Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 • Myoplex Original tilbúinn drykkur Tilbúnir drykkir sem innihalda öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast – miklu meira en bara prótein! Gott að hafa við hendina. Fæst með jarðaberja, súkkulaði og vanillubragði. • Myoplex Diet máltíðarbréf Blandað í vatn, hlaðin næringarefnum og því frábær næring fyrir líkamann. Fæst með jarðaberja, vanillu og súkkulaðibragði. • 100% Whey prótein Hreint mysuprótein sem frásogast hraðar en önnur prótein, fæst með vanillu, jarðaberja, súkkulaði og bananabragði. • Precision Burner Light Eykur fitubrennslu, orku, úthald og einbeitingu. Einungis 18 kaloríur. Svalandi drykkur með ananas og sítrónubragði. • CLA CLA hjálpar til við að brenna fitu og skerpa vöðva. Í janúar síðastliðnum hófst átakið Líkami fyrir lífið sem EAS stendur fyrir. Þátttakend- ur eru 725 talsins og verða valdir sigurvegarar í flokki kvenna og karla. „Til mikils er að vinna, því auk bættrar heilsu og betri líðanar eru vegleg verðlaun í boði eins og lesa má um á heimasíðu EAS, www.eas. is,“ segir Aðalheiður Pálmadóttir, markaðsstjóri EAS. Líkami fyrir lífið er lífsstíll sem byggir á þjálfun og heilbrigð- um lífsvenjum. Lögð er áhersla á að þátttakendur borði fimm til sex litlar máltíðir á dag, á tveggja til þriggja tíma fresti. Mataræðið samanstendur af góðu hráefni, fæðubótarefn- um, ef þörf er á og hollu fæði eins og grænmeti og ávöxt- um. Þá er ráðlagt að drekka átta til tíu glös af vatni á dag. Það næst enginn árangur ef hreyfingunni fylgir ekki breytt mataræði. Í átakinu er lagt upp með tólf vikna æfingaáætlun samhliða breyttu mataræði. Þátttakendur fá þjálfun í að setja sér markmið og ná þeim, temja sér jákvætt hugarfar, auka einbeitingu og yfirstíga hindranir. Markmiðið er að þátttakendur verði sterkari manneskjur á allan hátt. „Til eru fjölmargar EAS-vörur sem hægt er að nýta til þess að bæta árangur í íþróttum, til þyngd- arstjórnunar, til styrkingar, sem nesti í golfpokann eða bakpokann svo eitthvað sé nefnt. Margir nota til dæmis Whey-prótín út á hafra- grautinn á morgnana til þess að bæta næringarinnihaldið. Til eru millimálastangir, tilbúnir máltíð- ardrykkir auk fjölda sérvara sem hægt er að fræðast um á www. eas. is,“ segir Aðalheiður. „Þá er drykk- urinn Precision Burner Light há- þróuð blanda efna sem auka fitu- brennslu, orku og úthald og því ómissandi í líkamsræktina, hver sem hún er. Drykkurinn inniheld- ur koffín sem eykur fitubrennslu og ginseng sem eykur orku, úthald og einbeitingu á meðan æft er. L- karnitín er efnasamband sem flyt- ur fitu til vöðvafruma, svo þær geti brennt henni sem orku. Einn- ig inniheldur Burnerinn B-vítam- ín og kalk,“ segir hún. EAS-vörurnar fást í flestum verslunum um land allt og því allt- af mögulegt að verða sér úti um hollan bita án mikillar fyrirhafn- ar. Í verslun EAS í Suðurhrauni 12a í Garðabæ er boðið upp á ráð- gjöf um vörurnar og hvernig best er að nota fæðubótarefni til þess að hámarka árangur. Líkami fyrir lífið er lífsstíll Ráðgjafar EAS, Jóhanna Þórarinsdóttir og Geir Gunnar Markússon aðstoða í verslun- inni að Suðurhrauni 12a. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● HVÍTLAUKUR Hvítlaukur þykir ómissandi bragðefni í matargerð Suður-Evr- ópubúa og á síðustu árum hefur neysla hans farið vaxandi hér á landi. Hvítlauk- ur er iðulega talinn til kryddjurta en hann er líka lækningajurt af bestu gerð og hafa áhrif hans á heilsuna verið þekkt frá tímum Hippókratesar, föður læknis- fræðinnar. Hann er sótthreinsandi, bætir meltinguna, lækkar blóðþrýsting og hreinsar öndunarfærin enda inniheldur hann C-vítamín, kalk, fosfór, járn og fleiri steinefni. ● PAPRIKA GEGN KVEFI Á veturna þegar kvef fer að hrjá landann eru margir sem taka inn C-vítamín til að styrkja ónæm- iskerfið. C-vítamín er hægt að fá úr fæðu og má þar helst nefna appelsínur sem eru sérstaklega ríkar af C-vítamíni. Paprika er einnig mjög góður C-vítamíngjafi og í hverjum 100 grömmum af grænni papriku eru um 100 milligrömm af C-vítamíni. Ráðlagður dagskammtur af C-vítamíni fyrir fullorðna er 75 milligrömm en 30 til 50 fyrir börn til þrettán ára aldurs. Aðrir góðir C-vítamíngjafar eru hvers konar kál, svo sem spergilkál, hvítkál, blómkál og rósakál. ● NÁTTÚRUVÖRUR OG NÁTTÚRULYF Fólki hættir gjarn- an til að rugla saman hugtökunum náttúruvörur og náttúrulyf. Á þessu tvennu er þó munur sem er skýrður út á Vísindavef Háskóla Ís- lands. Þar kemur meðal annars fram að bæði náttúruvörur og náttúru- lyf eru yfirleitt extrökt, það er blöndur gerðar úr nokkrum innihalds- efnum, svo sem jurtum, steinefnum og söltum. Ekki eru gerðar kröfur um víðtækt gæðaeftirlit né að niðurstöður rannsókna liggi fyrir um verkanir, auka- og milliverkanir náttúruvara. Öðru máli gegnir um náttúrulyf. Gerðar eru kröfur um gæðaeftirlit með þeim og að inni- haldsefni séu óbreytt milli framleiðslunota. Með náttúrulyfjum þarf að fylgja samantekt á eiginleikum þeirra og allar helstu upplýsingar um þau. Þá þarf að vera sýnt með rannsóknum að lyfin nýtist í bar- áttunni við sjúkdóma og reynsla komin á notkun þeirra. Á vefsíðu Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is, er listi yfir þau náttúrulyf sem eru leyfð hérlendis. Nánar á www.visindavefur.hi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.