Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 42
18 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Námsgagnastofnun hefur opnað vef- síðu með ellefu bókum þýddum á tákn- mál heyrnarlausra. Líkt og aðrir vefir Námsgagnastofnunar er síðan öllum opin á slóðinni www.nams.is/takn- malsbaekur. Sylvía Guðmundsdóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, segir útgáfuna ekki síður gagnast aðstand- endum heyrnarlausra og þeim sem vilja kynna sér táknmálið en heyrnar- lausum sjálfum. „Í námsskrá grunnskóla er lögð áhersla á að heyrnarlausir nemendur þurfi líka að fá námsefni á sínu móður- máli sem er táknmál. Til að auðvelda þeim að læra bæði íslensku og hjálpa þeim að auðga sitt eigið móðurmál, táknmálið, var ákveðið að þýða nokkr- ar námsbækur,“ segir Sylvía um mark- mið útgáfunnar en miðað er við að prentaðar útgáfur bókanna séu lesnar á undan eða eftir að notendur fylgjast með táknmálsútgáfunni á vefnum. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir táknmálskennari hafði umsjón með þýðingunni og naut aðstoðar aðstoðar- skólastjóra táknmálssviðs Hlíðaskóla, Berglindar Stefánsdóttur, en bækurn- ar voru valdar í samráði við kennara á táknmálssviði Hlíðaskóla. Að sögn Sylvíu er þetta ekki í fyrsta skipti sem Námsgagnastofnun lætur þýða bækur á táknmál. Upp úr alda- mótunum 2000 voru einnig ellefu bækur þýddar en þær þá settar á myndbönd sem hafa verið í notkun. Það verkefni var unnið í samvinnu við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. „Nú hefur tæknin auðvitað breyst og miklu auðveldara að setja efni á vefinn. Vefurinn fór í loftið síðastliðinn fimmtudag en hefur verið í prófun síðustu vikur. Marg- ir komu að verkefninu en það er tals- verð vinna að þýða íslenskan texta yfir á táknmál heyrnarlausra. Efnið á vefn- um ætti hins vegar að geta nýst þeim sem hafa áhuga á að kynna sér tákn- mál heyrnarlausra, svo sem vinum, foreldrum og systkinum um leið og það hjálpar heyrnarlausum nemend- um að læra íslensku og styrkja tákn- málið en heyrnarlausir eru í raun tví- tyngdir.“ Táknmálsbækurnar er inni á krakka- og unglingasíðum Náms- gagnastofnunar en þeir sem ekki hafa aðgang að prentuðu bókunum sem námsmenn í skóla þurfa sjálfir að út- vega þær. „Bækurnar eru úr Smábóka- flokki Námsgagnastofnunar og bóka- flokknum Komdu og skoðaðu … sem er ætlaður til náttúru- og samfélags- fræðikennslu á yngsta stigi grunn- skólans,“ segir Sylvía og minnist að lokum á annan vef sem er í vinnslu hjá Námsgagnastofnun og verður væntan- lega tilbúinn í byrjun næsta skólaárs. „Þar verður hægt að finna fingrastaf- rófið og tákn yfir algenga flokka eins og liti, tölur, daga, mánuði, dýr, matar- heiti og fleira. Sá vefur kemur einnig til með að nýtast ungum börnum sem hafa áhuga á að kynnast táknmáli.“ juliam@frettabladid.is NÝ VEFSÍÐA NÁMSGAGNASTOFNUNAR MEÐ TÁKNMÁLSBÆKUR: ÖLLUM OPIN Efni sem gagnast mörgum MARGIR KOMU AÐ VERKEFNINU Sylvía Guðmundsdóttir, ritstjóri hjá Námsgagnastofnun, segir marga hafa komið að nýjum vef Námsgagnastofn- unar sem hýsir bækur þýddar á táknmál heyrnarlausra. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA MERKISATBURÐIR 1660 Karl 11. verður konungur Svíþjóðar. 1889 Hið íslenska kennarafélag er stofnað. 1985 Torfi Ólafsson setur heimsmet í réttstöðulyftu í flokki unglinga. 1987 Konur eru fulltrúar á bún- aðarþingi í fyrsta sinn. Þær voru Ágústa Þorkels- dóttir og Annabella Harð- ardóttir. 1987 Sprengistjarna sést í Stóra-Magellanskýinu. 1992 Skuttogarinn Krossnes frá Grundarfirði sekkur á Halamiðum. Þrír farast en níu er bjargað. 1997 Eldur gýs upp í rússnesku geimstöðinni Mír. Á þessum degi árið 1919 klauf Benito Mussolini sig úr ítalska Sósíalistaflokknum og mynd- aði Fasistaflokkinn. Mussolini, sem hét fullu nafni Benito Amilcare Andr- ea Mussolini, var blaðamaður, rithöfundur, stjórnmálamað- ur og að lokum einræðisherra sem ríkti yfir Ítalíu frá 1922 til 1943. Mussolini var helsti kenningasmiður ítalska fasism- ans og undir hans stjórn ríkti flokksræði, ritskoðun og mark- viss útskúfun allrar stjórnar- andstöðu á Ítalíu. Þegar hann gerðist bandamaður nasista í síðari heimsstyrjöldinni varð Ít- alía eitt af skotmörkum banda- manna. Innrás bandamanna á Suður-Ítalíu varð að lokum til þess að hann missti völd- in og var seinna handtekinn nálægt Mílanó. Hann var tek- inn af lífi af flokki ítalskra and- spyrnumanna þann 28. apríl árið 1945. Nú um stundir er Fasista- flokkurinn eini stjórnmála- flokkurinn sem bannað er að endurreisa samkvæmt stjórn- arskrá Ítalíu. ÞETTA GERÐIST: 23. FEBRÚAR 1919 Mussolini myndar Fasistaflokkinn Krabbameinsfélag Íslands, í samvinnu við Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur, Veiðihornið og Veiðikortið, efnir til hnýt- ingakeppni um silungaflugu. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir þær flugur sem lenda í þremur efstu sætunum í tveimur flokkum: Almenn- um flokki og unglingaflokki, það er sextán ára og yngri. Dómnefnd val in af Krabbameinsfélaginu mun ákveða hvaða flugur bera sigur úr býtum. Flugurnar verða að vera hannaðar og hnýttar af þátttakendum en keppnin er opin öllum. Unglingum er frjálst a ð t a k a þátt í almenn- um flokki en hver keppandi getur einungis keppt í einum flokki. Kepp- anda er frjálst að senda inn ótakmark- aðan fjölda flugna. Með þátttöku samþykkir keppandinn að flugan verði eign Krabbameinsfélags Íslands og verður flugan fjöldaframleidd og seld til fjáröflunar fyrir félagið. Skila skal flugunni í pakkningu sem ver hana skemmdum og merkja pakk- ann með leyniorði eða núm- eri. Pakkanum skal fylgja umslag merkt sama leyni- orði eða númeri en í því skulu vera upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer/tölvupóstfang keppanda. Flugan þarf að berast Krabbameinsfélaginu að Skógarhlíð 8, 105 Reykja- vík fyrir 19. mars 2010. Nánari upplýs- ingar er að finna á www.krabb.is Efnt til flugu- hnýtingakeppni KEPPNI Krabba- meinsfélag Íslands ásamt fleir- um efnir til hnýtinga- keppni um silungaflugu. AFMÆLI DAKOTA FANNING leikkona er 16 ára. MIDO knatt- spyrnu- maður er 27 ára. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.750 kr. á mann. ERFIDRYKKJUR STAN LAUREL LÉST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1965. „Ef einhver verður með fýlusvip í jarðarförinni minni mun ég aldrei tala við hann aftur.“ Stan Laurel fæddist í Lanc- ashire-sýslu í Englandi árið 1890. Hann var annar hluti gríntvíeykisins fræga Laurel and Hardy, sem kallast Steini og Olli upp á íslensku og Gøg og Gokke á dönsku. Víkingur Heiðar Ólafsson mun leika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á tvennum tónleikum 25. og 26. febrúar. Víkingur Heiðar mun leika fyrri píanókonsert Chopins í fyrsta sinn á tónleikum. Einn- ig verður flutt sjöunda sinfón- ía Antons Bruckners sem er ekki síst kunn fyrir ægifagran hægan þátt sem tónskáldið samdi í minn- ingu Richard Wagners. Sinfóníur Bruckners eru voldugar og þykja oft minna á dómkirkjur í tónum og svo er einnig hér. Það er finnski stjórnandinn Pietari Inkinen sem stjórnar tónleikunum. Uppselt er á tónleikana fimmtu- dagskvöldið 25. febrúar og nú er nær uppselt á aukatónleika föstu- dagskvöldið 26. febrúar. Nánar á www.sinfonia.is. Spilar Chopin með Sin- fóníuhljómsveit Íslands SPENNANDI VIÐBURÐUR Þess má geta að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Víkingur Heiðar fengu tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Tónlistarflytjandi ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.