Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. febrúar 2010 11 DÓMSMÁL Héraðsdómur Vestur- lands hefur dæmt Nemendagarða Samvinnuháskólans, sem reka Nem- endagarða við Háskólann á Bifröst, til að greiða Selfelli ehf., sem reisti Nemendagarðana, tæplega 60 millj- ónir króna í vangoldna leigu. Deilur hafa staðið um Nemenda- garðana, sérstaklega um slælegan frágang húsanna og drátt á afhend- ingu. Eftir að deilur höfðu staðið frá árinu 2007 var gerður samningur í maí 2008 þar sem Nemendagarð- arnir féllu frá kröfum á hendur Selfelli vegna vanefnda á samningi. Síðar felldu forsvarsmenn Nem- endagarðanna samkomulagið ein- hliða úr gildi. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að fella samninginn úr gildi, og hafnaði því rúmlega 70 milljóna króna kröfu Nemenda- garðanna á hendur Selfelli vegna vanefnda. Selfell krafðist þess að fá tæp- lega 65 milljónir króna frá Nem- endagörðunum vegna ógreiddrar leigu og kostnaðar. Héraðsdómur staðfesti kröfuna að mestu leyti, og dæmdi Nemendagarðana til að greiða 59,7 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Þá voru Nemenda- garðarnir dæmdir til að greiða Sel- felli eina milljón króna í málskostn- að. - bj Háskólinn á Bifröst þarf að greiða 60 milljónir vegna leigu á Nemendagörðum: Óheimilt að rifta samkomulagi BIFRÖST Deilur hafa staðið um byggingu Nemendagarða við Háskólann á Bifröst, meðal annars vegna fjölmargra galla sem komu í ljós á húsunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AFGANISTAN Alls féllu 27 óbreyttir borgarar í loftárás Nató á bílalest í suðurhluta Afganistans. Stjórn- völd í Uruzgan-héraðinu þar sem loftárásin átti sér stað segja að árásin hafi átt sér stað á svæði sem er undir stjórn talibana, allir hinna föllnu hafi hins vegar verið óbreyttir borgarar. Í yfirlýsingu Nató kom fram að talið hefði verið að talibanar í árásarhug hefðu verið í bílunum. Ríkisstjórn Afganistans fordæmdi árásina og sagði hana með öllu óréttlætanlega. - sbt Loftárás í Afganistan: Óbreyttir borg- arar féllu í árás RÍKISSKULDABRÉFASJÓÐIR | landsbankinn.is | 410 4000 Ríkisskuldabréfasjóðir Landsbankans eru verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Vörslufélag sjóðanna er Landsbankinn. Rekstrarfélag sjóðanna er Landsvaki hf. Gengi hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóðum getur bæði hækkað og lækkað. Nánari upplýsingar um sjóðina má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem finna má á heimasíðu Landsbankans www.landsbankinn.is eða heimasíðu rekstrarfélagsins www.landsvaki.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna áður en fjárfest er í þeim, en þar er meðal annars ítarleg umfjöllun um þá áhættu sem felst í fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða. N B I h f. (L an d sb an ki nn ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 10 13 Fjórar góðar leiðir til ávöxtunar Sparibréf meðallöngReiðubréf ríkistryggð Sparibréf stutt Sparibréf löng *Samsetning sjóðanna 01.02.2010 Kynntu þér kostina Komdu við í næsta útibúi Landsbankans eða hafðu samband við Fjármálaráðgjöf Landsbankans sem veitir upplýsingar og aðstoð við fjárfestingar í innlánum, verðbréfasjóðum og öðrum fjárfestingarleiðum í síma 410 4040. Landsbankinn býður upp á fjóra skuldabréfasjóði sem fjárfesta nær eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum. Sjóðirnir henta vel til reglubundins sparnaðar og hafa á síðustu mánuðum skilað betri ávöxtun en almennir innlánsreikningar. Einfalt er að kaupa og selja í sjóðunum og njóta viðskiptavinir þess að enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskrift. Sjóðirnir hafa sömu fjárfestingarstefnu en mismikla vaxtaáhættu. Skuldabréf og aðrar kröfur með ábyrgð íslenska ríkisins nema 90-100% af heildareignum sjóðanna en innlán á bilinu 0-10%. Ríkissku ld a b réfasjóðir Landsbanka ns www.landsbankinn.is DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir vörslu fíkni- efna, sem ætluð voru til sölu. Um var að ræða hass, amfet- amín og maríjúana sem ætlað var til sölu. Efnin fundust á bifreiða- plani undir bifreið sem menn- irnir voru á í júlí á síðasta ári. Einnig fundust efni við leit í bif- reiðinni á lögreglustöð. Þá er þriðji maðurinn ákærð- ur fyrir að hafa ekið mönnunum tveimur frá Reykjavík til Selfoss með þá vitneskju að þeir hygðust selja fíkniefnin. -jss Héraðsdómur Suðurlands: Földu fíkniefni undir bifreið DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt mann á tut- tugasta aldursári í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þrettán lögbrot – sex þjófnaði, fimm hylmingar og tvö fíkniefna- brot. Maðurinn er meðal annars dæmdur fyrir að stela súkku- laði stykkjum og hafa í vörslum sínum tvo stolna riffla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur maðurinn tvívegis hlotið þunga fangelsisdóma, tólf mánaða dóm árið 2007 fyrir fjölda brota. - sh Fimm mánaða fangelsi: 19 ára dæmdur fyrir ýmis brot Í HELGUVÍK Framkvæmdir voru í gangi við byggingu álvers Norðuráls í Helguvík þegar ljósmyndari átti þar leið hjá á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN IÐNAÐUR VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna lýsir yfir miklum vonbrigðum með dóm Félagsdóms þar sem hafnað var kröfu félagsins um að það fengi að koma að gerð kjarasamnings fyrir hönd félagsmanna sinna í álverinu á Grundartanga. „Kjarasamningar þar eru nú laus- ir. Í dag eru á fjórða tug starfs- manna álversins sem aðild eiga að VM og greiða til þess félags- og sjóðagjöld,“ segir í tilkynn- ingu og áréttað álit félagsins um að dómurinn sé illa grundaður og ekki í samræmi við lögvernd- aðan samningsrétt félagsins eða vilja starfsmannanna. „VM hefur þegar falið lögmönnum sínum að kanna möguleika þess að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir þar. - óká VM um nýfallinn dóm: Illa grundað hjá Félagsdómi Börn fari ekki í leiktækjasali Meirihluti fjölskylduráðs Hafnarfjarðar vill bann við að börn undir lögaldri heimsæki leiktækjasali. Fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í ráðinu segir ekki ljóst hvort það eigi stoð í lögum að banna börnum yfir 14 ára aldri inngöngu á staði sem ekki eru með veitingaleyfi. Einnig þurfi að skoða skilgreiningu á leiktækjasölum. HAFNARFJÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.