Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Kokka á Laugavegi hefur um nokkurra ára skeið átt hug og hjarta fagurkera hér í bæ enda hafa munir verslunar- innar verið valdir þar inn bæði eftir góðu notagildi og fallegri hönnun. Guðrún Jóhannesdóttir er einn af eigendum Kokku en fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki. Hún segir verslunina bjóða upp á klassísk merki og nefnir þar til sögunnar þýska gæðamerkið Kahla. „Postul- ínið frá Kahla er merki sem marg- ir Íslendingar kannast við því hér á árum áður flutti SÍS, Samband íslenskra samvinnufélaga, mikið af borðbúnaði frá þessu merki,“ segir Guðrún en Kahla-postulín- ið hefur verið framleitt frá árinu 1844. Bækistöðvar Kahla eru í sam- nefndum bæ í Austur-Þýskalandi en við fall Berlínarmúrsins árið 1989 fóru erfiðar tímar í hönd fyrir postulínsfyrirtækið, eins og hjá svo mörgum fyrirtækjum austan megin múrsins. Árið 1994 kom nýr fjárfestir hins vegar til sögunnar að sögn Guðrúnar sem náði að rífa fyrirtækið aftur upp og staðsetja það á ný með þeim fremstu í postulínsheiminum. „Kahla hefur unnið mikið með ungum og nýútskrifuðum hönn- uðum og staðið til að mynda fyrir samkeppnum í skólum meðal ungra nemenda. Þannig standa forsvarsmenn fyrirtækisins sí- fellt fyrir skemmtilegum og ferskum hlutum,“ segir Guðrún. Kahla hefur unnið til yfir sex- tíu hönnunarverðlauna á sextán árum og hafa komið afar sterkir inn. Til gamans má geta að Lista- háskóli Íslands hefur sent nem- endur til Kahla til að fræðast um postulínsframleiðslu. „Í Kokku erum við með ein fimm matarstell frá þessum fram- leiðanda sem öll eru hvít í grunn- inn sem gerir það að verkum að það má líka auðveldlega blanda mismunandi stellum saman. Stell- in eru sömuleiðis mjög prakt- ísk, öll með eldföstum fylgihlut- um, enda leggjum við hjá Kokku alltaf áherslu á drjúgt notagildi hlutanna.“ Glervörurnar frá hinu 150 ára gamla merki Leonardo njóta líka alltaf mikilla vinsælda og er mikið úrval af bæði skálum, vatnsglös- um og vínglösum í búðinni. Kokka býður einnig upp á glös og postul- ín frá hinu finnska Iittala. „Þótt mikið sé horft til praktísku atrið- anna hjá okkur erum við vitaskuld líka með gott úrval af servíettum og kertum og afar fallega sænska hördúka og dregla sem fast í fjöru- tíu litum. En þessir hlutir lífga allir upp á borðhaldið á tiltölu- lega einfaldan hátt og án mikillar fyrirhafnar.“ Klassísk stell og hör- dúkar í fjörutíu litum Guðrún Jóhannesdóttir hjá Kokku segir verslunina bjóða upp á klassíska hluti svo sem Kahla-matarstell og Leonardo-glös. Matarprjónar eru notaðir í Kína, Japan og víðar og eru nokkurs konar hliðstæða hnífapara vestrænna þjóða. Almennt er talið að þeir séu upprunnir í Kína frá tímum Shang-veldisins (1766-1122 fyrir Krist). Elstu prjónar sem fundist hafa voru úr bronsi og voru í grafhýsi Yin Ruins frá árinu 1200 fyrir Krist. Þeir eru yfirleitt búnir til úr bambus eða plasti en einnig eru til prjónar úr málmi, beini, tré og jafnvel fílabeini. Margar hefðir tengjast notkun matarprjónanna. Haldið er á þeim milli þumals og tveggja fingra annarrar handar, yfirleitt þeirri hægri. Þeir eru hugsaðir sem nokkurs konar framlenging fingra. Prjónarnir eru notaðir til að taka upp mat en einnig til að sópa hrísgrjónum og öðru upp í munninn beint úr skálinni. Mismunandi gerðir prjóna eru notaðar eftir lönd- um. Í Kína eru notaðir fremur langir prjónar. Í Japan eru notaðir stuttir eða meðallangir prjónar, yfirleitt úr viði og lakkaðir. Í Kóreu eru vinsælir meðallangir prjónar úr málmi, oft flúraðir á öðrum endanum til að bæta gripið. - sg Matarprjónar í stað hnífapara Matarprjónar eru upprunnir í Kína og hafa verið í notkun í þrjú til fjögur þúsund ár. Five senses djúpur diskur 2.320,- matardiskur 2.690,- Tao væntanlegt í mars Update lok/undirskál 990,- bolli 1.390,- diskur/lok 1.380,- skál 2.250,- djúpur diskur 1.990,- matardiskur 2.580,- pizzadiskur 3.480,- Cumulus bolli 2.280,- skál/undirskál 2.390,- matardiskur 3.780,- Vinoteca glös frá Leonardo verð frá 1.680,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.