Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 36
 18. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR8 ● næring og heilsa Segja má að bandaríski kvikmynda- bransinn hafi verið undirlagður af hasarmyndahetjum með stælta kroppa á níunda áratug síðustu aldar. Einn sá þekktasti var vafalaust austurríska vöðvatröll- ið Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, sem vakti fyrst verulega at- hygli í heimildarmyndinni Pumping Iron. Pumping Iron leit dagsins ljós árið 1977 og fjallar um undirbúning fyrir vaxtaræktar- keppnirnar IFBB Mr. Universe og svo Mr. Ol- ympia. Schwarzenegger er þar í aðalhlutverki en einnig bregður fyrir þekktum vöðvatröllum á borð við Lou Ferrigno, Franco Columbu, Mike Mentzer og Robby Robinson. Pumping Iron, sem Robert Fiore George But- ler leikstýrði, var gerð um það leyti sem oft hefur verið kallað gullaldarskeið í líkamsrækt. Myndin vakti mikla athygli á sínum tíma, ekki síður á líkamsræktarbransanum en stjörn- unni Schwarzenegger. Ekki eru nema nokkur ár síðan heimildar- myndin var endurútgefin með nýju aukaefni, þar sem meðal annars má finna nýleg viðtöl við þá sem tóku þátt í gerð hennar. - rve ● STEINEFNI ERU YFIR TUTTUGU TALSINS Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðli- lega líkamsstarfsemi. Steinefnin nýtast líkamanum yfirleitt best á því formi sem þau koma fyrir í matvæl- um. Stundum er steinefnum skipt niður í aðalsteinefni og snefilsteinefni. Munurinn á þessum tveimur flokkum felst eingöngu í því að af þeim fyrr- töldu þurfum við meira magn en af þeim síðarnefndu. Steinefni eru í mis- munandi magni í mismunandi fæðu, eins og kjöti, korni og kornvörum, fiski, mjólk og mjólkurvörum, græn- meti, ávöxtum (einkum þurrkuðum ávöxtum) og hnetum. Steinefni eru nauðsynleg einkum af þremur ástæðum: til að byggja upp sterk bein og tennur, til að stjórna vökvajafnvægi líkamans, til að umbreyta matn- um sem við borðum í orku. Steinefnin eru yfir 20 talsins og á vef Lýð- heilsustöðvar, www.lydheilsustod, eru talin upp nokkur þeirra. Heimildarmynd um stælta kroppa Andoxunarefni eru oft nefnd nú til dags í sambandi við holl- ustu fæðutegunda. En hvað eru andoxunarefni og hvað gera þau fyrir okkur? Leitað var svara við þeirri spurningu hjá næringarfræðingnum Berthu Maríu Ársælsdóttur í Næringarsetrinu. „Andoxunarefni eru samsafn af efnum sem við fáum einkum úr ávöxtum og grænmeti. Þau flokk- ast ekki sem lífsnauðsynleg nær- ingarefni eins og vítamínin en þau hafa jákvæð áhrif á líkam- ann. Við getum nefnt þau hjálpar- efni því þau auka virkni vítamín- anna, svipað og krydd eykur bragð þegar við setjum það út á kjötið en það verður að innbyrða þau í sínu rétta samhengi, það er að segja í fæðunni,“ byrjar Bertha útskýr- ingar sínar. Bertha segir margar rannsókn- ir hafa verið gerðar á andoxunar- efnum á síðustu áratugum og vitað sé að þau virki vel á ónæmiskerfið. Margt bendi til að þau geti minnk- að hættuna á æðakölkun og blóð- tappa, verkað gegn stökkbreytingu frumna og hjálpað til að vinna á sýkingum. Hún nefnir fenóla, kar- ótín og ascorbat sem dæmi um andoxunarefni. Skyldu einhverj- ar ávaxta- eða grænmetistegund- ir vera ríkari af þeim en aðrar? „Við næringarfræðingar að- hyllumst fjölbreytni,“ segir Bert- ha. „Eitt er gott á ákveðinn hátt og það næsta er líka gott á ein- hvern annan hátt. Allt byggist svo á samspili. Það er ekki hægt að segja: „Farðu og taktu inn fen- óla.“ Fenólar koma úr vínberjun- um sem eru í rauðvíninu og gera okkur gott í hófi en ef drukk- in er flaska á dag er neytandinn farin að vinna á móti góðu áhrif- unum með ofnotkun á öðru sem í víninu er, til dæmis vínandanum. Karótín vinnur gegn stökkbreyt- ingum frumna og verndar okkur gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Það kemur aðallega úr sterklit- uðu grænmeti svo sem grænkáli, gulrótum, spergilkáli, tómötum, rauðri papriku, sætum kartöflum og jafnvel kryddi.“ Bertha tekur líka fram að í hýði korns séu góð efni sem vinni gegn sindurefnum í ristli og þar með myndun ristil- krabbameins. Nú er oft talað um að andoxun- arefnin haldi okkur unglegum og hindri hrukkumyndun. Er eitthvað að marka það? „Já, þau gera það með ýmsum hætti og þar koma hin jákvæðu áhrif þeirra á frumurnar við sögu. Nokkur efni sem hafa sam- heitið E-vítamín virðast til dæmis virk í því. Við fáum þau einkum úr smjöri, hnetum, fiski og fleiri feit- um fæðutegundum. Ascorbat sem er í appelsínum og fleiri tegund- um og hefur verið nefnt C-vítam- ín hefur sömu áhrif.“ Eitt af lífsnauðsynlegum vítam- ínum er A og líkaminn getur unnið það úr karótíni að sögn Bertu. „Líkaminn er svo fullkominn og reynir alltaf að bjarga okkur,“ segir hún og bætir við að lokum. „Við vitum samt aldrei hvaða gen við höfum fengið en verðum að spila eins vel úr þeim og við getum.“ - gun Eins og kryddið á kjötið „Það verður að innbyrða andoxunarefnin í sínu rétta samhengi, það er að segja í fæðunni,“ segir næringarfræðingurinn Bertha María. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Karótín er eitt af andoxunarefnunum og kemur aðallega úr sterklituðu græn- meti. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.