Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 23. febrúar 2010 17 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid. is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Vigdís Erlendsdóttir skrifar um barna- verndarmál Þann 18. febrúar sl. gerði ég hið tvöfalda hlutverk Barnaverndar- stofu gagnvart meðferð- arheimilum að umtalsefni. Tilefni skrifa minna voru viðbrögð stofunnar við nýlegum dómi Hér- aðsdóms Norðurlands eystra yfir kynferðisbrotamanni sem framið hafði brot gegn stúlkum sem vistað- ar höfðu verið á einu þeirra. Í grein minni bendi ég m.a. á að heimilið sem um ræðir lúti sem önnur með- ferðarheimili landsins yfirumsjón Barnaverndarstofu og sé rekið á grundvelli þjónustusamnings við stofuna sem jafnframt hefur með því fjárhagslegt og faglegt eftirlit. Lögfræðingur Barnaverndar- stofu svarar grein minni þann 20. febrúar undir yfirskriftinni „sleggjudómar“ og að því er segir í leiðréttingarskyni. Ekki greinir okkur á um málavöxtu. Hins vegar amast lögfræðingurinn við þeim ummælum mínum að Barnavernd- arstofa hafi heimilað manninum að starfa á öðru meðferðarheimili eftir að ákvörðun um að ákæra ekki lá fyrir og leyft honum að lokum að snúa aftur í sitt gamla starf. Í öðru orðinu mærir lögfræðingur- inn Barnaverndarstofu fyrir skjót og skelegg viðbrögð þegar grun- ur vaknaði enda hafi stofan gefið út fyrirmæli um brottvikningu mannsins úr starfi. Í hinu orðinu firrir hann stofuna valdi og ábyrgð í málinu og vísar ýmist til vinnu- réttar, mannréttindaákvæða eða aðildarskorts. Gerir hann rekstrar- aðila meðferðarheimilanna ábyrga fyrir þeirri ákvörðun að fá mann- inn aftur til starfa enda hafi þeir lagt á það ríka áherslu. Barna- verndarstofa hafi ekki húsbónda- vald yfir starfsmönnum meðferð- arheimila. Þá hafi stofan jafnframt verið bundin af þeirri grundvallarreglu að maður teljist saklaus uns sekt er sönnuð og því ekki hægt að víkja honum úr starfi. Síðar í greininni segir lögfræðingurinn það að jafnaði ekki mögulegt að vísa manni úr starfi nema til ákæru komi. Í þessu felst augljós mótsögn enda alkunna að maður telst ekki sekur við það eitt að sæta ákæru. Undirritaðri er eins og þorra manna kunnugt um að maður teljist saklaus uns sekt er sönnuð. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að vinnu- veitandi geti hlutast til um starfslok manns. Má ráða af orðum forstjóra Barnaverndarstofu að hann hafi skilning á þessu enda segir hann í viðtali við DV þann 29. sept. 2009 það vera meginreglu „að ef rann- sókn leiði til ákæru [sé] mönnum sagt upp störfum þó sekt hafi ekki sannast”. Þá geri stofan jafnframt sínar eigin athuganir í málum sem þessum. „Það skiptir máli að það ríki traust um okkar starfsemi og börn njóti vafans.“ Í þessu máli er óumdeilanlegt að börnin sem um ræðir nutu ekki vaf- ans. Hafi Barnaverndarstofa gert sínar eigin athuganir þegar grun- ur vaknaði, leiddu þær ekki til þeirra aðgerða sem áskildar voru til að vernda stúlkuna sem fyrst bar manninn sökum. Ekki vernd- uðu þær heldur stúlkuna sem síðar greindi frá áreitni af hendi manns- ins. Það var ekki fyrr en um ári síðar að þriðja stúlkan sagði frá þeirri háttsemi sem varð tilefni þess að lögreglurannsókn var tekin upp að nýju og þá fyrir tilverknað barnaverndarstarfsmanns. Það voru því verk annarra en Barna- verndarstofu sem að lokum leiddu málið til lykta. Lögfræðingur Barnaverndar- stofu gerir mér upp þá skoðun að með breyttu eftirliti eða annars konar vinnulagi telji ég að koma megi að fullu í veg fyrir brot gegn börnum sem vistast á meðferðar- heimilum. Hér reiðir lögfræðing- urinn stóru sleggjuna svo hátt til höggs að ummælin eru ekki svara verð. Hins vegar tel ég skrif lög- fræðingsins staðfesta að eftirlits- hlutverk, ábyrgð og vald Barna- verndarstofu er í besta falli óljóst. Við lestur greinarinnar vakna m.a. þessar spurningar: Getur stofan haft áhrif á hverjir starfa á með- ferðarheimilum eða getur hún það ekki? Getur stofan hlutast til um brottvikningu starfsmanns eða getur hún það ekki? Hvaða gildi hefur það sjónarmið stofunnar að unnt sé að víkja ákærðum en ódæmdum manni úr starfi ef vald hennar til þess er ekkert? Er stof- unni stætt á að verja framangreint sjónarmið um leið og hún heldur því fram að brottvikning manns sem ekki hefur verið sakfelldur, sé ígildi þess að svipta hann mannorði og lífsviðurværi án dóms og laga? Sér stofan enga aðra möguleika á að hlutast til um starfslok manns en að reka hann? Athygli vekur að í fréttinni sem vitnað er í hér að ofan slær forstjóri Barnaverndarstofu eign sinni á starfssemi meðferðarheimilanna og vísar til hennar sem „okkar starf- semi“ þótt önnur ummæli tengd málinu miði að því einu að sverja af stofunni alla ábyrgð. Þá renna skrif lögfræðings stofunnar enn styrkari stoðum undir réttmæti þeirra sjón- armiða sem félagsmálaráðherra víkur að í áður tilvitnaðri yfirlýs- ingu frá 8. sept. 2009: „Það er óhjá- kvæmilegt að koma á algerlega sjálfstæðu eftirliti með velferðar- þjónustu á vegum hins opinbera og skilja slíkt eftirlit með öllu frá þeim stofnunum sem taka ákvarð- anir um hvar og hvernig þjónusta er veitt, svo ekki sé minnst á þær stofnanir sem þjónustuna veita. Þannig styrkjum við eftirlitið og tryggjum algert hlutleysi þess.“ Höfundur er sálfræðingur. Um dóma og sleggjudóma UMRÆÐAN Sigurður Líndal svarar Kristni H. Gunnarssyni Í grein í Fréttablaðinu 16. febrúar sl. fór ég þess á leit við Kristin Gunnars- son að hann benti á skýrar og ótvíræðar yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda sem skuldbyndu íslenzka ríkið til að takast á hendur ríkisábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna Icesave-reikninganna, sbr. grein hans í Morgunblaðinu 13. febrú- ar þar sem hann hélt því fram að íslenzk stjórnvöld hefðu við- urkennt slíka ábyrgð. Kristinn svarar í grein í Fréttablaðinu 20. febrúar sl. og skulu nú rök hans skoðuð. 1. Hann tilgreinir fyrst frétta- tilkynningu um samkomulag milli Hollands og Íslands 13. október 2008, en á líklega við fréttatil- kynningu frá 11. október. – Einnig nefnir hann samkomulag við Evr- ópusambandið f.h. Hollendinga og Breta 16. nóvember 2008. Þar er átt við svokölluð Brüssel-viðmið. – Skemmst er frá að segja að í engu þessara plagga er nefnd ríkisá- byrgð. 2. Ef mönnum tækist að túlka texta þessara gagna þannig að með þeim hefðu stjórnvöld geng- izt undir ríkisábyrgð færi slíkur gerningur í bága við 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar og væri ógild- ur, enda hefði Bretum og Hollend- ingum mátt vera það ljóst miðað við allar aðstæður. Reyndar við- urkennir Kristinn hálft í hvoru að það sé „annað mál hvort þær við- urkenningar skuldbinda ríkið“. Hann dregur reyndar úr og held- ur því fram að svo þurfi ekki að vera. Fjármálaráðherra undirriti kjarasamninga án þess að Alþingi komi þar nærri og þeir taki gildi þó að Alþingi veiti ekki nægu fé til þeirra. Tugmiljarða samning um að reisa og reka tónlistarhús í Reykjavík hafi tveir ráðherr- ar gert f.h. ríkisins og hann ekki komið fyrir Alþingi. Nú hljóta samningar eins og þessir að vera gerðir á þeirri forsendu að fé verði veitt lögum samkvæmt og samn- ingsaðilar séu í góðri trú um það. Ef slíkt bregzt kynni slíkt að valda ríkinu bótaskyldu vegna vanefnda. Annars er Kristinn með þessu að skírskota til gersamlega ósam- bærilegra mála. 3. Þá segir Kristinn að með sam- þykkt frá 5. desember 2008 hafi Alþingi staðfest framangreind- ar yfirlýsingar um ábyrgð rík- isins með því að fela ríkisstjórn- inni að leiða til lykta samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á grund- velli fyrirliggjandi viljayfirlýs- inga íslenzku ríkisstjórnarinnar. Með þessu staðfesti „Alþingi áður- nefndar yfirlýsingar stjórnvalda um ábyrgð ríkisins á Icesaveinn- stæðunum og gerir þær að sínum.“ Þar með telur Kristinn „að ábyrgð ríkisins sé orðin óvéfengjanleg, hafi hún ekki legið fyrir áður“ og þá geti kröfuhafi fengið dóm fyrir kröfu sinni. – Í stuttu máli felst þetta í rökfærslu Kristins: Alþingi gengst undir ríkisábyrgð með þingsályktun sem staðfesti yfirlýsingar þar sem hvergi er minnzt á slíka ábyrgð. Og hér er ekki látið staðar numið: Alþingi samþykkir ríkis- ábyrgð með þingsályktun. Kristinn þarf greinilega að lesa stjórnarskrána betur. Ríkisábyrgð verður einungis veitt með lögum. 4. Þá fullyrðir Krist- inn að með lögum um innstæðutyggingar (nr. 98/1999) séu í 10. gr. for- takslaus fyrirmæli til Innstæðutryggingarsjóðs að bæta lágmarksfjárhæð sem tiltekinn er að fullu. Hvergi minnzt á rík- isábyrgð í greininni, einungis að sjóðnum sé heimilt að taka lán ef eignir hrökkva ekki til að greiða kröfuhöfum. 5. Loks er einni spurningu ósvar- að. Hvers vegna er Alþingi að sam- þykkja sérstök lög sem heimila fjármálaráðherra fyrir hönd rík- issjóðs að veita Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta rík- isábyrgð vegna lána frá brezka og hollenzka ríkinu svo sem nánar er mælt í 1. gr. laga nr. 96/2009, sbr. lög nr. 1/2010 úr því að skuldbind- ingar um ríkisábyrgð liggja þegar fyrir? Reyndar er þessu svarað í 2. gr. þar sem segir að ekkert í lögum þessum feli í sér viðurkenningu á því að íslenzka ríkinu hafi borið skylda til að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðu- eigenda í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. – Og hvers vegna standa Bretar og Hollend- ingar í samningaþófi við Íslend- inga í stað þess að fá dóm fyrir óvefengjanlegum kröfum sínum? Mér sýnist sem allur málflutn- ingur Kristins sé á sandi byggður og er hulin ráðgáta hvað honum gengur til. Hitt kemur enn meira á óvart af hve mikilli léttúð hann umgengzt stjórnskipan landsins. Höfundur er lagaprófessor. Um rökstuðning á ríkisábyrgð VIGDÍS ERLENDSDÓTTIR SIGURÐUR LÍNDAL Landsmenn eru eindregið hvattir til að láta bólusetja sig gegn svínainflúensu á næstu dögum og vikum til að verjast veikinni enda eru miklar líkur á nýju áhlaupi inflúensunnar síðar á þessu ári eða því næsta. Best er að verjast svínainflúensunni með bólusetningu og það strax enda nóg til af bóluefni í landinu. Við boðum bólusetningarátak um allt land! Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú gengið inn á næstu heilsugæslustöð á almennum þjónustutíma alla virka daga og látið bólusetja sig. Ekki þarf lengur að skrá sig í bólusetningu fyrir fram! Áfram þarf hins vegar að panta tíma í bólusetningu á heilsugæslustöðvum utan höfuðborgarsvæðisins. Tveir Íslendingar af hverjum fimm hafa látið sprauta sig gegn svínainflúensu á undanförum mánuðum sem er eitt hæsta hlutfall sem þekkist meðal þjóða. Íslendingar eiga hrós skilið fyrir að bregðast hratt og ákveðið við inflúensufaraldrinum með því að mæta til bólusetningar, tileinka sér tíða handþvotta, bera spritt á hendur, nota pappírsklúta og gera fleira sem stuðlar að heilsuvernd. Fullvíst er að allar þessar ráðstafanir hafa komið í veg fyrir að tugir þúsunda Íslendinga sýktust af svínainflúensunni fyrr í vetur. Verjumst nýju áhlaupi svínainflúensunnar A(H1N1)! Nánari upplýsingar um bóluefnið og bólusetningu vegna svínainflúensu A(H1N1) er að finna á influensa.is. Tilkynningar og upplýsingar um viðbúnað vegna inflúensu A(H1N1) eru á influensa.is og á almannavarnir.is. Landlæknisembættið sóttvarnalæknir Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.