Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAGI Í ÞRIÐJUDAGUR 23. febrúar 2010 — 45. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 CINE CLUB HISPANO kvikmyndaklúbburinn býður upp á kvikmyndasýningar í vetur. Sýndar verða myndir alla þriðjudaga klukkan 17 í Lögbergi stofu 101. Í dag verður sýnd kólumbíska myndin María Ilena de gracia frá 2004. Kristín Kristjánsdóttir mun keppa í bodyfitness á hinu virta Arnold Classic-móti sem haldið er í Banda-ríkjunum. Kristín hefur æft body-fitness í fjögur ár og þrátt fyrir að hafa aðeins keppt í greininni undanfarin þrjú ár hefur hún náð góðum árangri bæði hér heima og á heimsvísu. Arnold Classic-mótið er kennt við Arnold Schwarzenegger og í ár munu 17.000 manns keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum. „Mótið er boðsmót og ég fékk fyrst boð um þátttöku í fyrra enkomst ekki þá Ég áká stöður, sýna á okkur skrokkinn og reyna að heilla dómarana. Ég er mjög spennt fyrir keppninni og hlakka mikið til. Þetta mót er öðru-vísi en þau sem ég hef hingað til tekið þátt í, bæði er öll umgjörð-in gríðarlega stór og framkoman er einnig öðruvísi en ég er vön,“ útskýrir Kristín sem er fyrst Íslendinga til að keppa í bodyfitn-ess á Arnold Classic. Áður hefur hún keppt bæði á heimsmeistara-móti og Evrópumóti í íþróttin ivar það í k en taki sér þó frí tvo mánuði á ári og æfi þá aðeins einu sinni á dag. „Ég vissi ekkert hvað bodyfitness var áður en ég byrjaði að æfa, ég er ekki viss um að ég hefði lagt í þetta hefði ég vitað hversu mikil vinna liggur að baki þessu. En þetta er afskaplega gaman og mjög ávana-bindandi. Ég þyki nokkuð gömul miðað við marga aðra sem æfa íþróttina og við sem eldri erumþurfum að haf Keppir á móti sem kennt er við SchwarzeneggerKristín Kristjánsdóttir er fyrst Íslendinga til að keppa í bodyfitness á Arnold Classic-mótinu sem haldið verður í mars. Hún er meðal tíu bestu kvenna í bodyfitness í heiminum og æfir þrettán sinnum í viku. Kristín Kristjánsdóttir mun keppa í bodyfitness á Arnold Classic-mótinu sem kennt er við Arnold Schwarzenegger sjálfan. Hér er hún í Rússlandi ásamt þjálfara sínum, Sigurði Gestssyni. MYND/ÚR EINKASAFNI • LÍTILL OG ÞÆGILEGUR• HÆGT AÐ NOTA Á ALLAN LÍKAMANN• LOSAR UM VÖÐVABÓLGU OG HARÐSPERRUR • ENDURNÆRIR HÁLS, AXLIR, BAK OG FÆTUR • STERKUR OG ENDINGARGÓÐUR• TVEGGJA ÁRA VERKSMIÐJUÁBYRGÐWWW.LOGY.IS Maxwell nuddpúðinn - og þú endurnærist! LOGY EHF - B E R J A R I M I 6 - 112 R E Y K J AV Í K - S Í M I 6 61-2 5 8 0 O G 5 8 8 -2 5 8 0 SENDUM Í PÓSTKRÖFU EÐA KEYRUM HEIM Á REYKJAVÍKURSVÆÐI Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 226.710kr Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og La Patti húsgögnLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Keppir á Arnold Schwarzenegger-móti • heilsa • Akureyri Í MIÐJU BLAÐSINS fermingarÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2010 Skálholtsstaður sóttur heim Mörg ungmenni heimsækja Skálholt í aðdraganda fermingar sinnar. SÍÐA 2 Víg í okkar nafni „Eigi að síður hafa önnur NATO- ríki aldrei gengið svo langt að leggja til að bandalagið dragi sig úr þessu stríði”, skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 16 ÓLAFUR ARNALDS Fer í tónleikaferðalag til Kína og Hong Kong Vann keppni á netinu FÓLK 22 Glæsileg Bafta-verðlaun Kathryn Bigelow, fyrsta konan sem fær Bafta-verðlaun sem besti leikstjórinn. FÓLK 24 KYNNINGARTÍMA Í KVÖLD KL. 20 · ÁRMÚLA 11 KOMDU Í ÓKEYPIS 555 7080 Taktu frá sæti í síma www.dale.is Hvessir NV-til Í dag verða norð- austlægar áttir, víða 8-15 m/s og hvassast NV-til. Horfur eru á snjó- komu eða éljum á norðanverðu landinu en það verður bjart með köflum eða léttskýjað syðra. VEÐUR 4 -2 -3 -4 -5 -1 FOLUNUM BRYNNT Mikil ásókn hefur verið í reiðtúra um land allt á síðustu árum. Það var líflegt um að litast í Mosfellsdalnum í gær þar sem hestaleigan Laxnes er með aðsetur og svöluðu hestarnir þorstanum í ískaldri ánni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FERMINGAR Kræsingar, gjafir og dýrmætar minningar Sérblað um fermingar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Nýtist mörgum Námsgagnastofnun hefur opnað vefsíðu með bókum þýdd- um á táknmál heyrnarlausra. TÍMAMÓT 18 IÐNAÐUR Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa lagt grunninn að stofn- un verksmiðju til framleiðslu á innrennslis lyfjum. Heilbrigðis- yfirvöld unnu að stofnun slíkr- ar verksmiðju árið 2005 og voru öryggissjónarmið þá helstu rökin fyrir framleiðslunni. Verksmiðjan í fullum afköstum útheimtir sextán starfsmenn. Hún myndi framleiða um 300 þúsund lítra af innrennslislyfjum sem eru aðallega sölt eða næringarlausn- ir. Framleiðslugeta verksmiðjunn- ar væri þó mun meiri til að mæta neyðarástandi eins og heimsfar- aldri inflúensu. Norðanmenn segja að gengis- þróun íslensku krónunnar geri það að verkum að rekstrargrund- völlur verksmiðju sem þessarar sé nú fyrir hendi. Hefur Blöndu- ós helst verið nefndur hvað varðar staðsetningu. Útflutningur er ekki útilokaður í framhaldinu sem og framleiðsla annarra lyfjaflokka. - shá / sjá síðu 10 Sveitarfélög fyrir norðan: Vilja reisa lyfjaverksmiðju á Norðurlandi VEITINGAHÚS „Þeir halda því fram að val okkar á nafni sé tilraun til að gerast sníkjudýr á við- skiptavild þeirra. Það er nátt- úrlega algjört bull. Við höfum engan áhuga á að kenna okkur við krukkumat,“ segir María Hjálmtýsdóttir, annar eigenda veitingastaðarins Santa María á Laugavegi. Alþjóðlega matvælafyrirtæk- ið Santa Maria er ósátt við nafn veitingastaðarins og hefur kraf- ist þess að María og hennar fólk hætti allri notkun þess. Íslensk lögfræðistofa fer með málið fyrir hönd matvælarisans. -drg/ sjá síðu 30 Veitingastaður í miðbænum: Má ekki heita Santa María VIÐSKIPTI Fjögur félög Heimis V. Haraldssonar endurskoðanda skulduðu 1,2 milljarða króna í lok árs 2008, að mestu gagnvart Landsbankanum. Heimir hefur setið í skilanefnd Glitnis frá því Fjármálaeftirlitið tók lyklavöldin í bankanum fyrir tæpum sautján mánuðum. Í félögum Heimis voru eignir upp á 723,4 milljónir króna og var eigið fé þeirra neikvætt um 492,7 millj- ónir króna í lok árs 2008. Við fall bankanna bauð Fjármálaeftirlitið (FME) Heimi að taka sæti í skila- nefnd Landsbankans. Hann tók því ekki og vísaði til hagsmunaárekstra en settist svo í skilanefnd Glitnis. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, kannaðist ekki við skuldastöðu félaga Heimis í gær. Ekki liggur ljóst fyrir hvort eða að hve miklu leyti FME kann- aði fjárhagslegar skuldbinding- ar þeirra sem fengnir voru til að setjast í skilanefndir bankanna við fall þeirra í október 2008. Þeir sem rætt hefur verið við vegna málsins segja nokkra skilanefndarmenn hafa sjálfa átt frumkvæðið að því að greina frá hagsmunum sínum með svipuðum hætti og þegar Heimi var boðið að setjast í skila- nefnd Landsbankans. FME hefur ekkert vald haft yfir skilanefndum gömlu bankanna síðan í apríl í fyrra. Þær þurfa að gera grein fyrir öllu sínu fyrir óformlegu kröfuhafaráði (ICC). Eftir því sem næst verður komist er vald þess afar takmarkað. - jab / sjá síðu 4 Skuldar 1,2 milljarða en situr í skilanefnd Fjögur félög Heimis V. Haraldssonar í skilanefnd Glitnis töpuðu um 2,2 millj- örðum króna árið 2008. Ekkert eftirlit er með fjárhag skilanefndarmanna. HK vann að Hlíðarenda Valsmenn töpuðu fyrir HK í skrautlegum leik að Hlíðarenda í gær. ÍRÞÓTTIR 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.