Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 10
10 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR SLYS Þótt súrefnismælir í eigu fiskimjölsverksmiðjunnar á Fáskrúðsfirði hafi verið bilað- ur var mælir um borð í Hoffell- inu ekki notaður til að athuga súrefnismagn áður en löndun- armaður fór ofan í lest Hoffells- sins og missti þar meðvitund. Þetta slys varð við löndun gull- deplu á Fáskrúðsfirði 14. þessa mánaðar. Stýrimaður Hoffellssins missti einnig meðvitund þegar hann fór ofan í lestina með súrefni til að hjálpa löndunarmanninum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur þetta komið fram við rannsókn á tildrögum slyssins. Rannsókninni er ekki lokið. Rotnun gulldeplu í lestum skips- ins hafði valdið súrefnisskorti og myndað eitraðar lofttegundir. Mennirnir tveir voru hætt komn- ir en hafa nú verið útskrifaðir af sjúkrahúsi nýlega, heilir á húfi. Eftir slysið hefur Vinnueftirlitið birt tilkynningu þar sem ábyrgð vinnuveitenda á því að upplýsa starfsmenn um hættur og rétt vinnubrögð við aðstæður sem þessar er ítrekuð. -pg Löndunarslysið sem varð um borð í Hoffelli á Fáskrúðsfirði: Súrefnismælir í landi var bilaður GULLDEPLA Þegar magainnihald fisks byrjar að rotna eyðist súrefni úr lestum skipa hratt. Þetta hafði næstum því kostað tvo menn lífið um borð í Hoffelli. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE STJÓRNSÝSLA Kjararáð ætlar að birta úrskurð sinn um laun ríkisstarfsmanna sem hafa haft hærri laun en forsætisráðherra á morgun, föstudag. Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, segir að úrskurðurinn verði sendur þeim ríkisstarfsmönnum sem hann nái til áður en hann verði birtur opin- berlega. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi síðasta sumar á kjararáð að setja þak á laun starfsmanna ríkisins svo eng- inn þeirra sé með hærri laun en forsætisráðherra. - bj Kjararáð um ríkisforstjóra: Úrskurður birt- ur á morgun F í t o n / S Í A Fyrirtæki leita bæði til skipa- félaga og flugfélaga til að senda vörur til og frá landinu. Til að senda peninga, þá tala þau við okkur. Kjartan Geirsson – Erlend viðskipti Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · www.mp.is Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Gjaldeyrisreikningar Erlend viðskipti Innheimtuþjónusta Fyrirtækjaráðgjöf Netbanki & þjónustuver Kreditkort Ávöxtun innlána Veltureikningur Fjármögnun Ábyrgðir Kjörfundur hefst laugardaginn 6. mars kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli kjósenda er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfi rkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördegi og þar verða atkvæði talin. Yfi rkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördegi og þar verða atkvæði talin. Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars nk. liggja frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 26. febrúar nk. fram á kjördag. Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemdum vegna kjörskráa í Reykjavíkurkjördæ- mum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími 411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá. Yfi rkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður Yfi rkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður Skrifstofa borgarstjórnar Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010 um gildi laga nr. 1/2010 Í Reykjavíkurkjördæmi suður: Í Reykjavíkurkjördæmi norður: Hagaskóli Ráðhús Hlíðaskóli Kjarvalsstaðir Breiðagerðisskóli Laugardalshöll Ölduselsskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi Íþróttamiðstöðin Austurbergi Borgaskóli Árbæjarskóli Ingunnarskóli Ingunnarskóli Klébergsskóli Kjörstaðir í Reykjavík VIÐSKIPTI „Eftir að stjórn hluta- félags hefur verið skipuð á hinn einstaki hluthafi nánast enga möguleika á að hreyfa við einu eða neinu,“ segir Guðni Á. Haraldsson lögmaður og telur dæmi um að blokkir stærri eigenda fyrir- tækja hafi farið offari í nokkr- um tilvikum. „Þannig komu til dæmis upp svona blokkir og eyðilögðu stór félög á borð við Eimskipafélag Íslands og Ice- landair.“ Guðni flutti erindi sem Samtök fjárfesta boðuðu til í gær til að ræða dómsmál sem gengið hafa að undanförnu. Hann sótti skaðabóta- mál Vilhjálms Bjarnasonar fjár- festis á hendur Glitni vegna kaupa bankans á hlutabréfum Bjarna Ármannssonar, fyrrum forstjóra. Málið tapaðist í Hæstarétti. Einnig flutti erindi Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður sem sótti annað mál sem Vilhjálmur höfð- aði á hendur Straumi-Burðarási, vegna sölu hlutabréfa á undir- verði. Það tapaðist einnig. Guðni og Þórarinn voru sam- mála um að skerpa þyrfti á ákvæð- um hlutafélagalaga sem snúa að réttindum smærri hluthafa, en einstakir hluthafar geti á afar takmarkaðan hátt sótt rétt sinn fyrir dómi telji þeir brotið á sér af stjórn hlutafélags. Hlutafélög- in geta hins vegar sjálf sótt mál. Benti Þórarinn á að í lögum um hlutafélög væri farvegur fyrir minnihluta hlutafjáreigenda til að sækja mál fyrir hönd félagsins. Til þarf handhafa 10 prósenta hluta- fjár hið minnsta og sækja þeir málið á eigin kostnað og ábyrgð. Báðir töldu lögmennirnir koma til greina að breyta hlutafélaga- lögum í þá veru að lægra hlutfall hlutafjáreigenda þurfi til að höfða mál. Á fundinum fjallaði Grímur Sig- urðsson lögmaður jafnframt um málarekstur vegna viðskipta með stofnbréf og hlutabréf í Spron. Hann segir að í þeim málum end- urspeglist þörfin til að skýra til muna ákvæði hlutafjárlaga um hvenær ákvæði innherja taki gildi. Um það hafi stjórn Spron í raun haft sjálfdæmi eftir yfirlýsingu um að breyta ætti sparisjóðnum í hlutafélag. Auðveldara væri að rekja viðskipti með stofnfjárhluti ef það tímabil hefði hafist strax í stað þess að beðið væri staðfest- ingar fundar stofnfjáreigenda. Aukinheldur furðaði Grímur sig á hversu treglega gengi að fá skila- nefnd Spron til að afhenda gögn sem hann þó hefði talið að nefndin þyrfti til að sinna hlutverki sínu. Skilanefndin þyrfti á sömu gögn- um að halda og hann hafi farið fram á til að eiga möguleika á að kanna hvort hægt sé að rifta fyrri fjármálagjörningum. olikr@frettabladid.is Litlir fjárfestar geta illa leitað réttar síns Einstakir hluthafar geta ekki nema á takmarkaðan hátt sótt rétt sinn fyrir dómi telji þeir á sér brotið af stjórn félags. Þennan lærdóm segja lögmenn mega draga af nýlegum hæstaréttardómum. Skýra þarf frekar ákvæði um innherjatímabil. Á FUNDI SAMTAKA FJÁRFESTA Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir situr hér við hlið Þórar- ins V. Þórarinssonar lögmanns, en sá síðarnefndi flutti eitt þriggja erinda á morgun- verðarfundi Samtaka fjárfesta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GRÍMUR SIGURÐSSON NÓG AF HÖTTUM Á tískusýningu í Madríd í vikunni mátti sjá þessa dömu spranga um svið með slatta af höttum á höfði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þannig komu til dæmis upp svona blokkir og eyði- lögðu stór félög á borð við Eim- skipafélag Íslands og Icelandair. GUÐNI Á. HARALDSSON LÖGMAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.