Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 52
36 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Kvikmyndin Brothers verður frumsýnd á morgun. Sigurjón Sighvatsson fram- leiðir myndina og hefur hún hlotið mikla umfjöllun í Bandaríkjunum. Brothers er endurgerð á dönsku kvikmyndinni Brødre eftir Susanne Bier. Myndin segir frá bræðrunum Sam og Tommy Cahill sem hafa fetað ólíkar brautir í lífi sínu. Tommy hefur verið frekar rótlaus og aldrei fundið sína fjöl en Sam hefur náð miklum frama innan bandaríska hersins, á fal- lega konu og börn. En líf þeirra breytist til frambúðar þegar Sam er sendur í stríðið í Afganistan og er talinn hafa týnt lífi í einni árásinni. Tommy ákveður að taka að sér fjölskyldu Sams og fell- ur fyrir mágkonu sinni, Grace og gengur börnunum í föður- stað. Þegar Sam rís síðan óvænt upp frá dauðum er uppgjör milli bræðranna óumflýjanlegt. Með helstu hlutverkin í myndinni fara þau Jake Gyllenhaal, Natalie Port- man og Tobey Maguire en hann var tilnefndur til Golden Globe- verðlauna fyrir leik sinn í mynd- inni. Leikstjóri er Jim Sheridan en lag myndarinnar, Winter, er samið af U2. Sigurjón keypti endurgerðar- réttinn að myndinni 2007 og hóf strax vinnu við að koma myndinni á koppinn. Það vakti mikla athygli þegar hann fékk þríeykið Gyllen- haal, Portman og Maguire til að sameinast á hvíta tjaldinu enda þau meðal bestu ungu leikaranna í Hollywood. Myndin hefur feng- ið ágætis dóma í Bandaríkjunum og spjallþáttastjórnandinn David Letterman sagði hana eina bestu mynd síðustu tuttugu ára. Enda fór það svo að Sigurjón og hans menn fóru í rándýra Óskarsherferð til að eiga möguleika á því að hljóta tilnefningu til þessara æðstu kvik- myndaverðlauna heims. „Það voru nokkur vonbrigði að fá ekki tilnefningu. Lagið hefði átt að fá tilnefningu og þótt við hefð- um ekki átt möguleika í fimm efstu sætin þá áttum við tvímæla- laust heima meðal tíu efstu,“ segir Sigurjón sem var staddur á flug- vellinum í Berlín þegar Frétta- blaðið náði tali af honum. „Menn- irnir í markaðsdeildinni misstu svolítið móðinn þegar við fengum ekki Golden Globe en það þýðir ekkert í þessum bransa, svo má náttúrlega ekki gleyma því að inn í þetta blandast svo meiri pening- ar og pólitík. En við áttum okkar tækifæri en nýttum þau ekki.“ Sigurjón segir að myndin hafi fengið misjafna dóma í Ameríku og það hafi komið honum svolítið á óvart. Evrópskir gagnrýnend- ur hafi hins vegar verið ákaflega hrifnir. „Við fengum fín viðbrögð frá áhorfendum og myndin gekk vel í miðasölu. Auðvitað lentum við, eins og allar aðrar kvikmynd- ir, í þessum Avatar-fellibyl en samt sem áður náðum við okkar markmiðum hvað miðasölu varð- ar.“ Sigurjón hefur fulla trú á því að myndin eigi eftir að vegna vel hér á landi. „Þetta er mjög sterkur leikhópur og hún á eftir að pluma sig vel, ég er alveg sannfærður um það.“ freyrgigja@frettabladid.is Martin Scorsese upplýsir af hverju hann hefur notast við Leonardo DiCaprio í fjórum myndum í röð í við- tali við Cynthiu McFadden hjá Nightli- fe-þætti ABC. Þessi áhugaverðasti kvikmyndadúett seinni tíma mætti til Berlínar í vikunni og frumsýndi nýj- ustu kvikmynd sína, Shutter Island, en hún verður tekin til sýningar í Banda- ríkjunum á morgun. DiCaprio hefur án nokkurs vafa notið góðs af þessu sam- starfi en kvikmynda nirðir hafa tekið hann í sátt eftir að hafa úthrópað hann sem sykursætt „onehitwonder“ í tengsl- um við Titanic. Scorsese sagði í viðtalinu við Night life að DiCaprio væri skáldagyðjan sín. „Þegar þú ákveður að gera kvikmynd þá þarftu einhver hughrif og leikarinn er lykillinn,“ sagði Scorsese í viðtalinu. „Við erum vissulega ekki af sömu kyn- slóðinni en við höfum svipaðan smekk. Við þróuðum samband okkar við gerð Gangs of New York, það varð betra þegar við gerðum Aviator og svo var það fínpússað í The Departed,“ útskýr- ir Scorsese en DiCaprio lék aðalhlut- verkin í öllum þessum kvikmyndum. Scorsese, sem er lifandi goðsögn í Hollywood, útilokaði ekki í viðtalinu að þeir félagar kynnu að gera fleiri kvik- myndir saman á næstunni. Hann hafi í hyggju að gera ævisögulega kvikmynd um líf og starf stórsöngv- arans Frank Sinatra. Og viðurkenndi um leið að DiCaprio myndi smella eins og flís við rass í hlut- verkið. Scorsese sækir innblástur til Leo Tölvuhakkarinn Lisbeth Sal- ander og blaðamaður Millenni- um, Kalli Blómkvist, snúa aftur í kvikmyndinni Loftkastalinn sem hrundi. Þetta er þriðja og síðasta kvikmyndin sem byggð er á þrí- leik sænska rithöfundarins Stieg Larsson. Að þessu sinni er komið að uppgjörinu mikla við hið opin- bera þar sem reynir á bæði traust og vináttu Salander og Blómkvists fyrir alvöru og að sjálfsögðu er Blomkvist með augun opin fyrir nýjum ástarsamböndum við þær konur sem hann rekst á. Noomi Rapace fer að sjálfsögðu með hlut- verk Salander og Michael Nyqvist leikur Kalla. Bæði Karlar sem hata konur og Stúlkan sem lék sér að eldinum nutu mikilla vinsælda á síðasta ári og yfir áttatíu þúsund áhorfendur sáu þær í bíó. Það verður að teljast nokkuð sérstakt á Íslandi þar sem myndir á annarri tungu en ensku og íslensku njóta yfirleitt ekki sannmælis hjá íslenskum kvik- myndaáhugamönnum. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir „framandi“ tungumálum eins og sænsku geta huggað sig við að framleiðslufyr- irtæki Scotts Rudin, sem á heiður- inn af kvikmyndum á borð við No Country for Old Men og There Will Be Blood, hefur tryggt sér endur- gerðarréttinn og er handritsvinn- an þegar hafin. Samkvæmt imdb. com er áætlað að tökur á Körlum … hefjist á árinu 2011 og myndin verði frumsýnd 2012. Reikna má með að hinar fylgi í kjölfarið og nú er bara að vona að Hollywood klúðri ekki leikaravalinu. En þang- að til verða aðdáendur Larssons að notast við sænsku og upprunalegu útgáfuna. Salander snýr aftur Kvikmyndin Valentine‘s Day var frumsýnd í Bandaríkjunum á sjálf- an Valentínusardaginn sem er 14. febrúar. Þetta herbragð heppnað- ist fullkomlega því kvikmyndin halaði inn rúmum 52 milljónum Bandaríkjadala á aðeins þremur dögum. Kvikmyndasérfræðing- ar höfðu vissulega búist við góðri aðsókn en þessi fjöldi kom þeim í opna skjöldu. Myndin er stjörnum prýdd og skartar meðal annars Ashton Kut- cher, Jessicu Alba, Jessicu Biel, Bradley Cooper (The Hangov- er), Jamie Foxx, Jennifer Garner og drottningu rómantísku kvik- myndanna, Juliu Roberts, í helstu hlutverkum. Myndin segir sögu nokkurra para í Los Angeles en þau glíma öll við þá miklu pressu sem fylgir Valentínusardegin- um í Bandaríkjunum. Sum pör ná saman á meðan önnur fjarlægj- ast og hætta saman. Leikstjóri myndarinnar er Garry Mars- hall en hann skrifaði meðal annars handritið að sjónvarps- þáttunum Happy Days. Töluvert hefur verið rætt um kvikmyndina á netinu og á spjallborði IMDB. com velta menn vöng- um yfir því hver sé munurinn á Val- entine‘s Day og bresku gaman- myndinni Love Actually. „Eini munurinn sem ég sé er að Valentine‘s Day er gerð í Bandaríkj- unum, það eru bandarísk- ir leikarar og hún gerist í febrúar en ekki í desember,“ skrifar einn á vefsíðuna. Valentine‘s Day hefur fengið ágætis dóma en flestir eru sammála um að allur þessi haugur af stjörnuleikurum fái ekki nóg úr að moða og sumir stórleikaranna hrein- lega týnist í fjöldan- um. Valentínus vinsæll í Ameríku DROTTNINGIN Julia Roberts leikur eitt aðahlutverkanna í Val- entine‘s Day en hún er án nokkurs vafa drottning rómantísku kvikmyndanna. Svekkelsi að fá ekki til- nefningu til Óskarsins > NÓG AÐ GERA Steven Soderbergh hefur nóg að gera. Hann er um þessar mundir við tökur á kvikmyndinni Knockout með Ewan McGregor, ætlar að gera Liberace með Mi- chael Douglas og hefur ráðið Gwyneth Paltrow í vírusmyndina Conta- gion þar sem fyrir voru Matt Damon, Kate Wins- let og Jude Law. SVEKKELSI Sigurjón segir það vonbrigði að hafa ekki fengið neina tilnefn- ingu til Óskarsverð- launa. Hann hafi gert sér vonir um tilnefningu fyrir besta lagið og að Brothers væri tvímæla- laust betri en margar af þeim tíu myndum sem hlutu þessa eftirsóttu tilnefningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ENDAPUNKTUR Loft- kastalinn sem hrundi er síðasta myndin um ævintýri Lisbeth Salander og Kalla Blómkvist. ENGIN ENDALOK Ekkiert virðist benda til þess að DiCaprio og Scorsese séu hættir að gera kvikmyndir saman en nýjasta afurð þeirra, Shutter Island, verður frum- sýnd í Bandaríkjunum á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.