Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 20
 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 Wushu, opna Norðurlandamótið í kung-fu, fór fram í tíunda sinn í Kalmar í Svíþjóð dagana 11. til 14. febrúar. Keppendur á vegum Heilsudrekans frá Íslandi tóku í fyrsta sinn þátt í mótinu og gerðu gott betur með því að lenda í þrem- ur efstu sætunum í unglingaflokki. Ari Emilsson, sextán ára, var einn fjögurra keppenda sem hélt utan og sneri heim með bikar. „Okkur gekk bara rosalega vel,“ segir Ari hæstánægður en hann hefur æft kung fu í á fjórða ár og bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hann vinni til verðlauna fyrir frammistöðu sína í þessari íþrótt. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ari keppir á kung fu-móti erlend- is. Síðast tók hann þátt í Norður- landamóti í Noregi fyrir tveimur árum. Hann segist hafa lært ýmis- legt þar sem hann nýtti sér í Sví- þjóð. „Keppnin var mjög svipuð, það hjálpaði,“ segir Ari. Í för með hópnum var einnig vöruhönnuðurinn Manzo Mbomyo sem er fyrsti fullorðni þátttakand- inn sem keppir fyrir Íslands hönd á móti í kung fu erlendis. Manzo er frá Sevilla á Spáni en hefur búið á Íslandi um nokkurra ára skeið og fór að stunda kung fu fyrir aðeins ári í Heilsudrekanum. Þrátt fyrir skamman feril og enga reynslu af keppnismennsku náði Manzo samt þeim frábæra árangi að hafna í fjórða sæti á Wushu-mótinu í Kalmar. Hann kveðst vera ánægð- ur með árangurinn en segir hann jafnframt hafa komið sér á óvart. „Ég er mjög sáttur, sérstak- lega þar sem ég vissi alls ekki við hverju átti að búast,“ viðurkenn- ir Manzo og bætir við að íslenski hópurinn hafi að auki hlotið mikla athygli á mótinu fyrir kunnáttu sína í san shou, sem er bardaga- afbrigði af kung fu. „Einn skipu- leggjandi mótsins bað okkur að sýna listir okkar með aðeins dags fyrirvara þannig að við höfðum nánast engan tíma til að undir- búa okkur. Okkar hópur var sá eini sem fékk þann heiður að fá að sýna þessar æfingar á mótinu og tókst svo vel til að skipuleggj- endurnir voru orðlausir af hrifn- ingu.“ Þeir Ari og Manzo stefna báðir á frekari keppnismennsku í kung fu. Til stendur að hópur á vegum Heilsudrekans taki þátt í heims- meistaramóti í kung fu í Hong Kong í Kína í apríl á næsta ári. Ef allt gengur að óskum verða félag- arnir með í för þannig að ljóst er að ekkert lát verður á æfingum þangað til. Þeir segja það þó ekki koma að sök og hlakka greinilega til frekari ævintýra. roald@frettabladid.is Frækinn sigur í kung fu Íslenskir keppendur gerðu það gott á Wushu, opna Norðurlandamótinu í kung-fu, í Kalmar í Svíþjóð á dögunum. Þar náði íslenski hópurinn að landa fyrstu þremur efstu sætunum í flokki unglinga. Manzo Mbomyo hefur lengi haft áhuga á kung fu en fór að stunda þessa bar- dagaíþrótt í Heilsudrekanum í Skeifunni 3j fyrir einu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hér sýna þeir Haraldur Karlsson, sautján ára, Ari Emilsson, sextán ára og Bjarni Jónsson, fimmtán ára, nokkur vel valin brögð. Ari og Bjarni lentu í efsta sæti í hópi þeirra sem sýndu kung fu með vopnum en Haraldur í öðru sæti. Haraldur var efstur í hópi þeirra sem sýndu brögð án vopna, Ari annar og Bjarni sá þriðji. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÁUM ÁTTUM er heiti á morgunverðarfundi um börn með ADHD sem haldinn verður á Grand hóteli miðvikudag- inn 24. febrúar frá klukkan 8.15 til 10. www.naumattum.is Það er ekki nauðsynlegt að leggja reiðhjólinu um leið og vetur gengur í garð. Hægt er að festa kaup á nagladekkj- um fyrir reiðhjól og eru til ýmsar gerðir af nagladekkjum með mismörgum nöglum í. Að auki er hægt að kaupa skóhlífar fyrir reiðhjólafólk sem gerðar eru úr vatnsheldu efni og má smeygja yfir skófatnað fólks. Þessar skóhlíf- ar fást í mismunandi lengdum og hlífa bæði skóm og fatnaði hjólreiðamannsins þegar blautt er úti. Ekki má þó gleyma ljósbúnaði þegar hjólað er að vetri til og er nauðsynlegt að vera með ljós bæði að framan og aftan og mælir fagfólk með því að notuð séu tvö ljós að fram- an; annað til að lýsa leiðina og hitt blikkljós. Hjólað yfir veturinn ÝMSAR LEIÐIR ERU FÆRAR TIL AÐ GERA HJÓLA- MENNSKU MÖGULEGA ÞRÁTT FYRIR ÍS OG SNJÓ. Með réttum búnaði er hægt að nýta hjólið áfram þrátt fyrir kulda og vetur. Borgartún 24 – Hæðarsmára 6 – Hafnarborg s. 58 58 700 www.madurlifandi.is Í kvöld þriðjudag 23. febrúar kl 18:00–21:00 Matreiðslunámskeið Í fræðslusal Maður lifandi Borgartúni 24 Hollt og Hagkvæmt Ertu með eitthvað gott á prjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 24.febrúar kl. 15-18. Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl. 10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Miðvikudaga Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.