Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 4
4 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 10° 7° -1° 7° 8° 6° 0° 0° 21° 5° 14° 4° 24° -8° 12° 15° -4° Á MORGUN 8-15 m/s en hægari vindur NA-til. -4 0 FIMMTUDAGUR 10-18 m/s V-til annars 5-8 m/s. -2 -3 -3 -2 -4 -1 -5 0 -1 0 -7 8 11 13 11 7 10 5 13 7 8 9 -1 -4 -5 -6 -7 -6 -2-3 LÍFSEIG N-ÁTT Litlar breytingar eru í veðrinu næstu daga. Áfram verða norð- og austlæg- ar áttir ríkjandi með tilheyrandi ofan komu N- og A-lands en bjartara veðri sunnantil. Það verður frost um allt land og ekki horfur á að hlýni fyrr en í fyrsta lagi næstu helgi. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður VEIÐI Mikil spenna var á meðal skotveiðimanna þegar útdrátt- ur hreindýraveiðileyfa fór fram á Egilsstöðum á laugardaginn. Útdrátturinn var sendur út beint á veraldarvefnum og voru um 2.700 tölvur tengdar meðan á drættinum stóð. Auk þess höfðu um 2.000 manns horft á upptöku af drætt- inum um kvöldið. Alls bárust 3.737 gildar umsóknir um þau 1.272 dýr sem voru í boði þetta árið. Umhverf- isstofnun hefur heyrt af veiðifé- lögum sem söfnuðust saman til að fylgjast með drættinum. - shá Hreindýraveiðin 2010: Veiðifélagar horfðu í beinni LÖGREGLUMÁL Brot fjórtán öku- manna voru mynduð á Dyngju- vegi í Reykjavík í gær, að því er segir í tilkynningu frá lögregl- unni. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Dyngjuveg í austurátt, að Hjallavegi. Á einni klukku- stund, eftir hádegi, fóru 28 öku- tæki þessa akstursleið og því ók helmingur ökumanna of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 44 kílómetrar á klukkustund en þar er 30 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 53. Hraðamælingar á Dyngjuvegi: Fjórtán yfir lög- legum hraða VIÐSKIPTI „Ef þetta er staðan er hún áhyggjuefni og ekki viðeig- andi,“ segir Gunnar Andersen, for- stjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) um skuldir fjögurra félaga Heim- is V. Haraldssonar endurskoðanda. Þau skulduðu samtals 1,2 milljarða króna í lok árs 2008, að mestu við Landsbankann. Heimir hefur setið í skilanefnd Glitnis frá því Fjármála- eftirlitið tók lyklavöldin í bankan- um fyrir um sautján mánuðum. Gunnar tekur fram að þetta eigi almennt við um fjárhagsstöðu og skuldbindingar þeirra sem sitji í skilanefndum. Af félögunum Heimis stend- ur einkahlutafélagið Safn verst. Það tapaði rúmum 1.468 milljón- um króna árið 2008 og var eigið fé þess neikvætt um 576,3 milljónir. Á sama tíma námu skuldir 771 milljón króna umfram peningalegar eignir og bókfært eigið fé. Félagið fjárfest- ir í erlendum hlutabréfum. Heimir er skráður fyrir 27 pró- senta hlut í Safni en afganginn eiga félögin Fjármagn og Nafn. Þau eru öll skráð á hann. Fjórða einkahluta- félag Heimis er ráðgjafarfyrirtækið Safn ráðgjöf. Félögin voru stofnuð á árunum 1995 til 2003 að því síðast- talda undanskildu. Það var stofnað í desember 2008 og tapaði 87 þúsund krónum á árinu en skuldaði 86 millj- ónir króna í lok árs. Heildarskuld- ir félaganna fjögurra námu rúmum 1,2 milljörðum króna. Eignir námu 723,4 milljónum króna og var eigið fé þeirra neikvætt um 492,7 milljón- ir króna í lok árs. „Það sem mestu skiptir er að engar skuldir eru við Glitni eða Íslandsbanka,“ segir Heimir, sem stóð til boða að taka sæti í skila- nefnd Landsbankans við ríkisvæð- ingu bankanna. Því hafnaði hann vegna hagsmunaárekstra. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, kannaðist ekki við skuldastöðu félaga Heimis þegar hann var inntur eftir því í gær. Hann segir Fjármálaeftirlitið hafa farið yfir fjárhagslega stöðu skila- nefnda að einhverju leyti í kringum hrun bankanna. Hann gat ekki sagt til um hversu ítarleg sú skoðun var. Þeir sem rætt hefur verið við segja skilanefndir hafa verið myndaðar í óðagoti og lítill tími gefist til skoð- unar á fjárhagsstöðu skilanefnda- fólks. Skilanefndir hafi sjálfar átt frumkvæðið að því að greina frá hagsmunum sínum gagnvart bönk- unum. FME setti skilanefndirnar saman í október 2008 og hafði eftirlit með þeim til loka apríl í fyrra þegar ný lög voru sett um þær. Í kjölfarið færðist valdið yfir til kröfuhafa og þurfa skilanefndir að standa skil á öllu sínu gagnvart óformlegu kröfu- hafaráði. Það hefur takmarkað vald, eftir því sem næst verður komist. jonab@frettabladid.is Ekki viðeigandi að skulda í skilanefnd Fjögur félög Heimis V. Haraldssonar í skilanefnd Glitnis skulduðu Landsbank- anum rúman milljarð króna í lok árs 2008. Árni Tómasson, formaður skila- nefndar, hafði enga hugmynd um stöðuna. Óviðeigandi, segir forstjóri FME. SKRIFAÐ UNDIR EIGNARHALD Á ÍSLANDSBANKA Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, fremstur á myndinni, vissi ekki fyrr en í gær um fjárhagsstöðu fjögurra félaga tengdum einum skilanefndarmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Þótt síðustu misseri hafi verið erfið og einstök deilumál hafi komið upp er það mikill misskiln- ingur að VG eigi í sérstökum inn- anflokksvandræðum þessa dagana, segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG. Opinská skoðanaskipti séu hluti af hefð flokksins og menn- ingu. Í fréttaskýringu blaðsins í gær var greint frá kergju meðal flokks- manna og sér í lagi milli stuðnings- fólks Ögmundar Jónassonar ann- ars vegar og Steingrímsmanna hins vegar. Meðal annars var rætt um að fólk Steingrímsmegin hefði barist gegn fólki Ögmundarmegin í nýloknu forvali. Spurður hvort hann kannist við þetta og hafi sjálfur komið að máli, segir Steingrímur: „Ég lyfti ekki litlafingri og kom ekki nálægt þessum prófkjörum og hef aldrei gert eftir að ég varð formaður. Ég held það séu einhver undan- tekningar- tilvik sem menn eru að vitna í. Hvað ein- hverjir segja í símtölum sín á milli, það er ómögulegt að elta ólar við það, en auðvitað er það þannig að það hriktir oft í flokkum þegar farið er í forvöl.“ Fjarstæðukennt sé að í VG séu skýrar línur flokksmanna sem megi skipta í arma, held- ur skerist línur á ýmsan hátt, eftir málefnum eða frambjóð- endum hverju sinni. Auðvitað sé óþol í fólki gagnvart ríkisstjórninni og þess vænst að hún komi fleiri málum í gang. „En ég tel að það sé mikill og eindreginn stuðningur í flokknum um að við höldum áfram í ríkisstjórn,“ segir Steingrímur. Ögmundur Jónasson segir, spurð- ur um ástand flokksins, að það væri óheiðarlegt fyrir mann sem fór úr ríkisstjórn vegna ágreinings að láta sem ekkert hafi á bjátað í flokkn- um: „En ég er sannfærður um að ef menn einblína á hugsjónir okkar og sameiginleg markmið takist okkur að yfirstíga tímabundna erfiðleika.“ - kóþ Formaður Vinstri grænna segir fjarstæðukennt að tala um að fólk skiptist í arma innan flokksins: Lyfti ekki litlafingri gegn Ögmundi STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ÖGMUNDUR JÓNASSON VIÐSKIPTI Fimm erlendir virtir greinendur greina nú stoðtækja- fyrirtækið Össur á meginlandi Evrópu. Þrír eru á Norður- löndunum og tveir í London í Bretlandi. Greinend- urnir eru ABG Sundal Colli- er, Nordea og S E B E n s k- ilda Equities í Kaupmanna- höfn og Piper Jaffray og Jefferies í London. Skráning hlutabréfa Össurar í Kaupmannahöfn í Danmörku í september í fyrra er sögð hafa aukið áhuga fjárfesta á fyrir- tækinu og gert það sýnilegra sem álitlegan fjárfestingarkost, að því er segir í tilkynningu. Skráningin var valin viðskipti ársins í Mark- aðnum, viðskiptablaði Frétta- blaðsins, í fyrra. - jab Fleiri fjárfestar ytra sjá Össur: Fimm greina félagið erlendis JÓN SIGURÐSSON KÓPAVOGUR Bæjarstjórinn í Kópavogi kannast ekki við að hafa lekið upplýsingum til að skaða Gunnar I. Birgisson, fyrrum bæj- arstjóra, fyrir prófkjör Sjálf- stæðisflokks í Kópavogi. Bæjarstjór- inn, Gunn- steinn Sig- urðsson, segir í samtali við Vísi að fréttamenn hafi einung- is fengið þær upplýsingar sem þeir báðu um og áttu rétt á að fá. Gunnar hafði sagt þetta við Pressuna, og að óhróður og rógur hefði einkennt nýafstaðið prófkjörið. Hann mun ekki hafa ákveðið hvort hann tekur sæti á lista flokksins. - kóþ Bæjarstjórinn í Kópavogi: Kannast ekki við orð Gunnars GUNNSTEINN SIGURÐSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 22.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,0148 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,89 128,51 197,72 198,68 173,90 174,88 23,360 23,496 21,571 21,699 17,684 17,788 1,3996 1,4078 195,67 196,83 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.