Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 44
BAKÞANKAR Dr. Gunna 28 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja, þá skulum við prófa. Settu hann utan um mittið á þér og snúðu... Hittast við Aust- urgerði? Það er kirkjugarðurinn... og hann er stór! Og óhugn- anlegur! Hann hefði nú getað leið- beint manni eitthvað. Hmm, kannzki þarna? HÓST! GÚLP! OJOJ! Eitthvað að? Ég held ég hafi gleypt flugu! Í sumum frumstæðum samfélögum er það merki um yfirvofandi ríkidæmi og góða heilsu. Er það? En reyndar er það oft merki um val á hrein- um sveini sem fórna... Látum okkur sjá... HÓST! Skák og mát. Ha? Ég náði kónginum þínum. Taktu hann, ég á nóg af öðrum köllum. Það skiptir engu, ef ég næ kónginum þínum er leikurinn búinn. Ég vinn. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég falið hann í vasanum mínum. Svo lærir sem lifir. Óó. Mig rámar í gamla vísindaskáldsögu um mann sem hætti smám saman að skilja það sem fór fram í kringum hann af því hann hætti að skilja orðin sem fólk notaði. Ég man ekki hvern- ig sagan endaði, en örugglega ekki vel. Oft skil ég ekki heldur það sem verið er að tala um. Ég svona renni grun í það, en ég er bara of latur og værukær til að nenna að setja mig almennilega inn í málið. Ég hef svo sem engar sérstakar áhyggjur af þessu en fagna því þegar fólk talar á máli sem ég skil. Í ÆRINU góða klóraði maður sér oft í hausnum. Maður skildi ekki af hverju allir nema ég voru allt í einu orðnir svona rosalega ríkir, og þar að auki var maður alveg hættur að skilja orðin sem voru sífellt í umferð. Ég missti af ríki- dæminu af því ég vissi ekki hvað innra virði hlutafjár, framvirk viðskipti og veltu- fjármunir eru – og það var ekki fræðilegur möguleiki að ég nennti að kynna mér það. Fáfræði mín sann- aðist rækilega þegar ég renndi yfir atvinnuaug- lýsingarnar. Þar var auglýst eftir mann- auðsstjórum, gæða- stjórnendum við gerð spálíkana og kostnaðargreinendum ferla. Ég glápti á blaðið og leið eins og algjörum fábjána. Ég veit ekki einu sinni hvað Baader- maður er! Hvað þá línuívilnun. Og þó ég hafi ótal oft heyrt minnst á verga þjóð- arframleiðslu hef ég ekki hugmynd um hvað er verið að tala um. Verg? Hjálp! ÞEGAR allt hrundi – líklega vegna þess að það var orðið offramboð á kostnað- argreinendum ferla – komu allt í einu fram glæný orð sem maður hafði aldrei heyrt áður. Þrautavaralán, skortsölur og kúlulán og einhverjar lánalínur voru allt í einu gaddfreðnar. Ég er þó ekki frá því að maður skilji aðeins betur orðin nú í kreppunni. Að minnsta kosti er hækk- un höfuðstóls, geðveik myntkörfulán og fokk ðis sjitt, ég er fluttur til Noregs, eitthvað sem ég skil. KJAFTÆÐI er kjaftæði og kjaftæð- ið lifir enn góðu lífi. Margir myndlist- armenn eru til dæmis enn þá fullir af dellu og hylma yfir hæfileikaleysið með óskiljanlegum kjaftavaðli. Ég sá forljóta mynd af spýtukubbum festum á striga og málað í kring í listasafni um helgina. Á blaði sem hékk með stóð að listakonan hefði fengið 100.000 SEK fyrir „framlag sitt til þróunar á efnistökum og upplýs- ingaþéttleika“. Vergur upplýsingaþéttleikiYfirburðir Fréttablaðsins aldrei meiri! Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Munur á lestri Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins hefur aldrei verið meiri eins og nýjasta könnun Capacent Gallup sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.