Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 24
24 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Eline McKay skrifar um niðurskurð til kvik- myndagerðar Það er eitt sem við erum að gleyma hér á Íslandi í okkar von- leysi og stjórnleysi. John Lennon er hjá okkur. Við Íslendingar erum að veita mikla raforku í ljósið hans Lennons: Imagine Peace Tower. Ég legg til að við förum líka að leggja til hugarorku. Það liggur eitthvað í loftinu núna og ekki bara hér. Heimur- inn er orðinn svo vondur núna að þetta gengur bara ekki lengur. Og heimurinn lítur til Íslands. Það líður öllum illa. Ég var í London í nóvember og andlit fólksins voru samanherpt. Ég sat úti á kaffihúsi og tók eftir konu í fjöldanum sem hágrét og öllum fannst það bara eðlilegt. Hér heima er rannsóknar- skýrslan væntanleg og það er búist við illindum. Þegar ég stakk upp á að mæta á Austurvöll og syngja: „The Sun will come out tomorrow“, þá mættu þrjár konur og einn lögreglubíll. Vandamálið er að við verðum að fara að tala saman, en vitum ekki hvernig við eigum að fara að því. Þegar fólk byrjaði að tala saman á sjöunda áratugnum, varð til hippamenning frelsis og skap- andi listamanna. En eftir því sem fólk talaði meira saman, þá komu ýmis ljót graftarkýli samfélags- ins í ljós, sem að varð að stinga á. Blökkumenn risu upp, konur risu upp, en kannski stærsta uppris- an var gegn stríðinu í Víetnam. Kjarkur hinna fékk svo einnig samkynhneigða til að rísa upp. Öll þessi barátta varð fyrir gífurlegum áföll- um sem þaggaði niðri í okkur öllum. Mótmælin urðu ofbeldisfull, leið- togar þeirra myrtir og ofan á allt saman kom AIDS. Það sem John og Yoko lærðu af þessu öllu var, að við gerðum öll mistök. Við snerumst gegn hvert öðru og soguðumst inn í markaðshyggj- una og óttann. Það er ekkert jafn lamandi og óttinn, og hann hefur alltof lengi fengið að vera við stjórn í heim- inum. Við erum öll mannleg og því miður fylgja mannlegu eðli breyskleikar, eins og græðgi og afbrýðisemi þó yfirleitt sé það nú óttinn í raun sem kyndir undir þessar tilfinningar. Listamenn féllu í þá gryfju að fara að líta á sjálfa sig sem söluvöru og buðu þannig sjálfsniðurrifið og ótt- ann velkominn, því ekkert þagg- ar jafn mikið niður í listamanni eins og óttinn um að vera ekki nógu góður. Viðbrögð karlmanna við kvennabaráttunni skapaði gjá á milli kynjanna sem hefur enn ekki verið brúuð. Við gerðum ást- ina að ómerkilegri söluvöru kyn- lífs. Og ekki nóg með það, heldur tókst okkur líka að gera sjálfs- virðinguna að söluvöru, tengja hana við peninga og stærð jepp- ans sem fólk keyrir á. Femínistinn Barbara Roberts sagði á áttunda áratugnum: „So long as men are at war against women, peace for all of human- kind cannot exist, and there is no safe place on earth for any of us.“ Heimurinn í dag er lamaður. Írak og Afganistan eru annað Víetnam og enginn þorir að segja neitt því við erum öll svo buguð. Við konur erum búnar að þegja mjög lengi, en ég held að við séum allar búnar að vera að bíða eftir því að stríðsöxin verði grafin á milli kynjanna. Við erum öll að verða svolítið hungurmorða af ástleysi. Ef við vinnum okkur út úr þessu saman, í ást á milli kynj- anna, þá verða hin vandamálin lít- ilfjörleg og auðveld að leysa. Við kvikmyndagerðarmenn höfum lengi barist eins og hund- ar um kjötlaust bein. En við erum allt í einu komin í þá stöðu að konur eru við völd og þær beita aðferðum kattarins. Kettir eiga það til í miðjum slag að kyssa andstæðing sinn á nefið. Þetta afhjúpar andstæðinginn alveg og ruglar hann í ríminu. Þetta gerði Katrín Jakobs við okkur, hún kyssti okkur á nefið og við urðum hljóð. Mamma sagði: „Svona er þetta bara“ og rétti okkur eplið af skilnings- trénu. Og við verðum að bíta í það súra epli og skilja niðurskurðinn. Og við gerum það. En það sem situr í mér er, af hverju þessi atvinnugrein í heild sinni sem hefur nú árum saman barist um kjötlaust bein. Nú, árið 2010, átti fjárveiting í Kvik- myndasjóð að vera 700 milljón- ir, sambærileg við Þjóðleikhús Íslendinga. Hún er hins vegar í raun 450 milljónir. Menningin er leið til að tjá raddir fólksins í formi listgreina. Platon benti réttilega á að rithöf- undar væru hættulegir því þeir hafa tilhneigingu til að segja sannleikann. En við megum ekki vera hrædd við sannleikann. Og stjórnvöld mega ekki vera hrædd við að hlusta á raddir fólksins. Ef sannleikurinn er óréttlæti og stuldur á peningum í öllum stjórnkerfum og bönkum, þá er það okkar menningarlega uppeldi sem gerir okkur kleift að hlusta með opnum huga fyrirgefningar- innar, og fara að byggja upp að nýju. Nú erum við í þeirri stöðu að við verðum að fara að tala saman. Því meir sem við tölum þá á eflaust eftir að koma fram ein- hver skítur, því það gerist þegar stungið er á kýli. En Vigdís for- seti er búin að segja okkur hver sé lausnin við því, með góðlátlegu brosi. „Lærum að tala saman án þess að rífast. Verum sammála um að vera ósammála. Hlustum á hvert annað.“ Og við verðum að fara að hlusta á hvert annað. Hverja einustu rödd. En þegar raddirnar byrja að flæða, þá er það menningin sem veitir þeim skjól. Þess vegna set ég eðlilega spurningarmerki við þá stefnu stjórnvalda að drepa niður menn- inguna og hrekja listamenn úr landi. Mér finnst ekki úr lagi að kynna sér stefnu annars forseta, að nafni Franklin Roosevelt, en hans aðferð við að koma Banda- ríkjunum út úr kreppunni miklu, var að glæða vonina í brjósti fólks. Hann gerði það með því að dæla peningum í menningu og umhverfið. Fór hreinlega út í það að virkja skógrækt og garð- yrkju til að fólk sæti ekki heima atvinnulaust. Við kvikmyndagerðarfólk höfum lengi barist fyrir því að það verði farið að líta á menning- una sem virðingarverða atvinnu- grein sem skili sér margfalt aftur til samfélagsins. En þessi barátta í sjálfu sér er fáránleg. Eins og Balti sagði: „Það vill enginn vera þar sem er ekki náttúra og menning.“ Og við vitum það öll, með hliðsjón af sögunni að raunveruleg velmeg- un helst í hendur við menningu á háu plani. Addi Knúts talaði um hvað við ætluðum að verða þegar við verðum stór. Ef við förum nú að hugsa Upp, upp mín sál, og lyft- um okkur upp á hærra menning- arlegra plan, þá getum við séð hlutina í miklu víðara samhengi. „Ég er svona stór,“ segja börnin og lyfta höndum til himins. Við mættum á fund hjá Kvik- myndasjóði prúð og stillt. Enda ekki nema von því við vorum að mæta á teppið hjá skólastjóran- um okkar. En skóli er ekkert án nemenda sinna, og við sem börn gefumst aldrei upp. Við erum öll reiðubúin að vinna sem sam- herjar við að efla skólann okkar, læra af hvort öðru, gróðursetja nokkrar listaspírur úti í móa ef við höfum ekkert annað að gera. En þolinmæðin á sér sín tak- mörk og börn hafa lag á að finna sér nýjar leiðir, til dæmis með því að flytja úr landi. Þetta er spurn- ing um að leyfa okkur að prúð- búast, upphefja sjálfsvirðingu okkar, tungu, og sögu og leggja Íslandi lið. Höfundur er leikkona, handrits- höfundur og leikstjóri og starfar við íslenska kvikmyndagerð. Úr samtali meðal kvikmyndagerðarfólks ELINE MCKAY Þetta gerði Katrín Jakobs við okkur, hún kyssti okkur á nefið og við urðum hljóð. Mamma sagði: „Svona er þetta bara“ og rétti okkur eplið af skilnings- trénu. Og við verðum að bíta í það súra epli og skilja niður- skurðinn. Og við gerum það. Potta- og pönnubúðin þín Rúmlega 100 tegundir í boði! Allar með afslætti! Komdu á potta- og pönnudaga og sparaðu þúsundir! Stórir pottar • litlir pottar • skaftpottar • þrýstipottar fonduepottar • gufusuðupottar • djúpar pönnur grunnar pönnur •pottapönnur • grillpönnur •wok-pönnur pönnukökupönnur • ál • stál • pottjárn • keramik • teflon • títan Pottar Pönnur! Sparaðu þúsundir, yfi r 100 tegundir í boði en aðeins í nokkra daga. & Afsláttur á öllum pot um p m Nýtt kortatímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.