Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 18
18 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 29 Velta: 134,2 milljónir OMX ÍSLAND 6 840,79 +0,27% MESTA HÆKKUN MAREL +2,39% ÖSSUR +0,92% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PET. -3,92% BAKKAVÖR -2,50% FØROYA BANKI -0,69% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atlantic Airways 141,00 +0,00 ... Atlantic Petroleum 153,00 -2,39% ... Bakkavör 1,95 -2,50% ... Føroya Banki 145,00 -0,69% ... Marel 62,70 +2,39% ... Össur 163,00 +0,92% Skilanefndir gömlu bankanna greiddu rúma 4,3 milljarða í laun og tengd gjöld á síðasta ári. Launa- kostnaður var mestur í gamla Landsbankanum, eða 3,4 milljarðar króna. Lægstur var hann í Glitni, eða þrjú hundruð milljónir króna. Hjá skilanefndum bankanna störfuðu um 260 manns í fyrra. Flestir unnu hjá gamla Landsbank- anum eða 143. Um helmingur þeirra, eða sjötíu, var hér á landi en 65 í Bretlandi. Aðrir voru í Amster- dam í Hollandi og hjá dótturfélagi gamla bankans í Kanada. Fæstir voru hjá Glitni, eða 22 að meðaltali. Erfitt er að reikna út meðallaun starfsmanna skilanefnda vegna mismunandi utanumhalds. Í sumum tilvikum gefa skilanefndir og aðrir upp- gjörsaðilar upp starfsmannafjölda en í öðrum unnar vinnustundir eða meðaltal starfsmanna yfir árið. Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri Glitnis, segir starfsmannhóp bankans að mestu samsettan af sérfræðingum. Ýmis önnur störf, svo sem bak- vinnsla og bókhaldsvinna er unnin af starfsmönnum Íslandsbanka samkvæmt þjónustusamningi. Páll Benediktsson, talsmaður skilanefndar Lands- bankans, segir launakostnað í Bretlandi lita bækur bankans enda séu laun ytra mun hærri en hér. Hann vill ekki gefa upp launatölur en bendir á að kjörin hér séu sambærileg við önnur störf í bankageiran- um. Sama máli gegnir um Kaupþing. Hæstu laun starfsmanna fjármálafyrirtækja samkvæmt launatöflu frá 1. janúar 2009 og er birt á vef Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hljóða upp á 422.435 krónur á mánuði. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru skila- nefndirnar sjálfar og slitastjórnir ekki á meðal almennra starfsmanna. Þær teljast til sérfræðinga og falla greiðslur til þeirra í lið með öðrum sér- fræðikostnaði í sundurliðun á rekstrarkostnaði við uppgjör bankanna. Talsmenn allra skilanefnda bankanna benda á að kostnaðurinn hafi verið hár á fyrri hluta árs en úr honum dregið eftir því sem liðið hafi á árið. Gert er ráð fyrir að hann verði lægri á þessu ári. Sé rekstrarkostnaður skoðaður sem hlutfall af brúttóeignum skilanefnda í stýringu er hann sam- bærilegur hjá Kaupþingi og Glitni, eða 0,24 til 0,25 prósent. Landsbankinn gefur upplýsingarnar upp að loknum kröfuhafafundi í næstu viku. - jab Starfsfólk skilanefnda fékk 4,3 milljarða í laun Í kringum 260 manns unnu hjá skilanefndum bankanna í fyrra. Laun skila- nefndanna hér eru afar lág samanborið við það sem tíðkast í Bretlandi. FRÁ KRÖFUHAFAFUNDI LANDSBANKANS Talverður munur var á launum starfsfólks skilanefnda gömlu bankanna í fyrra og kollega þeirra sem gera upp bú fallinna banka í Bretlandi. LAUN STARFSFÓLKS 2009 Banki Laun ( í milljónum kr)* Glitnir 300 - Kaupþing 537 - Landsbankinn 3.487 - Samtals 4.327 - * Heildarlaun ásamt launatengdum gjöldum. ■ Í samanburði við uppgjör á erlendum bönkum þykir rekstrarkostnaður íslensku skilanefndanna lágur sem hlutfall af eignum í stýringu. Þeir sem rætt hefur verið við vegna málsins telja að það skrifist á að hér hafi FME tilnefnt marga einstaklinga frá nokkrum lögfræðiskrifstofum og endur- skoðendafyrirtækjum í skilanefndir og slitastjórnir, sem greiði þeim laun. Erlendis hafi ákveðin fyrirtæki verið fengin til að stýra uppgjörum fallinna banka. ■ Breska endurskoðendaskrifstofan Ernst & Young vinnur við uppgjör Kaup thing Singer & Friedlander (KSF) í London en Pricewaterhouse Coo- pers (PwC) sér um uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Evrópu. ■ Laun skiptastjóra KSF og teymis hans námu 29 milljónum punda frá falli bankans í október 2008 fram til október í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu til kröfuhafa. Þetta jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Launakostnaður starfsfólks skiptastjóra nam rúmri 31 milljón punda, eða 6,3 milljörðum króna, á tímabilinu. ■ Seint í október í fyrra hafði PwC fengið 238 milljónir dala í laun og þóknanir vegna vinnu við uppgjör Lehman Brothers í Evrópu, að því er fram kemur í skýrslu endurskoðendafyrirtækisins. Þetta jafngildir tæpum þrjátíu milljörðum íslenskra króna á þávirði. Um þrjú hundruð manns unnu fyrir PwC við uppgjörið. ■ Dæmi eru um að lögfræðiskrifstofur og endurskoðendafyrirtæki hér rukki 25 þúsund krónur fyrir hverja vinnustund skilanefnda og slitastjórna. Samkvæmt skýrslu til kröfuhafa KSF taka bresk fyrirtæki rúm 688 pund á tímann, eða 138 þúsund krónur, fyrir vinnu meðeigenda lögfræðiskrif- stofa. Sérfræðingar eru seldir út á 460 pund á tímann og aðrir sérfræð- ingar á 267 pund. Þetta gera allt upp að 93 þúsund krónum. Aðstoðarfólk er gert út fyrir 158 pund á tímann, jafnvirði 30 þúsund króna. MISDÝR UPPGJÖR Skattastefna stjórnvalda og útþensla hins opinbera var harðlega gagnrýnd á Við- skiptaþingi í gær. Forsætis- ráðherra segir ríkið verða að taka á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Íslenska skattkerfinu hefur verið umturnað á skömmum tíma, flækjustig og kostnaður aukist og dregið hefur úr hvata til verð- mætasköpunar. Þá hefur umhverfi til fjárfestinga orðið lakara og líkur á skattaundanskotum aukist. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Tómasar Más Sigurðs- sonar, forstjóra Alcoa á Íslandi, á þéttsetnu Viðskiptaþingi Viðskipta- ráðs Íslands í gær. Tómas er jafn- framt formaður Viðskiptaráðs. „Það verður því ekki betur séð en að þessi skattastefna stjórn- valda muni skila þveröfugri niður- stöðu og hrekja burt fjármagn og verðmætt vinnuafl. Ef endanlegt markmið stjórnvalda er að verja lífskjör í landinu verða þau að sýna meiri framsýni í skattastefnu sinni,“ sagði hann og vísaði í skoð- anakönnun Viðskiptaráðs meðal atvinnurekenda. Í niðurstöðum hennar kemur fram að um helm- ingur atvinnurekenda telji líkur á að þeir muni fækka starfsfólki á næstu mánuðum. Þá gagnrýndi hann jafnframt útþenslu hins opin- bera á síðustu árum, ríkisstarfs- mönnum hafi fjölgað um þrjátíu prósent á síðastliðnum árum og útgjöld aukist um helming að raun- gildi. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra, sagði ekki undan því vikið að ríkið taki á sig stærri hlut til að koma efnahagslífinu aftur á réttan kjöl. Þetta þurfi að gera bæði á ódýrari og einfaldari hátt en áður. Hún sagði hins vegar stærstu áskorun stjórnmálamanna nú þá að standast ágang þrýstihópa og horfa til hagsmuna heildarinnar. Óskaði hún eftir stuðningi Viðskiptaráðs til að standast áganginn. jonab@frettabladid.is TÓMAS MÁR OG JÓHANNA Þrátt fyrir mismunandi afstöðu til skattastefnu stjórnvalda voru forstjóri Alcoa á Íslandi og forsætisráðherra sammála um mikilvægi þess að snúa bökum saman til að komast í gegnum kreppuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mikilvægt að standast ágang sérhagsmunahópa HRUNIÐ HÓFST MEÐ EINKAVÆÐ- INGUNNI Jóhanna Sigurðardóttir sagði upphafið að bankahruninu liggja í einkavæðingu bankanna árið 2002 þegar ákveðnum einstaklingum var afhent bankakerfið án þess að reiða fram annað en lánsfé. Þetta vill hún koma í veg fyrir að endurtaki sig: „Ég er alger- lega mótfallin því að stjórnmálamenn handstýri fjármálakerfinu … Það verður að fara fram ítarleg rannsókn á þessum afdrifaríka kafla í sögu fjármálakerfis þjóðarinnar þar sem allt verður krufið til mergjar,“ sagði hún. Jóhanna lagði áherslu á að byggja upp traust á ný. Það verði aðeins gert stígi þeir sem hafa stöðu grunaðra til hliðar úr stöðum sínum þar til rannsókn á aðdraganda hrunsins lýkur. JÓHANNA SIGURÐ- ARDÓTTIR Einstaklingar sem ekki tóku þátt í uppsveifl- unni heldur lifðu á meðallaunum og eiga íbúðir og bíla sem þarf að greiða af er ekki eins viljugt og áður að greiða reikningana sína. Þetta segir Rakel Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Hún var á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum í pall- borði á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í gær. „Við finnum fyrir því að vilji fólks til að greiða reikninga fer þverrandi,“ sagði Rakel. Þetta á við venjulegt launafólk sem hún segir horfa á greiðslubyrði lána snar- hækka á sama tíma og laun lækki og kaup- máttur dregst saman. Fólk velti því eðlilega fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að það greiði bólgna reikninga þótt það eigi enga sök á því hvernig komið sé fyrir efnahagslífinu. Rakel segir mikilvægt að stjórnvöld grípi til einhverra ráða og komi til móts við ein- staklinga sem sjái ekki tilganginn með því að greiða lán sín. Hún segir svarið liggja í afskriftum lána og öðrum aðgerðum sem lækki greiðslubyrðina. - jab RAKEL SVEINSDÓTTIR Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða svo fólk sjái tilgang í að greiða af lánum, segir framkvæmdastjóri Creditinfo. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Færri vilja borga „Þegar atvinnurekendur fengu 2- 300-föld árslaun þá var eitthvað að,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri olíufélagsins N1. Hermann var í pallborði ásamt þeim Svövu Johansen, forstjóra tískuvörukeðjunnar NTC, Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi forsætisráð- herra og fyrrum ritstjóra Frétta- blaðsins, Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík, og Rakel, sem nefnd er hér að ofan. Það var Andrés Jónsson almanna- tengill sem varpaði þeirri spurn- ingu fyrstur fram, hvort atvinnu- lífið ætti ekki að vera gagnrýnið á sjálft sig úr því sem komið væri. Undir það tóku margir, þar á meðal Hermann. - jab Atvinnulífið brást fyrir hrun MARKAÐSPUNKTAR Reginn, dótturfélag Nýja Landsbank- ans, hefur ákveðið að setja eignar- haldsfélagið Smáralind í opið söluferli á fyrrihluta árs. Viðræður við nokkra kröfuhafa er lokið og samningar um endurfjármögnun langt komin, að því er segir í tilkynningu. Erlendar eignir Seðlabankans námu 475 milljörðum króna í lok janúar. Þetta er tíu milljarða króna lækkun á milli mánaða, samkvæmt Hagtölum Seðlabankans. Á móti eignum námu skuldir bankans 181,6 milljörðum króna. Greining MP Banka spáir því að vísi- tala neysluverðs hækki um 0,7 pró- sent milli mánaða og fari verðbólga við það úr 6,6 prósentum í 6,8. HERMANN GUÐMUNDSSON Eitthvað brást þegar atvinnurekendur voru með margföld laun venjulegs fólks, segir forstjóri N1. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.