Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 44
20 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hjálpið mér Þú þarft að þola það að horfa upp á sjúka og ógeðslega hluti, Günther! Nú sýni ég þér mynd. Jawohl! Nein! Ekki meir, burtu með þetta, gerðu það! Samþykkt! Þú sást væntanlega að þetta var nærmynd af karlmönnum í í vatnsleikfimi? Já... ég þekkti hann aftur... Flott, við höfum allir gengið í gegnum þetta! Íkornaveiðar? Jább. Maður bindur hnetu á endann á spotta og bíður eftir að íkorni bíti á. Og hvað svo? Það veltur eiginlega á íkornanum. Hvað meinarðu með að þú eigir ekki hreinar galla- buxur? Ég þvoði heilan haug í gær! Hvernig átti ég að vita það? Af því ég sagði þér að ég væri að fara að þvo haug af gallabuxum! Er það? Já! Ég leit á þig og sagði að ef þú værir með óhreinar gallabuxur skyldirðu koma með þær. Já, ókei. Ég sé hvað hefur gerst. Var kveikt á sjónvarpinu? Einmitt. Ég heyri betur þegar það eru auglýs- ingar. Á konudaginn fékk unnusti minn kaffi og ristað brauð í rúmið. Þennan sól- ríka og syfjaða morgun tók ég skyndi- ákvörðun um að konudagur væri dagur þar sem konur ættu að vera góðar við karlmennina í lífi þeirra. Valentínusar- dagurinn var nú líka nýyfirstaðinn og maður var eiginlega kominn með hálf- gerða velgju eftir hálfan mánuð af hrylli- legri væmni þar sem karlmenn hafa verið næstum því skikkaðir til að dæla blóm- um, kortum, súkkulaði og krúttleg- um böngsum yfir okkur kvenfólk. Ég hef annars ekkert á móti þessum dagsetningum fyrir utan kannski þann skelfilega smekk sem iðulega fylgir slíku sprelli. Bleik sanseruð hjörtu og glimmerkort frá Hall- mark eru ekki alveg minn tebolli og hver segir að okkur konurn- ar langi í alvörunni í vanillu- kerti eða sætt bleikt freyð- andi jarðarberjasull í glösum? Ég á bágt með að skilja hvers vegna konur vilja að mennirn- ir þeirra breytist í samkyn- hneigða metrómenn þennan eina dag á ári. EINKENNILEGASTA þróun- in sem hefur orðið hér á landi með tilkomu Valentínusardags- ins og markaðsvæðingar konudagsins er hin undarlega samkeppni sem sumar konur virðast halda að þær séu í og kemur berlega í ljós á fyrirbærinu Facebook. Yfirlýsingar um hvað „karlinn“ færði þeim í bröns á sunnudagsmorgninum, hvaða blóm og hvaða gjafir hann keypti eru orðnar eins og Ólympíuleikar fyrir aðþrengdar eiginkonur. VIÐVÖRUNARBJÖLLUR klingja í höfði mér þegar fólk þarf að flagga slíkum hlut- um svona opinberlega. Hvað þurfa þessar konur eiginlega að sanna? Er ástin virki- lega svona eldheit ef maður þarf að lýsa því yfir við sjö hundruð vini að maður sé vel giftur eða að eiginmaðurinn (eða „karlinn“) hafi eytt fjórum klukkustund- um í að framreiða lúxusmáltíð og hafi jafnvel dýft jarðarberjum í súkkulaði til að kóróna allt saman? ÞAÐ VERSTA við konudagsfárið í ár var að uppgötva að konur um allt Ísland kalla elskhuga sína eða eiginmenn „karlinn“ líkt og fjöldi karlmanna kallar sömu kon- urnar „kerlinguna“. Þetta er ósmekklegt og gersneytt allri virðingu. „Karlinn“ verður eins og einhver óþarfa hlutur sem er píndur upp á mann og þvælist fyrir. Og hvað gæti mögulega verið rómantískt við það? Ólympíuleikar eiginkvenna BAKÞANKAR Önnu Margrétar Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.