Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 54
38 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Rektor LHÍ fagnar því að fagstjóri skólans skuli tjá sig með opinberum hætti. Formaður fatahönnunar- félagsins segir bréf Lindu Bjargar Árnadóttur til Evu Maríu hafa verið óþarfi. Heitar umræður hafa skapast um bréf Lindu Bjargar Árnadótt- ur, fagstjóra fatahönnunarbraut- ar Listaháskóla Íslands, sem hún sendi til sjónvarpskonunnar Evu Maríu Jónsdóttur eftir úrslita- kvöld Söngvakeppni sjónvarps- ins laugardaginn 6. febrúar og Fréttablaðið hefur greint frá. Þar gagnrýndi Linda Björg klæða- burð Evu og Ragnhildar Steinunn- ar harðlega og sagði kjólana sem þær klæddust hafa verið ákaflega ljóta. Birta Björnsdóttir hjá Júní- form, sem hannaði kjólana, sagði gagnrýni Lindu vera bitra og fag- stjórinn væri svekktur yfir því að hennar nemendur hefðu ekki feng- ið verkið. Hjálmar Ragnarsson, rektor Listaháskólans, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hefði enga skoðun á því hvort kjólarnir væru ljótir eða ekki. Hann bæri hins vegar fullt traust til fagstjórans: „Hún hefur sýnt það með störf- um sínum hér að hún er að byggja upp mjög sterka fatahönnunar- braut,“ segir Hjálmar sem þykir mjög mikilvægt að háskólafólk, sama í hvaða fagi það sé, segi hvað því finnist á opinberum vettvangi. „Ég hvet mína fagstjóra til að láta í sér heyra og fagna því að Linda skuli hafa látið sína skoðun í ljós,“ segir Hjálmar en bætir því við að starfsmenn skólans komi fram á eigin ábyrgð. Gunnar Hilmarsson, formað- ur Félags fatahönnuða, segir álit Lindu hafa verið illa rökstutt.„Mér fannst bréfið óþarfi. Birta hefur rekið sitt fyrirtæki í tíu ár og það segir sitt. Ég held að það sé vísinda- lega ómögulegt að sanna hvort kjóll sé ljótur eða flottur,“ segir Gunnar. Hins vegar segir Gunnar að Linda hafi sinnt starfi sínu í Listaháskól- anum ákaflega vel og útskriftar- nemendur hafi aukið fjölbreytnina og gæðin í íslenskri fatahönnun til muna. „Og Linda og skólinn eiga þakkir skilið fyrir það.“ Sjónvarpskonan Eva María Jónsdóttir sagði þetta vera eitt skemmtilegasta erindið sem hún hafi fengið inn á borð til sín. „Ann- ars hef ég bara mjög einfaldan smekk, hann er eflaust ljótur eins og flestra. Ég er bara þessi týpíski lopapeysulúði.“ freyrgigja@frettabladid.is Rektor LHÍ stendur með Lindu í kjólamálinu SKIPTAST Í TVO HÓPA Hjálmar Ragnarsson, rektor LHÍ, segist standa með fag- stjóranum og fagnar því að Linda skuli hafa látið álit sitt í ljós. Gunnar Hilmarsson, formaður Félags fatahönn- uða, telur bréfið hafa verið óþarft. Eva María segist hins vegar bara vera þessi týpíski lopapeysulúði. > FRÚ COLE FLÝR LAND Cheryl Cole er flúin til Bandaríkj- anna og hefur skipt um hring á baugfingri en breskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um meint framhjá- hald eiginmanns hennar, knatt- spyrnu skúrksins Ashley Cole hjá Chelsea. Breskir fjölmiðlar hafa séð skilnað í kortunum hjá sér. „Við erum byrjuð að æfa gamla og góða slagara,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Jóhanna Guðrún og Ingólfur Þór- arinsson, best þekktur sem Ingó í Veðurguðunum, æfa nú saman tón- leikadagskrá sem þau flytja saman í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 10. mars. Miðasala hófst um helgina, en á dagskránni eru bæði frægir dúettar og lög sem þau breyta í dúetta, að sögn Jóhönnu. „Það eru lög eins og Don‘t Go Break- ing My Heart með Elton John og Kiki Dee, lög með Johnny Cash og June Carter; If I were a Carp- enter og It Ain‘t Me Babe, Fever með Elvis Presley, Hit the Road Jack og fleiri,“ segir hún og játar að dag- skráin sé fjörug. „Það þýðir ekkert annað.“ Aðeins þessir einu tón- leikar hafa verið bókaðir, en Jóhanna útilokar ekki að þeir verði fleiri ef áhugi fólks verður mikill. Sam- starf Jóhönnu og Ingós er á byrjunar- stigi og þau segjast ekki vera farin að íhuga plötugerð, þótt ekkert sé útilokað. - afb Jóhanna og Ingó bóka Salinn SAMSTARFIÐ HEFST Jóhanna Guðrún og Ingó eru byrjuð að æfa upp tónleika- dagskrá sem flutt verður í Salnum í Kópavogi í mars. Árskort á 37.990- Einkaþjálfun Boxbrennsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.