Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.02.2010, Blaðsíða 62
46 18. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ÞÁTTURINN LÁRÉTT 2. fíkniefni, 6. eftir hádegi, 8. stroff, 9. blaður, 11. karlkyn, 12. bani, 14. yfir- stéttar, 16. úr hófi, 17. skammstöfun, 18. gapa, 20. tveir eins, 21. tónn. LÓÐRÉTT 1. tilraunaupptaka, 3. frá, 4. eyja í Miðjarðarhafi, 5. stykki, 7. vatnafló, 10. löng, 13. spor, 15. þekking, 16. ónn, 19. borðaði. LAUSN LÁRÉTT: 2. hass, 6. eh, 8. fit, 9. mas, 11. kk, 12. ólífi, 14. aðals, 16. of, 17. rek, 18. flá, 20. yy, 21. nóta. LÓÐRÉTT: demó, 3. af, 4. sikiley, 5. stk, 7. halafló, 10. síð, 13. far, 15. skyn, 16. ofn, 19. át. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Mecklenburg-Vorpommern. 2 2.369. 3 Kim Jong Il. „Ég var að klára að horfa á seríurnar af There‘s Always Sunny in Philadelphia og elska Modern Family.“ Elías Jóhann Jónsson, námsmaður í Danmörku. „Ég var svolítið hissa þegar hann kom. Ég kannaðist við svipinn, en áttaði mig ekki alveg á hver hann var strax,“ segir Víkingur Trausta- son, veitingamaður í Þorpinu á Patreksfirði. Danski stórleikarinn Viggo Mor- tensen kom til Íslands á mánudag ásamt kærustu sinni og fylgdarliði. Hann er á landinu í einkaerindum, en hópurinn hélt vestur á firði á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var stefnan tekin á Ísafjörð á silfurlituðum lúxusjeppa. Þau fóru með ferjunni Baldri yfir Breiðafjörð og komu til Patreks- fjarðar á þriðjudagskvöld. Vegur- inn til Ísafjarðar var ófær svo að þau gistu eina nótt á gistiheimilinu Stekkabóli. Viggó og félagar nýttu kvöldið til að skoða mannlífið á Patró og borðuðu kvöldmat hjá Víkingi og eiginkonu hans á veitingastaðnum Þorpinu. „Hann fékk sér þorskpip- arsteik. Það er sko ekkert annað. Og borðaði vel af og lét vel af matn- um,“ segir Víkingur, sem að eigin sögn býður einnig upp á bestu borgara landsins. „Ég er nú hrædd- ur um það. Svo settist hann í sóf- ann og horfði á fótbolta. Auðvitað horfa allir á Manchester United.“ Víkingur á þar við leik Manchest- er United og AC Milan í Meist- aradeildinni, en þeir ensku unnu með þremur mörkum gegn tveim- ur. „Mér sýndist hann vera Ítalíu- megin,“ segir Víkingur, spurður hvort Viggo hafi stutt annað hvort liðið. „Hann var hinn rólegasti, eins og við hinir Patreksfirðing- arnir. Hafði það gott í sófanum og horfði á leik.“ Víkingur bætir við að Patreks- firðingarnir hafi ekkert kippt sér upp við nærveru Hollywood-stjörn- unnar, enda ýmsu vanir. „Þetta er bara venjulegt fólk eins og við, eða við lítum svo á,“ segir hann. Viggo Mortensen er í fríi frá Hollywood. Hann lék síðast í kvik- myndinni The Road, sem kom út í fyrra. Þar lék hann á móti þokka- dísinni Charlize Theron og var talið að þau hefðu átt í ástarsam- bandi um tíma. Hann var síðast orðaður við dönsku þjóðlagasöng- konuna Christinu Rosenvingen og hafa danskir fjölmiðlar sýnt þeim mikla athygli. Þegar Fréttablað- ið hafði samband við gistiheimilið Stekkaból fengust þær upplýsingar að Viggo og fylgdarlið hans væri á bak og burt. Færð á vegum á Vest- fjörðum var sæmileg svo að leiða má líkur að því að hann dvelji á Ísa- firði í dag. atlifannar@frettabladid.is VIGGO MORTENSEN: FERÐAST UM VESTFIRÐI MEÐ KÆRUSTUNNI Borðaði þorsk á Patró og horfði á Meistaradeildina Á VESTFJÖRÐUM Danska Hollywood-stjarnan Viggo Mortensen dvelur nú á Vestfjörð- um ásamt kærustu sinni og fylgdarliði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Undirbúningur fyrir Edduna, sjónvarps-og kvikmyndaverðlaun Íslands, stendur nú sem hæst og velta menn nú vöngum yfir því hverjir eða hver ætti að vera kynnir. Sú saga gengur nú fjöllum hærra að Baltasar Kormáki hafi verið boðið að taka þetta hlutverk að sér. Baltasar hefur engra hagsmuna að gæta þetta árið og myndi eflaust sóma sér vel í kynnishlut- verkinu. Baltasar er í óða önn að undirbúa sína næstu kvikmynd sem byggð er á einleik Jóns Atla Jónasson- ar, Djúpinu, og einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar. Heimildir Fréttablaðsins herma að Baltasar ætli sér að taka kvikmyndina í Vestmannaeyjum. Enda gekk eyju- dæmið vel upp í síð- ustu mynd leikstjórans, Brúðgumanum, en þá lagði tökuliðið undir sig Flatey. Og það er mikil gróska í íslenskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Ólafur Jóhannesson, Poppoli, hefur þegar gert eitt áróðursmyndband og Grímur Hákonarson er með sjö leiknar stuttmyndir sem munu birtast á netinu á næstunni en þær eru gerðar til höfuðs RÚV. Þá er Vaktar-hópurinn á fullu við að taka upp sjö stutta þætti, fjórir þeirra verða frumsýndir á netinu; þrír síðustu verða hins vegar sýndir á Eddunni. Og sá maður sem hefur orðið hvað mest fyrir barðinu á gagnrýni kvik- myndagerðarmanna er án nokkurs vafa Páll Magnússon útvarpsstjóri. Mikið hefur mætt á Páli undanfarna daga og hann ákvað því að skella sér í þriggja daga frí með fjölskyldunni norður á Akur- eyri. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Góð sátt hefur náðst milli nem- enda og skólayfirvalda Fjölbrauta- skólans í Breiðholti um tilhögun árshátíðar nemendafélagsins,“ segir Erla María J. Tölgyes, for- maður nemendafélags Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Nemendur skólans mótmæltu í síðustu viku ákvörðun skólayfir- valda um að leyfa ekki að halda árshátíð á Selfossi. Hefð var fyrir að halda árshátíðina á Hótel Sel- fossi, en skólayfirvöld vildu ekki bera ábyrgð á að senda nemend- urna þangað. Árshátíð skólans verður haldin á höfuðborgarsvæð- inu. „Og verður mjög vegleg, með þátttöku nemenda og kennara,“ segir Erla María. - afb Friður á fjölbraut í Breiðholti NEMENDARÁÐIÐ Sátt hefur náðst milli nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti og skólayfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Matreiðslubók Yesmine Olsson, Framandi og freistandi – indversk og arabísk matreiðsla, hlaut þriðju verðlaun í flokknum besta asíska matreiðslubókin á bókahátíðinni Gourmand World Cookbook sem haldin var í París á fimmtudaginn síðasta. Hvert ár eru gefnir út yfir 26.000 titlar um mat og vín og í fyrra tóku um 8.000 bækur frá 136 löndum þátt á bókahátíðinni og því má þetta teljast góður árangur hjá Yesmine. „Þetta var frábær lífsreynsla í alla staði. Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast áður en haldið var út, en ég er afskaplega ánægð með þennan árangur. Ég vil þó taka fram að ég sit ekki ein að þessum verðlaunum því þær Áslaug Snorradóttir ljósmyndari og Blær Guðmundsdóttir, grafískur hönnuður, eiga þau með mér,“ segir Yesmine sem fékk góðar móttökur í París og er nú þegar komin með samning við þýska bókaútgáfu. Gaman er að geta þess að stjörnukokkur- inn Jamie Oliver og kúbversk/ bandaríska söngkonan Glor- ia Estefan hrepptu einnig þriðja sætið í sínum flokki. Yesmine hefur í nógu að snúast þessa dagana því auk þess að halda bæði mat- reiðslunámskeið og sýningar í Turnin- um fer hún í boði Gourmond- verðlaunanna á alþjóðlega bókamessu sem haldin verður í Abu Dhabi í mars. „Sex manns voru valdir til að fara til Abu Dhabi á vegum Gourm- ond og þar mun ég bæði elda og sýna atriði úr Bollywood- sýningunni. Fólk er almennt mjög hrifið af hugmyndinni að tvinna saman matreiðslu og skemmtun á þennan hátt.“ - sm Yesmine á sama stalli og Jamie Oliver BRONSHAFAR Yesmine Olsson hreppti þriðja sætið í flokknum besta asíska matreiðslubók- in á Gourmand World Cook- book bókahátíðinni sem haldin var í París fyrir stuttu. Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver lenti einnig í þriðja sæti í sínum flokki. TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 1290 GLÆNÝ LÚÐA,LAXAFLÖK, ÞORSKHNAKKAR SIGINN FISKUR frá Drangsnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.