Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI26. febrúar 2010 — 48. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HRÓLFUR SÆMUNDSSON óperusöngvari syngur þekktar aríur í Salnum á morgun klukkan 17. Hrólfur hefur fengið frábæra dóma í Þýskalandi en þar hefur hann sungið fjögur stór hlutverk í vetur, þar á meðal tvö titilhlutverk. Matreiðslumaðurinn Sigurður Karl Guðgeirsson kynntist töfr-um sushi fyrir um tíu árum og hefur nú opnað eigin sushi-stað í Kringlunni. Hann rekur aðdrag-anda þess með eftirfarandi hætti: „Árið 2000 kom Snorri Birgir Snorrason, núverandi eigandi Brauðbæjar, að tali við mig og spurði hvort ég vildi læra að gera sushi. Þá var það ekki hátt skrifað hér á landi og satt að segja fannst mér það vont, en margir upplifa sushi þannig fyrst. Ég hélt síðar til Kaupmannahafnar og lærði sushi-gerð undir handleiðslu jap-anska meistarans Iþá Sushi-þörfin segir til sínSushi var ekki hátt skrifað hjá Sigurði Karli Guðgeirssyni þegar hann smakkaði það fyrst fyrir tíu árum en fljótlega varð hann háður því og hefur nú opnað eigin sushi-bar á Stjörnutorgi Kringlunnar. Edik (sushi-su)80 ml japanskt hrís-grjónaedik 8 g salt 45 g sykur Best er að byrja á edikinu því það þarf að kólna niður áður en það fer yfir grjónin. Velgið hrísgrjónaedikið í stálpotti og gætið þessað s ð Grjónin sett í skál og vatni hellt yfir þannig að það fljóti vel yfir grjónin. Nuddið þau mjúklega til að þrífa burt sterkjuna, hellið vatninu af og endur-takið þrisvar til fjórum sinnum. Þegar vatnið er orðið nokkuð tært, sigtið það frá og h ll ð taka þau varlega upp úr pottinum með plast- eða viðaráhaldi og setja þau í skál (ekki nota skál úr áli). Hellið edikblöndunni (susi-su) yfir og leysið þau í sundur. Athugið að þetta þarf að gerast á meðan grjó i SUSHI-HRÍSGRJÓN og edik Sigurður segir marga fá svokallaða sushi-þörf og að þá sé gott að geta gripið bita. Hér er meðal annars að finna ál-nigiri og laxa- nigiri með teriyaki-sósu sem er einkennisbitinn hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Til Perlunnar kemur ástralinn Glen Ballis sem hefur unnið á Banyan Tree og Shangri-la hótelum á Tælandi ásamt því að vinna í Shanghai, Malasíu og Indónesíu. Hann hefur einnig stjórnað veitingahúsum Harrods í London. Með Glen kemur Kobayashi Katsuhiko, japanskur pastry chef sem er með 20 ára reynslu í sætabrauðsheiminum. Hann hefur m.a. starfað á Laurent (2 Michelin stjörnur), La Bastide (2 Michelin stjörnur) og Marc Meneau (3 Michelin stjörnur). Hann mun sjá um eftirréttinn. 24. - 28. febrúar TÚNFISKTARTARmeð piparrótarkremi og reyktum ál HÖRÐUSKEL TATAKImeð tómat citrus salati, soya marineruðumlaxahrognum og kryddjurtum BRASSERAÐ NAUTmeð portvíns- og engiferleginni andalifurog bauna- og döðluplómu purrée SYKURHÚÐAÐUR ÞORSKURmeð kræklingi og kúfskelsalsa dvergkáli t Góð tækifærisgjöf! FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • FEBRÚAR 2010 SIGURÐUR KARL GUÐGEIRSSON Opnar sushi-bar á Stjörnutorgi • út að borða • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Ósamræmd próf „Um námsefni í grunnskóla gilda ákveðin viðmið sem koma fram í aðalnámskrá,” skrifar Pawel Bartoszek. Í DAG 14 FÖSTUDAGUR VEÐRIÐ Í DAG Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% FÓLK Þrjú börn þjóðþekktra leik- ara fara með hlutverk í uppsetn- ingu leikfélags Menntaskól- ans í Reykja- vík á verki Andra Snæs Magnasonar, LoveStar. Börn- in eru þau Guð- mundur Felix- son, sonur Felix Bergssonar, Steiney Skúla- dóttir, sem er dóttir leikaranna Halldóru Geirharðsdóttur og Skúla Gautasonar, og Eygló Hilm- arsdóttir, dóttir Hilmars Jóns- sonar og leikkonunnar Sóleyjar Elíasdóttur. „Ég held að það megi alveg full- yrða að við séum öll með leikhús- bakteríuna í okkur,“ segir Steiney en krakkarnir frumsýna í kvöld. - sm / sjá síðu 24 Leikarabörn á Herranótt: Feta í fótspor foreldra sinna Strekkingur vestan til og vindstrengur með SA-ströndinni. Snjókoma eða él víða um land, þó líklega úrkomulaust norðanlands fram eftir degi. Áframhaldandi frost. VEÐUR 4 -3 -3 -7 -7-5 Háhyrningur drap þjálfara Til stóð að flytja Tilikum til Íslands árið 1992. FÓLK 30 Saknar ekki stjórnmálanna Sverrir Hermanns- son er áttræður í dag. TÍMAMÓT 20 GUNNAR NELSON Skrópaði í skóla til að æfa bardagalist POPP FYLGIR Í DAG Liverpool komst áfram Liverpool lenti undir gegn Unirea en kom til baka og kláraði leikinn. ÍÞRÓTTIR 26 STJÓRNMÁL Fundi samninganefndar Íslands og fulltrúa Hollendinga og Breta í London í gær lauk án nið- urstöðu. Bretar og Hollendingar segjast ekki geta teygt sig lengra til móts við Íslendinga en með til- boði sínu frá því í síðustu viku. Íslenska samninganefndin undir forystu Lee C. Buchheit mun í dag funda með formönnum stjórnmála- flokkanna og gera þeim grein fyrir stöðunni. Hvorki náðist í forystumenn rík- isstjórnarinnar í gærkvöldi né for- menn stjórnarandstöðuflokkanna. Í yfirlýsingu frá Steingrími J. Sig- fússyni fjármálaráðherra segir að vonast hafi verið til að sameig- inleg niðurstaða um bætt kjör í Icesave-málinu næðist. „Það hefur enn ekki tekist. Báðir aðilar lögðu fram uppbyggilegar tillögur en enn greinir þjóðirnar töluvert á.” Í yfirlýsingu ráðherrans er sérstaklega minnt á að þjóðar- atkvæðagreiðsla um Icesave verði 6. mars. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins líta íslenskir ráðamenn svo á að viðræðurnar hafi alls ekki siglt í strand. Í yfirlýsingu talsmanns breska fjármálaráðuneytisins segir að niðurstaðan sé Englendingum og Hollendingum vonbrigði. „Bresku og hollensku ríkisstjórnirnar eru vonsviknar með að þrátt fyrir að þær hafi reynt sitt besta síðast- liðið eitt og hálft ár séu íslensk stjórnvöld enn ófær um að ganga að þeirra besta tilboði varðandi Icesave-lánið,“ segir í yfirlýsingu talsmannsins. Hann ítrekar að menn séu enn ákveðnir í ná sam- komulagi við Ísland um féð sem hollenskir og breskir skattgreið- endur eigi inni hjá Íslendingum. Fréttaveita Bloomberg hafði í gærkvöldi eftir ónafngreindum heimildarmanni í breska fjármála- ráðuneytinu að íslenska samn- inganefndin hefði gengið af fundi. „Þetta er alrangt og búið að biðja breska fjármálaráðuneytið um að leiðrétta þetta,“ segir Guðmund- ur Árnason, sem situr í íslensku samninganefndinni. „Fundurinn fór enda fram í íslenska sendiráð- inu og okkur hefði aldrei dottið í hug að skilja þá eftir þar.“ - bþs, gar Hollendingar og Bretar segjast ekki geta komið lengra til móts við Íslendinga: Icesave-nefndin tómhent heim HEILBRIGÐISMÁL Deild 14 á Kleppi verður lokað á vordögum. Deildin er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingargeðdeild fyrir fólk með langvinna geðsjúkdóma og alvar- lega atferlistruflun. Tólf dvelja á deildinni og hafa sumir verið þar um áratuga bil. Flestum hefur verið fundin ný búseta. Um helmingur hópsins er eldra fólk sem á rétt á vistunarmati og dvöl á hjúkrunarheimili. Hluti fær heimili á vegum Straumhvarfa- verkefnisins svonefnda en óvíst er um úrræði fyrir fjóra. Þeir stríða við flókna blöndu af þroskaskerðingu, geðsjúkdómi og hegðunar truflunum. Vonir standa til að framtíðar búseta tveggja þeirra leysist á næstu vikum en staða hinna tveggja er erf- iðari viðfangs og krefst flóknari úrlausna. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir langtímadvöl og jafnvel fasta búsetu á sjúkrahúsum hvorki samræmast nútímaheilbrigðisþjónustu né mannúðarsjónarmiðum. Tólf prósenta sparn- aðarkrafa á tveimur árum hraði þó lokun deildarinnar. Beinn rekstrarkostnaður deildar 14 nemur 170 milljónum króna á ári. „Það er ekki hlutverk geðsviðs Landspítal- ans að sinna búsetuúrræðum fatlaðs fólks,“ segir Páll og bendir á að þessir tólf vist- menn séu í raun þeir síðustu sem eftir eru af því gamla Kleppssamfélagi sem í eina tíð taldi hundruð manna. „Fólk sem er með geðsjúkdóm en á ekki von um bata á ekki að vera á sjúkrahúsi. Það á rétt á að vera búið heimili.“ Páll segir að yfirvofandi breytingum fylgi kvíði og óöryggi en þrátt fyrir það sé ómögulegt að halda því fram að fólkinu sé betur fyrirkomið á Kleppi. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, kveðst einlægur fylgismaður þeirrar stefnu að fólki séu búin heimili utan spítala en gagnrýnir að tilkynnt hafi verið um lokun deildarinnar áður en öllum voru fundin ný búseta. Alls 27 starfsmönnum deildarinnar hefur verið sagt upp og taka uppsagnirnar gildi 1. maí. Páll Matthíasson segir markmið stjórn- enda að allir fái ný störf innan Landspítal- ans og telur hann vonir um það góðar. Deild 14 er til húsa á 1. hæð gamla Klepps- spítalans inni við Sund. Að sögn Páls er ástand húsnæðisins ágætt og verður önnur deild í verra húsnæði flutt þangað. - bþs Flutt af Kleppi eftir áratugi Mannúðarsjónarmið eru helsta ástæða þess að loka á deild 14 á Kleppi. Sparnaður flýtir fyrir lokun. Flest- um hefur verið fundið nýtt heimili. Öllum starfsmönnum var sagt upp en reynt að finna þeim ný störf. STEINEY SKÚLADÓTTIR VEÐRIÐ Færð var þung víða um land í gær, en verst var ástand- ið undir Hafnarfjalli og í Borgarfirði. Undir Hafnarfjalli lentu bílar í alvarlegum vandræð- um í gærkvöld, enda var skyggni þar nánast ekkert. Í Bláfjöllum fögnuðu menn hins vegar snjókomunni, þótt erfitt hafi verið að sjá hvernig ástandið yrði þar vegna þess hve blint veðrið var. „Það er nú varla komið nóg í brekkurnar,“ sagði Magnús Árna- son, framkvæmdastjóri skíða- svæðisins í Bláfjöllum, um snjó- komuna í gærkvöld. „En við erum bjartsýn, það er spáð snjókomu áfram.“ Veðurstofan spáir svipuðu veðri áfram í dag, en þó verður snjókoma heldur minni. - gb Leiðindaveður víða um land: Fagna snjónum í Bláfjöllum LEIÐINDAVEÐUR UM LAND ALLT Í GÆR Umferðin gekk erfiðlega í Reykjavík í gærmorgun þegar fyrsti alvörusnjórinn sást þar í vetur. Skárra veður var þó í Reykjavík þegar líða tók á daginn en víðast hvar annars staðar á landinu, vegna skjóls fyrir norðaustanáttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.