Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 58
42 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Meistaradeild Evrópu Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (51.). *Seinni leikur liðanna fer fram á Emirates-leik- vanginum 9. mars. Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.). *Seinni leikur liðanna fer fram á Artemio Franchi- leikvanginum 9. mars. N1-deild karla Haukar-HK 31-24 (17-15) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/3 (15/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (11), Pétur Pálsson 4 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3 (6), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (4), Heimir Óli Heimisson 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (6), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15/2 (32/7) 47%, Stefán Stefánsson 2 (7/1) 29%. Hraðaupphlaup: 2 (Freyr, Elías). Fiskuð víti: 3 (Heimir, Pétur, Elías). Utan vallar: 12 mín. Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 10/5 (14/6), Atli Ævar Ingólfsson 5 (7), Bjarki Már Gunnarsson 2 (6), Ragnar Hjaltested 2/1 (5/2), Halldór Stefán Haraldsson 1 (2), Bjarki Már Elísson 1 (1), Sverrir Hermannsson 1 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 6 (24/2) 25%, Lárus Ingi Halldórsson 5 (18/1) 27%. Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Valdimar, Bjarki Gun.). Fiskuð víti: 8 (Atli 5, Vilhelm, Ólafur V., Ragnar). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Brynjar Einars- son, fínir. Enska úrvalsdeildin Wigan-Bolton 0-0 Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton. Enska b-deildin Newcastle-Coventry 4-1 Aron Einar Gunnarsson kom inná sem vara maður. Crystal Palace-Reading 1-3 Þýski handboltinn Füchse Berlin-Flensburg 25-26 (11-12) Hvorki Rúnar Kárason né Alexander Pettersson komust á blað í leiknum. Düsseldorf-Lemgo 26-30 (12-14) Sturla Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir Düsseldorf en Logi Geirsson skoraði 5 mörk fyrir Lemgo og Vignir Svavarsson 1 mark. Lübbecke-Gummersbach 27-26 (12-14) Heiðmar Felixsson skoraði ekki fyrir Lübbecke en Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach. Kiel-Dormagen 32-20 (16-10) Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Kiel en Hamburg-RN Löwen 37-26 (18-16) Ólafur Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir RN Löwen en Snorri Steinn Guðjónsson komst ekki á blað. ÚRSLIT FÓTBOLTI Ari Freyr Skúlason hefur ekki átt sjö dagana sæla í samningaviðræðum sínum við sænska b-deildarfélagið Sunds- vall. Núgildandi samningur Ara Freys rennur út um næstu ára- mót en til þessa hefur hann hafn- að tveimur samningsboðum og sent forráðamönnum Sundsvall móttilboð sem hann segir vera sitt lokatilboð. „Ég er alveg kominn með nóg af þessu. Ég og umboðsmaður minn settum saman móttilboð og ef þeir samþykkja það ekki þá skrifa ég ekki undir. Móttilboð- ið hljómar upp á framlengingu á núgildandi samningi mínum um eitt ár. Það er fundur á morgun [í dag] og þá ætti að koma betur í ljós hvert framhaldið verður,“ segir Ari Freyr sem gekkst í gær undir aðgerð á hné. „Ég er búinn að vera meiddur á hné síðan í ágúst í fyrra og var búinn að vera með verk en hélt samt áfram að spila og kláraði tímabilið. Það kom svo upp úr kafinu við skoðun núna að það hafði kvarnast eitthvað upp úr hnéskelinni og ég er því búinn að fara í aðgerð til að kippa þessu í liðinn og verð frá í um þrjár vikur,“ sagði Ari Freyr. - óþ Ari Freyr Skúlason: Framhaldið enn óljóst ARI FREYR Er afar ósáttur við forráða- menn Sundsvall. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að mórallinn í herbúðum meistaraflokks karla sé slæmur. Tveir leikmenn meistaraflokks, þeir Kjartan Sturluson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson, lentu í slagsmálum á Idol-kvöldi Vals á dögunum og varð að ganga á milli þeirra. „Þetta voru bara léttar ryskingar og ekkert sem situr enn í mönnum. Fótboltamönnum hleypur kapp í kinn og þegar ég var á Skaganum og við vorum að vinna allt var reglulega slegist á æfingum,“ segir Gunnlaugur en hann segir mikla samstöðu í hópnum sem hafi ýmislegt að sanna eftir síðasta sumar sem var mjög lélegt. „Við höfum talsvert rætt þetta síðasta sumar og verið að vinna með það. Leikmenn telja sig þurfa að sanna ýmislegt og vilja bæta fyrir það sem þar gekk á. Við reynum að nota mótlætið þá sem jákvæðan hlut fyrir þetta tímabil,“ segir Gunnlaugur. Valsmönnum hefur ekki gengið sem skyldi það sem af er undirbúningstímabili en Gunnlaugur segir það eiga sínar skýringar. „Ég hef verið að breyta liðinu mikið í þessum leikjum og við tókum Reykjavíkurmótið ekkert of alvarlega. Vorum meira að nota það sem undirbúningsmót. Þetta er að mótast meira núna og við verðum sterkari í deildabikarnum. Þó svo að við höfum ekki komist áfram í Reykjavíkurmótinu átti ekkert stórslys sér stað þar,“ segir Gunnlaugur. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vals frá síðasta ári. Horfnir á braut eru leikmenn eins og Bjarni Ólafur Eiríksson, Marel Baldvinsson, Helgi Sigurðsson, Baldur Bett, Pétur Georg Markan, Guðmundur Viðar Mete og Steinþór Gíslason. Í þeirra stað eru komnir Jón Vilhelm Ákason, Haukur Páll Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Stefán Jóhann Eggertsson. Fleiri leikmenn eru væntanlegir fyrir sumarið. „Við misstum náttúrulega Bjarna óvænt og þurfum að manna bakvarðarstöðuna fyrir hann. Svo eigum við líklega eftir að fá okkur nýjan framherja,“ sagði Gunnlaugur en ekkert er þó að gerast í þeim málum sem stendur. GUNNLAUGUR, ÞJÁLFARI VALS: SEGIR MÓRALINN Í HERBÚÐUM VALS GÓÐAN ÞRÁTT FYRIR SLAGSMÁL LEIKMANNA Menn slógust líka á Skaganum þegar vel gekk > Erkifjendur mætast í kvöld Þrír leikir fara fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld þar sem hæst ber slag erkifjendanna Fram og Vals. Þá mætast einnig Stjarnan og Akureyri og svo Grótta og FH. Fram hefur gengið afleitlega til þessa á tímabilinu og aðeins unnið einn af ellefu leikjum sínum í deildinni til þessa og vermir botnsætið á meðan Valur er í harðri toppbaráttu við Hauka. Burt séð frá stöðu liðanna í deildinni eiga Framarar jafnframt harma að hefna því Valsarar unnu leik liðanna að Hlíðarenda fyrr í vetur. HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka eru komnir með fimm stiga for- ystu á toppi N1-deildarinnar eftir öruggan sigur á HK í kvöld, 31- 24. Þessi lið mættust síðasta laugar- dag í undanúrslitum bikarkeppn- innar og þá unnu Haukar afar öruggan sigur. Stórkostleg byrj- un Hauka í þeim leik tryggði sig- urinn þá enda skoraði HK aðeins eitt mark á fyrstu 15 mínútum leiksins. Þá voru HK-menn algjörlega sofandi en þeir voru vaknaðir frá fyrstu mínútu í gær og ætluðu aug- ljóslega ekki að láta Hauka taka sig í bólinu aftur. Haukar engu að síður með frumkvæðið framan af þó svo þeir hafi sárlega saknað Birkis í markinu en hann gat ekki leikið vegna meiðsla og varamenn hans voru lítið að verja í fyrri hálf- leik. Ekki frekar en Sveinbjörn í marki HK. Það hjálpaði HK að koma til baka, jafna og síðan komast yfir. Heimamenn létu það ekki á sig fá, tóku aftur völdin og leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 17-15. Sigurbergur Sveinsson sjóðheit- ur rétt eins og í leiknum á laugar- dag. Valdimar Þórsson fór einnig mikinn í liði HK í fyrri hálfleik, skoraði sex mörk en hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum um síð- ustu helgi. Í síðari hálfleik steig Aron Rafn Eðvarðsson upp í marki Hauka, fór að verja eins og berserkur og það varð þess valdandi að Haukarnir juku forskotið jafnt og þétt. HK fékk nokkur tækifæri til þess að koma sér aftur inn í leikinn en þeir klúðruðu öllum þeim tækifærum og létu Aron verja frá sér. „Mér fannst þetta vera virkilega góður sigur. Það er oft þannig að þegar lið mætast í deild og bikar með stuttu millibili þá vinna liðin sitt hvorn sigurinn. Við vorum staðráðnir að láta það ekki gerast og vildum sanna að við hefðum styrk til þess að mæta einbeittir í báða leikina,“ sagði Aron Kristj- ánsson, þjálfari Hauka. „Okkur vantaði Birki og Gunn- ar Berg í dag og aðrir urðu því að stíga upp. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið þennan leik,“ sagði Aron en Haukar héldu í morgun til Spánar þar sem þeir eiga leik í Evrópukeppninni. „Aron tekur okkur af lífi í mark- inu. Við klúðruðum aragrúa dauða- færa. Það á útivelli gegn Íslands- meisturunum gengur ekki upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálf- ari HK. - hbg Íslandsmeistarar Hauka verða í góðu skapi á leið til Spánar í dag eftir öruggan sigur gegn HK í gærkvöldi: Aron veggurinn sem HK komst ekki yfir FRÁBÆR Sigurbergur Sveinsson fór á kostum í sigri Hauka gegn HK í gær- kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson var allt í öllu hjá Reading í 1-3 sigri liðsins gegn Crystal Palace í ensku b-deildinni gær. Brynjar Björn lagði upp tvö mörk fyrir Reading sem var að vinna sinn fjórða leik í röð í deildinni og komst upp úr fallsætinu. Gylfi Þór Sigurðsson kom inná hjá Reading á 77. mínútu en hann er búinn að vera meiddur undan- farið. Gunnar Heiðar Þorvalds- son sat allan leikinn á bekknum hjá Reading en Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Reading í leiknum. - óþ Brynjar Björn Gunnarsson: Lagði upp tvö mörk í sigri FÓTBOLTI Veislan hélt áfram í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leik- vanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Alli- anzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabi- anski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manu- el Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvest- re Valera klaufalega inn í mark- ið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn í markið. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli ref- urinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Leikurinn var annars mjög fjör- legur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíð- inda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Tomas Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leik- menn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Camp- bell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leikn- um. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klár- lega enginn heimsendir fyrir leik- menn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivall- armark í farteskinu. Seinni leikur liðanna fer fram á Emirates-leik- vanginum 9. mars. Sigurganga Bæjara heldur áfram Bayern München vann sinn þrett- ánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn. Bæjarar voru mun sterkari aðil- inn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metin snemma í síðari hálf- leik með marki Per Kroldrup. Miroslav Klose tryggði Bæjur- um svo sigurinn í lokin með ólög- legu marki sem fékk þó að standa. omar @frettabladid.is Fáránleg mistök Fabianski Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti hræðilegan leik þegar Arsenal tapaði 2-1 gegn Porto í gær en Bayern München hafði betur gegn Fiorentina, einnig 2-1. SKÚRKUR Lukasz Fabianski gerði slæm mistök sem kostuðu bæði mörkin sem Ars- enal fékk á sig í 2-1 tapinu gegn Porto í gærkvöldi. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.