Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 8
8 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Á hvaða eyju urðu aurskriður fjölda manns að bana? 2 Hve margir íslenskir kepp- endur eru á vetrarólympíuleik- unum í Vancouver? 3 Vinafélag hvaða lands ber nafnið Hellas? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 MADEIRA Leitað var í húsarústum á Madeira í gær en að minnsta kosti fjögurra er saknað eftir flóð og aur- skriður helgarinnar. Alls 42 létust í hamförunum. Notast var við leit- arhunda og björgunarsveitir grófu bíla upp úr leðjuhraukum. Vatni og leðju var og dælt úr bílakjallara verslunarmiðstöðvar í miðbænum þar sem óttast var að einhverjir hefðu orðið innlyksa. Flóðin féllu eftir að stormur reið yfir eyjuna á laugardag. Aurskrið- ur sem féllu niður fjallshlíðar í kjöl- far rigninganna hrifu með sér tré, bíla, hús, vegir eyðilögðust og brýr hrundu. Eyðileggingin er gríðarleg en stormurinn er sá versti í manna minnum á Madeira. Þó að opinberlega sé einung- is fjögurra saknað óttast yfirvöld mjög að þeir séu fleiri, sambands- leysi vegna ónýtra símalína og vega hefur komið í veg fyrir að yfirvöld hafi yfirsýn yfir afleiðingar ham- faranna. Talsmaður stærsta sjúkrahússins í Funchal, höfuðborgar Madeira, sagði 151 hafa leitað lækninga við sárum af völdum flóðanna. Yfir- völd óttast fleiri aurskiður og hafa beðið íbúa á hættusvæðum um að yfirgefa heimili sín. Skólar voru lokaðir í gær og íbúar voru hvattir til að vera heima. Madeira er stærst eyja í sam- nefndum eyjaklasa í Atlantshafi sem er um 480 kílómetra undan vesturströnd Afríku. Eyjarnar til- heyra Portúgal. Tæplega 250 þús- und búa þar, nær allir á Madeira- eyju. - sbt 42 látnir eftir flóð á Madeira: Fórnarlamba ham- fara leitað í rústum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í gær samúðarkveðj- ur til forseta Portúgals, Aníbals Cavaco Silva „vegna hinna hörmu- legu náttúruhamfara á Madeira en tugir manna hafa látið lífið og margvíslegar hörmungar steðja að íbúunum“, segir í tilkynningu frá skrifstofu forsetans. SAMÚÐARKVEÐJUR FORSETA ÍSLANDS LEITAÐ Í RÚSTUM Maður og börn hans leita eigna sinna í rústum húss síns í Funchal, sem er höfuðborg eyjunnar. NORDICPHOTOS AFP SAMGÖNGUR Samningar tókust í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair í gærmorgun. Óveru- legar tafir urðu á flugi vegna verk- falls sem hófst á miðnætti, en var aflýst um klukkan átta í gærmorg- un. Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja, segir samninginn í takt við þjóðarsáttina og aðra samninga sem gerðir hafi verið undanfarið. Þar séu einnig ákvæði um ákveðna hagræðingu í starfi sem geti skilað flugvirkjum umbun takist vel til. Flugvirkjar höfðu upphaflega krafist 25 prósenta launahækk- unar, en Kristján segir niðurstöð- una hvergi nærri þeirri kröfu, sem sett hafi verið fram í samhengi við þróun vísitölu neysluverðs. Samningurinn verður nú kynnt- ur fyrir félagsmönnum, og því næst greidd um hann atkvæði. Flugliðar höfðu boðað ótímabundið verkfall frá 15. mars tækjust ekki samning- ar fyrir þann tíma. Kristján segir að því verkfalli hafi verið seinkað um rúma viku, en verkfallsboðun- in standi verði samningarnir ekki samþykktir. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að samið hafi verið á svipuðum nótum og við aðrar stéttir. Ekki hafi orðið miklar truflanir á flugi vegna verkfallsins. - bj Verkfalli flugvirkja hjá Icelandair aflýst um átta klukkustundum eftir að það hófst: Samið í takt við þjóðarsáttina VERKFALL Flugvirkjar munu greiða atkvæði um kjarasamninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Ekki þarf leng- ur að panta tíma í bólusetningu vegna svínainflúensu á höfuð- borgarsvæðinu heldur er hægt að mæta í bólusetningu á virkum dögum. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra. Hafið er bólu- setningarátak gegn svínainflú- ensu og eru landsmenn sem ekki hafa látið bólusetja sig nú þegar hvattir til þess að gera það. Með útbreiddri bólusetningu verði hægt að verjast nýju áhlaupi veik- innar sem búist er við síðar. - sbt Svínainflúensa: Óþarfi að panta í bólusetningu SVEITARSTJÓRNIR „Umhleðslustöð á gámasvæði sveitarfélagsins mun geta sparað sveitarfélögum á starfssvæði Sorpstöðvar Suð- urlands um eða yfir 100 milljónir króna á ári,“ segir í bókun meiri- hlutans í bæjarstjórn Árborgar. Bæjarstjórnin telur brýnt að koma upp umhleðslustöð til að draga úr kostnaði við flutning á sorpi til urðunar á höfuðborgar- svæðinu. „Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um eðli og umfang starfseminnar og þann gríðar- lega sparnað sem af henni mun hljótast er lagt til að unnið verði áfram að málinu í samvinnu við Sorpstöð Suðurlands með það markmið að umhleðslustöð geti tekið til starfa sem allra fyrst,“ segir í bókuninni. - gar Umhleðsla sunnlensks sorps: Árlega sparast 100 milljónir ATVINNUMÁL Yfir 700 íslenskir sér- fræðingar á byggingarsviði og flestar stærstu arkitekta- og verk- fræðistofur landsins taka þátt í hönnunarsamkeppni nýs Land- spítala við Hringbraut. Tilkynnt var um niðurstöður forvals samkeppninnar í gær. Alls bárust sjö umsóknir og uppfylltu sex teymi tilskildar hæfniskröfur. Fimm teymum verður boðið að taka þátt í hönnunarsamkeppn- inni en ábyrgðaraðilar þeirra eru Mannvit hf., Almenna verkfræði- stofan hf., TBL arkitektar ehf., Verkís hf. og Efla hf. Fjögur fyrstnefndu teymin hlutu fullt hús stiga í hæfismat- inu, 180 stig, og fimmta teymið hlaut 160 stig en lágmarksstiga- fjöldi teymis til að teljast hæft var 135 stig. Meginforsenda hönnunarsam- keppninnar er að ljúka samein- ingu stóru spítalanna á höfuðborg- arsvæðinu þannig að starfsemi Landspítala í Fossvogi flytji á Hringbraut. Samkeppnin er tvíþætt og tekur annars vegar til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítala við Hringbraut í heild og hins vegar til útfærslu á fyrsta áfanga þess sem er spítalastarfsemi í 66 þús- und fermetra nýbyggingu. - shá Fimm teymi keppa um hönnun Landspítala: Yfir 700 sérfræðingar í hönnunarkeppninni Skráning og nánari upplýsingar eru á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtu- dagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið nám- skeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Fjármál heimilisins Sérfræðingar bankans fjalla um skipulag og stýringu fjármála heimilisins, útgjöld, endurskipu-lagningu, kosti heimilisbókhalds, sparnaðarleiðir og lánamöguleika. Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 40 46 6 25. febrúar Grafarholt Fjármál heimilisins 11. mars Sauðárkrókur Fjármál heimilisins 18. mars Snæfellsbær Fjármál heimilisins Námskeiðin verða haldin í eftirtöldum útibúum: Landssamband íslenzkra verzlunarmanna LÍV krefst þess að efling atvinnulífsins verði algjört forgangsmál. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.