Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 12
12 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Hér er allt á fullum krafti. Við erum að klára myndina okkar og frumsýnum 25. febrúar,“ segir fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson um heimildarmyndina Burkina Faso 8600 km sem hann hefur síðastliðið ár unnið í félagi við Veru Sölvadóttur. Burkina Faso 8600 km fjallar um hjónin Hinrik og Gullý úr Fljótshlíðinni sem finna ráð við því hvernig fjármagna má barnaskóla í fjarlægu landi í fjárþurrð. Þau kaupa tvo notaða Toyota- jeppa með afslætti í Reykjavík og láta flytja þá með skipi til Rotterdam í Hollandi. Síðan aka þau jeppunum ásamt félaga sínum Paolo frá Brasilíu en er búsettur á Hvolsvelli niður til Bur- kina Faso í Afríku. Þar reka hjálparsamtökin ABC skóla. Þremenningarnir selja annan jeppann og gefa skólanum. Þorsteinn segir þetta annars konar mynd um efnahagsástandið. „Hún er eiginlega um afstöðu, samanburð á tveimur heimum. Um það hvað hægt er að gera þegar ekkert virðist hægt. Burkina Faso hefur lengi verið þriðja fátækasta ríki í heimi. En það er erfitt að segja hvar Ísland er í raun,“ segir hann. Þau Þorsteinn og Vera snúa hlut- unum svolítið á hvolf. Myndin, sem kvikmyndagerðarfólkið fjár- magnaði sjálft, verður frumsýnd á vefsvæði Þorsteins áður en hún kemur á markað. Þar verður hún ókeypis. Þorsteinn segir ástæðuna einfalda: „Þetta er flott mynd, sem verður að sjá strax. Ef hún fer í sjónvarp færi hún inn í vetrardagskrá og kæmi síðan út í DVD-formi. Nú verður það seinni tíma mál,“ segir Þorsteinn. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞORSTEINN J. VILHJÁLMSSON FJÖLMIÐLAMAÐUR Gefur öðruvísi kreppumynd Á 19. öld fylltust bændur í Evrópu áhuga á því að hreinrækta stofna. Í því fólst meðal annars í að láta kindur verða sem allra líkastar hvora annarri í útliti og vexti. Þetta varð til þess að víða erlendis var mislitum kindum nánast útrýmt. Þessi ræktunarstefna náði aldrei fótfestu hér á landi. Það var trú manna ef jörð var hvít um fengitímann að flest lömbin yrðu þá hvít um vorið. Ef hún var rauð urðu mörg lömb mórauð, grá og svört, en ef jörð var flekkótt mátti eiga von á mörgum mislitum lömbum. Mórauði liturinn skipar sérstakan sess í þjóðsögum. Margar sagnir fjalla um mórautt fé og yfirnáttúruleg fyr- irbæri. Grátt græðir, svart særir, hvítt gerir hvorugt en mórautt myrðir, segir máltækið. SAUÐFÉ LITRÍKARA HÉR Á LANDI Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Association of Icelandic Film Producers SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi á árinu 2008. Umsóknir berist fyrir 4. mars til: SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Túngötu 14, P.O. Box 5367, 125 Reykjavík eða með tölvupósti á sik@producers.is Nánari upplýsingar, reglur og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu SÍK – www.producers.is Greiðslur úr IHM sjóði SÍK Háskólar landsins kynna námsframboð næsta skóla- árs laugardaginn 20. febrú- ar og fer kynningin fram á tveimur stöðum í borginni. Framhaldsskólanemar sem útskrifast í vor geta því með hægu móti orðið sér úti um upplýsingar um stefnu framtíðarinnar. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verða Háskólinn á Akureyri, Háskól- inn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbún- aðarháskóli Íslands og Listahá- skóli Íslands. Háskóli íslands verð- ur með kynningu á Háskólatorgi, Gimli og í Odda í Háskóla Íslands og á sama tíma verður kynning á dönskum og sænskum háskólum í Norræna húsinu. Þar verða einnig íslenskir námsmenn sem stundað hafa nám við skólana, ásamt full- trúa frá danska menntamálaráðu- neytinu til skrafs og ráðagerða. Á háskóladaginn geta nemendur framhaldsskólanna og aðrir náms- þyrstir átt þess kost að fá beint í æð upplýsingar frá nemendum, kennurum og námsráðgjöfum skól- anna auk þess sem kynnt verður margvísleg þjónustustarfsemi við nemendur, svo sem sértæk náms- úrræði, lánamál og húsnæðismál. Nokkuð er um að foreldrar fylgi afkvæmunum á kynninguna þegar þau kynna sér stefnu framtíðar- innar: verkfræði, læknisfræði, heimspeki eða tungumál? Gert er ráð fyrir rúmlega 3.000 gestum á kynninguna, enda þiggja margir persónulega ráðgjöf þegar verið er að taka eina stærstu ákvörð- un lífsins. Ekki er heldur hægt að kvarta undan fábreytni, því kynnt- ar verða yfir 500 námsleiðir, allt frá hrossarækt til myndlistar. „Námsleiðum við HÍ hefur fjölg- að mjög undanfarin ár og margar styttri námsleiðir orðið til sem er ánægjuleg þróun og í takt við þróun samfélagsins“ segir Dagný Ósk Aradóttir Pind, verkefnisstjóri á markaðs- og samskiptasviði HÍ. Námskeiðum hefur einnig fjölgað og meira er orðið um þverfaglegar námsleiðir sem eykur á valmögu- leika nemenda. Dagný segir að í fyrra hafi gest- ir á kynningardeginum verið fleiri en í hittifyrra, og telur líklegt að þeim fjölgi enn í ár. Í sumum deildanna verður boðið upp á skemmtiatriði og má meðal annars nefna að djarfur hópur efnafræðinema við HÍ stendur fyrir háskasýningum í Háskóla- bíói klukkan 12 og 14 á laugardag og nemar við Listaháskóla verða einnig með uppákomur á kynning- unni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Allar frekari upplýsingar má finna á vef háskóladagsins, www.haskoladag- urinn.is. Háskólarnir kynna námsframboð KYNNING Í RÁÐHÚSINU Ungt fólk getur kynnt sér möguleika framtíðarinnar þegar háskólarnir kynna námsframboð næsta árs á kynningum víðsvegar um land á laugardaginn. VERKEFNISSTJÓRI HJÁ HÍ Dagný Ósk býst við fjölda fólks á kynningu um nám í háskólum. Þröngt mega sáttir sitja „Hún vildi sitja í mínu sæti til eilífðar.“ ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORGAR- FULLTRÚI DV 17. febrúar. En kvenmannsfötum? „Ég er svolítið svag fyrir rifn- um kvenmannsröddum.“ ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON TÓNLISTARMAÐUR Fréttablaðið 17. febrúar ■ Hvimleitt er það sem menn eru orðnir langþreyttir á og hafa af mikinn ama. Síðari hluti orðsins er algengur og þekktur. En hvað skyldi þetta hvim vera? Það þarfnast nokk- urrar skýringar. Áður fyrr var orðið einum bókstaf lengra, sá sem nú er hvimleiður var á þeim tíma hveimleiður. Orðið hefur síðan tekið breytingum. Orðið var í þá daga samsett úr hveim og leiður. Ekki er þó víst að það hjálpi öllum að átta sig á merkingunni, enda er hveim beygingarmynd sem horfið hefur úr íslensku máli. Hveim er nefnilega gömul þágufallsmynd fornafnsins hver, sem í nútímamáli er hverjum. Þá var algengt að nota orðið hver á sama hátt og við notum orðið sérhver nú til dags. Orðið hvimleiður merkir því upphaflega hverjum leiður, og er það átt við að sá sem er hvimleiður sé sérhverjum leið- ur, eða öllum til ama. - sh TUNGUTAK Hvimleiður er öllum til ama „Börnin fóru tómhent út úr verslunum Kringlunnar með tárin í augunum og verslunareigendur voru farn- ir að setja upp miða í gluggum hjá sér rétt rúmlega ellefu um að allt sælgæti væri búið,“ segir Gunnar Ólafsson sem var í Kringlunni í gærmorgun með átta ára dóttur sinni, uppáklæddri í tilefni dagsins. „Tvær verslanir á neðri hæðinni héldu áfram að gefa börnunum sælgæti en annars staðar var ekk- ert að hafa og ég fékk ekki betur séð en að verslun- areigendur vildu ekki fá krakkana inn í búðirnar,“ segir Gunnar. Hann hafði samband við rekstrarstjóra Kringlunnar sem sagði fyrirtækið ekki geta skikkað verslunareigendur til að bjóða upp á sælgæti fram eftir degi. Gunnar segir að víkingafélagið Einherjar verði fyrir utan Kringluna á næsta ári með sælgæti handa öllum börnum. Sigurjón Örn Þórsson, rekstrarstjóri Kringlunn- ar, segir að börnin hafi byrjað að streyma inn upp úr klukkan tíu og hafi flest verið milli 8 og 10 þús- und í húsinu. Hann kannast ekki við að sælgæti hafi verið búið strax um klukkan ellefu en segir líklegt að upp úr hádegi sé farið að sjá botn í skálum og þá fari líka að fækka í húsinu. Spurður hvort til greina komi að rekstrarfélag Kringlunnar geri samninga við inn- flytjendur eða framleiðendur sælgætis til að koma í veg fyrir sykurþurrð meðal yngri kynslóðarinnar segir Sigurjón slíka samninga vera til staðar. Hann áréttar þó að verslunareigendur ráði sjálfir hvaða leið þeir fari, en hins vegar sé yfirleitt vel brugðist við og verslunareigendur meðvitaðir um að öskudagur sé dagur barnanna. Nammið kláraðist í Kringlunni HEPPNAR Þessar stelpur voru heppnar því þær náðu sér í smávegis sælgæti í poka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.