Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 32
 25. FEBRÚAR 2010 FIMMTUDAGUR8 ● borðbúnaður og skreytingar „Þínu fallega skeggi til hlífðar er þessi bolli heppilegur.“ Þannig er lausleg þýðing úr þýsku á áletrun sem prentuð er örsmáu letri á bolla tvo sem eru til sýnis í Sívertsen- húsi í Hafnarfirði. Eins og greini- legt er af gömlum ljósmyndum gengu flestir karlmenn með yfir- vararskegg, ef ekki alskegg, áður fyrr. Sumir höfðu mikið við, sneru upp á það og var mikið í mun að halda því vel snyrtu. Hlífin á þess- um þýsku bollum varnaði því að skeggið litaðist brúnt og slíkir bollar hafa eflaust tilheyrt yfir- stéttum. Sívertsenhús er elsta hús Hafn- arfjarðar, byggt 1803-1805 af Bjarna Sívertsen athafnamanni. - gun Margir skemmtilegir munir eru til sýnis í Sívertsen-húsinu, þar á meðal þessir bollar. MYND/BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR Bollar sem halda skeggi hreinu og snyrtilegu ● Á MÁNÁRBAKKA Munir sem prýddu borðstofur og eldhús landsmanna langt fram eftir síðustu öld hafa sumir fengið samastað í Minja- safninu á Mánárbakka á Tjör- nesi. Í húsinu Þórshamri sem þangað var flutt frá Húsavík og opnað sem safn 1995 er til dæmis eldhús með stellkönn- um og mynstruðum diskum. Slíkir gripir hafa eflaust ekki þótt eigulegir þegar verið var að hætta notkun þeirra, hita- könnur voru að taka við hlut- verki stellkannanna og aðrir ný- tískulegri diskar að koma í stað- inn fyrir þá gömlu. Mörgum hlýnar samt um hjartarætur við að sjá þennan borðbúnað, hillu með útsaumuðu eldhúshand- klæði, kaffikvarnir og fleira sem minnir á afa og ömmu. ● ÚR ÝMSUM ÁTTUM Það er ekkert sem segir að bollastell þurfi að vera sam- stætt og raunar er miklu skemmtilega ef það er samsett úr mörgum stellum. Það er líka í anda þeirrar naumhyggju og nýtni sem hefur átt upp á pall- borðið að undanförnu og því óhætt að draga fram gömlu stellin frá frænku, frænda, afa, ömmu, pabba og mömmu. Ef bollarnir koma úr ýmsum áttum setur það sterkan svip á kaffisamsætið og ekki er verra ef sykurkarið og kaffikannan eru hvor af sinni gerðinni. Þá eru líkur á að slíkur borðbún- aður létti stemninguna og getur jafnvel verið að sögur um uppruna hans fari á flug. Yfirburðir Fréttablaðsins aldrei meiri! Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Munur á lestri Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins hefur aldrei verið meiri eins og nýjasta könnun Capacent Gallup sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.