Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.02.2010, Blaðsíða 50
34 25. febrúar 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Meistaradeild Evrópu: Inter-Chelsea 2-1 1-0 Diego Milito (3.), 1-1 Salomon Kalou (51.), 2-1 Esteban Cambiasso (55.) CSKA Moskva-Sevilla 1-1 0-1 Alvaro Negredo (25.), 1-1 Mark Gonzalez (66.). Enska bikarkeppnin: Stoke-Man. City 3-1 1-0 Dave Kitson (79.), 1-1 Craig Bellamy (81.), 2-1 Ryan Shawcross (95.), 3-1 Tuncay Sanli (99.) WBA-Reading 2-3 1-0 Robert Koren (6.), 1-1 Jimmy Kebe (9.), 2-1 Robert Koren (47.), 2-2 Brian Howard (90.), 2-3 Gylfi Þór Sigurðsson (95.) Aston Villa-Crystal Palace 3-1 1-0 Gabriel Agbonlahor (42.), 1-1 Darren Ambrose, víti (73.), 2-1 John Carew, víti (81.), 3-1 John Carew, víti (89.). Tottenham-Bolton 4-0 1-0 Roman Pavlyuchenko (23.), 2-0 Jussi Jaaskelainen, sjm (35.), 3-0 Andrew O´Brien, sjm (47.), 4-0 Roman Pavlyuchenko (87.) IE-deild kvenna: KR-Hamar 69-72 Stig KR: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 20, Signý Hermannsdóttir 11, Unnur Tara Jónsdóttir 11, Margrét Kara Sturludóttir 9, Helga Einarsdóttir 8, Jenny Pfeiffer-Finora 7, Heiðrún Kristmundsdóttir 2, Hildur Sigurðardóttir 1. Stig Hamars: Julia Demirer 26 (15 frák.), Kristrún Sigurjónsdóttir 14, Fanney Lind Guðmunds- dóttir 10, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8, Sóley Guðgeirsdóttir 5, Koren Schram 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 4. Grindavík-Keflavík 76-79 Stig Grindavíkur: Michele DeVault 24 812 frák.), Íris Sverrisdóttir 12, Jovana Lilja Stefánsdóttir 11, Helga Hallgrímsdóttir 9, Petrúnella Skúladóttir 8, Joanna Skiba 7, Berglind Anna Magnúsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Kristi Smith 25, Birna Valgarðs- dóttir 19 (10 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 15 (14 frák.), Rannveig Randversdóttir 12, Svava Ósk Stefánsdóttir 4, Marín Rós Karlsdóttir 2, Pálína Gunnlaugsdóttir 2. Haukar-Snæfell 71-52 Stig Hauka: Heather Ezell 39 (10 frák.), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13, Heiðrún Ösp Hauksdóttir 4, Inga Sif Sigfúsdóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sara Pálmadóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 1, Kiki Jean Lund 1. Stig Snæfells: Sherell Hobbs 27 (13 frák.), Gunn- hildur Gunnarsdóttir 6, Sara Sædal Andrésdóttir 6, Rósa Indriðadóttir 4, Ellen Alfa Högnadóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Björg Guðrún Einarsdóttir 2. Njarðvík-Valur 56-66 Stig Njarðvíkur: Ólöf Helga Pálsdóttir 16, Sigur- laug Guðmundsdóttir 13, Heiða Valdimarsdóttir 11, Auður Jónsdóttir 5, Anna María Ævarsdóttir 4, Ína María Einarsdóttir 4, Harpa Hallgrímsdóttir 2. Stig Vals: Dranadia Roc 32, Hrund Jóhannsdóttir 18 (15 frák.), Berglind Karen Ingvarsdóttir 6, Sigríður Viggósdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 2, Kristín Óladóttir 2. ÚRSLIT > Helgi Pétur í raðir Þróttara Borgnesingurinn Helgi Pétur Magnússon hefur skrifað undir tveggja ára samning við 1. deildarlið Þróttar en hann kemur til félagsins frá 1. deildarliði ÍA. Hinn 26 ára gamli Helgi Pétur lék með yngri flokkum Skallagríms en gekk til liðs við Skaga- menn árið 2002. Helgi Pétur spilaði 21 leik með ÍA í 1. deildinni síðasta sumar og skoraði 2 mörk en hann getur spilað í vörn jafnt sem á miðjunni og er því góður liðstyrkur fyrir Þróttara. Helgi Pétur á að baki landsleiki með bæði U-19 og U-21 árs landslið- um Íslands. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf leik á hinu geysisterka Algarve Cup í gær. Liðið réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur í fyrsta leik því andstæðingurinn var besta landslið heims, Bandaríkin. Ísland tapaði leiknum, 2-0, en hefði hæglega getað fengið eitthvað úr leiknum enda fengu stelpurnar fín færi og klúðruðu síðan tveimur vítaspyrnum. Fyrst Margrét Lára Viðarsdóttir og síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir. „Við áttum helling í þessum leik og svolítið svekkjandi að fá ekkert út úr honum. Bandaríkin mættu til leiks með sterkt lið. Ég er mjög ánægður samt með leik liðsins því við sköpum mörg færi sem við höfum ekki alltaf gert gegn sterkari þjóðum,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari en hvað með vítaspyrnurnar? „Við þurfum að æfa vítin og það verður vítaspyrnu- keppni á æfingu á morgun. Við erum núna búnar að klúðra þrem vítum í röð í landsleik og það er augljóslega allt of mikið.“ Sigurður var afar jákvæður þrátt fyrir tapið enda fyrsti gras- leikur liðsins á árinu sem og að það væru fimm nýliðar í hópnum og einn þeirra, Dagný Brynjarsdóttir, var í byrjun- arliðinu. Rakel Hönnudóttir lék svo í stöðu bakvarðar í fyrsta sinn á ævinni og fórst það vel úr hendi. „Varnarleikurinn var góður í leiknum og skyndi- sóknirnar góðar. Ég verð að vera ánægður með þetta því við erum með marga nýja menn,“ sagði Sigurður Ragnar en var hann samt ekki hundsvekktur að fá ekkert úr leiknum miðað við tækifærin? „Auðvitað hefði maður viljað fá eitthvað út úr leiknum. Miðað við færin sem við sköpuðum okkur er svekkjandi að skora ekkert en við fengum heilt yfir fleiri færi í leiknum en bandaríska liðið.“ ÍSLAND TAPAÐI 2-0 FYRIR BANDARÍKJUNUM Á ALGARVE CUP: TVÆR VÍTASPYRNUR Í SÚGINN HJÁ STELPUNUM Það verður vítaspyrnukeppni á næstu æfingu FÓTBOLTI Spænska liðið Sevilla stendur afar vel að vígi í bar- áttunni við CSKA Moskva um sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna fór fram í Moskvu í gær og var spilað snemma sökum veðurfars í Rússlandi. Alvaro Negredo kom Sevilla yfir á 25. mínútu þegar hann fékk stórkostlega sendingu inn í teig- inn og hann þurfti ekkert annað að gera en að moka boltanum í netið. CSKA gekk illa að skapa sér færi í leiknum framan af en færin komu að lokum. mark- ið kom samt ekki fyrr en Mark Gonzalez lét skot ríða af fyrir utan teig sem heimaliðið komst á blað. Skot Gonzalez var afar glæsilegt og hafnaði efst í mark- horninu, algjörlega óverjandi fyrir markvörð Sevilla. Spánverjarnir voru afar kátir með jafnteflið sem og útivallar- markið sem gæti reynst afar dýr- mætt í síðari leiknum. Leikmenn CSKA Moskva naga sig aftur á móti í handabökin yfir því að hafa ekki nýtt þau færi sem liðið fékk í leiknum. Liðs- ins bíður síðan afar erfitt verk- efni á Spáni og ljóst að þeir eru ekki margir sem setja pening á að rússneska liðið komist áfram í keppninni. - hbg Meistaradeild Evrópu: Flott jafntefli hjá Sevilla HÁLOFTALEIKAR Alvaro Negredo, markaskorari Sevilla, berst hér við Igor Akinfeev, markvörð CSKA. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES BROS ÞRÁTT FYRIR TAP Hildur Sigurðar- dóttir, fyrirliði KR, brosti í gær er hún lyfti deildarbikarnum. KR tapaði aftur á móti fyrir Hamar í gærkvöldi en það var fyrsta tap KR í vetur eftir 14 sigurleiki í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Inter fer með nauma for- ystu á Stamford Bridge eftir 2-1 sigur á Chelsea á San Siro. Chel- sea mun líta á útivallarmarkið sem mikilvægan hlut. Það var mikil undiralda fyrir leikinn í gær enda hafa menn í herbúðum félaganna skipst á skotum síðustu daga. Jose Mour- inho, þjálfari Inter, var þess utan að mæta Chelsea í fyrsta skipti síðan hann var rekinn sem stjóri Chelsea. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að sama skapi kom- inn á sinn gamla heimavöll en hann þjálfaði AC Milan áður. Leikurinn í gær byrjaði með látum og Diego Milito kom Inter yfir eftir aðeins þriggja mín- útna leik. Hann fékk þá boltann í teignum, lék afar auðveldlega á John Terry og lagði boltann svo smekklega í nærhornið. Didier Drogba var ekki fjarri því að jafna leikinn á 15. mín- útu er skot hans úr aukaspyrnu fór í þverslána á Inter-markinu. Chelsea-menn urðu svo ævareið- ir undir lok hálfleiksins er Walt- er Samuel braut klárlega á Salom- on Kalou. Spænski dómarinn sá þó enga ástæðu til þess að dæma vítaspyrnu. Afar umdeilt atvik. Chelsea byrjaði síðari hálfleik- inn vel. Branislav Ivanovic átti mikinn sprett fram völlinn. Þegar kom að teignum lagði hann boltann út á Kalou sem átti ágætt skot út við stöng. Julio Cesar, markvörð- ur Inter, virtist hafa boltann en á einhvern ótrúlegan hátt náði hann ekki að slá boltann til hliðar sem þess í stað fór í netið. 1-1. Mikilvægt útivallarmark hjá Chelsea en liðið náði ekki að verja forskotið lengi því Argentínumað- urinn Esteban Cambiasso kom Inter aftur yfir aðeins fjórum mín- útum síðar. Hann átti þá skot utan teigs sem fór í hornið. Bæði lið áttu ágætis færi til þess að bæta við mörkum en nýttu þau ekki. Rimma þessara liða er því galopin fyrir síðari leikinn á Stamford Bridge og má búast við því að menn spari ekki stóru orðin í aðdraganda þess leiks. henry@frettabladid.is Inter vann fyrstu lotuna Stórleikur Inter og Chelsea stóð undir væntingum. Lærisveinar Mourinho unnu sætan en nauman sigur. Chelsea átti að fá víti í leiknum en fékk ekki. VÍTI Walter Samuel brýtur hér á Salom- on Kalou en ekkert var dæmt. NORDIC PHOTOS/AFP SIGURMARKI FAGNAÐ Argentínumaðurinn Esteban Cambiasso fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum í gær. John Terry horfir svekktur á en hann átti ekki góðan leik. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Það var dramatík í enska bikarnum í gær þar sem hetjur kvöldsins voru Gylfi Þór Sigurðs- son og Roman Pavlyuchenko. Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Tottenham í leiknum gegn Bolton þar sem Grét- ar Rafn Steinsson var ekki í leik- mannahópi Bolton. Eiður Smári spilaði síðari hálfleikinn en hann kom inn á fyrir Jermain Defoe. Maður leiksins var Rússinn Roman Pavlyuchenko en hann skoraði tvö af mörkum Tottenham í leiknum. Hin tvö mörk Spurs í leiknum voru sjálfsmörk hjá Bolt- on. Rússinn er heldur betur að stimpla sig inn hjá félaginu en hann skoraði einnig tvö mörk í siðasta leik liðsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Ívar Ingimarsson voru í byrjun- arliði Reading gegn WBA en Gunnar Heiðar Þorvaldsson sat á bekknum. Brynjar Björn Gunnarsson gat ekki leikið með Reading vegna meiðsla. Bikarævintýri Reading hélt áfram og úr varð enn einn ævin- týralegi sigurinn hjá liðinu. WBA virtist vera að landa sigri þegar Brian Howard jafnaði leikinn fyrir Reading rétt áður en flaut- að var til leiksloka. Markið virtist kveikja í leikmönnum Reading og Gylfi Þór Sigurðsson, sem er ekki nógu góður fyrir íslenska lands- liðið, skoraði sigurmark Reading á 95. mínútu en Gylfi er að spila frábærlega þessa dagana. Leikmenn Man. City fóru illa að ráði sínu gegn Stoke. Craig Bella- my jafnaði leikinn fyrir City níu mínútum fyrir leikslok en tveim mínútum síðar lét Emmanuel Ade- bayor reka sig af velli. Leikurinn fór í framlengingu og þar nýtti Stoke sér liðsmuninn og kláraði leikinn. - hbg Endurteknir leikir í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar voru leiknir í gærkvöldi: Gylfi Þór tryggði Reading ævintýralegan sigur ÓTRÚLEGIR Gylfi og félagar fagna í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.