Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.02.2010, Blaðsíða 50
26 23. febrúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is N1-deild karla: Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjóns- son 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunn- arsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Péturs. 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elís.). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum. Akureyri-Fram 28-25 Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnús- son 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn). Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn). Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7). Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3). Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingi- bergsson. Slakir. FH-Stjarnan 25-22 Mörk FH: Bjarni Fritzson 7, Ólafur Guðmundsson 4, Ásbjörn Friðriksson 3, Örn Ingi Bjarkason 3, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Sigursteinn Arndal 2, Ólafur Gústafsson 1, Ari Magnússon 1, Sigurgeir Ægisson 1. Mörk Stjörnunnar: Eyþór Magnússon 6, Ragnar Helgason 4, Daníel Einarsson 3, Björn Friðriksson 2, Vilhjálmur Halldórsson 2, Sverrir Eyjólfsson 2, Gunnar Arnarson 2, Þórólfur Nielsen 1. STAÐAN: Haukar 12 9 2 1 308-277 20 FH 13 8 1 4 362-337 17 Valur 13 7 2 4 325-308 16 Akureyri 13 7 2 4 334-320 16 HK 12 7 1 4 313-303 15 Grótta 12 4 0 8 301-327 8 Stjarnan 12 2 1 9 275-308 5 Fram 13 1 1 11 330-368 3 ÚRSLIT FÓTBOLTI Englandsmeistarar Manchester United eiga mögu- leika á að komast á sigurbraut á nýjan leik eftir tapið gegn Evert- on um helgina þegar West Ham kemur í heimsókn á Old Trafford- leikvanginn í kvöld. Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá United er líklegur til þess að tefla fram miðvarða- parinu Rio Ferdinand og Nem- anja Vidic en þeir hafa ekki spil- að hlið við hlið síðan í október. Ferdinand er nú búinn að afplána þriggja leikja bann og Vidic er leikfær eftir að hafa misst af öllum leikjum ársins 2010 til þessa vegna meiðsla. - óþ Enska úrvalsdeildin: Ferdinand og Vidic leikfærir FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi í gær 20 manna hóp sem mætir Kýpur í vináttulandsleik hinn 3. mars næstkomandi. Mesta athygli vekur endur- koma Bjarna Guðjónssonar í landsliðið en langt er síðan hann var síðast valinn. Reynsluminnsti leikmaður hópsins er síðan Blik- inn Arnór Sveinn Aðalsteinsson en hann hefur aðeins leikið einn landsleik. Allir sterkustu leikmenn lands- liðsins gefa kost á sér í þetta verkefni. - hbg Íslenska karlalandsliðið: Bjarni aftur í hópinn BJARNI GUÐJÓNSSON Fær aftur tækifæri með landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir: Árni Gautur Arason Odd Grenland Gunnleifur Gunnleifsson FH Aðrir leikmenn: Hermann Hreiðarsson Portsmouth Indriði Sigurðsson Viking Grétar Rafn Steinsson Bolton Ragnar Sigurðsson IFK Göteborg Sölvi Geir Ottesen SönderjyskE Arnór Sveinn Aðalsteinsson Breiðablik Brynjar Björn Gunnarsson Reading Emil Hallfreðsson Barnsley Bjarni Guðjónsson KR Pálmi Rafn Pálmason Stabæk Aron Einar Gunnarsson Coventry Helgi Valur Daníelsson Hansa Rostock Ólafur Ingi Skúlason SönderjyskE Rúrik Gíslason OB Eiður Smári Guðjohnsen Tottenham Heiðar Helguson Watford Veigar Páll Gunnarsson Stabæk Garðar Jóhannsson Hansa Rostock FÓTBOLTI Veislan í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld með tveimur leikj- um þar sem annars vegar mæt- ast Stuttgart og Barcelona og hins vegar Olympiakos og Bordeaux. Þegar ljóst varð að Barcelona myndi mæta Stuttgart í 16 liða úrslitunum bjuggust flestir við tveimur auðveldum leikjum fyrir Meistaradeildarmeistarana enda var þýska félagið þá að ganga í gegnum erfitt tímabil þar sem félagið náði ekki að landa sigri í tíu leikjum í röð. Nú er öldin hins vegar önnur og Stuttgart er búið að vinna sex af síðustu sjö deildarleikjum sínum í Þýskalandi líkt og Barcelona er búið að gera á Spáni. Fyrirliðinn Carles Puyol hjá Barcelona varar við vanmati fyrir leikinn gegn Stuttgart á Mercedes Benz- leikvanginum í kvöld. „Ef við mætum ekki til- búnir í þennan leik þá gæti þetta farið illa. Stuttgart er að spila vel þessa dag- ana og er mjög hættulegt lið,“ segir Puyol. Knattspyrnustjór- inn Pep Guardiola hjá Barcelona aftur á móti getur glaðst yfir því að Dani Alves og Xavi eru báðir leikfærir að nýju en Alves hefur verið meiddur í mánuð og Xavi meiddist í tapinu gegn Atletico Madr- id á dögunum. Þá er framherjinn Zlatan Ibrahimovich einn- ig leikfær en hann var hvíldur í sigurleikn- um gegn Racing Sant- ander um helgina. Seydou Keita og Eric Abidal eru hins vegar enn fjarri góðu gamni og ferðuðust ekki til Þýskalands. Bordeaux er talið mun sigurstrang- legra í viðureign sinni gegn Olympiakos en frönsku meistararnir fóru taplausir í gegn- um riðlakeppnina þar sem liðið vann fimm leiki og gerði eitt jafntefli en stórliðin Juventus og Bayern München voru í sama riðli. Bordeaux hefur enn fremur verið að spila vel í frönsku deildinni og situr í toppsætinu þar sem stendur. Olympiakos hefur hins vegar átt góðu gengi að fagna á heima- velli sínum, Georgios Karaiskakis- leikvanginum, og vann þar til að mynda alla þrjá heimaleiki sína í riðlakeppninni, gegn AZ, Standar Liege og Arsenal. Slakur árangur á yfirstandandi tímabili í grísku deildinni varð hins vegar til þess að knattspyrnu- stjórinn Zico var látinn fara. Í stað hans var Bozidar Bandovic ráðinn og mun hann leiða liðið í Meistara- deildinni og spurning hvaða áhrif það hefur á grísku meistarana. - óþ Meistaradeildarmeistarar Barcelona verða í sviðsljósinu í kvöld í 16 liða úrslitunum gegn Stuttgart: Bæði Alves og Xavi klárir í slaginn MIKILL FENGUR Dani Alves og Xavi eru leikfærir með Barcelona í kvöld. NORDIC PHOTOS/AFP > Hreyfingin treystir stjórn KSÍ í blindni Ingibjörg Hinriksdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá KSÍ, var á köflum hvassyrt í kveðjuræðu sinni á ársþingi KSÍ. Sérstaklega þegar kom að peningamálum sambandsins. „Engar umræður hafa verið um skýrslu stjórnar og reikn- ingar hafa ekki vakið mikla athygli. Kannski hefur hreyfing- in sofið á verðinum, verið værukær og treyst stjórnendum KSÍ í blindni. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Ingibjörg meðal annars í ræðu sinni en hún gagnrýnir starfsmenn KSÍ einnig fyrir að hafa reynt að sópa kampavínsmálinu svokallaða undir teppið. Ítrekað í vetur hefur lið Akureyrar komist nokkrum mörkum yfir en í stað þess að keyra áfram og klára leikina sína gefur það eftir og hleypir andstæðingnum inn í leikinn. Það gerðist í gær, bæði í fyrri og seinni hálfleik. Liðið var sex mörkum yfir þegar korter lifði leiks en hleypti spennu í leikinn. Fram minnkaði muninn í tvö mörk en Akureyri var sterkara á lokasprettinum og vann 28-25. „Mér finnst við bara ekki vera að spila nógu góðum stand- ard. Bæði ég, Jonni (Jónatan Magnússon) og Árni (Þór Sigtryggsson) erum alltof rokkandi. Það kemur einn og einn góður leikur en við getum aldrei verið góðir á sama tíma. Það vantar miklu meiri stöðugleika í liðið. Við erum bara rokkandi frá aumingjum upp í töffara. Ég ætla bara að vona að þetta lagist á lokasprettinum og fyrir úrslita- keppnina,“ sagði Akureyringurinn Heimir Örn Árnason eftir leikinn. Það er hárrétt hjá Heimi. Árni var góður í gær en stöðugleika skortir hjá Akureyri sem er þó í þriðja sætinu. „Ég held að Hómer Simpson hafi sagt: „Good, but not great.“ Þessi leikur var þannig, ekki gott en alveg nógu gott,“ sagði Hörður Flóki Ólafsson, mark- maður Akureyrar, sem varði 25 skot og var maður leiksins. Hann varð faðir hinn 18. febrúar og hélt upp á það með mögnuðum leik. „Það er að bjarga mér hvað standardinn á deildinni er slakur. Ég er ekki að æfa mikið né vel og ég er ekki í góðu formi. Ég er líklega að taka þetta á reynslunni.“ Fram átti sína spretti. Það gafst ekki upp og baráttan er til staðar í liðinu. Það vantar einhvern neista í liðið. „Þetta er dæmigert fyrir okkur í vetur, við höfum spilað rosalega kaflaskipt. Það er svo erfitt að koma svona oft til baka. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt tímabil fyrir alla en með því að fá menn úr meiðslum er þetta vonandi á uppleið,“ sagði Haraldur Þorvarðarson, fyrirliði Fram. - hþh N1-DEILD KARLA: AKUREYRINGAR ÞURFTU AÐ HAFA MIKIÐ FYRIR SIGRINUM GEGN BOTNLIÐI FRAM Erum rokkandi frá aumingjum upp í töffara HANDBOLTI HK nældi í gríðarlega mikilvæg stig gegn Val í gær með tveggja marka sigri, 25-27. HK hefði átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og var að lokum hreinlega heppið að vinna leikinn. Fyrri hálfleikurinn hjá Val í gær er sá lélegasti sem ég hef séð Val spila. Þeir voru hreint ótrúlega lélegir. Það var alveg sama hvar litið er á leik liðsins, það var allt ömurlegt við þeirra leik. Sóknarleikurinn var pínlega slak ur. Nákvæmlega ekkert að gerast og leikmenn litu út fyrir að vera algjörir byrjendur í íþrótt- inni. Varnarleikurinn var að sama skapi ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þess utan var markvarslan nákvæmlega engin. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, gerði allt sem hann gat til þess að blása lífi í leik liðsins sem var dauður. Allir leikmenn liðsins, fyrir utan meiðslapésana Baldvin Þorsteins- son og Sigurð Eggertsson, komu við sögu í hálfleiknum. Það breytti samt nákvæmlega engu, liðið var jafn lélegt. HK náði frekar fljótt níu marka forskoti, 3-12 og svo aftur 7-16. Arnór Gunnarsson skoraði síðan þrjú síðustu mörk hálfleiksins, lag- aði stöðuna fyrir Val og gaf þeim smá von fyrir síðari hálfeikinn. Miðað við hvað Valsmenn voru lé legir í hálfleiknum er ótrúlegt að munurinn hafi ekki verið meiri. HK lék af yfirvegun og skyn- semi í fyrri hálfleik og hefði átt að refsa meira. Það kom í bakið á lið- inu í síðari hálfleik þegar kolbrjál- aðir Valsmenn mættu til leiks með bakið upp við vegginn. HK hætti að spila af skynsemi og reyndi að halda forystunni í stað þess að keyra á Valsmenn af sama krafti og í fyrri hálfleiknum. Valsmenn söxuðu hratt á for- skotið og jöfnuðu, 24-24, þegar enn voru um 7 mínútur eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru skrautlegar þar sem hver mistök- in á fætur öðru litu ljós. HK fékk sókn í stöðunni 25-25 og mínúta eftir. Þeir voru næstum búnir að missa boltann, náðu honum aftur og grísuðu vítakast. Valdimar skoraði örugglega úr vítinu. Vals- menn köstuðu svo frá sér boltanum á klaufalegan hátt í lokasókninni, HK fékk hraðaupphlaup og kláraði leikinn er tíminn rann út. „Ég hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda ef við hefðum klúðrað þessu. Maður hefðir verið í einhver ár að jafna sig eftir það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálf- ari HK, en það hefði verið klaufa- skapur ársins hefði liðið ekki unnið leikinn. „Valsmenn voru værukærir í upphafi leiks. Þá náum við góðu forskoti sem lagði grunninn að þessum sigri. Við slökuðum allt of mikið á þegar við vissum að Vals- menn myndu sækja. Strákarnir sýndu síðan karakter með því að klára leikinn Sigfús Sigurðsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val í vetur en útlit var fyrir að ferill hans væri á enda fyrir um hálfu ári síðan. Var því afar ánægjulegt að sjá Sigfús aftur á vellinum en hann skilaði sínu þó svo hann sé í litlu formi. „Þetta var óvænt því ég ætlaði bara að veita stuðning. Ég varð því að vera með og þetta gekk ágæt- lega. Það er afar góð tilfinning að spila aftur handbolta. Það er seigt í kallinum,“ sagði Sigfús og glotti en hann ætlar að reyna að vera með Valsmönnum það sem eftir lifir vetrar. henry@frettabladid.is HK slapp með skrekkinn HK var næstum búið að kasta frá sér unnum leik gegn Val. Lukkan gekk í lið með HK undir lokin. Valsmenn voru ömurlegir í fyrri hálfleik en rifu sig upp. MAGNAÐUR Bjarki Már Elísson átti stórleik fyrir HK í gær og skoraði sjö mörk úr sjö skotum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.