Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 14
14 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is geirinn, ríki og sveitarfélög, nýti hagstjórnartækin og starfi saman. „Við eigum að vinna á móti hag- sveiflunni í góðu samstarfi við ríkis- valdið. Við erum jú með 33 prósent af heildarumsvifum hins opinbera. Það mundi ekki bara hjálpa í hag- stjórninni sem slíkri heldur einnig hjálpa einstökum sveitarfélögum.“ Krafa um framkvæmdir Væntanlegar sveitarstjórnarkosn- ingar verða um margt sérstakar. Hingað til hefur tíminn í aðdraganda kosninga verið tími framkvæmda og skuldbindinga. Stjórnmálaflokk- ar hafa lofað hinu og þessu og þeim sem eru við stjórnvölinn hefur oft verið legið á hálsi fyrir að dæla út peningum á þessum tíma. Þetta þekkist um allt land og gengur þvert á flokkslínur. Halldór segir að skýrar fjármála- reglur myndu létta á þrýstingi á kjörna fulltrúa. „Það er alltaf mik- ill þrýstingur á hina pólitískt kjörnu fulltrúa, ef við erum með reglur sem segja nú er hagsveiflan mjög uppi og sveitarfélagið verður að halda að sér höndum, þá er auðveldara fyrir kjörna fulltrúa að útskýra fyrir íbúum að ekki sé hægt að fram- kvæma núna, þótt það sé fullt af peningum í umferð. Skynsamlegra sé að bíða og leyfa einkaaðilum að klára sínar fjárfestingar og sjá svo til þegar hagsveiflan fer niður.“ Fjárhagsreglur sveitar- félaga eru til gagngerrar endurskoðunar hjá sam- gönguráðuneytinu. Ekkert hámark er á því hve mikið sé hægt að skuldsetja sveitarfélög. Flókin reikn- ingsskil hafa gert íbúum erfitt fyrir að meta stöðuna. Í annað skipti í sögunni hef- ur þurft að skipa fjárhalds- stjórn yfir sveitarfélag. Fjárhagur sveitarfélagsins Álfta- ness hefur verið til umræðu, en skipuð hefur verið fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélagið. Það er aðeins í annað skipti í sögunni sem slíkt er gert, fyrra skiptið var Hofsós á níunda áratugnum. Skuldir þess eru gríðarlegar og komu mörgum íbúunum á óvart. Það er ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að stór hluti þeirra var ekki inni í efna- hagsreikningi, heldur færður undir öðrum liðum. Ástæða þess er að ekki var um eiginlega lántöku að ræða, heldur samdi sveitarfélagið við fyrirtæki um framkvæmdir. Á móti skuldbatt það sig til að leigja byggingarnar til baka. Sú skuldbinding kom ekki fram í efnahagsreikningnum, en er á herðum íbúanna engu síður. Ógagnsætt bókhald Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir óheppilegt að bókhaldið sé ekki nógu gagnsætt. Þegar sveit- arfélag ræðst í stóra framkvæmd, sem nemur meira en fjórðungi af tekjum þess, þarf að gera sérstaka grein fyrir henni og sérfróður aðili að leggja mat á hana. Sá aðili getur hins vegar verið fjármálastjóri sveitarfélagsins sjálfs. „Mín tilfinning er sú að það hafi ekki verið farið allt of mikið eftir þessu. Það eru dæmi um svona álit, og ég er sannfærður um að upp til hópa taka sveitarstjórnarmenn sveitarstjórnarlögin mjög alvar- lega, en það er galli á eftirfylgninni í þessu líka má segja. Það kemur líka inn á eftirlits- nefnd með fjármálum sveitarfélaga. Það þarf að styrkja hennar heim- ildir og breyta lögunum þannig að hún geti komið inn oftar og af meiri þunga.“ Gunnlaugur Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að gildandi reglum hafi ekki verið fylgt nógu fast eftir í þessum efnum. Fjármögnunarleigusamn- ingar um sérhæfðar byggingar eigi að vera inni í efnahagsreikn- ingi. Á því hafi hins vegar verið brotalöm. „Ef sveitarfélag ætlar að byggja skóla, svo dæmi sé tekið, eru í meginatriðum tvær leiðir til fjár- mögnunar. Ananrs vegar fara menn í bankann og taka lán, borga skólann og svo lánið í bankanum á ákveðnum árafjölda. Hin leiðin er að semja við eitthvert fasteignafélag sem tekur lán, byggir skólann og leigir þér svo bygginguna í ákveðinn árafjölda. Þetta er í sjálfu sér bara spurning um aðferðarfræði, hvor leiðin er hagkvæmari. Skuldbinding er hins vegar sú sama. Menn hafa fengið sinn skóla og hafa föst afnot af honum um ákveðið árabil; annars vegar borgarðu bank- anum en hins vegar fjárfestingar - félaginu. Þetta á í sjálfu sér að fara inn í efnahagsreikninginn, bæði eignin sem menn hafa til afnota og skuldbindingin á móti.“ Aukið á þensluna Sveitarfélög hafa á síðustu árum tekið mikið af lánum og framkvæmt mikið. Það hefur virkað sem olía á eld þenslunnar, í stað þess að nýta hagstjórnartækin með því að draga framkvæmdir saman á þenslutímum og auka í kreppu. Sveitarfélögin eru þar í kompaníi við ríkisvaldið, sem stóð einnig í miklum framkvæmdum í þenslunni. Halldór segir sumar framkvæmd- ir mjög skiljanlegar, þar sem álver hafi risið, svo dæmi sé tekið, hafi þurft að reisa nýjan grunnskóla og leikskóla og leggja götur. Hann kallar þó eftir því að opinberi Ekkert hámark er á skuldsetningu ÁLFTANES Aðeins einu sinni áður hefur verið sett fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélag, líkt og nú hefur verið gert yfir Álftanes. Það gerðist með Hofsós á níunda áratugnum. Sveitarstjórnarmenn hafa í raun og veru getað skuldsett sveitarfélög endalaust en nú er verið að endurskoða reglur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) frá 2009 er komið inn á sveitarstjórnarstigið. Þar eru ýmsar athugasemdir gerðar og tillögur lagðar fram til úrbóta og eflingar fjárlaga- og fjárhagsáætlanagerðar. Hugmyndir AGS má setja upp í sjö liði: ■ Gerð verði skýr krafa um halla- lausan rekstur. Verði misbrestur á því skal hallinn greiðast upp á tveimur til þremur árum. ■ Lánveitingar verði takmarkaðar. ■ Stofnað verði til eftirlits með fjármálum sveitarfélaga og samráð eflt við ríkisvaldið. ■ Ríkisendurskoðun annist endur- skoðun reikninga sveitarfélaga. ■ Formlegur samningur verði gerður á milli ríkis og sveitar- félaga sem tryggi að fjármagn fylgi verkefnum. ■ Sveitarfélög verði sameinuð og rekstrarkostnaður þannig lækkaður. ■ Sett verði sameiginleg stefna í fjármálum ríkis og sveitarfélaga. ATHUGASEMDIR AGS Fyrsti hluti af þrem Á morgun: Tilögur til úrbóta FRÉTTASKÝRING: Sveitarfélög 1. hluti 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 M ill ijó nu m k r. Þróun skulda og skuldbindinga Skuldbindingar utan efnahags Lífeyrisskuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir HEIMILD: TILLÖGUR BÆJARSTJÓRNAR UM FJÁRHAGSLEGAR AÐGERÐIR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Einfaldur í notkun. Geymir 30 mælingar í minni. Skjár sýnir þrjú gildi samtímis: púls, efri og neðri mörk. Hlífðarbox fylgir með. A T A R N A Blóðþrýstingsmælir Blóðþrýstingsmælir á úlnlið. Tilboðsverð: 6.900 kr. stgr. Verð áður: 9.200 kr. Boso-medistar S Víða um heim eru sveitarstjórnarmönnum settar skorður um hve mikið er hægt að skuldsetja sveitarfélagið. Hér á landi er eina formlega þakið á slíkt reglur Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga. Almennt skal ekki lána sveitarfélögum með skuldsetningu yfir 250 pró- sent, nema þau hafi gert samning um fjárhagslega endurskipulagningu við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga með aðkomu Lánasjóðsins. Þetta eru reglur sjóðsins, en sveitarstjórnir geta leitað annað eftir láni, bæði innanlands og utan. Það átti sérstaklega við síðustu árin fyrir hrun, þegar framboð á lánsfjármagni var gríðarlegt. Það er lánveitandans að meta greiðslugetu lántakans, en líkt og mýmörg dæmi sanna var oft og tíðum brotalöm á því. Fulltrúar í sveitarstjórn geta hins vegar, að því gefnu að lánin fáist, skuld- sett sveitarfélagið eins mikið og býðst. Til endurgreiðslu þeirra er ekkert nema tekjur og því hærri sem skuldin er því meira fer af framtíðartekjum í afborganir og fjármagnskostnað. VÍÐA HÁMARK Á SKULDSETNINGU Danmörk Nokkuð hefur verið hoft til Norður- landa um fyrirkomulag málefna sveitarfélaga. Gunnlaugur segir að í Danmörku sé sveitarfélögum, A- hluta, til dæmis óheimilt að taka lán. Þar sé aftur á móti ekki þak á útsvari og það sé misjafnt eftir sveitarfélög- um. Árlega sé samið um skatthlutfall milli ríkis og sveitarfélaga. Ef sveitar- félög hyggi á stærri framkvæmdir geti þau fjármagnað á þrennan máta: ■ Sótt um fjárfestingarstyrk frá ríkinu sem setur árlega fjármuni í slíkan sjóð. Úr honum er veitt eftir ákveðinni aðferðafræði. ■ Hækkað skatta. ■ Safnað fyrir framkvæmdinni. Með slíku fyrirkomulagi skapist mun meiri umræða um einstakar framkvæmdir og það hvernig fjár- munum sveitarfélagsins er varið. „Ef skattar eru hækkaðir, segjum til að byggja íþróttahús, fer af stað umræða um það, mun meiri en ef lán er tekið sem borgar sig ein- hvern tímann í framtíðinni. Íbúarnir vilja fá að vita af hverju verið er að hækka skattana, hvort húsið er dýrara en þörf er á, er það dýrara en hjá nágrönnunum, er hægt að gera þetta hagkvæmara en þannig að það komi að sama gagni og svo framvegis. Umræðan meðal íbúanna verður allt önnur heldur en ef sveitarstjórn- in getur tekið lán endalaust á meðan bankarnir lána henni. Eftirlitshlutverk íbúanna verður mun meira.“ Á það ber að líta í þessu sambandi að dönsk sveitarfélgö fara með um 70 prósent af opinberum útgjöldum en hérlendis er það nálægt 30 pró- sentum opinberra útgjalda sem er á hendi sveitarfélaganna Noregur Á Alþingi var í vikunni var ræddur sá möguleiki að banna sveitarfélögum að taka lán í erlendri mynt. Að sögn Gunnlaugs þekkist það sumstaðar, til dæmis í Noregi. „Þótt gjaldmiðillinn sé stöðugri þar en hér þá er norskum sveitar- félögum bannað að taka erlend lán. Gengisáhættan er talin of mikil, þó ekki séu risasveiflur á gengi þar.“ Þar þykir ekki forsvaranlegt að sveitarfélög taki lán í öðrum gjald- miðli en þeim sem tekjurnar eru í. LÁNTAKA ÓHEIMIL EÐA MEÐ KVÖÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.