Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 2
2 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Guðmundur, verður þá hægt að fljóta sofandi að Hofsósi? „Það verður að minnsta kosti hægt að fljóta í góðri sundlaug þar.“ Stefnt er að því að opna nýja sundlaug á Hofsósi um páskana. Guðmundur Gunn- laugsson er sveitarstjóri í Skagafirði. ASÍ krefst ... ... banns við innheimtukostnaði, sem reiknaður er út frá heildarupphæð láns, í stað þess hluta sem er í vanskilum. Nánari upplýsingar á www.asi.is E N N E M M / S ÍA / N M 40 92 4 EFNAHAGSMÁL Ekkert liggur fyrir um hvort dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því um miðjan mán- uðinn, um að óheimilt sé að gengistryggja lán, fái flýtimeðferð í Hæstarétti. Búið er að áfrýja mál- inu, en miðað við það sem almennt gerist gæti dóms Hæstaréttar verið að vænta eftir sex til átta mán- uði. „Meginreglan er sú að mál eru sett á dagskrá í þeirri röð sem þau eru tilbúin til flutnings,“ segir Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstarétt- ar. „En svo eru frávik sem byggjast á forföllum lög- manna,“ bætir hann við, en einnig geti líka aðrar tæknilegar ástæður legið að baki því að mál fari í annarri röð fyrir dóminn. „En einu málin sem bein- línis eru tekin fram fyrir eru sakamál þar sem sak- borningar sitja í gæsluvarðhaldi.“ Þorsteinn segir hins vegar ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvort annað vinnulag yrði haft á varðandi nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykja- víkur. „Það yrði bara skoðað þegar málið er tilbúið til flutnings hvort tilefni sé til þess,“ segir hann. Þorsteinn segir að eftir kærufrest hafi lögmenn 13 vikur til að undirbúa mál sitt til flutnings. „Þá er svolítið mismunandi, eftir því hvenær árs er, hve- nær málið fer á dagskrá og gætu liðið þrír til fimm mánuðir,“ segir Þorsteinn. - óká Dóms Hæstaréttar vegna gjaldeyrislána tæpast að vænta fyrr en eftir hálft ár: Engin ákvörðun tekin um forgang HÆSTIRÉTTUR Einu málin sem alla jafna eru tekin fram fyrir í málaröð Hæstaréttar eru sakamál þar sem fólk situr í gæslu- varðhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Eftir rúmt hálft ár renn- ur út frestur til að krefjast þess að eignatilfærslum manna, til dæmis á maka sína, í miðju bankahruni verði rift. Vegna þessa hafa þrír þingmenn Samfylkingarinnar í þrígang lagt fram frumvarp á Alþingi um að þessi frestur verði lengdur. Mörg dæmi voru um það um og eftir bankahrun að eignamenn og starfsmenn fjármálafyrirtækja afsöluðu íbúðarhúsum sínum, bílum, sumarhúsum og jörðum, á eiginkonur sínar eða annað nákom- ið fólk, eða færðu eignirnar í eign- arhaldsfélög. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið í þessu samhengi eru Sigurð- ur Valtýsson og Erlendur Hjalta- son, forstjórar Existu, Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka, nokkrir fyrrverandi yfirmenn hjá Kaupþingi, Bakkavararbræðurn- ir Ágúst og Lýður Guðmundssyn- ir, sem færðu eignir sínar í eignar- haldsfélög, auk annarra. Verði þessir menn gjaldþrota er, samkvæmt núgildandi lögum, hægt að rifta gjafagerningunum svo framarlega sem farið er fram á greiðslustöðvunina innan við tveimur árum frá því að eignatil- færslan á sér stað. Nú eru um sjö mánuðir þar til sá frestur er liðinn í flestum tilfellum. Til að koma í veg fyrir „að hags- munir spillist vegna álags og tíma- skorts“ vilja þrír þingmenn Sam- fylkingar, með Helga Hjörvar í fararbroddi, lengja þennan frest í fjögur ár þegar um ræðir gjörn- inga frá bankahruni og út næsta ár. Málið hefur í þrígang verið lagt fyrir Alþingi og var síðast rætt í gær. Helgi sagðist í samtali við Fréttablaðið telja mjög mikilvægt að frumvarpið verði að lögum fyrir vorið. Ekki liggur fyrir hvort ein- hverjir þeirra, og þá hverjir, sem stóðu í slíkum eignatilfærslum í hruninu stefna í gjaldþrot. Takist hins vegar öllum þeirra að forð- ast gjaldþrot þar til riftunarfrest- urinn er liðinn er samt ekki öll nótt úti fyrir hugsanlega kröfu- hafa. Þeir gætu þá höfðað skaða- bótamál á hendur viðkomandi telji þeir að eignatilfærslan hafi verið málamyndagerningur til þess eins að koma eignum undan. Það er þó mun torsóttara en einföld riftun gjafagernings innan tímamarka. Enn á eftir að ákveða hvort þeir starfsmenn Kaupþings sem fengu lán til hlutabréfakaupa fá persónu- legar ábyrgðir sínar felldar niður. Fari svo, kann hin niðurfellda upp- hæð að vera skattskyld. Knýi sú skattskylda menn í þrot gagnast það þeim hins vegar ekki að hafa flutt eign sína á maka, enda eru hjón samábyrg fyrir skattgreiðsl- um. stigur@frettabladid.is Hálft ár eftir til að rifta gjöfum til maka Verði gjaldþrotalögum ekki breytt verða afsöl eignamanna á húsum til maka sinna óafturkræf í haust. Frumvarp liggur fyrir Alþingi um að riftunarfrestur lengist um tvö ár. Kröfuhafar gætu þó höfðað skaðabótamál að fresti liðnum. ALÞINGI Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði á þingi í gær að sitt mat væri að talsetn- ing barnaefnis gæti ekki fallið undir nýsköpun í dagskrárgerð. Í bókum Ríkisútvarps- ins er talsetn- ing barnaefn- is flokkað sem nýsköpun og fært til kostnað- ar af reikningi yfir aðkeypt efni frá innlendum framleiðendum. Katrín sagði jafnframt í svari við fyrirspurn Skúla Helgason- ar, Samfylkingunni, að ríkið hefði ekki staðið fyllilega við sinn hluta þjónustusamnings þess og RÚV um fjárframlög. Kom fram í máli hennar að þjónustusamningurinn væri í endurmótun. - bþs Menntamálaráðherra um RÚV: Talsetningin er ekki nýsköpun EFNAHAGSMÁL Fjármálaeftirlitið hefur kært fyrrum stjórnarfor- mann Landsvaka, peningamark- aðssjóða Landsbankans, til sér- staks saksóknara. Stöð 2 greindi frá því í gær að stjórnarformaðurinn, Stefán H. Stefánsson, er kærður fyrir alvar- legt brot á bankaleynd. Hann mun hafa veitt bankastjórum bankans, Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni, trúnaðarupplýs- ingar um viðskiptavini sjóðanna. Brot gegn bankaleynd varða allt að tveggja ára fangelsi. - kóþ Fjármálaeftirlitið: Landsvaka- maður kærður SIGURÐUR VALTÝSSON OG ERLENDUR HJALTASON Forstjórar Existu færðu báðir íbúðarhús sín á eiginkonurnar í kringum bankahrun- ið. Það sama gerðu margir háttsettir starfsmenn Kaupþings. SKIPULAGSMÁL Húseigandi í svo- köllluðum Sigvaldahúsum í Hrauntungu í Kópavogi vill að bæjaryfirvöld skeri úr um hvort tveir nágrannar hans í næstu rað- húsalengju hafi mátt grafa þar út kjallara sína og hafa aðgengi að þeim um baklóð. Í bréfi húseig- andans til bæjaryfirvalda kemur fram að eftir árangurslausa bar- áttu í þrjú og hálft ár telji hann sig nauðbeygðan að biðja bæinn að rannsaka hvort farið hafi verið að lögum við útgröft á kjöll- urunum með tilheyrandi stækk- un nágrannahúsanna og aukinni umferð. Ekki þýði að tala við nágrannana, annar þeirra segi ósatt og hinn berji höfðinu við steininn. - gar Deilt um umgang á baklóð: Segir nágranna berja höfðinu við steininnLÖGREGLUMÁL Karl á þrítugsaldri hefur viðurkennt að hafa stolið þvottavél úr sameign fjölbýl- ishúss á höfuðborgarsvæðinu nýverið. Fleiri slík mál eru til rannsóknar hjá lögreglu að því er segir í tilkynningu. Í síðustu viku fannst illa fengin þvottavél í bif- reið sem var stöðvuð í borginni. Í því tilviki var hægt að koma vél- inni aftur í réttar hendur en hætt er við að einhverjar séu seldar á verði sem er of gott til að vera satt. Vegna þessa hvetur lögregl- an fólk til að hafa samband ef það verður vart við óeðlileg tilboð. Lögreglan í Reykjavík: Þvottavélaþjóf- ur gómaður KATRÍN JAKOBSDÓTTIR SAMGÖNGUR Vegagerðin hefur tekið í notkun þrjár nýjar vef- myndavélar, allar á Vestfjörð- um. Þær sýna hvernig færðin er á Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar; á Hálfdáni á milli Tálknafjarðar og Bíldudals og í Fossahlíð í Skötufirði. Með nýju vélunum hafa verið settar upp 28 vefmyndavélar. Fljótlega verða fimm vélar til viðbótar tekn- ar í notkun. Vél í Þrengslum, við Skeiðavegamót, við Landvegamót, við Landeyjahöfn á Bakkafjöru- vegi og í Eldhrauni. - shá Nýjar vefmyndavélar: Meta má færð heima í stofu LOKAÐ! Sífellt aukast möguleikar vegfar- enda til að kanna aðstæður áður en lagt er af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Starfsmenn Kaup- þings, sem fengu skuldir sínar við bankann felldar niður gætu þurft að greiða 17,5 milljarða í skatt vegna niðurfellingarinnar. Þetta kemur fram í áliti rík- isskattstjóra, sem hann vann að beiðni bankans og fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins þarf bankinn sjálfur ekki að standa skil á staðgreiðslu skatta og trygg- ingargjaldi vegna niðurfelling- anna. Í álitinu segir hins vegar að væntanlega sé um skattalagt hag- ræði starfsmannanna að ræða. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri vildi ekki tjá sig um málið í gær. Alls fengu 130 starfsmenn Kaup- þings 47,3 milljarða króna að láni frá bankanum til hlutabréfakaupa. Gamla stjórn bankans ákvað á stjórnarfundi tveimur vikum áður en bankinn féll að fella niður allar persónulegar ábyrgðir starfs- mannanna vegna lánanna. Álit ríkisskattstjóra barst Arion- banka, arftaka Kaupþings, fyrir helgi. Þar mun segja að þar sem aðeins hluti starfsmanna fékk umrædd lánakjör á grundvelli starfssambands við bankann, megi líta á þetta sem hluta af lánakjör- um. Niðurfellingin myndi því skatt- skyldar tekjur. - kóþ, sh, ghh Niðurfelling lána starfsmanna Kaupþings yrði skattlögð, segir ríkisskattstjóri: Gætu þurft að greiða 17,5 milljarða ARION BANKI Forveri Arions, Kaupþing, veitti umtalsverð lán til valinna starfs- manna, sem síðar voru felld niður. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.