Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 46
22 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > KOMINN MEÐ NÝJA Gítarleikarinn Ronnie Wood úr The Rolling Stones er kominn með nýja kærustu upp á arminn. Sú heitir Ana Araujo og er brasilísk fegurð- ardís sem stundar nám í arkitektúr. Ronnie fór með dömuna í fjögurra tíma verslunarleiðangur um helg- ina og segja breskir fjölmiðlar að þau hafi geislað af hamingju. Shutter Island, nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, fór beint á topp- inn yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Mynd- in náði inn fjörutíu milljónum doll- ara, eða um fimm milljörðum króna, sem er betri árangur en búist var við. Þetta er jafnframt besta byrjun nokkurrar myndar Scorsesew, sem á að baki hinar vinsælu Taxi Dri- ver, Raging Bull og The Departed. Leonardo DiCaprio leikur í Shutter Island lögreglumann sem rannsak- ar mannshvarf á sjúkrahúsi fyrir geðsjúka glæpamenn. Fór beint á toppinn SHUTTER ISLAND Leonardo DiCaprio leikur aðalhlutverkið í spennumyndinni Shutter Island. Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds er á leiðinni til Asíu í mars. Hann borgar ekki krónu fyrir ferðina, þar sem hann vann þúsund hljómsveitir og listamenn í keppni á vefsíðunni Sonic- bids.com. „Ástæðan fyrir því að ég var ekki búinn að fara til Kína var vegna þess að það er svo ógeðslega dýrt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur er á leiðinni í tónleika- ferðalag til Kína, Taívan og Hong Kong í boði vefsíðunnar Sonic- bids.com og kynningarfyrirtækis- ins Planetary Group. Fyrirtækin útvega og greiða fyrir atvinnu- leyfi, flug, hótel, uppihald, auglýs- ingaherferð og starfsfólk ferða- lagsins og Ólafur tekur fjögurra manna hljómsveit með út. Yfir þúsund hljómsveitir og listamenn sóttu um pakkann á vefsíðu Sonic Bids og Ólafur stóð einn uppi sem sigurvegari. Ólafur hlakkar mikið til ferða- lagsins sem hefst í borginni Taíp- ei í Taívan 24. mars. Þaðan held- ur hópurinn til Hong Kong og loks til Kína þar sem hann kemur fram á fimm tónleikum í Sjanghæ, Wuhan, Quingda, Peking og Tianj- in. Spurður út í salina sem hann kemur fram í segir hann flesta vera stóra og flotta. „Þetta eru yfir þúsund manna salir – aðaltónleika- staðirnir í þessum borgum,“ segir hann. Þetta verður í fyrsta skipti sem Ólafur kemur til Kína. Hann komst reyndar nálægt því árið 2008, en þá gripu kínversk stjórnvöld í taumana. „Þá var hátíð í Kína sem borgaði undir okkur,“ rifjar hann upp. „Svo sagði Björk „Free Tibet“ og þá voru allar tónlist- arhátíðir bannaðar í Kína og við fengum ekki að fara. Ég er ekki bókaður á hátíðir núna, þannig að ég er öruggur.“ Ferðin ætti þó að auðvelda Ólafi að heimsækja Kína í framtíðinni, en hann vonast til að komast í samband við fólk sem getur greitt götu hans. Í kjölfarið á því að tilkynnt var um komu Ólafs til Kína ruku lög hans upp vinsældalistann á vefsíð- unni Douban.com, sem er ein vin- sælasta vefsíðan í Kína með fleiri en 10 milljónir skráða notendur. Ólafur situr nú í efsta sæti yfir vin- sælustu listamennina á síðunni og fjölmargir notendur hafa tjáð sig um ágæti tónlistarinnar og meðal annar líkt henni við tóna Sigur Rósar. atlifannar@frettabladid.is Fer frítt í tónleikaferð til Kína, Taívan og Hong Kong „Það var kalt og samloka á hótelinu kostaði 2.600 krónur. Mér fannst það mikið sjokk,“ segir Sindri Már Sigfússon í hljómsveitinni Seabear. Hljómsveit- in spilaði á By:Larm hátíðinni í Osló um helgina. „Þetta er mjög lík hátíð og Airwaves. Við spiluðum á tvennum tónleikum, það var fullt á þeim báðum og mjög góð stemning. Svo spiluðum við í norska sjónvarpinu. Það er eitthvert trend hjá þeim að taka bönd upp að spila á skrýtnum stöðum og þeir létu okkur spila í kókosbolluverksmiðju.“ Aðrir Íslendingar á By:Larm voru Kira Kira, Haf- dís Huld og hljómsveitin For a minor reflection. Næst heldur Seabear í Evróputúr, sem hefst í Hann- over á sunnudaginn. Um miðjan mars verður band- ið svo að spila á SXSW hátíðinni í Austin í Texas. Fimm tónleikar eru fyrirhugaðir þar, en aðeins þau bönd sem mestar vonir eru bundnar við fá að spila svona oft á þessari hátíð. We built a fire, nýjasta plata sveitarinnar, verður fáanleg á Íslandi á cd og vínyl í byrjun mars. - drg Í kókosbolluverksmiðju HLJÓMSVEITIN SEABEAR Mikið fram undan á næstunni – meðal annars fimm tónleikar á SXSW. Móðir tónlistarmógúlsins Simons Cowell segir að hann hafi aldrei verið eins ham- ingjusamur og nú, eftir að hann byrjaði á föstu með Mezhgan Hussainy. Julie Cowell segir að hamingj- an hreinlega geisli af syni sínum. Julie er 84 ára. Hún segir ótrúlegt að sjá þau áhrif sem kærastan hafi haft á son sinn eftir aðeins nokk- urra mánaða samband. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég hitti hann. Hann bókstaflega geislar. Ég held að það að verða fimmtugur hafi breytt honum og feng- ið hann til að meta líf sitt að nýju. Hann verður frábær eiginmaður,“ segir mamma gamla. Hún segir jafnframt að Mezhgan sé fyrsta kær- astan sem Simon bjóði að flytja inn til sín. „Ég er viss um að þau eiga eftir að gifta sig og eignast börn,“ segir mamma Simons. Cowell aldrei hamingjusamari GLAÐUR OG ÁSTFANGINN Simon Cowell bókstaflega geislar af gleði og hamingju að sögn móður hans. NORDICPHOTOS/GETTY Endingargóðir og vandaðir kæli- og frystiskápar í öllum stærðum frá Liebherr á tilboði Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur 30-50% AFSLÁTTUR af völdum tækjum Fyrir atvinnueldhús Hvítir kæliskápar Stálklæddir kæliskápar Innbyggðir kæliskápar SIGURVEGARI Ólafur og hljómsveit fá allt greitt undir sig í ferðalaginu til Asíu, en þau koma við í Kína, Hong Kong og Taívan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.