar. Hann vill ekki svara „einu né neinu“ um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdrag- anda hrunsins, hafi borist nefndinni. Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrest- ur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar. - kóþ Rannsóknarnefnd Alþingis framlengir andmælafrest til 24. febrúar: Einkavæðingin var ekki öll á dagskrá PÁLL HREINSSON Segir leitt að hann geti ekki gefið meira upp að sinni, „en ímyndaðu þér, settu þig í mín spor, að geta ekki sagt orð og hafa verið með þessar upplýsingar í heilt ár!“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA Kjararáð mun birta úrskurð sinn um laun forstjóra ríkisstofnana í næstu viku, lík- lega um miðja viku, segir Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs. Samkvæmt lögum sem sam- þykkt voru á Alþingi síðasta sumar mega ríkisstarfsmenn ekki hafa hærri laun en forsætis- ráðherra, sem hefur um 935 þús- und krónur í mánaðarlaun. Kjararáð hefur fjallað um málið síðan lögin voru sett. Á fimmta tug ríkisstarfsmanna eru betur launaðir en forsætisráð- herra. Þeir fengu andmælarétt þar sem ákvörðun um launalækk- un er íþyngjandi. - bj Kjararáð um launalækkun: Úrskurður kem- ur í næstu viku EFNAHAGSMÁL Ekki hefur verið ákveðið hvort þjóðhagsspá Hag- stofu Íslands verður endurskoð- uð, eða hvort beðið verður nýrr- ar spár sem gefin verður út um miðjan maí. Ólafur Hjálmarsson hagstofu- stjóri segir að vinna við nýja spá hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þörf verði á því að gefa út endurskoðun á fyrri spá. Hagstofan hefur tekið við því hlutverki fjármálaráðuneytisins að gefa út þjóðhagsspár. Á meðan verkið var á könnu ráðuneytis- ins var gefin út endurskoðuð spá í byrjun árs þar sem tekið var tillit til breytinga á forsendum. - bj Þjóðhagsspá Hagstofunnar: Óvíst með end- urskoðun spár DÓMSMÁL Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir Hér- aðsdómi Vestfjarða fyrir stór- hættulega líkamsárás, eignaspjöll og akstur undir áhrifum áfengis. Í október á síðasta ári veittist maðurinn með eggvopni að stúlku á Ísafirði. Hann lagði til hennar að bringusvæði og í aðra höndina með vopninu. Yfirhöfn stúlkunn- ar rifnaði og hlaut hún 2,5 senti- metra langan skurð á hendi hand- arbaksmegin. Áður hafði maðurinn skemmt farsíma stúlkunnar með því að rispa hann með oddhvössu áhaldi. Þá hafði hann einnig rispað bíl hennar með eggvopni. - jss Maður um tvítugt ákærður: Skar stúlku og skemmdi eignir EFNAHAGSMÁL Anne Sibert, hag- fræðiprófessor og fulltrúi í peninga- stefnunefnd Seðlabankans, undrast hörð viðbrögð Sig- mundar Davíðs Gunnlaugsson- ar, formanns Framsóknar- flokksins, við skrifum henn- ar um Icesave í evrópsku vefriti. RÚV greindi frá. Sigmundur skoraði á forsætis- ráðherra að víkja Sibert úr nefnd- inni vegna skrifa hennar. Sibert fullyrti að Íslendingar gætu vel staðið undir skuldbindingum vegna Icesave. Sibert segist eingöngu hafa ætlað að útskýra lagalegar hlið- ar deilunnar á hlutlausan hátt og því séu tilraunir Sigmundar til að stöðva umræður um málið óskilj- anlegar. - shá Deilt um Icesave-skrif: Sibert furðar sig á Sigmundi ANNE SIBERT Helgi, eru þetta eintómir kjúkl- ingar á Akureyri? „Það voru einu sinni kjúklingar þarna, þeir eru bara hættir að fram- leiða þá. En ætli þeir vilji ekki bara taka þetta í hænuskrefum.“ Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, hefur beðið lengi eftir því að fá lóð undir kjúklingastaðinn KFC á Akureyri. Nú hefur hann ákveðið að sækja um á nýjan leik. FISKELDI Helsti orsakavaldur affalla á eldisþorski í sjókvíum eru sjúkdómar af ýmsum toga. Þetta er niðurstaða verkefnis hjá AVS rannsóknasjóði í sjávarút- vegi á afföllum í kvíum hjá Hrað- frystihúsinu Gunnvöru hf., sem er með eldi í Álftafirði við Ísafjarð- ardjúp, og hjá HB Granda hf. í Berufirði. Mest áberandi voru afföll vegna bakteríusýkinga en bæði víbríu- veiki og kýlaveikibróðir greindust í fiskinum. Nokkrar tillögur eru um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr afföllum sem er að finna í skýrslum af niðurstöðum verk- efnisins. - shá Afföll í þorskeldi: Sjúkdómar eru oftast ástæðan ÞORSKAR Í ELDI Afföll í eldi eru alltaf umtalsverð og ástæður margvíslegar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.